Þjóðviljinn - 17.11.1979, Síða 5
Laugardagur 17. nóvember 1979 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 6
Haukur Baldursson: Starfsmenn
hér eru mjög óánægðir með skrif
Friðriks.
Arni Kristbjörnsson: Vanþekking
á þessum rekstri.
Sumarliði tsleifsson: Undir
starfsmönnunum komið hvað
verður gert.
Agúst Þorsteinsson: Saga fyrir-
tækisins löng og erfið.
„Hér eru allir á móti
þessum tillögum íhaldsins”
rætt yiö starfsmenn Landssmiöjunnar
um stefnuskrármál Sjálfstædismanna
um að selja fyrirtækið
í hendur einkaaðila
1 efnahagstillögum Sjálfstæðis-
floksins eru boðaðar harðar að-
gerðir gegn rikisfyrirtækjum og I
grein sem Friðrik Sóphusson
skrifar I MBL. s.l. miðvikudag
eru fyrirtækin nefnd með nöfnum.
Landsmiðjan er efst á blaði, og
þarf það raunar ekki að koma
neinum á óvart, þvf i þau fimmtiu
ár sem Landsmiðjan hefur verið
starfrækt hefur söngur Sjálf-
stæðismanna um að leggja hana
niður var vakinn upp fyrir flestar
kosningar. Fyrir siðustu
kosningar, þegar „Báknið burt”
var helsta slagorð ungra sjálf-
stæðismanna, var Landsmiðjan
enn á dagskrá, en menn eru sam-
mála um að sjaldan hefur krafan
um að ganga á milli bols og höf-
uðs á rikisfyrirtækjunum verið
háværari en nú. 1 stefnuyfir-
lýsingu Sjálfstæðisflokksins seg-
ir:
„Atvinnufyrirtækjum i eigu
rlkisins verði breytt I hlutafélög
og hlutaféð selt starfsmönnum,
almenningi eða sveitarfélögunum
að hluta eða i heild. Söluandvirði
þeirra verði variö til að aðstoða
við aö koma á fót nýjum atvinnu-
fyrirtækjum með hlutafjárfram-
lögum og til framkvæmda.”
Viö ræddum við nokkra starfs-
menn hjá Landsmiöjunni um
þetta mál.
„Starfsmenn hér eru mjög óá-
nægðir og reiðir vegna skrifa um
að leggja þetta fyrirtæki niður.
Reyndar er boöið upp á mögu-
leika til að kaupa hlutabréf i
rikisfyrirtækjum, en það er ljóst
að jafnvel þótt hver starfsmaður
hér keypti 2ja milljón króna hlut i
fyrirtækinu, gætu starfsmenn
ekki eignast nema 1/3 af eignar-
hlutanum og þvi aldrei náð meiri-
hluta.
Og þeir hafa áreiöanlega ekki
áhuga á að leggja fé I fyrirtæki
einkaaðila, án þess að fá meiri-
hlutavald I stjórninni,” sagði
Haukur Baldursson, en hann er
formaður samstarfsnefndar
þeirra sem sett var á laggirnar I
Landsmiðjunni 1975.
„Þetta fyrirtæki er vel rekið og
skilar arði. Hér eru unnin mörg
verkefni fyrir sjávarútveginn og
iðnaðinn og einnig á öðrum svið-
um. Það er mikil samkepprii á
sviði málmiðnaöar og við höfum
meira en nóg af verkefnum. Hér
er þjónustan seld á réttu verði, og
það er ljóst að ýmsir myndu hafa
hagnað af þvi að losna við þennan
samkeppnisaðila. Auk þess höf-
um viö umboö sem segja má að
séu gullkista og áreiðanlega
margir sem vildu fá að þeim að-
gang. Starfsmenn hér eru 85 tals-
ins og þetta fólk á mikiö undir þvl
hvernig þessi mál þróast. Við sjá-
um enga raunhæfa forsendu fyrir
þessum tillögum og samstarfs-
nefndin mun fjalla nánar um
þessi mál.” sagði Haukur.
„Satt aö segja skil ég ekki hvað
Friörik Sophusson er að fara.
