Þjóðviljinn - 16.11.1979, Page 11

Þjóðviljinn - 16.11.1979, Page 11
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. nóvember 1979 Föstudagur 16. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 * j Arni Bergmann ræðir viðGuðm.J. Guðmundsson form Verkamannasambandsins, 2. mann á lista Alþýðubandalagsins í Rvík Ef aö Sjálfstæðisf lokkurinn fær tækifæri og stuðning hægrikrata til að fylgja eftir áformum sínum, þá þýðir það atvinnuleysi og landflótta 10-20 þúsunda manna... Svo farast orð Guðmundi J. Guðmundssyni formanni Verkamannasambandsins, sem skipar í þessum kosn- ingum annað sætið á lista Alþýðubandalagsins í Reykja- vík, það sæti sem áður skipaði Eðvarð Sigurðsson, for- maður Dagsbrúnar. Guðmundur er spurður um sína pólitísku fortíð, beitingu verkfallsvopnsins, forystu og óbreytta liðsmenn, stéttaskiptingu og menntamenn — og margt fleira. Fékk ekki vitrun ViB byrjuðum spjallið á æfi- söguþáttum, hvernig verður hjá þvi komist á tslandi? Guðmundur er fæddur 1927, bernskuár hans voru kreppuár og mjög mótandi eins og aö likum lætur. — Ég fékk aldrei pólitiska virt- un, sagöi Guömundur. Ég frelsað- ist ekki á einni nóttu við að lesa tiltekna bók, eða við að hlusta á einhvern ágætan spámann. Ég var þegar sem barn hatursmaður atvinnuleysis og misréttis. Faöir minn var eftirsóttur togarasjó- maður, svo að okkar fjölskylda slapp betur frá þessum árum en margir aðrir. En allt i kringum mann, heima hjá félögum min- um, var atvinnuleysiö árvisst, al- gjör örbirgð sumsstaðar. Ungt fólk af verkamannaheimilum átti fáa kosti eða enga. Ég var að gera þá uppgötvun fyrir skömmu, að llklega hefur móðir mín átt meiri þátt i þvi að ég varö sósialisti en ég áður hélt. Var hún þó aldrei i neinu félagi eða flokki og studdi krata lengi vel. Ég held það hafi veriö fyrir hennar frumkvæði, að við fluttum inn i fyrstu verkamannabústaö- ina sem voru reistir og hún þreyttist ekki á að lofa þetta: að búa i öruggu og heilsusamlegu húsnæði. Ég man lika hve hún lagði sig fram um að standa i skilum við sjúkrasamlagið, sem fólk gerði þá upp við sig sjálft hvort það vildi vera i eða ekki. Það kom næst hinum allra brýn- ustu nauðsynjum. t þessum efn- um kom mjög skýrt fram ótti hennar við atvinnuleysi, við ör- yggisleysi, við að missa fótfestu vegna veikinda eöa slysa, ótti sem hvildi yfir öllum verka- mannaheimilum þessi ár. Ég vil samt ekki segja að ég hafi átt dimm bernskuár. Ég átti góða bernsku, trúi ég. Frá þeim tima er ýmislegt sem maöur saknar, þeirrar samhygðar sem rikti meöal fólksins, þeirrar reisnar sem fólkiö bar i fátækt sinni. Dróst inn í þetta Nú. Þaö var ekki hægt að hemja mig i skóla, ég fór snemma aö vinna, vann alla almenna vinnu á striösárunum og upp úr þeim.Þá byrjaði þátttaka min i verkalýös- hreyfingunni. Samverkamenn minir kusu mig trúnaðarmann sinn á tveim eöa þrem vinnustöð- um og sem slikur lenti ég i hörð- Um verkföllum, bæði 1947 og 1952. Þvi fer fjarri að ég hafi nokkurn tima ætlað mér aö verða verka- lýðsforingi eða póljtikus. Atvikin valda þvi blátt áfram, að smám saman dregst maður æ meir inn i þessa hringiðu. Satt að segja var það enn frekar byggt á á- kveðnu persónulegu trausti að vera kosinn trúnaðarmaöur á stórum vinnustaö en að verða kosinn forystumaður i stórum samtökum. A vinnustaðnum er allt persónulegra, þar eru engir fjölmiðlar i