Þjóðviljinn - 17.11.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.11.1979, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. nóvember 1979 AF UPPSAFNAÐRI ÓREIÐU Þær f réttir bárust hingað til höf uðstaðarins norðan af Siglufirði um daginn, að bókhaldi bæjarins hefði ekki verið lokað i þrjátíu ár, eða eins og segir í Dagblaðinu orðrétt: „Bók- hald bæjarins hefur verið með nokkuð sér- stökum hætti og ekki lokað í 30 ár". Þegar ég var að stúdera þjóðhagfræði við Hamborgarháskóla, sögðu sprenglærðir prófessorar þeirrar stofnunar mér það, að vaninn væri að færa sjóðbækur daglega, loka dagbókum ársfjórðungslega, ef þær væru lausblaða, en annars að gera upp einu sinni á ári og loka dagbókinni,væri hún í bandi. En þetta eru sjálfsagt erlendar venjur og eiga greinilega ekki við hér á íslandi. Sinn er siður í landi hverju. Bæjarstjórinn á Sigluf irði segir orðrétt í við- tali við Dagblaðið 8. nóvember: „Frá ómuna- tíð hefur verið notaður opinn sjóður á Siglu- firði". Mér dettur í hug hvort eitthvert samband gæti verið milli þess að notaður hefur verið opinn sjóður f rá ómunatíð á Sigló, og þess að í hann vantar 3.6 miljónir króna, því hvað segir ekki í kvæðinu góða: „Gakktu í sjóðinn og sæktu þér hnef a"? Hér á skáldið sennilega við bæjarsjóðinn á Siglufirði, því augljóst er að ekki er hægt að sækja sér „hnefa" í lokaða sjóði. Annars segir bæjarstjórinn á öðrum stað í viðtalinu við Dagblaðið orðrétt: „Það liggur ekki Ijóst fyrir af hverju þessa peninga vant- ar, ..." — og svosíðar: „Þetta er það lítil upp- hæð að ekki er talið svara kostnaði að endur- skoða langt aftur í tímann og enda ekki hægt". Nú legg ég til að gerð verði gangskör að því að f inna út „af hverju þessa peninga vantar", en fram kemur í viðtalinu að, eins og segir orðrétt: „rætur þess gætu Iegið25—30 ár af tur í tímann". En þá er það að þessi uggvænlega spurning vaknar: Getur verið að af einhverjum ó- skiljanlegum ástæðum hafi horfið milli þrjár og fjórar miljónir úr kassanum fyrir 25—30 árum? Ég segi nú bara, það hefur sko ekki verið neinn smáhnefi í þá daga, því á núgildandi peningaverðlagi er óhætt að segja að fyrir þrjátíu árum haf i slfk upphæð verið milli þrjú- og fjögurhundruð miljónir. Nei, vei slíkri hugsun. Við skulum bara vona að svo langt sé ekki um liðið síðan þessa aura fór að vanta í kassann. Annars er það auðvitað rétt, sem bæjar- stjórinn segir, að hér er áreiðanlega ekki um neins konar misferli að ræða, heldur er hér á ferðinni, eins og segir orðrétt: „uppsöfnuð óreiða". Og hér er komið að því sem er merg- urinn málsins. Ástæðan til þess að ég er að hafa orð á þessu máli er sist sú, að ég hafi minnsta áhuga á því hvort opinberir kassar eru opnir eða lokaðir. Ég f éll bara gersamlega fyrir hugtakinu „uppsöfnuð óreiða". Þessi uppsaf naða óreiða er nef nilega á hverju strái. Ég þarf ekki annað en að líta yf ir skrifborðið mitt. Drottinn minn dýri, hér er sannarlega uppsöfnuð óreiða. Og sannleikurinn er raunar sá, aðef þaðætti að vera refsivert á Islandi að verða valdur að uppsafnaðri óreiðu, þá væri lunginn af þjóðinni kominn undir lás og slá. Nei, þá sem verða valdir að uppsafnaðri ó- reiðu á tvímælalaust að sýkna, því uppsöfnuð óreiða er ástríðuglæpur (crime passionelle) á íslandi. Hins vegar hefur sjóðnum á Siglufirði, sem hefur verið „opinn frá ómunatíð", nú verið lokað og tekið upp svokallað „Petti cass" kerfi, og