Þjóðviljinn - 16.11.1979, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 16.11.1979, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. nóvember 1979 Opnum Grensáslaugina 1981 á alþjóðaári fatlaðra, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir í borgarstjórn í gœr Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gærkvöldi þau eindregnu tilmæli til ríkisstjórnarinnar aö þegar í staö verði heimilað útboö á byrjunarfram- kvæmdum við sundlaug Grensásdeildar Borgar- spítalans# en útboö verksins hefur tafist og fjármálaráðherra tilkynnt að öll verk sem ekki séu hafin veri skorin niður við trog. Adda Bára Sigfúsdóttir flutti tillöguna i borgarstjórn i gær og sagöi i upphafi máls sins, aö þessa dagana um leiö og endur- hæfingarsundlaugin er tilbúin til útboös og um leiö og fatlaöir fagna undirtektum allra stjórn- málaflokka viö kröfum um jafn- rétti þeim til hands, tilkynni rlkisstjórnin niöurskurð á fjár- veitingu til framkvæmda viö sjúkrahús og heilsugæslustöðvar. „Þegar svo er komiö”, sagöi Adda, ,,er rik ástæöa til að borgarstjórn láti frá sér heyra og komi i veg fyrir aö Grensáslaugin veröi fyrsta heilbrigðisstofnunin sem fórnað veröur i boöuöu stór- striöi gegn verðbólgu.” Niöurskuröur rikisstjórnar- innar nemur 160 miljónum og er á þeim fjárlagaliö I heild, sem hefur aö geyma fé til bygginga sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva án þess aö tilgreint sé á hvaöa byggingum eigi aö spara. Sé spurt, er þvi svarað til að sum verk hafi gengið hægar en áætlaö var og önnur séu ekki hafin og þvi sé gerlegt aö spara þessa upphæö, þegar á heildina sé litiö. Þaö er þvi ljóst aö ný verk veröa ekki boöin út nema mikill þrýstingur komi til. Það útboð, sem hefði átt að fara fram i sumar vegn'a Grensás- laugar, tekur til jarövinnu og uppsteypu hússins og auövitað á það útboð aö fara fram þegar i staö, en telji rikisstjórn sig ekki hafa heimild til aö ráöstafa þvi fé sem til þarf á næsta ári mætti ef til vill hugsa sér aö bjóöa nú út minni áfanga, jafnvel jarö- vinnuna eina. Höfuöatriði er aö verkið veröi hafið strax og siöan veröur borgarstjórn að fylgja þvi fast eftir aö áfram veröi haldiö. Það er raunar ný staöa hér i borgarstjórn að viö getum ekki sjálf tekið á okkur rögg og boöiö út framkvæmd viö heilbrigðis- stofnun i borginni sem riki og borg fjármagna sameiginlega og fé hefur verið veitt til bæöi á f jár- lögum og á fjárhagsáætlun borgarinnar, en þau tiðindi geröust i mái i vor, aö bréf barst á borgarskrifstofur frá hagsýslu rikisins og þar var tilkynnt aö framkvæmdadeild Innkaupa- stofnunar rikisins óiuni hafa umsjón með bygging^i Grensás- laugar. Framkvæmdin er þar með tekin úr höndum borgarinnar. Hin óbyggöa sundlaug fatlaöra á sér þegar langa sögu. Hvaö borgina varðar byrjar hún haustiö 1976, en þá felur borgar- ráö borgarverkfræöingi aö kanna hvort hægt sé aö koma fyrir sund- laug viö Grensásdeild. 1 nóvem- ber leggur borgarverkfræöingur fram fjórar mismundandi hug- myndir 1 borgarráöi, og þá rennur Adda Bára Sigfúsdóttir væntanlega upp fyrir mönnum aö þessi framkvæmd kosti þó nokkuö fé. Málið lendir i kyrrstööu, en kemur upp aftur I borgarráöi sumariö 1977. Viö gerð fjárlaga fyrir árið 1978 gerast þau tiöindi aö Alþingi samþykkir 20 miljónir til laugarinnar að þvi tilskyldu að Reykjavikurborg leggi sömu upphæð fram. Þessi undarlega afgreiösla mun hafa byggst á þvi aö fjárveitinganefnd fann út aö hér væri ekki um hluta af heil- brigðisstofnun aö ræöa. Borgin setti siðan 20 miljónir i sina fjár- hagsáætlun meö þvi skilyröi aö rikiö greiddi 85% af heildarfram- kvæmdakostnaöi eins og vera ber samkvæmt heilbrigöislögum. Snemma