gangi eða flokkaáróð- ur. Og þar voru einatt harðar kosningar, sem eru mér minnis- stæðari en sumt annað sem sögu- legra er kallað. Ég var svo kosinn i stjórn Dagsbrúnar 1953 og varð starfs- maður félagsins ári siðar. Kjördæmi Guðmundar J. — Það leiö svo ekki á löngu þar til þú varst gerður út i framboð. Jónas Árnason kallar Snæ- fellsnesið i kvæöi ágætu „kjör- dæmi Guðmundar Joð....” — Já, vinir minir eru stundum að segja, að undir niöri hafi ég. alltaf veriö á móti kjördæma- breytingunni, þvi þá missti ég kjördæmið. Og þaö er nokkuð til 1 þessu, Snæfellsnesið er mér ákaf- lega kært slðan. Það var siður i þann tima að senda unga menn út i vonlitil kjördæmi svo sem til að skóla þá i kappræöum. Og vist fékk ég á- gæta þjálfun i þvi og i leiðinni lifs- reynslu sem ég vildi ekki án vera. Ég man sérstaklega eftir fram- boðsfundum á Ólafsvik, sem er liklega skemmtilegasti funda- staður á landinu. Þar var and- rúmsloftið svo hatrammt, að maður gat eins búist við þvi, að flokkur manna væÖi upp á senuna og næði i mann — það var eins gott að geta svarað fyrir sig ef maður vildi sleppa úr slikum lifs- háska. Ekkert skal ég fullyrða um á- hrifin af þessu framboði en ég held þau hafi verið meiri en talin voru upp úr atkvæöakössum. Ég er að vona að mér hafi tekist aö koma nokkru róti á yngra fólk, losa um þau bönd sem reyrðu menn viö aðra flokka. Ef ég má fara með karlagrobb: kannski ég hafi verið einskonar Jóhannes skirari fyrir Jónas Árnason þar vestra! Verkfallsgleði — Þú hefur lengi komið meir við sögu verkfalla en aðrir menn og ert þar eftir dreginn til á- byrgöar fyrir þvi hvernig verk- fallsvopni er beitt. — Jú. Ég er ýmist gagnrýndur fyrir verkfallsgleði eða þá slapp- leika fyrir að fylgja ekki eftir hlutum i verkfalli. Satt að segja er það ein mesta eldraun sem hægt er að komast I aö stjórna stóru verkfalli. Og ég held það væri einkennilega sam- settur maður sem teldi það eftir- sóknarvert hlutskipti. Ekki aðeins vegna þess gifur- lega álags, sem hvilir á mönnum kannski meö margra vikna svefn- leysi. Heldur vegna þess hve margþætt þetta farg er. Gleym- um þvi ekki að það er ekki ein- ungis fórnfúst og baráttugiatt fólk sem stendur á bak við mann við þessar aðstæður. Og svo er það ekki þægileg tilfinning þegar liðn- ar eru svosem þrjár vikur af verkfalli að vita þá af vaxandi skorti ef ekki algjörri neyð á hundruðum heimila. Þaö versta og erfiðasta er einmitt að taka á- kvarðanir þegar farið er að þrengja verulega að fólki. Það er talað um að þeir sem stjórna verkföllum hafi gifurleg völd. Ég læt það svona vera. Og sá sem fellur fyrir sætleika valdsins, fer að misnota þá aðstöðu sem hann er i, mismuna fólki, hann er glat- aður maður. Mannúðleg verkföll Annars eru hvergi haldin eins mannúöleg verkföll og á Islandi. Sjúkrahús fá alltaf fyrsta flokks þjónustu og það er haldiö uppU ýmislegri þjónustu sem varöar laginu i fórnfúsu aukastarfi. Varla getur einhver verkalýösað- all orðið til við þær aðstæður. En hinsvegar er nokkuð til i þvi, aö tengsli þeirra forystumanna sem atvinnumenn eru orðnir séu rýr- ari en gott má þykja. Vitanlega ráða breyttar að- stæður miklu um þetta. Allt fé- lagslif, hvort sem er i verkalýðs- félögum eða öðrum félögum, hef- ur sett ofan — vegna þess aö menn vinna langan vinnudag, vegna þess að menn eiga miklu fleiri kosti en áður i