Hann virðist halda aö meö þvi að
hleypa fjármagni rlkisfyrirtækj-
anna til einkafyrirtækja, þá sé
hann að draga úr verðbólgu. Ég
er þeirrar skoðunar aö
mannmörg fyrirtæki eigi ekki að
vera i einkaeign og ég er ekki einn
um þá skoðun hér hjá Landsmiðj-
unni,” sagði Arni Kristbjörnsson,
en hann hefur veriö plötusmiöur I
Landsmiðjunni I 25 ár. Hann var
sammála öðrum sem við ræddum
við I Landsmiðjunni um að hér
væri um að ræða fádæma van-
þekkingu á starfsemi þessa fyrir-
tækis og raunar á rikisrekstri
yfirleitt.
„Viö skiljum ekki hvað þessir
menn eru að fara og hvernig þeir
ætla að draga úr verðbólgu með
þvl að selja velrekin og arðbær
rlkisfyrirtæki og færa fé þeirra og
markað yfir til einkaaöila. Þetta
er orðið stefnuskrármál hjá Sjálf-
stæðismönnum og hver á fætur
öðrum tekur þetta mál upp sem
forsendu fyrir þvi að dregið verði
úr verðbólgunni. Matthlas
Mathiesen skipaði nefnd til að
kanna þetta mál I stjórnartið
sinni og engin frá fyrirtækinu átti
sæti I þeirri nefnd, enda lagði hún
til að fyrirtækið yrði lagt niður.
Nú hefur málið pnn einu sinni
veriötekiðupp, en við höfum ekki
hugsaö okkur að biða þegjandi
eftir aö Sjálfstæðismenn fái tæki-
færi til að framkvæma þessar
hótanir,” sagði Arni.
Sumarliöi Isleifsson er einn
yngri starfsmanna Landsmiðj-
unnar, en hann er plötusmiöur.
Hann taldi þessar tillögur ógnun
við atvinnuöryggi þeirra nær eitt
hundrað starfsmanna sem hjá
Landsmiðjunni vinna, og ljóst aö
ef að sölu fyrirtækisins verður,
verða margir starfsmenn fyrir
miklum óþægindum.
„Það er talað um að bjóöa
starfsmönnum hlut I fyrirtækjun-
um, sem á aö selja, en fæstir eru
of sælir af slnum launum og nær
útilokað að starfsmenn gætu
fengið meirihluta I stórum fyrir-
tækjum eins og Landsmiöjunni.
Þetta er hagsmunamál sam-
keppnisaöila á sviði málmiðnað-
ar og það munu sjálfsagt ein-
hverjir þakka Friörik Sóphussyni
ef honum tekst að lqsa þá við
samkeppni Landsmiðjunnar og
gefa viðkomandi jafnframt tæki-
færi til að ná I eftirsóknarverð
umboö.
Viðbrögð manna hér eru mjög
einróma. Menn fordæma þessar
árásartilraunir sjálfstæöis-
manna, en við teljum að það sé
unnt að stoppa þetta. Frum-
kvæöið verður að koma frá
starfsmönnunum sjálfum, þvl
þaö er undir þeim komiö hvernig
þessi mál þróast. Ég tel að
Sveinafél. járniðnaðarmanna
hafi hér fengið verðugt verkefni
að berjast fyrir og ef þeir grípa til
sinna ráða, veröur ekki hægt að
koma þessum hugmyndum I
framkvæmd,” sagði Sumarliði aö
lokum.
„Þessar umræður byrjuðu
strax áriö 1933, þegar fyrirtækiö
var aðeins 3ja ára. Slðan lágu þær
niðri um nokkurt skeið en um
miðjan sjötta áratuginn fer um-
ræðan aftur I hámæli. Þá hafði
gengisfelling haft alvarleg áhrif
á reksturinn og skuldir safnast.
Þá var þrengt að fyrirtækinu á
ýmsan hátt, en slðan náði það sér
á strik og fékk aftur ýmiss verk-
efni sem höfðu veriö tekin af
þvi,” sagði Agúst Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri. Hann sagði
að saga fyrirtækisins væri löng og
Sala ríkisfyrirtækjanna
r
Abending til Friöriks Sophussonar
Ungirsjálfstæðismenn meö
Friðrik Sophusson I broddi fylk-
ingar eru duglegir við að selja
hugmyndina Báknið burt, og þá
sérstaklega fyrirtæki sem bera
sig og hafa skilaö arði til rlkisins.