vors 1978 skipar borgar- ráö bygginganefnd og hönnun hefst fyrir alvöru. Haustiö 1978 lagast skilningur fjárveitinga- nefndar Alþingis á lögum um heilbrigöisþjónustu og fjárveiting aö upphæö 30 milj. er sett I fjárlög án skilyröa. Rikiö yfirtekur siðan framkvæmdina eins og áöur sagöi, og hönnun dregst á langinn þar til svo er komið aö rikisstjórn eygir nú þann möguleika aö bæta stööu rikissjóös á siöustu mánuöum ársins meö þvi aö ekkert þurfi aö veröa úr fram- kvæmdum á árinu. Slöan hillir undir hugmyndina um 35 miljaröa niöurskurö á fjárlögum næsta árs. Meö þvi aö samþykkja þá til- lögu sem hér liggur fyrir og fylgja henni eftir leggur borgarstjórn sitt af mörkum til þess aö koma i veg fyrir að vonin um opnun Grensáslaugar á alþjóöaári fatlaðra 1981 veröi að engu gerö.” Skólarannsóknir eru mikilvægar til þess aö tryggja aö þaö framlag sem variö er til grunn- skólans nýtist sem best. Menntamálaráðuneytið mótmælir ummœlum Geirs Hallgrímssonar: Framlög til skóla- rannsókna eru of lág 0.42% í stað 1 % eins og gert var ráð fyrir við undirbúning grunnskólalaga A forsíðu Þjóöviljans 9. nóv. s.l. er eftirfarandi haft eftir formanni Sjálfstæöisflokksins, Geir Hallgrimssyni: „Mér varö nýlega kunnugt um aöá skömmum tlma hefur Skóla- rannsóknadeild menntamála- ráöuneytisins vaxiö I 89 starfs- menn. Þetta vekur spurningar um þaö 1 fyrsta lagi hvaö allt þetta fólk hefur fyrir stafni og I ööru lagi hvort slik miöstýring sé af hinu góöa”. Af þessu tilefni og eins vegna annarraummæla sem birst hafa i fjölmiölum aö undanförnu um starfsemi skólarannsóknadeildar menntamálaráöuneytisins vill ráöuneytiö taka fram eftirfar- andi: Helstu verkefni skólarann- sóknadeildar eru námskrárgerö og endurskoöun námsefnis og kennsluhátta á grunnskóla og framhaldsstigi, aö undanteknum faggreinum iönfræösluskóla, en Iönfræösluráö annast námskrár- gerö i þeim greinum, og auk þess leiöbeiningastörf hverskonar fyrir kennara á grunnskólastigi. Til þessara verkefna hafa veriö ráönir námstjórar, en skv. 63. gr. grunnskólalaga er heimilt aö ráöa þá til allt aö fjögra ára i senn. Námstjórar hafa umsjón meö framkvæmd áætlunar um endur- skoöun námsefnis og gerö náms- skrár, hver i sinni grein. Þeir hafa meö höndum leiöbeininga- störf fyrir kennara i hlutaöeig- andi grán t.d. meö heimsóknum I skóla, meö þvi aö halda fræöslu- fundi fyrir kennara, og foreldra þegár þess er óskaö. Þá taka þeir verulegan þátt i aö undirbúa og skipuleggja endurmenntunar- námskeiö fyrir kennara á vegum Kennaraháskóla tslands. Námsgreinar.sem kenndar eru reglulega I grunnskóla og hafa fasta tima á stundaskrá, eru 12 aö tölu og hefur veriö leitast viö aö ráöa námstjóra i þeim öllum. Þegarþaöerhaftihuga aö sumar þessara greina eru kenndar öli 9 ár grunnskólans og aörar eitt- hvaö skemur er augljóst aö endurskoöunin I heild er mjög umfangsmikil. Stöðugildi Geirs Aö þvi er varöar fjölda starfs- manna hjá skólarannsóknadeild má benda á a ö öll f járveitingin til endurskoöunarnámsefnis á grun- skólastigi á yfirstandandi ári nægir ekki fyrir nema u.þ.b. 29 stööum, hvaö þá 89. Ef dregin er frá kostnaður vegna námstjóra- feröa, kostnaöur vegna flölritun- ar og útgáfu leiöbininga- og fræöslubæklinga og kostnaöur vegna gagnakaupa þá er svigrúmiö til mannaráöninga minna en þessi tala gefur til kynna. Sem stendur er fast starfsliö skólarannsóknadeildar, deildar- stjóri, fuUtrúi, sérfræöingur og sta-ifstofumaöur. Auk þess laus- ráöinn starfsmaöur sem annast simavörslu og afgreiöslustörf. Þá eru starfandi 16'námstjórar og námsefnishöfundar þar af 10 i fullu starfi. Þetta fólk er ráöiö til eins árs nema 8 námstjórar sem voru