Þjóðviljinn - 17.11.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.11.1979, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. nóvember 1979 Laugardagur 17. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 á dagskrá >Er það rétt, að á lögreglustöðinni við Hverf- isgötu, og/eða hjá Rannsóknarlögreglunni sé tölva, sem geymir nöfn einhvers fjölda tslend- inga og upplýsingar um pólitiskar skoðanir þeirra og ef til vill fleiri upplýsingar? Elisabet Berta Bjarnadóttir: OPIÐ BRÉF TIL VILMUNDAR Kæri dómsmálaráöherra, ég og eflaust margir fleiri fögnuöu þeirri yfirlýsingu þinni aö dómskerfiö ætti aö opna. Skildi ég þessa opnun á þann hátt aö nú væri loksins kominn maöur á toppinn i dómsmálaráöuneytinu sem skildist aö dómskerfiö væri til vegna fólksins i landinu og til aö standa vörö um hagsmuni og réttindi alls almennings, en ekki til aö láta almenningi stafa ógn af einhverju apparati (allt frá lögreglu upp i ráöuneyti) sem þaö botnaöi ekkert I hvernig starfaöi og vonaöist til aö kom- ast aldrei i kast við nema vegna stööumælasekta tvivegis á ári. I eðli sinu þyrstir fólk i skiln- ing á samhengi hluta, þvi þegar skilningi er náö, stendur þvi ekki ógn af né hefur vanmáttar- kennd vegna fyrirbærisins þá veit maöur hverju maöur á von á og hegðar sér samkvæmt þvi. Hvernig er aðild Islands að Interpol háttað? bað eru ýmsir hlutir i dóms- kerfinu, sem mig langar til aö fá vitneskju um, hlutir sem ég hef heyrt fólk tala um og velta fyrir sér siöan ég var smástelpa. Þann 12.11. s.l. var sjónvarps- þáttur um starfsemi Interpol, „Alrikislögreglunnar” svoköll- uöu. í þættinum kom fram aö á striösárunum fóru harövitug- ustu manndráparar einn á eftir öörum úr starfsliöi SS-sveita Hitlers meö yfirstjórn Interpol og Interpol starfaöi á þeim ár- um aöallega i þvi skyni aö fram- selja pólitiska andstæöinga nas- ista og afla upplýsinga nægi- legra til aö auövelda innrásir nasista i önnur riki. Núverandi yfirmaöur Interpol gerði litiö úr þessu og neitaöi, en lagöi áherslu á að starfsemin heföi gerbreyst eftir striö. En alltaf birtust sannanir um hiö gagnstæöa viö orö yfirmanns. T.d. aö eftir striö voru valdir til yfirmannsstarfa menn, sem störfuöu meö nasistum i striöinu, voru vinir nasistafor- ingja og þáöu af þeim stórgjafir. Þessir nýju yfirmenn voru auövitaö ekkert nema nasistar og fasistar. í þættinum kom fram aö 125 riki greiöi fyrir upplýsingar og eru „aöilar” aö „Alrikislögregl- unni” svokölluöu. Alrikislög- reglan viröist hinsvegar rekin á grundvelli einkagróöafyrirtækis og tekur ekkert tillit til lands- laga, t.d. hvaö varöar nokkurs rikis persónulegt frelsi almenn- ings, eins og funda- og mál- frelsi, en skráir hjá sér, aflar sér upplýsinga um og njósnar um fólk. Þessar upplýsingar eru svo seldar þeim sem borgar fyrir uppsett verö, — jafnt til fasiskra einræöisstjórna sem annarra.' Athyglisvert var einnig aö „Alrlkislögreglan” hefur sér- stakt samningsbundiö samstarf viö CIA og voru lögö fram plögg þvi til sönnunar en stjórnandi „Alrikislögreglunnar” staö- hæföi hiö gagnstæöa. Sem sagt hann laug alltaf. Einn mannanna sem rann- sakaö haföi feril Interpol sagöist lita á fyrirtækiö sem mellu. En þar sem ég hneigist til aö hafa samúö meö konum i þeirri starfsgrein eins og mögu- leikar kvenna á vinnumarkaön- um eru takmarkaðir i dag fannst mér samlikingin ekki góö, en rétt mun reynast aö álita Interpol sem fasiskan alþjóölegan auö- hring, er hafi það sem aö- alverkefni aö viöhalda fasisku einræöislegu stjórnar- fari þar sem þvi verður komiö