Þjóðviljinn - 17.11.1979, Page 9

Þjóðviljinn - 17.11.1979, Page 9
Laugardagur 17. nóvember 1*79 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA.9 Helga Ólafsdóttir: Hlutverkaskíptíng kynjanna Krafan til samfélagsins er vissulega réttmœt, en mér finnst uppgjöf fólgin í þvi, aö bera hana fram eina, án þess að víkja oröi aö sameiginlegum skyld- um, sjálfsbjargar einstaklinga, sem búa saman. Ég sé ekki ástœöu til að friöa þá, sem láta ganga undir sér, - og þá fyrst og fremst karlmenn Undanfarnar vikur hafa fariö fram nokkrar umræöur i Þjóö- viljanum um jafnrétti kynja og stööu Rauösokkahreyfingarinnar islensku sérstaklega, og hafa bæöi gagnrýnendur hreyfingar- innar og talsmenn hennar látiö frá sér heyra. Þar sem ég er ein af þeim sem hafa verið i Rauösokkahreyfing unnialltfrá upphafi (1970) og hef fylgst nokkuö meö framgangi nýju jafnréttishreyfingarinnar i Evrópu bæöi fyrir þann tima og siöar, langar mig til aö leggja hér orö i belg. Fyrst ætla ég aö vikja aö dag- skrárgrein Vésteins Lúöviksson- ar 1. nóvember, þar sem hann segir um nýju jafnréttishreyfing- una: ,,Stór hluti hennar er borgaralegur i þeim skilningi, aö hann litur ekki á kapitalismann sem undirrót kynjamisréttis, þvert á móti sé hægt aö vinna bug á þvi innan marka hans, engin spurningamerki eru sett viö hjónabandiö, kjarnafjölskylduna og heimiliö sem hornstein sam- félagsins, aöeins verkaskipting- una innan þessara stofnana”. Nýja kvennahreyfingin, sem spratt upp úr stúdentauppreisn- um I Evrópu 1968, hefur einmitt viöast hvar veriö frábrugöin þeim kvenfrelsissamtökum sem fyrir voru meö þvi aö vera sósiölsk. Rauösokkahreyfingin á Islandi var reyndar i upphafi opin öllum án tillits til stjórnmálaviöhorfa, enda þótt róttækar konur væru þá þegar kjarni hreyfingarinnar. A fyrstu ráöstefnu hreyfingarinnar aö Skógum 1974 stokkuöust spilin upp, og jafnaöarmerki var sett milli kvennabaráttu og stéttabar- áttu. Hægri sinnaöar konur yfir- gáfu þá flestar hreyfinguna og margar þeirra gengu I Kvenrétt- indafélagiö, sem er hinn borgara- legi armur Islenskrar kvenna- hreyfingar. Enda þótt mismunandi póli- tiskra viöhorfa gæti enn innan Rauösokkahreyfingarinnar, ligg- ur þó ljóst fyrir aö siöan 1974 hef- ur hreyfingin einmitt litiö á „kapitalismann sem undirrót kynjamisréttis”, enþaöereins og Soffiu Guömundsdóttur hafi ekki veriö þessi eölisbreyting hreyfingarinnar fyllilega ljós, þegar hún setti fram gagnrýni sina á hreyfinguna I Þjdöviljan- um i júni og aftur 24. okt. s.l. Hitt má vel vera aö hreyfingunni hafi ekki sem skyldi tekist aö vekja al- menna umræöu um hina nýju stefnu sina, og jafnframt kann Soffia aö hafa á réttu aö standa i þvi efni aö hreyfingin hafi ekki i seinni tiö haldiö nægilega á lofti ýmsum upphaflegum stefnumál- um sinum, sem enn eru I fullu gildi, enda þótt fleiri en rauösokk- ar hafi tileinkaö sér þau. Vésteinn er ekki nægilega vel aö sér þegar hann staöhæfir, aö nýja kvennahreyfingin hafi ekki velt fyrir sér nýjum fjölskyldu- formum. Þegar á fyrsta ári Rauösokkahreyfingarinnar hér á landi starfaöi innan hennarhópur sem f jallaöi um sambýlishætti, og um þaö efni var m.a. fjallaö I útvarpsþáttum sem fólk úr hreyf- ingunni sá um veturinn 1971-72 og I málgagni hreyfingarinnar, For- vitin rauö. Enda þótt breytingar á sambýlisháttum hér á landi hafi ekki oröiö miklar, má þó benda á aö miklar umræöur meöal danskra rauösokka hafa ugglaust átt sinn þátt i útbreiöslu þess sambýlisforms sem Danir kalla kollektiv og einkennist af þvi aö kjarnafjölskyldan erleyst upp, en mynduö stærri fjölskylda barna, og foreldra, einhleypra eöa hjóna. Hvernig svo sem sambýli okkar er háttaö eru þó ákveöin störf sem þarf aö rækja, bæöi barna- uppeldi og ýmis þjónustustörf. Möguleiki á tryggri og hæfri dag- vistun fyrir öll börn er augljós krafa, enda