skemmtana- lifi og tómstundalifi. Og það er einnig veikur punktur i þessu efni, að það fór hér sem viða ann- arsstaðar, aö verkalýðshreyfing- in missti mestallt sem fella má undir menningarlif út úr höndum sér, á ekki itök eða frumkvæði á þeim vettvangi. Það er ljóst að verkalýðsfélög verða að laga sig að breyttum að- stæðum. Það skiptir þá mestu að flytja starfið sem mest út á vinnustaðina, halda þar fundi, mæta þar i yfirheyrslur. Það verður lika að huga að þvi hvort útgáfu- og upplýsingaþjónusta er nógu mikil og nógu aðlaðandi. Kannski var ég einskonar Jóhannes skirari fyrir Jónas... Þessum áformum ættum við aðhnekkja helstu nauðsynjar fólks. Og svo eru alltaf að koma upp óteljandi undantekningartilelli sem mér hefut fundist nauðsynlegt að leysa úr á manneskjulegan hátt. Ég hefi verið úthrópaöur i blööum fyrir ofbeldisverk. Ýmsir félagar minir hafa hinsvegar gagnrýnt mig fyrir of mikla mildi i fram- kvæmd verkfalla, „undanþágu- stimplarnir bræöa úr sér hjá þér” segja þeir. Ég held að þeir hafi miklu frekar rétt fyrir sér en þeir sem ég fyrr nefndi. En við erum i þessu litla samfélagi, við erum frændur og grannar og ferming- arbræöur og viö verðum að haga okkur i samræmi viö þaö. Og allt tal ufn herforingjatign er út i hött. Ég vildi lika minna á það, aö viö erum sifellt að heyra það i er- lendum fréttum að einn maður eöa tveir eða þrir hafi verið drepnir i verkfallsátökum. Hér hafa verið haldin mikil allsherj- arverkföll, en slikt hefur aldrei gerst. Ég held það skipti miklu máli i framkvæmd verkfalla aö unnt sé að komast hjá þeim átök- um verkfallsmanna og lögreglu sem svo viða hafa leitt til mann- viga — og þá ekki sist ef menn vilja að framkvæmd verkfalls beini athyglinni að höfuðóvinin- um, peningavaldinu, auðvaldinu i landinu. Sérstaða Dagsbrúnar Dagsbrún hefur um margt haft sérstöðu i þessari baráttu. Þar hefur rikt meiri samheldni en Öll óhæfuverk gegn almenningi eru fram- in undir yfirskyni verðbólguhættunnar Það hefur komið I hlut fólksins i almennu verklýösfélögunum að bera fram kröfur um almenn mannréttindi. nokkursstaðar annarsstaðar. Enda hefur það orðið hlutverk Dagsbrúnar að vera salt jaröar ef svo mætti segja. Það hefur i reynd verið hlutverk almennra verkamanna og .ekki sist Dags- brúnarmanna, að knýja með höfðum verkföllum og annarri baráttu fram ýmis helstu mann- réttindi okkar. Það er þetta fólk öðru fremur sem hefur borið fram samfélagsleg markmið um betra þjóöfélag markmið um betra þjóðfélag, aukinn jöfnuö — með baráttu fyrirorlofi, fyrir at- vinnuleysistryggingum, fyrir lif- eyrissjóöum, betri húsnæöislög- gjöf og þar fram eftir götum. Þó þeir velti vöngum I lagadeild Há- skólans kveikja þeir ekki fyrir auknum mannréttindum af þessu tagi. Hitt er svo annaö mál hvort þeir sem njóta góðs af þeirri baráttu sem ég nú minnti á hafa látið Dagsbrúnarmenn og þeirra lika njóta góðs af sinni baráttu. Mér hefur fundist mikið vanta á þaö, að ýmsir hópar sem betur eru settir setji sér samfélagsleg markmið, fari út fyrir slna sér- hagsmuni. Forystan og liðsmennirnir — Forystumenn i verkalýðsfé- lögum fá oft orð i eyra fyrir að þeir hafi misst tengsli við ó- breytta liðsmenn. Mikill meirihluti formanna verkalýösfélagaúti um land vinna fullan vinnudag og bæta á sig fé- Flokksi — Þvi er gjarnan haldið á lofti, að verkalýðshreyfingin eigi aö vera