við, en gefa grænt ljós þeim öflum sem vilja stefna á slikt stjórnarfar i öðrum. Hvernig get ég ætlað nokkrum svona illt? — kann einhver aö spyrja. Svariö hlýtur aö vera þaö aö voldugustu auömenn og auö- hringar heims hafa i þessu sam- bandi mikilla hagsmuna aö gæta vegna brasksins meö hrá- efni, auðlindir og ódýrt vinnu- afl. (Lesist: Illa launaö fólk.) Nú erum þaö ég og þú og allir aörir skattgreiöendur þjóöar- innar sem sjáum dómskerfinu fyrir rekstrarfé og þess vegna langar mig til aö vita: 1. Hvernig er aöild Islendinga aö Interpol háttaö? (Opin- beraöur veröi samningur þar aö lútandi.) 2. Hve miklu fjármagni er variö til þeirrar starfsemi árlega? 3. Hvaö segir i landslögum um aö opinberum aöilum og/eöa öörum aöilum sé heimilt aö skrásetja og veita upplýs- ingar um stjórnmálaskoö- anir fólks og aöra persónu- lega hagi? 4. Er lögreglunni og/eöa öörum aöilum heimilt aö hlera einkasima eöa aðra sima? ef svo er, þá á hvaöa forsendum? 5. Ef lögreglan viöhefur sim- hleranir, hver tekur ákvörð- un um þaö og hver fram- kvæmir þær og hvar? 6. Hvert er starfssviö Rannsóknarlögreglu rikisins og er henni heimilt aö fara út fyrir þaö starfssviö? 7. Hversu margir starfa hjá Rannsóknarlögreglu rikis- ins? 8. Hvaö heita þessir starfs- menn, hver er menntun og laun hvers um sig og hvert er starfssviö hvers um sig? 9. Hvaöa deild lögreglunnar hefur meö samskipti viö Interpol aö gera, hvaöa starfsmenn vinna viö þau samskipti, hver er staða þeirra? 10. Er til tölva i lögreglustööinni viö Hverfisgötu og/eöa hjá Rannsóknarlögreglu rikisins i Kópavogi, sem m.a. geymir nöfn einhverra Is- lendinga (hve margra?) og upplýsingar um pólitiskar skoðanir þessa fólks, og etv. fleiri upplýsingar? (Varöandi þessa spurningu ætlast ég til aö þú gerir vett- vangskönnun eigin hendi en takir ekki upp simann og hringir.) 11. Sé slik tölva (tölvur) fyrir hendi, hvenær var hún þá keypt, að tilhlutan hverra, og hvert átti upphaflega verksvið tölvunnar/tölvanna aö vera? 12. Sé þessi tölva/tölvur fyrir hendi, hvaöa starfsmaöur/- menn starfar þá viö hana? 13. Ef fyrir hendi er tölva hjá lögregluembættinu og hafi þessi tölva aö geyma upplýs- ingar um meintar pólitiskar skoöanir fólks, sem aldrei hefur gerst brotlegt viö is- lensk Iög nema etv. að leggja bil vitlaust, hefur þá komiö fyrir aö þessar upplýsingar séu veittar yfirmönnum t.d. bæjar eða sveitarfélaga viö ráöningu opinberra starfs- manna, t.d. kennara? (Svo- leiðis starfsaðferðir séu þær viöhaföar, minna mann óþægiléga á ýmislegt sem maður hefur lesiö um ráöningu opinberra starfs- manna i heimalandi flestra yfirmanna Interpols.) 14. Hvaða reglur gilda um persónunjósnir erlendra rikja (eöa sendiráöa þeirra) á íslandi? 15. Ef i dómskerfinu fyrirfinnst svona tölva eins og ég hef spurt um hér að framan, eru erlendum sendiráöum veitt- ar upplýsingar af henni? 16. Er nokkur af starfsmönnum lögreglunnar á launum hjá erlendu sendiráöi? Þetta eru viöamiklar spurn- ingar, Vilmundur, en nauösyn brýn fólkinu i þessu landi að fá svör viö þeim. Ertu ekki sammála mér aö okkur beri aö standa vörö um þau lýöréttindi sem viö lagalega höfum eins og málfrelsi, fundarfrelsi, félaga- frelsi og friðhelgi einkalifs, svo eitthvaö sé nefnt? Þaö væri nöturlegt aö þurfa aö svara börnum sinum þegar þau spyrja: „Mamma, hvaö læröum viö Islendingar af Heimsstyrjöld nr ir\ „Já t.d. aö passa uppá hvaö fólk hugsar — og þegiöu svo þaö borgar sig best.” Jæja, Vilmundur, tíminn er naumur til stefnu, þvi ekki þú og enn siöur ég né nokkur annar i þessu landi veit