Þjóðviljinn - 17.11.1979, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. nóvember 1878
punktunum. Já, hratt þróast
skákteórian.
Kortsnoj féll þarna algerlega i
skuggann af þeim Tal, Spasski og
________ Petrosjan og má segja aö þaö sé
Umsjón: Helgi ólafsson ekki fyrr en eftir aö hann flýöi aö
- ---------- hann hafi ótvirætt skotist fram úr
Skákþing
Sovétríkjanna
fyrir 20 árum
Innan skamms hefst, einhvers-
staöar i Sovétrikjunum skákþing
landanna hiö fertugasta og sjö-
unda i röðinni. Þaö er sagt, aö
mun erfiöara sé aö vinna sér þátt-
tökurétt þar en komast t.d. i
miliisvæðamót. Viöa um Sov-
étríkin fara fram úrtökumót
fyrir sjálft skákþingiö og fyrir
littþekktan skákmann getur þaö
tekið 4-5 mót aö komast upp :i
efstu deildina en þar tefla 18
skákmenn ár hvert. Nokkrir
þeirra»fremstu menn á borö viö
Karpov heimsmeistara, Petrosj-
an, Tal, Polugajevskl, Romais-
hin, Beijaviski o.fl. þurfa aö sjálf-
sögöu ekki aö taka þátt i undan-
keppninni fyrir mótiö, en engu aö
siöur taka þátt i þessum undan-
keppnum margir vel þekktir stór-
meistarar og jafnvel fyrrverandi
heimsmeistarar.
Ekki er vitaö hverjir hinna
fremstu veröa meöal keppenda i
ár, en undanfarið hafa þeir Tal,
Polugajevski og Petrosjan reglu-
lega tekiö þátt i mótinu. Karpov
tefldi siöast 1976 og vann, var
rétt fyrir ofan Balasjov. Þaö get-
ur veriö fróölegt aö bera saman
hin ýmsu skákþing. Fyrir ná-
kvæmlega 20 árum tóku þátt i
mótinu skákmenn sem siöan hafa
gert garðinn frægan. Þá voru
Petrosjan og Tal aö kveöja sér
hljóös, og mótiö sem haldiö var i
Tiflisi fæöingarborg Petrosjans,
var geysisterkt. Aö undanskild-
um þeim Botvinnik, þáverandi
heimsmeistara, og Smyslov voru
svo til allir bestu skákmenn So-
vétrikjanna saman komnir til
keppni. Fyrirfram var helst búist
við sigri Tals, sem tvö undanfarin
ár haföi sigraö meö miklum
glæsibrag og aö auki hreppt 1.
sætiö á millisvæðamótinu i Porto-
roz. I augum umheimsins var
hann næsti heimsmeistari, sem
reyndar varð raunin, en aörir
höföu einnig nokkuö til sins máls.
Tigran Petrosjan sigraöi með
miklum glæsibrag hlaut 13 1/2 v.
af 19 mögulegum, taplaus.
Vinningsskákir hans voru i þess
orös fyllstu merkingu, listaverk.
Hann náöi forystunni þegar I
byrjun og jafnvel þó Spasski og
Tal veittu honum haröa keppni
var sigur hans aldrei I verulegri
hættu. I 2.-3. sæti komu siöan
heimsmeistararnir tilvonandi og
4.-5. sæti kom i hlut Taimanovs og
Homovs, Htt þekkts skákmanns
sem alltaf ööru hvoru nær þokka-
legum árangri. Keres lenti i 7.-8.
sæti og Kortsnoj varð nr. 9, Sýnir
þaö liklega best hversu mót þetta
var sterkt. Það er ansi skemmti-
legt aö bera saman þær byrjanir
sem þarna voru i hávegum haföar
og þær sem nú eru hvaö vinsæl-
astar. Petrosjan vann margar
skákir gegn kóngsindverskri vörn
á afbrigði sem kennt er viö hann
og byrjanir sem ekki þykja ýkja
merkilegar i dag sölluðu inn
þeim þremenningum. Sigurvilj-
ann má þó altént finna i öllum
skákum hans frá þessu móti og
marga fallega sigra vann hann.
