Þjóðviljinn - 17.11.1979, Page 13
*
Laugardagur 17. nóvember 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
Lög Sigfúsar á
ljódatónleikum
Sigfús við pianóifi
Tónlistarfélagiö heldur i dag
ljófiatónleika meft sönglögum
Sigfúsar Halldórssonar og koma
þar fram einsöngvararnir Ing-
veldur Hjaltested, Guömundur
Guöjónsson, Sigurveig Hjalte-
sted, Kristinn Bergþórsson,
Snæbjörg Snæbjarnardóttir,
Garöar Cortes, Ólöf K. Haröar-
dóttir, Kristinn Hallsson og Anna
Júliana Sveinsdóttir. Undir-
leik annast Kristina Cortes,
Magnús Ingimarsson, Lára
Rafnsdóttir og Sigfús sjálfur. Þá
veröur einnig fluttur strengja-
kvartett.
t efnisskrá segir Jón
Asgeirsson tónskáld m.a.:
„Hver hefur ekki fundiö hjá sér
þörf aö taka undir meö Sigfúsi
Halldórssyni og syngja meö
honum söngva hans og fundiö þar
fagurt samspil tilfinninga og tón-
unar þeirra.
Sigfús syngur okkur söngva
sina og viö stöldrum viö, hlýöum
á um stund og tökum siöan undir
fullum hálsi, þvi söngvar hans
eru slegnir þeim galdri, er ekki
veröur skilgreindur, aöeins
lifaöur, galdri, er aöeins góö tón-
skáld hafa á valdi sínu.”
Tónleikarnir I dag eru
áskriftartónleikar Tónlistar-
félagsins, en veröa endurteknir
nk. laugardag, 24. nóv. fyrir
almenning.
-vh.
Þjóðdansafélagid
sýnir á Akureyri
Þjófidansafélag Reykjavlkur er
nú á ferð um landifi mefi eina af
sinum stærstu sýningum, og sýnir
I Samkomuhúsinu á Akureyri I
kvöld kl. 20.30. Dansflokkurinn er
skipafiur 24 dönsurum.
Efnisskrá sýningarinnar skipt-
ist i 3 hluta: söngdansa, kaup-
staöarball og gömlu dansana.
Stjórnandi er Kolfinna Sigurvins-
dóttir.
Þetta er fyrsta opinbera dans-
sýning Þjóödansafélags Reykja-
vikurá Akureyri, en félagiö hefur
hlotiö mikiö lof fyrir sýningar
vlöa um heim.
Aðgöngumiöasala hefst f Sam-
komuhúsinu kl. 5 I dag.
Kaupstaðarball Þjófidansafélags
Reykjavikur.
SUMARIÐ 79
Guðbjartur Gunnarsson opnar
I dag sýninguna „Sumarifi ’79” I
FIM-salnum, Laugarnesvegi 112,
og sýnir þar 40 myndir, máiafiar
mefi akryl á striga.
Guöbjartur er fæddur á
Súgandafiröi 1928, bróöir þeirra
Benedikts og Veturliöa, sem eru
löngu þekktir listmálarar. Hann
stundaöi myndlistarnám á yngri
árum og lauk B.S. prófi sem
myndlistarkennari i Bandarikj-
unum áriö 1953, og M.S. prófi frá
Indianaháskóla haustiö 1969, meö
kennslutækni sem aöalgrein.
Guöbjartur hefur starfaö viö
sjónvarpiö af og til frá byrjun, en
haustið 1976 kom hann heim frá
Kanada, þar sem hann starfaöi
aömyndhönnun viö háskóla i tæp
4 ár, og tók viö forstööu Náms-
gagnamiöstöövar Fræösluskrif-
stofu Reykjavikur. Guöbjartur
hefur sinnt áhugamálum si'num,
ljósmyndun og málun, eftir því
sem timi hefur leyft. Hann hefur
sent frá sér nokkuö á annaö
hundrað mynda af ýmsu tagi, og
átti m .a. nokkrar myndir á sam-
sýningu FIM i september s.l.
Sýningin „Sumariö '79” veröur
opin til 25. nóv.
Nýlist á Kjar
yaldsstödum
Listamennirnir stilla sér upp fyrir framan myndir Ólafs Lárussonar.
Talifi f.v.: Þór, Ólafur, Kees og Magnús. A myndina vantar Kristin
Harfiarson. Ljósm. -eik-.
Fimm nýlistamenn opnufiu
sýningu afi Kjarvalsstöðum i
gærkvöldi: Magnús Pálsson,
Ólafur Lárusson, Kees Visser,
Þór Vigfússon og Kristinn
Harfiarson.
Aö sögn ólafs Lárussonar eru
þeir fimmenningarnir mjög ólikir
og vinna á mismunandi hátt.
„Þaö eina sem tengir okkur er aö
viö vinnum allir aö myndlist. Viö
eigum engin sérstök stilbrögö
sameiginleg” — sagöi hann.
Magnús Pálsson sýnir þarna
þrividdarstærðfræði á hvitum
leirtöflum. Þór Vigfússon sýnir
Fyrstu tónleikar Kammer-
sveitar Reykjavfkur á nýbyrjuöu
starfsári veröa á morgun, sunnu-
dag kl. 17 á Kjarvalsstööum.
Kammersveitin var stofnufi árifi
1974 og hefur haldifi ferna tón-
leika á hverjum vetri sifian.