hver verður i embætti dómsmálaráöherra eftir mánaöarmótin svo ég biö þig aö hafa hraöann á. Ég er fullviss aö aimenningur úr öll- um flokkum og utan flokka væntir mikils heiöarleika af þér einmitt varöandi upplýsingar um kerfiö sem á aö þjóna okkur. MeÖ vinsemd og viröingu, EHsabet Berta Bjarnadóttir, húsmóöir. PS. Ég hvet alla sem eitthvaö um þessi mál vita, eöa hafa áhuga á að verja lýöréttindi, aö láta i sér heyra i fjölmiölum. LEIFTURSÓKNIN HVER ER AFSTAÐA FLOKKANNA? Alþýöubandalagið Sjálfstœðisflokkur, Framsóknatflokkur og Alþýðuflokkur 0 Lífskjarajöfnun Alþýðubandalagiðeitt hefur mótmælt stórniðurskurði á rík- isútgjöldum, en hinsvegar bent á, að hægt er að spara í rekstr- arútgjöldum á ýmsum sviðum. Alþýðubandalagið vill tryggja ef lingu félagslegrar þjónustu og draga úr félagslegu misrétti. Alþýðubandalagið berst fyrir því að gera landsmönnum Ijóst aó peir verði með greiðslum í sameiginlega sjóði landsmanna að standa undir kostnaði við þá lífskjarajöf nun sem nauðsyn- leg er. ^ Þeir vilja allir skera nidur Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögur um 35 milj- arða króna niðurskurð ríkisútgjalda sem bitna skal á þjón- ustu, millifærslu og fjárfestingu. Framsóknarflokkurinn lagði til við áfgreiðslu f járlaga fyrir yfirstandandi ár að rík- isútgjöld yrðú skorin niður um 20% á þessum liðum. I f jár- lagáfrumvarpi Tómasar Árnasonar er lagt til að skera niður logbundin framlög til Stofnlánadeildar landbúnaðar, Fisk- veiðasjóðs og Iðnlánasjóðs og Byggingarsjóðs ríkisins um 15%. í frumvarp Tómasar vantar framlag til umsaminna niðurgreiðslna sem nemur um 5 miljörðum og til Vegaáætlun- ar3-4 miljarða. Alþýðuf lokkurinn hefur lagttil svipaðan nið- urskurð og Sjálfstæðisflokkurinn. $ Sama nidurgreiöslustig Alþýðubandalagið eitt hef ur barist f yrir að halda því niður- greiðslustigi sem nú er, hvorttveggja til að koma í veg fyrir meiri hækkun lífsnauðsynja og þar með krónutöluhækkun á kaupi, og til að greiða fyrir innanlandssölu á landbúnaðarvör- um. 0 Þeir vilja stórlækkun nidurgreidslna 1 sjónvarpi sagði einn af f rambjóðendum Sjálfstæðisflokks- ins að „eyða ætti niðurgreiðslum". Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað lagt til að lækka niðurgreiðslur á matvælum. Slík krafa f lokksins var sett inn í Ólafslög og Tómas Árnason knúði fram nokkra lækkun á umsömdum niðurgreiðslum í júli-mánuði, eða sem nam 1300 miljónum króna. 1 frumvarpi Tómasar til f jarlaga er gert ráð fyrir lækkun niðurgreiðslna sem nemur um 5 miljörðum króna. Alþýðuflokkurinn vill ganga miklu lengra í lækkun niðurgreiðslna. S Verölagseftirlit Alþýðubandalagið hefur barist fyrir hertu verðlagseftirliti og margháttuðum nýjungum í framkvæmd verðlagsmála. Al- þýðubandalagið er eindregið á móti því að gefa verðlag - f rjálst, og telur að það muni leiða til stórhækkunar vöruverðs, enda bendir öll reynsla til þess. Alþýðubandalagið kom því til leiðar i vinstri stjórninni að lögum Ólafs og Geirs um frjálsa verslunarálagningu var breytt gegn vilja Framsóknar og Krata. Ákvörðunarvaldið í verðlagsmálum er því enn í hönd- um ríkisstjórnar. Þeir vilja frjálsa verslunarálagningu Framsóknarflokkurinn samþykkti með Sjálfstæðisflokkn- um ný verðlagslög, sem gerði ráð fyrir frjálsri verslunará- lagningu. Framkvæmd þessara laga var stöðvuð í vinstri stjórninni vegna kröfu Alþýðubandalagsins, en gegn vilja Framsóknar og Alþýðuf lokks. Alþýðuf lokkurinn hefur nú lýst yf ir sem stef nu sinni að gefá allt verðlag f rjálst. Full verdtrygging launa Utan sem innan