þótt allir geti oröiö sammála um aö þáttur foreldra i uppeldi er drjúgur eftir aö dag- vistun lýkur. A ýmsan hátt mætti létta á öörum heimilsstörfum meö aukinni samneyslu, en ég er þó ekki viss um ágæti þess aö til muna fjölgi þvi fólki sem hefur aöalstarf sitt af þvi aö sinna dag- legum þörfum annarra; störf af þessu tagi hafa fram aö þessu veriö lægst metin allra starfa og veröa vist seint i heiöri höfö. Einn aöaltilgangur grunnskól- ans ætti aö vera sá aö gera hvern og einn færan um aö sjá fy rir dag- legum nauöþurftum sinum sjálf- ur. Sérhver ætti aö vera fær um aö elda ofan I sig, þjóna sér og þrifa i kringum sig. Hvort sem einstaklingúr vill búa einn eöa meööörum, þá er nauösyn á þess- ari kunnáttu. Þegar tveir eöa fleiri búa saman kemur sjálf- krafa upp vinnuhagræöing, eldaö er ofan I alla i einu, þvegiö fyrir alla o.s.frv. En þaö er hér sem hnifurinn stendur I kúnni. Hverjir njóta góös af þessari hagræöingu og á hverjum bitnar hún? Ég er sann- fræö um aö verkaskipting á heimilum eöa vöntun á henni er ein aöalástæöan fyrir undirokun kvenna. Hér er ekki aöeins um beina vinnu aö ræöa, heldur jafn- framt ábyrgö og oft á tiöum tfú «..* Helga óiafsdóttir áhyggjur hjá þeim sem vafstra mest viö börn og bú og hafa all- flestar skyldum aö gegna utan heimilis. Flestir geta látiö sér nægja aö lita i eigin barm, hinir geta litiö I kringum sig til aö sjá hver þáttur kvenna er á heimilum almennt. Kvennahreyfing sem kennir sig viö sósialisma og vinn- ur á móti kúgun má ekki missa sjónir af þessari brotalöm sem ennþá viðgengst fullum fetum, heldur þarf hún aö halda uppi stööugri hvatningu ekki einungis til heimilisfeöra heldur allra sem sjálfbjarga eru aö hætta aö láta ganga undir sér, enda þótt sum- um einkanlega körlum auövitaö, sé heldur i nöp við þennan söng. Rauösokkar mega ekki þreytast á aðkrefjast þátttöku feöra viö um- önnun barna sinna. Þessi viöhorf min valda þvl aö éger ekki sátt viö þann málflutn- ing sumra rauðsokka, sem m.a. kemur fram i grein Hildar Jóns- dóttur i Þjóðviljanum 20. okt., aö benda einvöröungu á samfélags lega aöstoö og ábyrgö sem lausn á tvöföldu vinnuálagi fjölmargra kvenna. Krafan til samfélagsins er vissulega réttmæt, en mér finnst uppgjöf eöa kúgun félast I þvi aö bera hana fram eina án þessaö vikja oröi aö sameiginleg- um skyldum sjálfbjarga einstakl- inga sem búa saman. Ég sé ekki ástæöu til aö friöa þá sem iáta ganga undir sér—og þá fyrst og fremst karlmenn. Kvennasamtök I landinu hvöttu Ihaustkonurtilþessaö gefakost á sér i prófkjör og stjórnmála- flokka til þess aö veita þíeim verö- ugan stuöning. Samkvæmt álykt- un á Selfossráðstefnu Rauösokka- hreyfingarinnar 27. - 28. okt. telur hún að „krafan „fleiri konur á þing” sé yfirborösleg og merki ekki aukiö jafnrétti I raun”. Hér finnst mér á skorta aö geröur sé greinarmunur á konum sem skipa sér undir merki borgaralegra flokka, þ.e.a.s. gegn grundvallarjafnrétti i þjóö- félaginu, og hinum sem berjast fyrir sósiaiisma. Ég svara neit- andi þeirri spurningu Vésteins Lúövikssonar hvort það geti veriö „baráttumál sósialista aö koma Framhald á bls. 17 U tank j örf undarkosning Utankjörfundarkosning. Kosningastaður er Miðbæjarskólinn. Opið alla daga Skrifstofa Alþýðubandalagsins, vegna utankjörf undarkosninga, er að Grettisgötu 3, sími 17500. Þar eru veittar upplýsingar uni hvort og hvar menn eru á kjörskrá. Hafið samband við kosningaskrifstof- ur f lokksins og athugið að kærufrestur rennur út 17. nóv. Ennfremur veitir Alþýðubandalagið aðstoð sína við að koma utankjör- fundaratkvæðum til skila. Allir sem f lutt hafa búferlum á árinu 1978 og 1979, þurf a að athuga vel, hvar þeir eru á kjörskrá og kjósa tíman- lega, ef þeir kjósa utankjörf undakosn- ingu. ______ Spurningar fólks Suðurnesjamaður spyr Geir Gunnarsson, efsta mann