Þjóðviljinn - 02.12.1979, Síða 23

Þjóðviljinn - 02.12.1979, Síða 23
Sunnudagur 2. desember 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Margaretha Krook og Gösta Ekman I Ævintýri Picassos. Laugarásbíó: Ævintýri Picassos Ævintýri Picassos ber undirtitilinn „Þúsund ást- rikar lygasögur eftir Hans Alfredson og Tage Danielsson”. Þeir sem sáu Eplastriöiö i Háskóla- biói á sinum tima vita mætavel aö Hasse og Tage eru skemmtilegir, og Ævintýri Picassos styrkir þá skoöun hundraöfalt. Hér er i stuttu máli sagt um af- bragös gamanmynd að ræöa, svo góða aö enginn má láta hana framhjá sér fara. Ævi og listaferill Picassos er aðalviöfangsefni myndarinnar, meöhöndlaö á frjálslegan hátt. Ótal frægar persónur aðrar koma viö sögu: Gertrude Stein, Hemingway, Guillaume Apollinaire, toll- þjónninn og listmálarinn Rousseau, Churchill og Hitler, svo nokkrir séu nefndir. Heimssögulegir og listasögulegir atburöir eru afgreiddir á sérstæðan máta, og má t.d. minna á atriði þar sem Hitler og Churchill standa hlið viö hliö og mála myndir (þeir voru báöir málarar, þið vitiö!) og þeir fara i hár saman: Hitler málar hakakross á mynd Churchills og Winston gamli stingur vindlinum sinum gegnum mynd Hitlers. Annars er ómögulegt að segja frá þessari mynd, hún veröur aö upplifast. Sú upplifun margborgar sig. Nýja bíó: Magic Bandarisk 1977 Leikstjóri: Richard Attenborough Þaö er leikarinn gamli Richard Attenborough, sem hefur vakið gamla mynd frá byrjun sjötta ára- tugsins til lifs á ný. Gamla myndin er bresk og þaö er Attenborough lika, en hann snýr sér nú æ meira aö leikstjórastarfinu. Mynd þessi fjallar um búktalarann Corky, sem Anthony Hopkins leikur. Islenskir sjónvarpsáhorfendur muna kannski eftir honum úr þáttunum um ránið á syni Lindbergs flug- kappa, en Hopkins lék einmitt þýska innflytjend- ann, sem sakaöur var um barnsrániö. Magic lýsir lifi búktalara sem lifir á mörkum veruleiks og draums, lýsing á stigvaxandi geðveiki, sem spunnin er kringum ástarsögu. 1 fáum oröum: Þetta er vönduö og góö hrollvekja. Stjörnubíó: Oliver Bresk 1969 Leikstjóri: Carol Reed Þessi mynd er nú nokkuð komin til ára sinna en engu að siöur gjaldgeng fyrir þá sem hafa gaman af ....................................... aö sjá söngleikjamyndir. Þaö er hin alkunna saga Dickens sem liggur til grundvallar myndinni og reyndar ekki i fyrsta sinn sem Oliver Twist er kvik- myndaöur. Hver man ekki eftir hinni frægu túlkun Alec Guinness á Fagin i mynd David Lean frá árinu 1948? Annars hefur Oliver veriö festur á ræmu allt frá dögum þöglu myndanna. En þessi hefur sem sagt hreppt sex Oskarsverö- laun og það segir kannski alla söguna um söng- leikjamyndina. Háskólabíó (mánudagsmynd): Óvenjulegt ástarsamband Lcikstjóri: Claude Berri — Frönsk. Mánudagsmynd Háskólabiós er franska kvikmyndin óvenjulegt ástasamband eftir Claude Berri. Berri er m.a. þekktur fyrir myndina Gamli maðurinn og barnið sem hann geröi áriö 1966. Myndin segir frá tveimur rosknum herramönnum Jacques (leikinnaf VictorLanoux) og Pierre (Jean- pierreMarielle).Þeirfaraásamt dætrum sinum, 16 til 17 ára,i sumarleyfi til St. Tropez. Pierre er skil- inn viö konu slna og hefur takmarkaöan skilning á málefnun dóttur sinnar Martine (Christine Dejoux). Kona Jacques eyöir sumarleyfinu á öðrum staö til aö komast að niöurstööu um sambúð þeirra i næði. 1 upphafi virðist frliö ætla að verða tilbreytingalitiö aö heföbundnum hætti, en Francoise (Agnes Sor- al) dóttir Jacques breytir þvi útliti öllum að óvör- um. Hún verður ástfangin af Pierre og veldur hon- um miklu sálarstriöi þvi aö aldursmun þeirra slepptum telur hann sig vera aö gera vini sinum Jacques slæman grikk með þvi aö halda viö dóttur hans. Jafnframt fer hann að sýna dóttur sinni auk- inn skilning, henni til nokkurrar undrunar. Berri lýsir ekki þessum afbrigöilega ástarþrlhyrningi á melódramatiskan hátt. Hann beinir háði sínu og gamansemi aö tvöföldu siðgæöi kynslóöar Pierre sem þykist veita Jacques hjálp viö leitina aö ill- menni þvi sem hann telur að afvegaleiði dóttur slna. Tónabíó: Audrey Rose Bandarisk 1978 Leikstjóri Robert Wise Enn ein afurö djöflamyndanna. 