sem óháðust pólitiskum flokkum. Hvaö finnst þér? — Verkalýðshreyfing sem ætlar að ná einhverjum árangri verður að hafa sterkan pólitiskan flokk að bakhjarli. Ef einhver efast um þetta, ætti hann að skoða samn- inga sem verkalýðsfélög gera og sjá svohvernig þeim er rift, beint og óbeint, á Alþingi — með geng- isfellingum, með breytingu á verðbótakerfi. A einni nóttu er á Alþingi kannski svipt burt ár- angri af tveggja ára baráttu. Eigum við þá aö segja: við höldum barasta áfram að berjast i verkalýðshreyfingunni og okkur kemur pólitik ekkert við? Vitanlega verðum við að berj- ast á fleiri en einum vigstöövum til þess að breyta þjóöfélaginu til samræmis við þarfir verkafólks. Og til þess þarf hér sem annars- staðar pólitiska flokka, sem eru hugmyndalega skyldir verka- lýðshreyfingunni. En auðvitað má eldrei halda svo á málum i verkalýösfélögum, að einhverjir menn ekki hafi sama rétt og aðrir vegna pólitiskra skoðana sinna. Stéttaskipting — Þér hefur fundist erfitt að skapa samstöðu um jafnlauna- stefnu eða einhverja samræmda launastefnu yfir höfuð? — Þvi er ekki að leyna, aö innan ASl og þó enn frekar utan þess er mikið launamisrétti, einnig ef tekið er miö af hliöstæöum störf- um. Það er einkenni á islensku þjóðfélagi, að laun eru lág miöað við grannþjóðir okkar, en þetta bil er að nokkru vegið upp meö yf- irvinnu — sem að sinu leyti kem- ur svo niður á félagslegum kjör- um manna. Ég er hræddur um að viö séum að þokast æ lengra inn i það á- stand sem einkennir þróuð, iön- vædd þjóðfélög: sem sé það, að hinn almenni launamaður verður æ meira útundan. Sérhæfingin hefur tryggt ýmsum hópum mun betri kjör, meðal annars vegna þess að stéttarfélög ýmissa sér- hæfðra hópa eru miklu harðari hagsmunafélög og harðvitugri i kaupkröfum en verkafólk al- mennt. öfgafull dæmi væru t.d. læknar og flugmenn — án þess ég sé að fordæma einstaklinga hvorki I þeim hópum eða öðrum. Ég óttast aö þessi harðfylgni sérhæfðra hópa verði til aö sundra launafólki æ meir og auka raunverulega stéttaskiptingu i þjóðfélaginu. Við þurfum ekki annað en skoða einstök hverfi og byggðir Stór-Reykjavikur til að sjá, að það fólk sem hefur sterkari aðstöðu i þjóöfélaginu lifir blátt áfram allt öðru lifi en almennt verkafólk. Það sem blekkir okkur i þessu efni, og ýtir Nei, þetta er ekki menntamannahatur heldur ótti við vaxandi stéttaskiptingu. undirtalið um stéttleysi á Islandi, er það, að umgengnishættir eru öðruvisi hér en erlendis. Menn eru i kallfæri hver við annan, ræðast viö, hvar i stétt sem þeir eru. En þaö skyldi þó ekki vera að einnig þetta væri að breytast? Hér við bætist, að eins og ég gat um áðan, hefur það komið i hlut almennu verkamannafélaganna aö halda á lofti samfélagslegum markmiðum. Kannski ekki i nógu rikum mæli, en þau reyna það samt. Slikt frumkvæði er sjaldséö frá þeim sem hafa i mjög rlkum mæli lokast inni i þungum áhersl- um á sina sérstöðu og sérstöku réttindi. Þegar háskólamenn til dæmis etja fram kröfu um sex mánaða fæðingarorlof, þá getur það veriö gott og blessað. En væri ekki nær að byrjaá þvi, að sjá til þess að allar konur njóti þess þriggja mánaða fæðingarorlofs, sem aðeins hluti þeirra nýtur nú? Menntamanna- hatur? — Ég neita þvi að áhyggjur af þessu tagi séu menntamannahat- ur. Ég blátt áfram óttast vaxandi stéttaskiptingu, lagskiptingu, sem mun þegar allt