Þjóðviljinn - 30.10.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.10.1979, Blaðsíða 7
ÞriOjudagur 30. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Þrjú svædi ákveðin Nánari athugun á tveimur Borgarráb samþykkti i gær ab fela Þróunarstofnun að undirbúa deiliskipulag fyrir fbúðarhús á þremur þéttingarsvæöanna, — á Laugarási, utan þess svæðis sem unnið er að friölýsingu á, — á stofnanasvæðinu við Hafnar- fjarðarveg, þó þannig að tekiö verði tillit til eðlilegra þróunar- möguleika öskjuhliðarskóla, og á stofnanasvæðinu við Eyrarland með sama fyrirvara vegna þróunar Borgarspftaians. Var þetta samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum, en með 3 atkvæðum að kannað verði nánar hugsanlegt byggingarmagn og afmörkun byggðar á athugunar- svæöunum vestan Glæsibæjar og i Sogamýri, austan Skeiðarvogs. Greiddu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins atkvæöi gegn þessu og vildu aö hugmyndum um ibúða- byggingar á þessum svæðum yrði hafnað en þó gert ráð fyrir opin- berri stofnun vestan Glæsibæjar. Athugun Þróunarstofnunar á þéttingu byggöarinnar á þessum 5 svæðum er nú þaö langt komln að unnt er að hef ja deiliskipulags- vinnu á þremur þeirra, en stofn- unin hefur unnið að þessum at- hugunum frá i vor. Sagði Sigurður Haröarson for- maður skipulagsnefndar i sam- tali við Þjóðviljann i gær að hugsanlega yrðu svæðin 3 bygg- ingarhæf fyrri hluta næsta árs, en það færi eftir þvi hvernig samn- ingar vegna öskjuhliðarskóla og Borgarspitala gengju. Sam- kvæmt tillögum Þróunarstofnun- ar ættu að rúmast um 330 Ibúðir á þessum svæðum. Athugunarvinnunni veröur hins vegar haldið áfram við hin tvö svæöin vestan Glæsibæjar og I Sogamýri og verða gerðar nánari tillögur um magn og staösetningu byggöar á þeim svæðum, áöur en endanleg ákvörðun verður tekin um hvort þau verði tekin undir byggingar að einhverju leyti. Borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæöisflokksins báru i gær fram breytingartillögu v'egna þessara tveggja svæöa og er hún svohljóð- andi: „Borgarráð samþykkir að hverfa nú þegar frá hugmyndum um Ibúöabyggingar á svæðinu vestan Glæsibæjar og I Sogamýri austan Skeiðarvogs. Svæðið I Sogamýri verði áfram útivistar- svæöi og verði Þróunarstofnun i samráði við garðyrkjustjóra falið aö gera nánari tiljögur um nýt- ingu svæðisins semútivistarsvæð* is ' svo og um nánara skipulag þess . Jafnframt samþykkir borgarráð að láta fara fram hug- myndasamkeppni um nýtingu og skipulag Laugardalsins allt að mörkum við Suðurlandsbraut. I þvi skipulagi verði gert ráö fyrir þvi að Laugardalur veröi úti- vistarsvæði með iþróttamann- virkjum, grasgarði, ræktunarstöð og skrúögarði auk hugsanlegrar stofnunar, sem færi vel i sliku úti- vistarsvæði.” Þessi tillaga var felld með atkvæðum meirihlutans og sú sem aö ofan greinir sam- þykkt meö 3:2. —ai Sjómannafélag Eyjafjarðar Takmarkanir ber að ákveða í ársbyrjun Frá Sjömannafélagi Eyjafjarð- ar hefur borist svohljöðandi ályktun: Fundur haldinn i stjörn og trhnaöarráði Sjömannafélags Eyjafjaröar miövikudaginn 24. október 1979 mótmælir harðlega þeim takmörkunum á þorskveið- um togara, sem ákveönar eru i nóvember og desember. Fundurinn telur, að svo stór- kostlegar veiðitakmarkanir eins og átt hafa sér stað á árinu, beri, ef nauðsynlegar eru, aö ákvarða i upphafi hvers árs. F ylkingarframboð Fylkingin hefur ákveðið fram- boð i Reykjavik tii alþingiskosn- inganna, eins og sagt var frá i Þjóðviljanum I gær. Framboðs- listi hefur nii borist blaðinu og er þannig skipaður: Ragnar Stefánsson, jarö- skjálftafr., Asgeir Daníelsson kennari, Guömundur Hallvarðs- son byggingaverkam., Birna Þóröardóttir, RUnar Sveinbjiýns- son rafvirki, Hildur Jönsdöttir skrifstofum., Jósef Kristjánsson iðnverkam., Dagný Kristjáns- dóttir kennari. Arni Hjartarson jarðfr., Þorgeir Pálsson námsm., Sólveig Hauksdóttir leikari, Ein- ar Ólafsson skáld, Þóra MagnUs- dóttir námsm., Arsæll Másson uppeldisfltr., Erlingur Hansson gæslum., Berglind Gunnarsdóttir námsm., Haraldur S. Blöndal prentmsm., ólafur H. Sigurjöns- son liffr., Sigurjön Helgason sjUkraliði, Vilborg Dagbjarts- dóttir rith., Róska kvik- myndagm., Halldór Guðmunds- son námsm., og Vernharður Linnet kennari. Þetta er þvinær sami listinn og við siðustu kosningar. Elsta átthagafélagið 75 ára Elsta átthagafélagið í Reykjavík, Austfirðinga- félagið, er 75 ára um þess- ar mundir. Afmælisins verður minnst með Aust- firðingamóti á Hótel Sögu föstudaginn 2. nóvember n.k. og kemur samkórinn Bjarmi á Seyðisfirði gagn- gert til Reykjavíkur til að skemmta í afmælishófinu. Félagið hefur undanfarið ár styrkt eitthvert ákveöið málefni á Austurlandi.Aðþessusinni veröur allur hagnaður af Austfirðinga- mótinu látinn renna til sumar- búða að Eiðum sem Prestafélag Austurlands hefur rekið s.l. 11 ár. Sumarbúðirnar eru aðallega ætl- aðar börnum úr kaupstöðum og þéttbýli eystra. Aðalhvatamaöur að stofnun Austfirðingafélagsins og fyrsti formaður þess var Jón ólafsson ritstjóri. Núverandi stjórn skipa: Guð- rún K. Jörgensen formaöur, Sig- rún Haraldsdóttir, Brynjólfur Ingólfsson, Gunnar Valdimars- son, Bergsteinn Ólason, Gunnar Guðjónsson og Eirikur Lárusson. — eös DÁLÍTIÐ DEKUR DREGUR ÚREYÐSLU ORKUSPARNAÐUR ÞINN HAGUR ÞJÓÐARHAGUR Starfshópur um eldsneytisspamað í bílum: Orkuspamaðamefnd iðnaðarráðuneytisins Bílgreinasambandið Félag íslenskra bifreiöaeigenda Olíufélögin Strætisvagnar Reykjavíkur Umferðarráö Margt, sem á þátt í að draga úr bensíneyðslu, geta menn gert sjálfir: Skipt um kerti áður en þau eru orðin slitin, hreinsað loftsíxma og athugað ástand kveikju og kveikjuþráða o. fl. Hafir þú ekki gert þetta er ráð að fletta upp í handbókinni sem fylgir bílnum. Fylgstu með bensíneyðslunni. Skráðu alltaf hjá þér þegar þú setur bensín á bílinn. Leitaðu reglulega til verkstæðis. Láttu stilla þar blöndung, kveikju, ventla og yfirfara bremsur. UMHYGGJA DREGUR ÚR EYÐSLU.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.