ríkisstjórnar hefur Alþýðubandalagið bar- ist fyrir fullri verðtryggingu launa. Alþýðubandalagið krefst fullkominnar kaupmáttartryggingar, kaupmáttarsamninga og vill stuðla að launajöfnun með því að verðbætur á há laun verði ekki hærri í krónutölu en til fólks með meðaltekjur. r|; Þeir vilja afnema vísitöluna Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lög um verðbætur á laun. Framsóknarf lokkurinn hefur ítrekað lýst yf ir þvi, að hann vilji fella niður ákvæðin um vísitölubætur á laun. Alþýðublað- ið og forystumenn Alþýðuflokksins lýsa því yfir hvað eftir annað að flokkurinn telji vísitölutrygginguna óhafandi. @ íslensk orkustefna Alþýðubandalagið er eindregið á móti því að orkusjóður ís- lendinga verði notaður í þágu erlendra auðhringa. Alþýðu- bandalagið hefur mótað íslenska orkustefnu og íslenska at- vinnustefnu sem miðar að því að byggja upp innlenda at- vinnuvegi og nýta orkuna í þágu þeirra. Þá hefur Alþýðu- bandalagið bent á marga kosti í þróun orkufreks iðnaðar sem hvílt getur á íslenskum grunni, orku, hráefni, þekkingu og mannaf la. ■ Þeir vilja erlenda stóriðju Sjálfstæðisflokkurinn krefst nú sem aldrei fyrr erlendrar stóriðju og vill beisla orku fallvatnanna í þágu erlendra auð- hringa. Alþýðuflokkurinn er nú eins og áður ákafastur allra flokka í erlenda stóriðju. I skýrslu Ólafs Jóhannessonar að þjóðhagsáætlun sem hann lét taka saman leggur hann til „að lögð verði áhersla á orkuf rekan iðnað f samvinnu við erlenda aðila". Þessi tillaga Ólaf s Jóhannessonar staðf estir að Fram- sókn vill erlenda stóriðju, eins og Sjálfstæðisf lokkurinn og Al- þýðuf lokkurinn. Gegn vaxtaokri Alþýðubandalagið eitt hefur barist gegn vaxtaokursstefn- unni og bent á að einasta leiðin til að vernda sparifé sé að hemja verðbólguna en ekki magna hana með því að láta vext- ina elta verðbólgustigið. Alþýðubandalagið hef ur bent á að í peningamálastefnu Sjálfstæðisflokksins felst stórhætta á því að íslenskur gjaldmiðill glati sjálfstæði sínu og ákvarðanir í gjaldeyrismálum færist úr höndum ísl. stjórnvalda yf ir á hinn alþjóðlega peningamarkað. Alþýðubandalagið hefur einnig varað við því að peningamálastefna Sjálfstæðisflokksins sé heimboðtil f jársterkra erlendra aðila, sem brátt muni ráða á- kvörðunum á íslenskum markaði, en þær eiga samkvæmt til- lögum Sjálfstæðisflokksins að stýra þjóðfélaginu. Því miður hafa Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur siglt hættulega nærri stefnu íhaldsins í peningamálum. Þeir vilja hávaxtastefnu Sjálfstæðisf lokkurinn leggur til að ákvörðun á vöxtum verði gef in algjörlega frjáls. Þannig gæti hver banki um sig og hver sparisjóður og hvert fyrirtæki sem lánar, ákveðið vaxtakjör aðeigin vild. Verslunin og allir milliliðir gætu síðan velt vöxt- unum út í verðlagið sem orðið væri „frjálst" og eftirlitslaust. Alþýðuflokkurinn er flokkur hávaxtastefnu — eins og allir vita. Framsóknarflokkurinn snerist til fylgis við hávaxta- stef nu Alþýðuf lokksins og beitti sér f yrir reglum f Ólaf slögum sem nú munu leiða til 50-60% vaxta eftir 1. des. n.k. Lægri vextir og f ull verðtrygging þýðir í reynd sömu hávaxtastefnu, því að í mörgum greinum reksturs er óframkvæmilegt að kóma við lengingu lána og dreif ingu vaxtanna yf ir á stofnlán- ið. Alþýðubandalagið eitt Enginn annar flokkur stendur gegn þeim en Alþýðubandalagið stórmálum sem ihaldið getur veitt viðnám hyggst hrinda í framkvæmd. gegn fhaldsstefnunni Þeir samþykktu aö svipta mig kosningarétti Út er komin hjá Ægisútgáfunni ný bók eftir Jóhann J.E. Kúld og