kemur til alls gera þetta þjóöfélag verra og hægrimengaðra. Og að þvi er menntamennina sjálfa varðar þá eru þeir vitaskuld hver öðrum ó- likir i þessum efnum. Meðal kennara eru til dæmis mjög margir hugsjónamenn sem vilja beita sér gegn þeirri þróun sem ég var að lýsa. Og við vitum lika vel, að kjör háskólamanna eru af- skaplega misjöfn. Milli einstakra manna i Bandalagi háskóla- manna er meiri innbyrðis kjara- munur en milli t.d. Dagsbrúnar- manna og einstakra BHM - manna. Við skulum heldur ekki gleyma þvi I þessu sambandi að jafnrétti til náms hefur verið eitt af grundvallaratriðum i baráttu verkalýðsfélaga, og eitt af þvi á- nægjulegasta sem gerst hefur i þjóðfélaginu á sl. 20-30 árum er einmitt það, aö menntamenn koma i mun rikari mæli en áöur úr verkalýösstétt. Ég segi enn og aftur: það er forgangsverkefni i þjóðfélaginu að brjótast út úr þessari þróun, hækka laun þess fólks sem hefur lág laun, 220 þúsund krónur og þar um bil og bæta kjör þeirra öll, ekki sist i lifeyrismálum. Að öðr- um kosti fáum við yfir okkur enn meiri stéttaskiptingu. Kratavináttan — Er ekki rétt sambandi við stjórnarmyndun i fyrra og fram- hald af henni að taka þig til bæna fyrir kratavináttu, Guðmundur? — Já, ég er sakaður um krat- isma. Ég hef satt að segja óbif- andi trú á þvi, að meginatriði I lifsviðhorfum þess verkafólks sem skiptist mjög mikið á Álþýðu- bandalagiö og Alþýðuflokkinn fari saman: I þvi að vilja efla verkalýðshreyfinguna, skapa þjóöfélag þar sem meiri jöfnuöur og öryggi rikir. Mér óar við þvi, aö þessir flokkar þurfi að etja kappi hvor við annan upp á llf og dauða. Eyði kannski meginhluta af þreki og áróðri i að höggva . hvor annan niður. Atakanlegt dæmi um þetta er Alþýðublaðið siðustu daga. Frá þessari trú hefi ég ekki vilja vikja, þótt aö yfir hana gangi hvert stóráfallið af öðru. En sannleikurinn er sá, að það .verkafólk sem maður þekkir, það ræður ekki stefnu Alþýðuflokks- ins. Dæmið af siöustu rikisstjórn er mjög átakanlegt. Kratar risu upp með tillögur, sem meðal annars fela það i sér að ráðist er að lifs- kjörum þessa fólks sem er á þess- um almennu launum. Og hver sá sem ekki er með i dansinum, hann á að heita svikari i baráttu viö verðbólguna. Verðbólga á sér vissulega margar orsakir, en mér finnst það eftirtektarvert, að hún verður jafnan alvarlegust i mál- flutningi manna þegar reynt er að rétta hlut láglaunafólks. öll ó- hæfuverk gagnvart almenningi eru framin undir yfirskini verö- bólguhættunnar. Mér finnst ljóst, að ef Sjálfstæð- isflokkurinn fer vel út úr þessum kosningum, og ef Alþýðuflokkur- inn verður ekkifyrir alvarlegu á- falli, þá munu þeir sem ráða Al- þýöuflokknum taka höndum sam- an við Sjálfstæðisflokkinn og að- gerðir þeirra veröa hatrammari en nokkuð þaö sem við höfum lengi séð. Og það er lika ljóst, að það er útkoman hjá Alþýðu- bandalaginu sem mun ráða mestu um það, hvaða kjark hægriöflin i Alþýðuflokknum hafa til illra verka. Það eina sem getur dregið úr þeim móðinn er sterkt Alþýðubandalag. Ég eygði sterka von eftir að bæði Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur sigruöu i kosningunum i fyrra um að stórtiöindi væru i vændum i landinu. Þvi miður höf- um við þurft að horfa upp á að svo varð ekki. Ég hefi ekki glataö trúnni á möguleika verkafólks i báðum flokkum til að starfa sam- an. En ég verð að horfast i