Hér kemur eitt dæmiö:
Hvltt: Kortsnoj
Svart: Lutikov
Benoni
1. d4-Rf6
2. C4-C5
3. d5-e6
4. Rc3-exd5
5. cxd5-d6
(Benoni-afbrigöiö var á þessum
árum I deiglunni. og átti eftir aö
reynast Mikhael Tal afar sigur-
sælt vopn i komandi Askorenda-
keppni.)
6. e4-g6
7. Rf3-Bg7
8. Be2-0—0
9. 0—0-Bg4
10. Bf4-He8
(í sjálfu sér ekki slæmur leikur.
En 10. — a6 vaT athyglisveröur
möguleiki. Eftir 11. a4-He8 getur
hvitur ekki leikiö 12 h3. Sjá næstu
aths.)
11. h3-Rxe4?
(Leiöir beint til taps, eingöngu
vegna þess aö bSreiturinn er ekki
valdaður. Stæöi hvitt peö á a4 og
svartá a6 væri þessi leikur mögu-
legur og ef ég man rétt þá fiskaði
Firscher einn punkt á þá leik-
brellu I skák gegn Uhlmann á
millisvæöamótinu. á Mallorca.)
12. hxg4!-Bxc3
13. Bb5!
(Þar lá hundurinn grafinn.)
13...Bxb2
14. Bxe8-Dxe8
15. Hel!
(Hvitur gefur skiptamuninn til
baka, sem sjálfsagt er og eölilegt.
Veikleikarnir sem hljótast af aö
hiröa hann eru yfirþyrmandi.)
15. ..-Bxal
16. Dxl-f5
17. Bh6-De7
18. Rg5-De5
19. Dbl-Dxd5
20. Hxe4!
— Svartur gafst upp. Framhaldiö
gæti oröiö eitthvaö á þessa leiö:
20. — fxe4 21. Db2 Ddl -f 22. Kh2
Dd4 23. Dxb7 De5+ 24. g3 og
svartur fær eigi máti foröaö.
Frá Fjölbrautar-
skólanum við Armúla
Armúlaskóla
Umsóknarfrestur um skólavist á vorönn
1980 er til 5. desember 1979.
Upplýsingar eru veittar og tekið á móti
umsóknum á skrifstofu skólans, simi
31200.
Skólastjórn.
Skyldu kosningarnar fæöa af sér eitthvaö þessu likt?
Indriöi Aðalsteinsson, Skjaldfönn skrifar:
Viðreisn fyrir stafni?
í gær birtist hér hjá Landpósti
fyrri hluti fréttabréfs frá
Indriða á Skjaldfönn. Viö höld-
um nú áfram þar sem frá var
horfið:
Hafa unnið til
rassskellingar
Og þá er nú rikisstjórnin
sprungin og til litils aö syrgja
hana, enda var hún hvorki fugl
né fiskur meö kratalikið I lest-
inni. Þaö er þó æriö nýstárlegt
aö láta ekki steyta á ágreiningi
um ákveöiö mál. Svo er að sjá
sem sjálfseyöingarhvöt sé aðal
stjórnarslitaástæöan hjá kröt-
um, svo þaö veröur aö hafa ,,al-
geran forgang” aö etja þjóöinni
út i illvígan kosningaslag I
skammdeginu, meö þeim einum
fyrirsjáanlegum árangri, aö
ihaldiö fitnar, en kratar fá von-
andi þá rassskellingu, sem þeir
veröskulda. En hvaö sem þvi
liöur lifgar framboösvinnan og
kosningaslagurinn upp á
skammdegið og er þaö vel.