heitir hún 1 lifsins ólgusjó. Þetta er áframhald af endur- minningum minum sagöi Jóhann Kúld þegar viö náöum honum á beinið stundarkorn. Ég segi frá bernsku- og uppvaxtarárum mín- um i bókinni 1 stillu og stormi, sem kom út i hitteöfyrra. Svo kom i fyrra út endurútgáfa á Svlfðu seglum þöndum og tshafsævin- týrisem segja frá minurri fyrstu sjómennskuárum. Þessi bók segir svo frá fjórða áratugnum, hefst rétt fyrir 1930 og nær fram i striðsbyrjun. Berklar og verkalýðsbarátta Þessi bók sem nú kemur út segir frá sildarvertiöum og annarri sjómennsku. Þessi áratugur var um margt erfiöur, ég veiktist af berklum og konan min einnig og var ég alltaf öðru hvoru á Krist- neshæli, Reykjahæli og öðrum sjúkrastofnunum. Ég bjó á þessum tima á Akur- eyri og ýmisleg tiðindi úr verka- lýösbaráttunni þar koma mjög við sögu. Ég var reyndar fyrsti formaöur Sjómannafélags Akur- eyrar, þegar þaö var stofnaö áriö 1928. Það var ekki löngu seinna aö einn útgerðarmaöur gerði tilraun til að kaupa mig út úr afskiptum af málefnum sjómanna meö þvi aö bjóða mér sildarbát til leigu á mjög góöum kjörum. Þegar ég svo hafnaöi þvi, var ég settur i at- vinnubann bæöi til sjós og lands, en þaö hélst nú ekki lengi, sem betur fer. Ég segi lika frá frægum átökum þessara tima. Bæöi Nóvudeilunni og sjómannaverkfallinu fyrir noröan áriö 1936, sem var fyrsta eldraun Tryggva Helgasonar, sem siöan stýröi Sjómannafélag- inu I marga áratugi. Þá tókumst við á viö alla i senn: útgerðar- mennina, Alþýöusambandsstjórn sem þá var og riksstjórnina — og höfðum sigur. Leiki aörir eftir. Já, þetta voru um margt sögu- legir timar. Einu sinni var sam- þykkt I bæjarstjórn að ég skyldi sviptur kosningarétti. En þeir skömmuöust sin fyrir þaö seinna. Brugghúsið mikia Ég segi lika frá dálitiö skondnu máli sem upp kom rétt fyrir striö. Merkur samtiöarmaöur, Jón Stefánsson kallaöi mig fyrir sig og bauö mér ágætt starf viö fyrir- tæki sem hann var aö koma á laggirnar. Allt fór það þó meö leynd — þvi aö þetta fyrirtæki átti aö framleiöa hvorki meira né minna en þann vökva sem háska- legastur er talinn á Islandi: áfengt öl. Þetta átti aö veröa eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar i Evrópu. Aöalfjármagniö i fyrir . tækiö átti aö koma bæöi frá Svi- þjóð og Danmörku — til dæmis vorú bæði Carlsberg og Tuborg meö i spilinu. Islenskir aöilar áttu einnig aö vera hluthafar. Úndurbúningurinn átti semsagt aö fara leynt, liklega af ótta við templara. En svo skall striðið á, og þar meö var sambandið viö Danmörku rofiö og ekki varö neitt úr neinu. Verksmiöjan átti reynd- ar aö framleiða til útflutnings, þvi ekki var gert ráö fyrir breyting- Jóhann J.E. Kúld um á áfengislöggjöfinni hennar vegna. Hjá breska sjóhernum — Ætlaröur svo að halda áfram meö endurminningar þínar, Jó- hann? — Já, ég ætla að bæta við einu bindi sem veröur um striösárin. Ég á von á þvi að þar komi ýmis- legt fram sem ekki hefur áöur sést. Ég lenti nefnilega i þeirri sérstæðu reynslu aö vera um þriggja ára skeiö i björgunarliði breska sjóhersins. Einu sinni var ég á léiö til Kanada og fékk ekki meö nokkru móti uppáskrift um aö ég mætti koma viö i Bandarikjunum, náttúrlega vegna minna pólitisku skoöana. En svo skrifuöu þeir upp á passann minn seinna. Ég gat lika stritt þeim á þvi, aö á striös- árunum heföi ég haft passa upp á þaö, aö ég mætti fara um borö I öll bandarisk skip, lika herskip, og ganga i land hvenær sem mér sýndist! — áb Þriðja bindi endur minninga hans er komið út

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.