Þjóðviljinn - 06.11.1979, Page 12

Þjóðviljinn - 06.11.1979, Page 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 6. nóvember 1979 ^sháh Umsjón: Helgi ólafsson noj og Timmans eöa Korstnoj og Petrosjans? Ég fyrir mitt leyti myndi kjósa siöara einvigiö. Þaö er altént fróðlegt aö fylgjast meö skákmönnum slá tvær flugur I einu höggi. Fyrir það fyrsta keppa þeir um hvor tefli betur og I Millisvædamótiö Þaö voru skákunnendum óneit- anlega nokkur vonbrigöi aö hol - lenski stórmeistarinn Han Tim- ann skyldi detta út úr heims- meistarakeppninni eftir fræki- legan endasprett i millisvæöa- mótinu. Timann byrjaöi illa, geröi hvert jafntefliö á fætur ööru og tapaði aö auki einni skák fyrir Sovétmanninum Balasjov. A timabili virtist sem þeir HUbner, Portisch og Petrosjan væru svo gott sem öruggir I Askorenda- keppnina. Svo var þó aldeilis ekki. Timman tók upp á því aö vinna hverja skákina á fætur annarri, og fyrir slöustu umferö átti hann mikla möguleika á aö tryggja sér sæti. Hann þurfti að vinna Kúbu- manninn Guillermo Garcia, en af fenginni reynslu var þaö verkefni langt frá þvi að vera auövelt. Kúbumaöurinn hefur mörg und- anfarin ár verið sterkasti skák- maður sinnar þjóöar og á skák- mótum hefur hann, hvað eftir annað, velgt Timman undir ugg- um. Þrátt fyrir hatrammar vinn- ingstilraunir Hollendingsins komsthann ekkert áleiðis og varð að sætta sig við jafnteflið. Það tryggði þeim félögum Portisch, Petrosjan og Höbner sæti I Áskor- endakeppninni. Ýmsir hefðu fús- lega viljað skipta á t.d. Petrosjan og Timman I keppni þessari þvi Armenlumaðurinn hefur verið i innsta hring heimsmeistara- keppninnar alit frá árinu 1953. En eíns og einhver góöur maður benti mér á um daginn, þá er þaö orðin viss hefð að hafa gamla manninn með. Og hvort vildur þú til dæmis sjá einvigi milli Korts- ööru lagi keppa þeir um hvor hat- ar meira! Eða sagði Kortsnoj það ekki þegar þeir tefldu siðast að um væri að ræöa einvlgi haturs- ins? Eftir þvi sem ég kemst næst þá eru 50% likur á þvl að Korts- noj tefli við Petrosjan I fyrsta umgangi keppninnar. En nóg um það. Hér kemur ein skák frá Rio, ein af bestu skákum Timmans. Hvltt: J. Smejkal (Tékkóslóvak- la) Svart: J. Timman (Holland) Enskur leikur 1. c4-Rf6 2. Rc3-e6 3. Rf3-Bb4 4. Dc2-0—0 5. a3-Bxc3 6. Dxc3-b6 7. b3-Bb7 8. Bb2-d6 9. e3-e5 10. d4-Re4 11. Dc2-Rg5 12. Rxg5-Dxg5 13. d5-Rd7 14. g3-c6 15. Bh3-Had8 16. dxc6-Bxc6 17. 0—0-Rc5 18. Bg2-Bxg2 19. Kxg2-Dg6! 20. Dc3-d5! 21. Dce5-dxc4 22. Hadl-Hxdl 23. Hxdl-cxb3 24. Hd4-f6 25. Dd6-h6 26. e4-He8 27. f3-Df7 28. a4-Re6 29. Hd5-Hc8 30. Hd2-Hd8 31. dxd2-Rc5 33. a5-Dd7 34. Db4-Da4 35. Dd2-Dc4 36. axb6-axb6 37. Kf2-Rd3+ 38. Ke3-Rxb2 39. Dxb2-Kf7 40. h4-Ke6 41. f4-Dc2 (Biðleikur Timmans. Anderson, aðstoðarmaður Timmans var ekki I vandræðum með aö finna vinninginn.) 