Það sem hefur stungið okkur
aðallega I skrifum viökomandi, er
að þegar stefnan um Báknið burt
er lögð á borð hjá almenningi er
ósannsögli eða leti til að fá réttar
upplýsingar aöalsmerki I skrifum
þeirra, eða hræðsla við að leggja
sannleikann á boröiö.
1 grein Friöriks kemur fram
sama ósannsöglin. Þar segir hann
„og starfi á venjulegum við-
skiptagrundvelli, án skattfrlðinda
og annara Ihlutana.” Fyrst er
gefiö I skyn aö fyrirtækin vinni á
einhverjum óvenjulegum við-
skiptagrundvelli, og væri rétt að
fá nánari skýringu á þessu orða-
lagi. Eru stundaðar mútur er ein-
okun, eða hvað á hann við?
Ljóst er að Landssmiðjan,
„óskabarn ungra sjálfstæðis-
manna”, er algjörlega rekiö eins
og önnur járniðnaðarfyrirtæki.
Sf jersti hluti framleiöslunnar eru
vélar og tæki I samkeppni viö
bæði erlenda og innlenda aðila og
svo þátttaka I útboöum á almenn-
um markaði-Svo kemur þetta slð-
asta, skattfrfðindin. Ég er hrædd-
ur um að stjórnendur einkafyrir-
tækja yrðu hissa ef hluthafar
mjólkuöu fyrirtæki sitt eins og
rlkiö gerir, sem eigandi Lands-
smiöjunnar.
A þessu ári er okkur gert að
greiða I gjöld kr. 28.175.781.-, sem
eru tekjuskattur kr. 6.591.523.-,
lifeyrisgjald kr. 545.600.-, slysa-
tryggingagjald 194.432.-, kirkju-
garösgjald 254.897,-, aðstöðugjald
11.081,700.-, atvinnuleysistrygg-
ingargjald 93.436.-, iðnlánasjóös-
og iðnaðarmálagjald 3.314.500.-,
launaskattur 30.104.-, skyldu-
sparnaður 1.641.000.-, svo og
landsútsvar 1.620.128,-.
Ég skora á ykkur ungu menn,
fyrstþið viljið breytingar og legg-
ið ykkur fram við aö ná tiltrú
kjósenda, hættið meö yfirborðs-
legt skrum. Kynnið ykkur stað-
reyndir og leggið sannleikann á
boröið, og ég er þá viss um að
kjósendur muni leggja við eyru
og skoðanir ykkar breytast. En
þvi miður eru skrumararnir vin-
sælir 1 fjölmiðlum landsins og
sérstaklega þeir sem kveða hálf-
kveðnar vlsur. Eitt er mjög
áberandi smekklaust I kosninga-
áróörinum Báknið burt, það er
árás á þá kjósendur sem starfa
hjá rlkinu. Það er gefið i skyn aö
þetta séu einhverjir annarsflokks
starfsmenn. Ég sé engan mun á
að starfa sem starfsmaður
Stjórnunarfélagsins, hjá Isal eða
hjá rlkinu, nema þegar unnið er
hjá rikinu erum við að vinna fyrir
okkur sjálf. Ef horft er raunsætt á
hlutina, þá eru ekki svo margir
eignamenn I landinu. Flestir
vinna hjá þessum svonefndu fáu
eignamönnum. Nú ef sjálfstæðis-
flokknum tækist að gera stærsta
hluta þjóðarinnar aö eignamönn-
um, þá ættu Framsóknarmenn og
Alþýðubandalagsmenn að vera
kátir, þvi um leið yrði landið orðið
eitt alsherjar SÍS eöa samyrkju-
bú.
Eitt sem fram kemur er aö
selja núverandi rikisfyrirtæki til
að stofna önnur og þá til að skapa
fjölbreyttari iðnaö, eða Báknið
burt = Báknið upp. Undanfarin ár
hafa stjórnmálamenn lýst yfir að
nauðsynlegt sé að byggja upp og
styöja við skipaiönaðinn I land-
inu. Þá undrar okkur I þessu sam-
bandi á, að rikiö, sem á eitt af
stærstu skipaþjónustufyrirtækj-
um landsins, skuli ekki sýna I
verki áhuga sinn og útvega fjár-
magn I sitt eigið fyrirtæki til aö
koma sinni stefnu I framkvæmd.