eins og segir í greininni í Dagblaðinu orðrétt: „Þá er allttalið í sjóði og stemmt af og lokað". Petti cass þýðir sjálfsagt smápen- ingar og mun kerfið vera í því fólgið að hafa bara smáaurana í kassanum, tiJ að f reistingar minnki, en borga út umtalsverðar upphæðir úr tékkheftum. Sem sagt Petti Cass kerf ið. Og um Petti-kassann segir bæjarstjórinn orðrétt í viðtalinu við Dagblaðið: „Hann er gerður upp á hverju kvöldi". Annars er auðvitað hægt að leysa þessi vandamál lítilla sjóða í dreif býlinu í eitt skipti fyrir öll, með því að þeir taki í gagnið Petti Cass kerf ið og fái sér Petti-kassa, eða eins og segir í auglýsingunni frá Petti Cass: Hverfur oft úr kassa hnefi. Kassana því þarf að passa. Ráð við þessari raun ég hefi: Reynið nýjan Petti-kassa. Flosi. j Hrafn Sæmundsson, prentari: jTími meinlausra ihægri stjórna liðinn IÞa6 er dálítiö skrýtiB að hafa á tilfinningunni aö vera byrjaö- * ur aö skrifa grein I vitlaust blaö Iog aö þessi grein veröi visast lesin af þvl fólki sem slst skyldi. Engu aö síður finnst mér þetta ■ verasil staöa sem ég stend nú i, Ieöa réttara sagt sit i hðrna viö ritvélina. Éghef þaö nefnilega á tilfinn- ■ ingunni aö margir, jafnvel flest- | ir, sem þetta lesa, hafi hugsaö * sér aö kjósa Alþýöubandalagiö núna i kosningunum. Og viö sllkt fólk langarmig ekki aö tala I þessum mánuöi. IEg neita þvi hins vegar ekki, aö þaö heföi veriö gaman aö vera á fundi hjá Sjálfstæöisflokknum , og mega tala viö þaö fdlk sem Iætlar aö kjósa þann flokk, eöa aö skrifa þessa grein I Morgun- blaöiö. En ég hef ekki trú á þvi , aö ég yröi aufúsugestur á þess- Ium stöðum. Eg held aö þaö sé dálitiö aö gerastnúnasemekkihefur áður , gerst I þjóöfélaginu okkar, alla- Ivega ekki sföustu áratugina. Þessi setning minnir auövitað dálitiö á söguna „Úlfur, úlfur”. , Þaö er vlst ekki alveg nýtt aö Imenn segi svona véfréttarlegar setningar I kosningabaráttu. Ég ætla nú samt aö fullyröa , aö Ulfurinn sé raunverulega til Istaðar núna og ætla aö rökstyöja þaö með örfáum oröum. , Ég sem þessar llnur skrifa, Iverð vfst aö teljast tiltölulega ungur maöur. Ég hef þessvegna ekki af eigin raun fylgst meö , þróun stjórnmála nema 2-3 ára- | tugi. Þegar ég rifja þetta tlma- bil tpp núna, þá get ég þó ekki betur séð en aö þennan tíma all- an hafi stefnt i rétta átt i þjóö- félaginu. Meö réttri átt á ég viö þaö aö þjóöfélagiö hefur smám saman hnikast til meira réttlæt- is og jafnaðar, þrátt fyrir allt. Auövitaö hafa komiö hret inn á milli. En þrátt fyrir þaö hefur alltaf veriö á ferðinni tilhneiging til að ná svolltiö meiri mannréttindum og svolitiö meiri jöfnuði. Meira að segja I síöustu ríkis- stjdrn, sem ég sá einhversstað- ar á prenti aö verið heföi vond, og sem átti svo sannarlega við innri og ytri vanda aö glíma, aö þessi rflcisstjórn geröi ýmsa hluti sem stefndu i rétta átt i félagslegum málefnum. Og miklu stærri mál voru I burðar- liönum þegar kratar stukku alltl einu stjórnborösmegin Ut úr skipinu. A þeim áratugum, sem ég nefndi, þáhafaskipstá hægri og vinstri stjórnir. Miöaö viö þann mælikvaröa sem áöur er notaö- ur, hafa hægri stjórnirnar veriö heldur vondar stjórnir. Þær hafa reytt þaö sem þær gátu af árangri vinstri stjórnanna og af þeim árangri sem verkalýös- hreyfingin haföi náö i kjarabar- áttunni. Oft hefur ekkert staöiö eftir nema þaö sem náöst hefur gegnum pólitísku baráttuna og njörfað hefur veriö niöur