42. f5—Kd6 44. Da4-Dc3+ 43. Dd4—Kc7 — og hvitur gafst upp. Akraneskaupstaður Kjörskrá Kjörskrá vegna Alþingiskosninga 2. og 3. desember n.k. liggur frammi á bæjar- skrifstofunni alla virka daga frá 3. nóvem- ber til 17. nóvember n.k. kl. 9.30-12 og 12.30-15.30 þó ekki á laugardögum. Kærur vegna kjörskrár skulu hafa borist á bæj- arskrifstofuna i siðasta lagi 17. nóvember n.k. Akranesil7. nóvember ’79 Bæjarstjóri Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið- um eldhúsinnréttingar, einnig viðgerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Versiið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simi 41070 • Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmiöi. Gerum föst verötilboö SIMI53468 Umsjón: Magnús H. Gíslason Hreindýr fara þannig meö gróöurinn aö eftir þau er flag eitt, segir Halldór Pétursson. Halldór Pétursson skrifar: Enn er undir tekið í Ég er fæddur með þeim ósköpum að finna að öllu sem mér finnst rangt, vanhugsaö og vitlaust. Þar hefur hver sinn smekk en ekkert sllkt má kyrrt liggja. Ég hef fordæmt að hafa hér hreindýr, þótt mér þyki vænt um þau. Hérlendis eru engin dýr, sem eins spilla groðri landsins. Ég hef nú sjaldan hælt sauðkindinni, en vil þó hér taka svari hennar. Henni er kennt um alla gróðureyöingu en slikt er fáviska. Hreindýr fara þann- ig með gróöurinn að eftir þau er flag eitt, sem uppblásturinn tekur I sina þjónustu. Undir þetta tekur Eyþór Þórðarson á Noröfirði, gamall sveitungi minn og framámaöur austur þar um áratuga skeið. Hann þekkir þetta mikið betur en ég. Strax er haustar koma hreindýrin út i beitilönd Fljóts- dalssveita og haga sér eins og húsdýr. Hver dalskora á Sustur- landi morar af þessum dýrum. A talningu þeirra tek ég lítð mark. Við höfum engin efni á að efna til landspjalla. Af þessum dýrum eru engin not. Þegar harðnar I ári er hungurdauðinn eina velsæld þessara dýra. Eru Islendingar ekki orönir full- saddir af hordauða fólks og fénaðar, á hann nú að vera til prýðis? Gæsin mln er llka skæð, hún rótnagar svo aö likt og sviðiö sé, þó grefur hún ekki upp rótina, eins og hreindýrin. Henni á að fækka að miklum mun því hún er mikill gróður- eyðir. Þá eru það rándýrin: tófa, minkur og mávar. Það er svo undarlegt með þingmenn, sem stangast eins og griðungar út af flestum hlutum, að eitt eru þeir sammála um og það er að halda viö öllum rándýrum, hvort þau eru tvl- eða fjórþætt. Þar má hvergi skerða. Minkurinn er að gereyða fiskivötn okkar og ár og ekkert er gert. Þetta, sem veriö er að drepa fyrir ærið fé, er eins og dropi I hafiö. Ég var á spltala meðeinum gáfaðsta þingmanni okkar o g þetta b arst I ta 1. — Nei, ekki að eyða minknum, hann aðlagar sig landinu. Kannski rétt á sinn máta. Þingmenn virðast geta aölagaö sig mörgu, sem ekki kemur almenningi að notum. Tófan er ekki eins skæö en hennar riki er nú orðið mikið á þeim stöðum, sem komnir eru I eyði. Hún drepur þó ekki nema til matar en minkurinn er Ukari okkur, drepur sér til skemmtunar. Ég er þess viss, að það mætti koma