Framboðsátök íhaldsins
Sjálfstæöismenn voru fyrstir
til aö ganga hér frá framboði og
þó ekki þrautalaust. Sigurlaug
Bjarnadóttir réri aö þvi öllum
árum aö bola Þorvaldi Garöari
af listanum og þegar þaö mis-
tókst fór hún i fýlu og neitaði aö
gefa kost á sér i þriöja sætiö.
Hún sá sig þó um hönd á siðustu
minútu, þegar átti aö fara aö
skella Engilbert bónda á Tyröil-
mýri i sætiö.
xBotninn er suður
i Borgarfirði"
Framsóknarmenn náöu lengi
vel engri samstööu um skipan
annars sætis hjá sér, þvi ekki
vildu þeir endurreisa Gunnlaug
i Hvilft, þótt sannleikurinn væri
sá aö enginn frambjóöandi heföi
haldiö þessu sæti fyrir
Framsókn siöast, svo grátt var
ihaldssamvinnan búin aö leika
fylgi flokksins.
Til mála kom aö sækja Dag-
björtu Höskuldsdóttur suöur I
Stykkishólm og heföi það vafa-
laust verið sterkur leikur, en i
stað þess var Ölafur Þóröarson,
brottfluttur Vestfirðingur, nú-
verandi skólastjóri i Reykholti,
settur i sætið, þrátt fyrir að
hann færi miklar hrakfarir fyrir
Gunnlaugi i innbyröis prófkjöri
þeirra um annaö sætiö fyrir siö-
ustu kosningar. Er mikil ánægja
hjá andstæöingum Framsóknar
meö þessa niöurstööu.
Alþýöubandalagiö kom sinum
lista breytingalitiö saman, enda
gengu siðustu kosningar þvi
m jög i haginn hér og þvi eðlilegt
aö halda svipaöri skipan.
xLífið lagðist hér
fyrir góðan dreng.."
Sighvatur og Karvel háðu
prófkjör, — i bróðerni, aö sagt
var, — og sigraöi fjármálaráö-
herrann auöveldlega, enda virt-
istáhugi ,,Karvelita”á aö koma
„Rödd Vestfjarða” i efsta sætiö
I algeru lágmarki.
Satt aö segja eru þaö ömurleg
örlög hjá Karvel að vera kom-
inn i húsmennsku hjá Sighvati
og gegna þvi hlutverki aö fleyta
honum kjördæmakjörnum á
þing. Ósjálfrátt koma upp I hug-
ann orð Ingólfs Arnarsonar þá
er hann frétti dauða Hjörleifs
fóstbróöur sins: „Litið lagöist
hér fyrir góöan dreng aö þrælar
skyldu að bana verða”.
Kveldriður íhaldsins
Og hvaö tekur svo viö þegar
búiö er aö telja upp úr kjörköss-
unum? Vafalltið afturgengin
viöreisnarstjórn, meö öllum
sinum fylgjum: samdrætti i
framkvæmdum (nema þá er-
lendri stóriöju), fráhvarfi frá
byggöastefnu, atvinnuleysi og
landflótta. Þaö eru þvi veöur öll
válynd framundan i meira en
einum skilningi og vel viö hæfi
aö enda þessar linur meö
kvæöisbroti, sem hefur sest i
minniö og. tollað þar siöan á
þeim dögum er viðreisn hin
fyrri var i burðarlibnum og góö-
kunnur hagyröingur „barnaöi”
velþekkt kvæöi eitthvað á þessa
leiö:
Rifar I alskýjað háloft
með hroðarúnum,
herskarar kratablóka
sin merki reisa.
Kolgráar fram aö kryppluöum
fjallabrúnum
kveldriður Ihalds taglrotnum
bykkjum þeysa.
Skjaldfönn, 5. nóv. 1979.
Indriði Aðalsteinsson.