meö löggjöf. Ogmeiraað segja hefur hægri stjórnunum stundum tek- ist aö höggva af þessu lika. En þrátt fyrir þetta þá hafa hægri stjórnirnar undanfarna áratugi aldrei unniö varanlegan skaöa. Þaö hefur alltaf birt upp eftir þessi hret. Sólin hefur aftur skiniB vegna þess aö grundvelli þjóöfélagsins var raunverulega aldrei breytt undir hægri stjórn- unum á afgerandi hátt. NU heid ég að eldci sé lengur hægt aö treysta á þessa þróun. Þetta markaég af þviað viss öfl sem áöur voru ekld tekin al- varlega, eru nú aö ná meiri völdum i hægriflokkunum og þá sérstaklega Sjálfstæöisflokkn- um. Viö höfum oft haft gaman aö þessu unga fólki sem nú er aö ryðja sér til rúms I Sjálfstæöis- flokknum. Þetta fólk hefur til aö bera pólitlska heiðrikju sem viö höfum ekki tekiö alvarlega hingaö til. Þetta fólk hefurlítinn þjóöfélagslegan grunn aö standa á. Þaö þekkir ekki per- sónulega þaö þjóöfélag sem þaö býr I nema á afar takmörkuðu sviöi. Þaö er flest allt aliö upp i einangruöu andrúmslofti pen- inga og þess frelsis sem þeir veita. Ef þetta unga fólk og þau öfl sem aö þvi standa, ná nú yfir- höndinni I Sjálfstæðisflokknum, eöa fær tækifæri til aö móta stefnuna þar, þá koma ekki lengur rneinlausar hægri stjórn- irtil valda. Nú er sú hætta raun- veruleg aö hægri stjórn detti I hug aö breyta gerð þjóöfélags- ins I grundvallaratriöum. Og þessi möguleiki er nær en viö höldum vegna þess að upp- lausnin i þjóöfélaginu og von- leysi fólksins býöur upp á það Hrafn Sæmundsson ------------------------i Sú hætta er raun- verulega fyrir hendi að farið verði að breyta grundvelli þjóðfélagsins og árangur áratuga bar- I áttu verði að litlu gerður. Þau sár sem ný hægri stjórn getur veitt, munu j seint gróa. Þetta er | sú nýja staðreynd sem kosningabar- áttan snýst um. pólitiska kæruleysi sem leitt getur til valdatöku þessara afla. Menngripa ofttil samlfkinga I pólitlskum texta. Þetta langar mig aö gera núna. 1 bókahillunum héri nágrenni viö mig sé ég á kjöl bókar einnar innanum sagnfræöi ýmiskonar. Þetta er bókin- „Mein Kampf” eftir Adolf heitinn Hitler. Þessi bók var skrifuö I frum- bernsku stjórnmálastefnu sem kom siöar til meö aö breyta grundvelli þjóöa og þjóðfélaga. A slnum tlma tók enginn þessa bók alvarlega pg fæstir nenntu aö lesa hana. Þegar stór hluti heimsins og siðmenningarinnar lá flakandi I sárum eftir heimsstyrjöld 2, fórumenn aö lesa þessa bók. Og það kom I ljós aö Adolf sálugi haföi framkvæmt flest af þvi sem þar stendur. Litil vasaútgáfa af þessari söguernúaö gerast hér á meöal okkar. Það nenntu fæstir aö lesa „Bákniö burt”. Menn tóku ekki alvarlega þá pólitisku bernsku I sem lýsti sér í þessum texta . ungra Ihaldsmanna. En ég vil fyrir mitt leyti vara fólk viö þvi aö sú staöa getur | komið upp aö fariö veröi aö • framkvæma þessar kenningar. I Raunar hefur veriö byrjaö aö sýna lágspilin, hvaö þetta varö- ar, á fundum Sjálfstæðisflokks- ■ ins hérna i borginni. Sjálfstæöisflokkurinn er for- ustulitill núna og þeir aöilar . sem ráöiö hafa feröinni fram undir þessa tlma, eru nú aö missa tökin. SU hætta er raun- | verulega fyrir hendi aö fariö . veröi aö breyta grundvelli þjóö- félagsins og árangur áratuga baráttu veröi aö litlu geröur. Þau sár sem ný hægri stjórn ■ getur veitt, munu seint gróa I Þetta er sú nýja staðreynd sem kosningabaráttan snýst um. HrafnSæmundsson. «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.