augu við það, að forysta Alþýöuflokks- ins stefnir ekki að neinni slikri samvinnu. Drekinn skiptir um ham Og svo er það ihaldshrollvekj- an. Sjálfstæðisflokkurinn hefur leikið einkennilegt hlutverk i is- lenskri pólitik. Hann hefur ekki rekið ómengaða Ihaldspólitik, haft vit á að tempra hana með vissu kratisku yfirbragði og m.a. þess vegna náð talsvert til launa- fólks. En nú skiptir drekinn um ham. Nú er boðaður 35 miljarða niöurskuröur á rikisútgjöldum. Það er spilað á slikar upphæðir vegna þess aö fólki ofbýöur rétti- lega misrétti i skattamálum og ó- ráðsia I meðferö opinberra fjár- muna. Og vitanlega má margt leiðrétta i þeim efnum. En hér er boðið upp á aögerðir sem þýða i senn stórhækkun matvöruverðs, afnám visitölugreiðslna, veru- lega skerðingu i heilbrigðismál- um og að öllum likindum skerö- ingu á námslánum og þar með jafnrétti til náms. Um leiö er boö- aö aö stórlækkaðir séu skattar á fyrirtækjum og frjáls verslunar- álagning. Útkoman er hatrömm afturhaldsstefna, sem munþi verða i framkværr.d ein svæsn^sta árás sem gerö hefur veriö á Is- lenskt samfélag. Einn þáttur i þessu, þó þvi sé aö sjálfsögðu ekki veifað fyrir kosningar, er sá, að það megi ekki vera spenna á vinnumarkaöi. Þar með er átt við það sem kallað er hóflegt at- vinnuleysi. Slikt atvinnuieysi, á- samt með rýrnandi kaupmætti launa og blátt áfram ranglátara þjóöfélagi mundi þýða i fram- kvæmd fjöldaflótta úr landí, 10-20 þúsundir manna mundu flýja. Það eru þessi áform sem viö ætlum okkur aö hnekkja I kosn- ingaslagnum. — áb. BÆKUR Göturæsis- candidatar — ný skáldsaga Ut er komin hjá Almenna bókafélaginu skáldsagan Göturæsiskandidatar eftir Magneu J. Matthiasdóttur. Þetta er önnur skáldsaga þessa unga höfundar. — áður hafa komið út eftir Magneu Ijóðabókin Kopar, 1976 og skáldsagan Hægara pælt en kýlt, 1978. Um Göturæsiskandidata segir svo aftan á bókarkápu. „Reykjavikursagan Göturæsis- kandidatar heföi getaö gerst fyrir 4-5árum, gæti verið að gerast hér og nú. Hún segir frá ungri menntaskólastúlku sem hrekkur út af fyrirhugaðri lifsbraut og kemst i félagsskap göturæsis- kandidatanna. Þar er að finnamargs konar manngerðir og andstæöur — sumir eru barnslega saklausir og bliðlyndir, aðrir harðir og ofsafengnir. Og þeir eiga það allir sameiginlegt að vera lágt skrifaðir i samfélaginu, og kaupa dýrt sinar ánægju- stundir. Astriður og afbrýöisemi verða u m s v i f a m i k 1 a r systurkomist þær um of til áhrifa. Hvað veröur i slikum félags- skap um unga stúlku frá „góðu” heimili, sem brotið hefur allar brýr að baki sér?” Göturæsikandidatar er bæði gefin út i bandi og sem pappirs- kilja. Bókin er 170 bls. aö stærö og unnin i Prentverki Akraness. Dönsk ástar- saga frá Hörpu Hörpuútgáfan á Akranesi sendir nú frá sér elleftu bókina eftir hinn vinsæla, danska höfund Bodil Forsberg. Bókin fjallar um unga stúlku sem hefur oröið fyrir biturri reynslu I æsku, er henni var nauðgaö. Um svipað leyti sem ástin er aö lækna þau sár, birtist gamall draugur á vettvangi sögunnar. 1 bókarkynningu segir: I þessari bók rekur BODIL FORSBERG þræöi sem liggja um ótal krókastigu, þar sem glæsi- leiki og göfugmennska eiga i striði við moröingja og kynóöan ofbeldismann. Enn ein metsölu- bók þessa vinsæla höfundar. Skúli Jensson þýddi bókina, sem er 192 bls.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.