Landsamband
stangaveiöifélaga:
Tuttugasti og niundi aöal-
fundur Landssambands
stangarveiöifélaga var haldinn
dagana 27. og 28. okt. s.l. I ölfus-
borgum viö Hverageröi. Aöild
aö Landssambandinu eiga 28
stangarveiöifélög um land allt
land og mættu um 85 fulltrúar á
fundinum.
í skýrslu stjórnar, sem Karl
Ómar Jónsson, formaöur L.S.
flutti, skýröi hann frá störfum
nefndar, sem fyrrverandi land-
búnaöarráöherra, Steingrimur
Hermannsson, skipaöi til aö
kanna aöstööu islenskra stangan
veiöimanna til aö fá aðgang aö
laxveiöiám i landinu og hvort
veiöileiga og afnot erlendra
manna hér á landi eru þess ebl-
is, aö innlendir veiöimenn fái
þann aðgang aö veiöiám lands-
ins, sem eölilegt má telja. Þar
kom m.a. fram aö I 18 ám nota
útlendingar 5442 stangardaga
um hásumariö, Islendingar 8301
stangardag, aöallega vor og
haust, en ef á heildina er litiö er
nýting stangardaga eins og
fram kemur á eftirfarandi
töf lu:
Tala veiðileyfa
34.021
Greinargerð um nýtingu heimilaöra veiöileyfa árið 1978.
Nýting Tala Hundraös-
leyfa hluti
1: Selterlendis 5.442 16%
2: Seltá almennum markaði innaníands 3: Veiöileyfi, sem ekki eru á alm. markaöi 17.479 51%
vegna einkanota eigenda eða leigjenda 4: Ekki boöiö til sölu vegna fribunarað- 4.800 14%
gerða eða lítillar veiöivonará þeim tima 3.600 11%
5: Framboðin veiöileyfi, sem ekki seljast 2.700 8%
Samtals: 34.021 100%
á ► ^
ý'
ð
■kjKS
Umsjón: Magnús H. Gtslason
Ennfremur gat formaður um
þingsályktunartillögu Arna
Gunnarssonar alþm. o.fl. um
'sérstakt gjald á veiðileyfi út-
lendinga, sem veiöa i islenskum
ám. Skýrði hann frá framsögu-
ræöu Arna og umræöum um til-
löguna I þinginu.
1 skýrslu formanns kom
einnig fram, aö stjórnin hefur
undanfarin ár unnið aö þvi að
koma á útboösreglum um útboö
á veiðirétti og væntir Lands-
samb. Stangarveiðifélaga góör-
ar samvinnu við Landssamband
veiöifélaga i þessum efnum.
Gestir fundarins voru veiöi-
málastjóri, Þór Guðjónsson og
formaöur Veiöimálanefndar,
Arni Jónasson, og höföu fram-
sögu um aðalefni fundarins,
þ.e.a.s. endurskoöun lax- og sil-
ungsveiöilaganna og urðu mikl-
ar umræður um málið.
A laugardagskvöldiö 27. okt.
var aðalfundargestum og mök-
um haldiö hóf i ölfusborgum en
Stangarveiöifélögin I Hvera-
geröi og á Selfossi sáu um þaö a
og allt þinghald og kann stjórn
L.S. þeim bestu þakkir fyrir.
Fyrrverandi formaöur Karl
Ómar Jónsson, gaf ekki kost á
sér til endurkjörs og voru hon-
um þökkuö frábær störf i þágu
L.S. undanfarin ár. Núverandi
stjórnskipa: Friðrik Sigfússon,
Keflavik, formaöur, Birgir Jóh.
Jóhannsson, Reykjavik, vara-
form., Rósar Eggertsson,
Reykjavik, ritari, Sigurður í.
Sigurösson Hafnarfiröi gjald-
keri, Benedikt Jónmundsson,
Akranesi meðstjórnandi. Vara-
menn: Gylfi Pálsson, Mosfells-
sveit, Karl Ómar Jónsson,
Reykjavik og Matthias Einars-
son, Akureyri. —-mhg.