Markmifi sveitarinnar er afi
halda uppi reglulegu tónleika-
haidi á kammermúslk frá öllum
timaskeiðum og flytja verk sem
sjaldanefia aldrei hafa heyrst hér
á tónleikum áður.
A fyrstu tónleikunum gefst
Reykjvikingum kostur á aö hlýöa
áungan pfanóleikara, sem aldrei
hefur leikiö opinberlega hér I
borginni, önnu Málfriöi Siguröar-
litrik málverk og kassa. Kristinn
Haröarson sýnir teikningar og
Kees Visser verk sem hann kallar
„fléttuverk”. ólafur Lárusson
sýnir nokkrar myndasamstæöur
sem hann segir vera
„skýrslugerb um kvikmynd” og
einnig á hann þarna spegla og
myndir af þvl sem sást I
speglinum rétt áöur en þeir voru
brotnir.
Sýningin er opin kl. 2-10 um
helgar, en 4-10 virka daga, til 25.
nóv. Á sýningunni verða seld
fimm plaköt I möppu, eitt eftir
hvern listamann.
dóttur frá Isafiröi. Hún nam
pianóleik hjá Ragnari H. Ragnar
á Isafiröi og siöar viö Guildhall
School of Music and Drama i
London. Hún kennir nú viö Tón-
listarskóla Kópavogs.
A dagskrá eru tvö verk, sem
Anna Málfriður leikur meö
Kammersveitinni: Septet eftir
Hummel og Pianókvintett eftir
Sjostakovits. Auk þess veröur
leikinn Sextett eftir Janacék.
Fólki gefst kostur á aö kaupa á-
skriftarkort aö öllum tónleikum
Kammersveitarinnar i vetur, og
veröa þau seld viö innganginn að
tónleikunum á morgun. Einnig er
hægt aö kaupa miöa á hverja tón-
leika fyrir sig.
Þú
hýri
Hafnar-
fjöröur
Nú um helgina veröur sýnd ný,
islensk kvikmynd i Bæjarbiói i
Hafnarfirfii. Myndin heitir „Þú
hýri Hafnarfjöröur” og segir frá
hátiöahöldum i Hafnarfiröi þjófi-
hátifiaráriö 1974.
Bæjarstjórn Hafnarfjaröar lét
gera þessa kvikmynd, og fékk til
verksins fyrirtækiö Kvik s.f.
Umsjón meö töku myndarinnar
haföi Páll Steingrimsson. Kvik-
myndun önnuöust Ásgeir Long,
Ernst Kettler og Páll Steingrims-
son. Texta myndarinnar samdi
Ásgeir Guömundsson og þulur er
Sigurgeir Guömundsson. Myndin
er i litum, tekin á 16mm filmu, og
sýningartlmi er um 45 mínútur.
Myndin veröur sýnd þrisvar
íinnum i dag kl. 13.30, 14.30 og
15.30. Hun verður sýnd aftur
næsta laugardag, á sömu tlmum.
Áögangur er ókeipis og öllum
neimiu. Utbúnir hafa veriö sér-
stakir aögöngumiöar, og eru þeir
afhentir I anddyri Bæjarblós i dag
frá kl. 12.30. Einnig er hægt aö
panta miöa I sima 50184. Miba-
pantana skal vitja ekkislöar en 15
min. fyrir sýningu.
Iþröttir
Handknattl.eikur:
Laugard:
FH-HK, 1. d. ka„ Hafnarf. kl.
14.00
Fram-Valur, l.d.ka., Höllin kl.
14.00
KR-Þór, l.d. kv„ Höllin kl. 15.15
Valur-FH, l.d.kv., Höllinkl. 16.20
Sunnudagur:
Vikingur-Haukar, l.d.ka., Höllin
kl. 19.00
Fram-Vikingur, l.d.kv.,Höllin kl.
20.15
Körfuknattleikur:
Laugardagur:
UMFN-Valur, úd. Njarövik kl.
14.30
Fram-IS úd, Hagaskóla kl. 14.00
Sunnudagur:
IR-KR, l.d.kv., Hagaskóla kl. 15
IR-KR, úd„ Hagaskóla kl. 13.30
Blak:
Laugardagur
UMFL-IS, l.d.ka., Laugarvatni
kl. 15.00
IMA-Þróttur, l.d.kv., Akureyri
kl. 15.00
UMSE-Þróttur, l.d.ka., Akureyri
kl. 16.15
Sunnudagur:
IS-Vikingur, l.d.ka., Hagaskóli
kl. 19.00
IS-VIkingur, l.d.kv., Hagaskóli
kl. 20.15.
Elfar Þórö-
arson í
r
Asmundar-
sal
I dag opnar Eifar Þóröarson
málverkasýningu i Asmundarsal
viö Freyjugötu. Þetta er fimmta
einkasýning Elfars, en sú fyrsta
sem hann heldur I Reykjavik. Aö-
ur hefur hann sýnt I Hverageröi,
Selfossi og StokkseyrL
A sýningunni veröa 35 oliu-
myndir, sem allar eru málaðar á
siöustu 3 árum. Sýningin er opin
alla daga frá kl. 14 til 22, nema
mánudaga og fimmtudaga frá kl.
20 til 22. Henni lýkur 25. nóv.
Kammersveit Reykjavikur.
Kammersveitin á
Kjarvalsstödum