G-listans í Reykjaneskjördæmi: Telur Alþýðubandalagið stöðuna í dag réttlæta enn einu sinni undanslátt á kröfunni um brottför hersins: ör Aiþýðubandalagsins Alþýðubandalagið og herinn Ekkert réttlæt ir undanslátt Geir Gunnarsson svarar Vandinn viö aö knýja fram á Alþingi brottför hersins hefur ein- faldlega veriö sá, aö meirihluti alþingismanna hefur veriö fylgj- andi hersetu. Jákvæö lausn i þessu máli verö ur ekki kúin fram á Alþingi án þess að baráttan gegn hersetunni hafi boriö þann árangur úti I þjóö- félaginu, aö ný staöa komi upp á Alþingi. Þetta mál leysist ekki, þótt AB takist aö fá aðra flokka til þess aö standa aö samþykkt um brottför hersins jafnvel þótt sú samþykkt væri skýrari og ótviræöari en 1971, ef ekki kemur jafnframt fram svo öflugur þrýstingur utan þings, að samstarfsflokkar AB, sem að slikri samþykkt stæöu, sæju sig tilknúna til aö standa viö hana. Eftir stjórnarmyndunina 1971 og þá samþykkt,sem þá var gerð um brottför hersins, sinntu her- námsandstæðingar utan þings sem innan, ekki þeirri staöreynd aö möguleikar á aö knýja fram endanleg úrslit málsins, efndir á gerðum samningum, ræöst utan þings. Þrýstingurinn frá almenn- ingi slaknaöi. Þaö voru þvert á móti hernámsöflin á Alþingi, i Framsóknarfokknum sem öbrum andstöðuflokkum AB, sem fengu stóraukinn utanaðkomandi stuön- ing með undirskriftasöfnún Var- ins lands. Engin sú staða getur komiö Geir Gunnarsson: öflugur þrýst- ingur utan þings ræöur úrslitum i hermálinu. upp, sem réttlætt gæti undanslátt á kröfu AB um brottför hersins. A hinn bóginn er hiö eina, sem getur dugað til þess aö sú krafa geti náö fram að ganga, aukinn árangur af starfi hernámsandstæðinga utan þings sem innan, þ.e. af baráttu fyrir þvi aö landsmenn geri sér grein fyrir hættunni af herset- unni, niöurlægingunni af dvöl hersins og samábyrgð þjóöarinn- ar með heimsveldisstefnu Banda- rikjanna. önnur spurning Suðurnesjamanns til Geirs Gunnars- sonar er svohljóðandi: Ef herliðið færi, hefur Alþýðu- bandalagið þá gert áætlun um uppbyggingu atvinnulíf s á þeim stöðum, sem háðir eru atvinnu við herstöðina? Svar: Frumkvæði Alþýðubandalagsins Suðurnesjaáætlun er 1 undirbúningi Flutti tillögu um að Suðunes nytu jafnréttis í lánamálum Þingmenn AB, Gils Guömunds- son og Geir Gunnarsson fluttu á Alþingi tillögu til þingsályktunar um Suðurnesja-áætlun, þar sem m.a. segir: „Alþingi ályktar að fela Framkvæmdastofnun rikisins: I. Aö láta undirbúa og gera framkvæmda- og fjármögnunar- áætlun um alhliöa atvinnu- uppbyggingu á Suöurnesjum. Veröi áætlunargerðinni flýtt eftir föngum og áfangaskýrslur gefnar út strax og viö veröur komiö. Viö áætlunargerö þessa um uppbyggingu atvinnulifs á Suöurnesjum skal leitast viö aö ná eftirtöldum markmiöum: d) Aö gera tiiiögur um ýmsan iönaö annan en fiskiönaö, svo og atvinnurekstur af ööru tagi, meö þaö I huga aö auka fjölbreytni at- vinnulifs á Suöurnesjum. Skal sérstaklega haft i huga viö slika tillögugerö, aö hægt veröi aö tryggja þvi fólki, sem vinnur á Keflavikurflugvelli eöa viö önnur störf tengd dvöl erlends herliös, atvinnu viö innlendan og þjóöhagsiega aröbæran atvinnu- rekstur.” I greinargerð með tillögunni sagöi m.a.: „Viö áætlunargerö þá, sem til- laga þessi gerir ráð fyrir, ber aö stefna aö þvi, aö hægt veröi aö tvyggja öllu verkfæru fólki á Suðurnesjum örugga vinnu viö islenskan atvinnurekstur af ýmsu tagi. Eins og kunnugt er, vinnur nú alimikill fjöldi fóiks á vegum Bandarikjahers á Keflavikur- flugvelli eöa i tengsium viö dvöl herliösins. Telja flm. þessarar til- Iögu einsætt aö miöa áætlunar- gerðina við þaö, að þvi annarlega ástandi Ijúki sem fyrst og fjölþættur innlendur atvinnu- rekstur i byggðum Suöurnesja komi þar I staöinn.” Þingsályktunartiilaga þessi var Framhald á bls. 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.