1 þetta skipti er um aö ræöa unga stúlku sem látin er og tekur sér bólfestu I líkama annarrar telpu.Upphefst nú æöis- genginn bardagi um holdiö sem fram kemur I áköfum geðklofafyrirbærum. Þetta ætti að vera kvikmynd fyrir islenska biógesti, þvi ein helsta skemmtun þjóöarinnar eru andafundir, andaglas, miðilslækningar og furðuleg fyrirbæri. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ résa Á tímum leiftursóknar Eru nú brynjur aftur að komast i tlsku? Fyrirsögn i Timanum Krataævi „Bjarni gamli miklast út af þessum raunum, þótt hann hafi sjálfur viöa komiö viö. Hann var unglingur i Heimdalli. Þá geröist hann kommi og fór síðan i Sam- tökin. Þá stofnaði hann heilan flokk og gerðist formaöur I hon- um, en nú höktir hann á hækjum i krataflokknum.” Framboösfundur á Reyöarfiröi Morgunblaöiö Bein lína til þjóðarinnar Viö unum þvi ekki, aö Jóni G. Sólnes sé hafnaö á svo lágkúru- legan hátt. Vinnum hvert og eitt okkar af dugnaði aö endurkjöri hans til Alþingis Islendinga og mótmælum með þvi kröftuglega öllu flokksræði og vinnubrögðum sem hvorki eru lýöræðisleg né heldur drengileg. Morgunblaöiö Eiga þau ekki saman? ,,Ég er steingeit en Styrmir er hrútur. Þú getur rétt imyndaö þér hvernig mér líöur,” sagöi Matthi- as Johannessen ritstjóri Morgun- blaösins. Helgarpósturinn Frétt í flöskupósti? I maí, sl. hlaut Baldur Ragnarsson fyrstu verölaun i ljóðasamkeppninni Poesia „Europa” fyrir ljóö á esperanto. Morgunblaöiö, 20. nóvember. Svona, svona! Guörún getur allt Fyrirsögn leikgagnrýnanda Dagblaösins Frambjóðendur? Þjófar viða I heimsókn um helgina Fyrirsögn i Dagblaöinu Leiðinleg æska „Þaö er ekkert dauöara en sósialismi” Jónas Haralz bankastjóri iVIsi HAPPDRÆTTI Þjóðviljans 1979 Gerið skil strax til næsta umboðsmanns, skrifstofu Alþýðubandalagsins Grettis- götu 3 eða á afgreiðslu Þjóðviljans Siðu- múla 6. visna- mál Umsjón: Adolf J. Petersen Naga sig í nauðum má Jólafasta! Með jólasvein- um, kosningabrellum, auglýs- ingaskrumi, trúlofunum, leift- ursókn gegn lifskjörum, uppá- komum, uppáferöum, kosn- ingaloforöum og svikum, stjórnmálavændi samanboriö við forslöumynd I Þjóöviljan- um sunnudaginn 25. nóv., hrakföllum og hórdómi mikl- um, heldur jólafastan sinu striki og nemur ekki staðar þótt enginn fasti nema þá I kynllfi eins og rauðsokkur sem ku neita sér um þann unaö af imynduöu hatri á karlmönn- um. A jólaföstum hefur veriö venjan aö ljúga aö börnum, þá öllu meiru en á öörum árstlm- um, en á þessari jólaföstu munu menn ljúgu miklu hver á annan bæði fyrir og eftir kosningar. Þvi ættu menn aö geta dregið svolltiö úr lýginni aö börnunum og kvatt barna- áriö meö þvl aö sýna börnun- um þann sóma svona I árslok- in, eða gert eins og séra Páll Jónsson skáldi kvaö á sinum tima: Best er aö tala greitt um gjöld og góöra kosta borgun. Ég ætla aö brúka kjaft I kvöld, kurteisina á morgun. Eflaust stela alþingiskosn- ingarnar hinni hefðbundnu jóla- „senu”, og fram- bjóðendur gera sig góða eins þótt þeir falli og komist ekki á þing, en þeir munu allmargir veröa ef trúa má þvi sem haft er eftir Albert Guð- mundssyni, aö hann hafi sagt við Oddu Báru Sigfúsdóttur