Við skiljum ekki þá formúlu að
selja skipaþjónustustöð til að
stofnsetja aðra. Er ekki réttara
að nota eignir, mannafla og þekk-
ingu sem fyrir er, til eflingar
Landssmiðjunnar og gera henni
kleift að geta sinnt þessu verkefni
betur, eins og stjórnendur hafa
bent á, og lagt tillögur fram þar
um. Ríkið á fyrirtæki sem á
skömmum tima gæti hrundið I
framkvæmd stefnu ykkar stjórn-
irálamanna til að skapa fjöl-
breyttari iönað, þið eigið sjálfir,
stjórnmálamenn, þetta fyrirtæki.
Eigum við ekki að segja um sjó-
hrakta þjóðarskútu : Bákniö á
þurrt.
Agúst Þorsteinsson
Sigurður Danlelsson: Slagorðin
falla um sig sjálf.
Markús Guöjónsson: Verðbólgan
ekki leyst á þennan hátt.
erfiö, en sennilega hefði aldrei
verið eins afdráttarlaust lýst yfir
að fyrirtækið skuli selt og nú.
„Þessar umræöur hafa hins
vegar skaðað okkur mikiö, bæöi
út á við og inn á viö. Við höfum
þurft að gera langtlmasamninga
viö viðskiptaaðila, vegna þess að
þeir hafa átt von á þvl að fyrir-
tækið yröi ekki lengur til, þegar
við skiluðum þeim verkefnum.
Sömuleiðis höfum viö misst héðan
góöa menn, sem ekki hafa treyst
þvl aö vinna hér væri til frambúð-
ar. Ég býst ekki við að menn hér
yrðu ánægöir ef ákveöiö yröi aö
selja fyrirtækiö en hugmyndin á
sjálfsagt hljómgrunn hjá verö-
bréfasölum,” sagöi Agúst. Hér á
slöunni er ennfremur grein sem
Agúst tók saman vegna skrifa
Friöriks Sophussonar I MBL.
„Friörik segir að sala á hluta-
bréfum I Landssmiðjunni eigi aö
verða hluti af viðreisn efnahags
landsmanna og að fé skuli notaö
til að fjármagna fyrirtæki
hálaunaatvinnugreinanna. Þau
fyrirtæki munu einkum vera á
sviði tannlækninga og togveiða,
en hvort það er það sem Friðrik á
við eða eitthvaö annað skal ég
ekki segja. Þetta fyrirtæki hefur
skaöast á þessu og ég dreg I efa að
nokkur innan þess sé fylgjandi
þessum tillögum,” sagöi Sigurður
Danielsson, yfirverkstjóri þegar
við ræddum við hann.
„Járniðnaðurinn er undirstöðu-
grein og það þarf að gera stórátak
til að taka á móti fólki I iðnaðinn á
næstu árum. Þvl er þaö öfugþró-
un að ráöast að járniðnaöinum
með sllku niðurrifi. Við höfum
rætt allmikið um þetta mál hér
innan fyrirtækisins og munum
fjalla um það nánar. Viö erum
ekki óvanir þessum röddum sjálf-
stæöismanna, en slagorð þeirra
„Báknið burt” fellur um sig
sjálft,” sagði Siguröur.
„Ætli það sé bara vonin um að
bjarga þjóðinni sem stendur á
bak við þetta. Það mætti segja
mér að ýmsum kæmi ekki illa að
losna við Landsmiöjuna af þess-
um markaði. Fyrir þjóðabúiö I
heild væri þaö tvimælalaust ó-
hagkvæmt, enda veitir fyrirtækið
góöa þjónustu og er vel rekið.
Verðbólgan verður heldur ekki
leyst með þvl aö flytja féð sem I
fyrirtækinu liggur yfir á einkaað-
ila,” sagöi Markús Guðjónsson,
sem hefur unnið hjá Landsmiðj-
unni siöan 1941.
„Þessi söngur er ekki nýr fyrir
mér, og þetta umtal um sölu
hefur skaðað fyrirtækið. Margir
sjálfstæöismenn hafa tekiö þetta
mál upp á sina arma og haldiö að
þeir myndu bjarga efnahag
þjóöarinnar meö þvi að selja
Landsmiðjuna I hendur einkaað-
ila. Þetta er byggt á þekkingar-
leysi og Friðrik Sophusson, sem
nú hefur hæst um þetta mál, hef-
Framhald á bls. 17