ráönir til 4ra ára haustiö 1978, sbr. áöur nefnt ákvæöi i 63. gr. grunnskólalaga. Samtals er hér um aö ræöa 4 fastar stööur og 14.4 stööur sem ráöiö er I frá einu ári til fjögurra. Mjög margir tengjast starfinu Eins og áöur er vikiö aö er endurskoðun námsefnis, samning námsbóka og handbóka fyrir kennarastór þáttur i starfi skóla- rannsóknadeildar. A þessu sviöi er um aö ræöa verkaskiptingu milli skólarannsóknadeildar og Rikisútgáfu námsbóka á þann veg aö skólarannsóknadeild sér um samningu bókanna og kostar hana en Rikisútgáfa námsbóka sér um útgáfu þeirra og stendur straum af útgáfukostnaðinum. Einstök verkefni eru algjörlega i höndum Rikisútgáfunnar. Til þess aö semja einstakar námsbækur eða námseiningar eru I flestum tilvikum ráönir ikólarannsóknir undir hnífínn ,,A þessu stigi er ekkert hægt aö segja til um þaft ná- kvæmlega”, sagfti Geir Hall- grímsson formaður Sjálfstæft- isflokksins á blaftamanna- fundi I gær, þegar hann var spurftur hvaft hann ætlafti aft skera niftur i rfkisútgjöldunum til þess aft lækka þau um 35 miljarfta króna. Geir nefndi þó aö lokum eitt dæmi, — Skólarannsóknadeild Menntamálaráöuneytisins og sagöi: „Mér varö nýlega kunnugt um aö á skömmum tima hefur Skólarannsókna- deild Menntamáiaráöuneytis- ins vaxiö i 89 starfsmenn. Þetta vekur spurningar um þaö I fyrsta lagi hvaö allt þetta fólk hefur fyrir stafni og i ööru ( lagi hvort slik miöstýring sé af hinu_góöa.” —AI. starfandi kennarar sem hafa þetta sem aukastarf, oft á tföum meö fullu starfi, og er gert endan- lega upp viö þá þegar handrit er tilbúiö. Reynslan hefur sýnt aö æskilegast er aö ráöa hiXunda I fullt starf þann tima sem verkið tekur en aöstæöur hafa ekki leyft þaö. Þó eru nú starfandi sam- kvæmt sérstökum samningi tveir namsefnishöfundar og eru þeir taldir meö I þeim tölum sem áöur eru nefndar. Til aö tryggja sem bestan árangur starfsins hafa námsefnishöfundar samráö viö hóp kennara en sumir þeirra prófa oft hiö nýja efni I kennslu áöur en til útgáfu kemur. Áf þessum vinnubrögöum leiðir aö þaö eru mjög margir sem tengjast starfi deildarinnar meö einum eöa öörum hætti án þess aö þeir veröi taldir starfsmenn hennar. Sumir þessar a aðila fá enga þóknun fyrir sitt framlag, aörir minniháttar, nánast tákn- ræna þóknun og nokkrir meira. Er vandséð hvernig unnt er að telja starfsmenn skólarann- sóknadeildar og eins og fram kemur I ummælum Geirs Hallgrimssonar eöa hvernig viö- tækt samráö og dreifing verkefna getur flokkast undir miöstýringu. 6,3% af rikisútgjöldum. A fjárlögum ársins 1979 eru veittar kr. 166.507 þús. til starf- semi skólarannsóknadeildar þar af kr. 129.0000 þús. til endurskoö- unar námsefnis á grunnskóla- stigi. Af þessari upphæö fara u.þ.b. 40% eöa kr. 54.000 þús. til námstjórnarstarfa, til greiöslu á feröakostnaöi, til greiðslu á kostnaöi vegna fjölritunar og út- gáfu margskonar leiöbeininga- og fræðslubæklinga o.fl. Hinn hluti fjárveitingarinnar fer til náms- efnisgeröar skv. þvi sem áöur er lýst. Þaö kunna aö vera skiptar skoöanir um þaö hvort fé til námsefnisgeröar eigi aö veita til Menntamálaráöuneytisins, skólarannsóknadeildar eöa til Rikisútgáfu námsbóka. Hitt er staöreynd aö kostnaöur vegna þessara verkefna svo og vinnu- aflsþörf breytist ekki viö þaö. Aö lokum er rétt aö benda á eftirfarandi: Skv. fjárlögum fyrir áriö 1979 er stofn- og rekstrar- kostnaöur grunnskóla kr. 12.792.611 þús., þar af stofnkostn- aöur kr. 1.979.500 þús. Er hér um aö ræöa 6,3% af útgjöldum rikis- ins á yfirstandandi ári. Þaö hlýt- ur aö vera kappsmál aö þessir fjármunir nýtist eins vel og kost- Framhald á bls. 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.