sýki I þessi verstu mein- dýr: mink, tófu og veiðibjöllu. Veiöbjallan er nú á góðri leið meðað tortíma okkar elskulega æðarfugli. Sá, sem hefur séð máf gleypa 7-8 æöarfugla I einni striklotu munþvi seint gleyma. Það eru óefað mörg ráð til að út-, rýma veiðibjöllunni en hún á marga verndarmenn. Ég hef heyrt að menn á Suðvesturlandi eigi heilar eyjar þar sem hún verpi og þangað má enginn óþveginn líta. Eins er bannað aö taka egg hennar I Esju, Akra- fjalli og sjálfsagt vlðar. Þetta geta orðið hæstaréttarmál. Yrölinga, minka og tófur ætti að sýkja og sleppa þeim slöan og láta þá breiða sýkina út. Sjálfsagt þykir þetta kulda- legt talen þeir menn hugsa ekki um hvernig þessi dýr aflifa aörar skepnur. Viö höfum fengið allar okkar dýrapestir ókeypis og ættum þvi að geta ráðið við að sýkja rándýrin. Þessi dýr munu skriða I sín fylgsni og ljúka þar llfi. —Halldór Pétursson. Tómstundarád Vestmannaeyja: Fjölbreytt starfsemi í félagsheimilinu 1 skýrslu Tómstundaráös Vestmannaeyja segir aö notkun Félagsheimilisins hafi aö flestu leyti veriö meö svipuöu sniöi og áöur. Veröur hér á eftir greint frá helstu þáttum starfeeminn- ar þar. Leiktækjasalirnir á efstu hæð voru opnir frá okt. byrjun til loka aprílmánaðar, og aö jafn- aði vel sóttir. Ráðning gæshi- manns um s.l. áramót auöveld- aði eftirliti með leiktækjum og umgengni um húsið en það var opið mánudaga til fimmtudaga að báöum dögum meðtöldum, frá kl. 13.30 til 17.00. SU nýbreytni var upp tekin s.l. vetur að efna til borötennismóta á vegum Bamaskólans og Gagnfræöaskólans og varð þátttaka mikil. Fyrirhugað er að slik mót verði einnig I vetur. A kvöldin hefur ýmiss konar félagsstarf verið til húsa á efri hæðinni og hefur mest borið á diskótekskemmtunum en alls voru þær 29 á timabilinu, fyrir ýmsa aldurshópa. Mörg félög héldu fundi I sölunum svo sem Bifreiöa- iþróttaklúbburinn, Samkórinn, Taflfélagið o.fl. Þá voru nám- skeiö I bridge, skákkennsla og skákmót. Barnastúkan var þar na einnig m eð sln a s tar fsemi og Módelklúbbur Tómstunda- ráös. Áðalsalur Félagsheimilisins var mikið notaður og þá ekki hvað slst af Leikfélaginu sem var þar bæði með æfingar, sýn- ingar og leiklistarnámskeið. Ýmsir aöilar utan Eyja notuöu ogsalinn: Þjóðleikhúsið, Skóla- hljómsveit Kópavogs, hljóm- sveitin Gnýr o.fl. Þá æföi Sam- kór Vestmannaeyja I salnum I sumar og bæjaryfirvöld héldu þar fundi. Enn má nefna kvik- myndasýningar, sýnikennslu I meðferð slökkvitækja, sem Brunavarðafélagiö stóð fyrir o.fl. 1 litla salnum, (undir sen- unni), voru basarar, hlutaveltur o.þ.u.l. Hér skal látið staöar numið þótt sitt hvað sé enn ótaliö. Vonandi kemur aö því sem fyrst, að viöbygging risi aust- an við félagsheimiliö, þar sem Leikfélagið fengi búningsher- bergi og æfingasvið. Mundi þá rýmast um aöalsalinn þannig að fleiri gætu notað hann þótt æfingar stæöu yfir hjá Leikfé- laginu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.