aö þau væru I baráttusætunum hvort á si'num lista, hann i öðrusæti, en húní þvi sjöunda. Magnús Jónsson frá Baröi segir I bréfi til Visnamála, að hann hafi haftgamanaf þessu og lika þvi aö Albert væri ekkert hrifinn af Friöriki Sophussyni á framboöslistan- um; hann telji hann veikja flokkinn. Um þetta segir Magnús svo: Friöriks riölast fylgi liö flokksins lamast þróttur. Albert deilir afli viö öddu Sigfúsdóttur. Um flöktandi ráöleysi rikis- stjórnarinnar kvaö Magnús: Llkt og flögri maöka-mý um mykjuskánar kiinu, rikisstjórnin ráfar i ráöaleysi sinu. Þegar brenna borgar hliö brýnu skiptir máli, fast menn spyrni fótum viö framtaks hertir stáii. Senn mun aftur bæjar byggö brosa Eyjamönnum. Samstillt þjóö af dáö ogdyggö dýrum sinna önnum. Svo var vatni dælt á eimyrj- una: Heilann brjóta um tvisýnt tafl tæknimennt og vitiö. Hraustra drengja andans afi eldskirn fær viö stritiö. Þannig kvaö Magnús Jóns- son frá Baröi, en meö bréfinu frá honum, sem þetta var i, var einnig botn viö vlsuhelm- inginn sem birtist hér fyrir nokkru og óskaö var viöbótar við. Dúkkustjórnin dáöasmá, daprast Bensa tökin. Magnús bætir viö: Naga sig i nauöum má nú i handabökin. Þeir botnar sem borist hafa við þennan fyrripart hafa ver- ið birtir I Visnamálum, en i Þjóðviljanum þann 27. nóvem- ber er brugöiö út af þessu. Þar er vlsuhelmingurinn birtur og þá sem heild af vísu eftir ann- an mann án nokkurra athuga- semda. Lesendur gera þá ráð fyrir aö sá maöur hafi gert alla visuna, sem er ekki rétt. Blaðamaðurinn sem þessu réöi fær þvi eftirfarandi kveöju: Engum finnist aö skini skart á skáldsins Ijóöa kynni, ef þaö fær sér fyrripart meö fingraiipurö sinni. Ritari Visnamála er höfund- ur að visuhelmingnum sem hér um ræðir og öll er visan eftir hann þannig: Dúkkustjórnin dáöasmá, daprast Bensa tökin, reynist aum og ráöafá, römm eru ihaldstökin. A. A framboðsfundi á Hvammstanga flutti Páll Pét- ursson visu um aö Alþýöu- bandalagiö hefði étiö sölu- skattinn. Ragnar Arnalds varö hróöugur af þvi. Eftir aö hafa hlustaðá þetta varöþessi visa til: Undanfarið segist Magnús hafa staöiö i einskonar slátur- störfum, en ætli þó aö setja á nokkrar skjátur. Máliö sé þannigað hann hafi átt nokkur umslög meö mörgum miöum hvert, sem voru áritaðir með vlsum, sem hann hafi gert á hlaupum, um veröldina, en obbinn af þvi sé ekki á vetur setjandi og þvi komiö fyrir kattarnef. Þó séu nokkrar, sem hann ætli að halda liftór- unni i, aö minnsta kosti þenn- an vetur. Úr einu umslaginu komu vlsur, sem hann geröi um eldgosiö i Vestmannaeyj- um og sendi þær nú til Visna- mála þótt seint sé, og hugöist láta ráöast hvort þær fengju þar inni. Sjaldan eru góðar vlsur of seint né of oft kveön- ar. Þvi koma visur Magnúsar hér: Eyjamönnum Otursgjöld innum af þörfum brýnun, þá æöri máttar- veifa völd veldissprota sinum. Þótt nú Eyja-brenni bær á blómaskeiöi lifsins, samhjálp aiira sigraö fær svartagaldur kifsins. Þvi, sem Palli gráöugt gat ei gleypt af söiuskatti, breytti Ragnar bara I mat og brosti að lýösins smjatti. A. A sama fundi lét Páll aö þvl liggja að Alþýöubandalagiö vildi lika éta Framsóknar- flokkinn. Um þaö má segja: Nú er Framsókn meira en mát, minni en fyrra slagiö, þvi aö fiokkinn ailan át Aiþýöubandalagiö. Svo er þaö visan um hann Villa: Hann er eins og alþjóö veit afmán guös og vina, eitt af þvi sem ættin skeit inn i veröldina. Þegar Visnamál koma nU Ut fyrir augu lesenda sinna eru alþingiskosningarnar aö hefj- ast og taugaspennan llka, þvi aö einn mun standa, annar risa og sá þriöji falla. Sjáumst eftir kosningar. Bless á meöan.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.