Þjóðviljinn - 12.12.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.12.1979, Blaðsíða 1
Frá kjaramálaráðstefnu ASI; Krafa um félagslegar úrbætur 1 22 liðum Meðal þess sem lagt var fyrir kjaramálaráðstefnu ASl um slð- ustu helgi voru drög að kröfugerð um félagslegar úrbætur i 22 lið- um. Ásmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri ASt sagði I samtali við Þjóðviljann i gær að ýmsar af þessum kröfum hefðu komið fram áður en aðrar væru nýjar af nál- inni. Meðal þess sem hefur verið til umræðu áður eru t.d. kröfur um húsnæðismál, lifeyrissjóðsmál, atvinnuleysistryggingar, skatta- mál, dagvistunarmál, aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, af- nám eftirvinnu o.fl. 1 þessum drögum að kröfugerð er m.a. lagt til að tryggt verði 3 mánaða fæðingarorlof og réttur foreldra til að vera frá vinnu i veikindatilfellum barna. Þá er lagt til að orlof lengist meðaldri, fyrst við 35 ára aidur og siðan við 50 ára aldur. Lagt er til að sjómenn hafi möguleika áaðfáellilifeyriþegar við 60 ára aldur, leiörétt verði lögskráningarlög sjómanna, tryggður réttur þeirra til launa i veikinda- og slysatilfellum og til fridaga á hátiðum svo að eitthvað sé nefnt. Þá eru settar fram kröfur um hækkun almannatryggingabóta ogað tannlækningar verði teknar inn i almannatryggingakerfiö. t skattamálum er m.a. farið fram á samtimasköttun, hækkun persónufrádráttar, barnauppbóta og að húsaleiga komi til frádrátt- ar. Einnig um hert skattaeftirlit. Asmundur sagði að kröfugerðin yrði væntaniega endanlega mótuð og samþykkt er kjaramálaráð- stefnan hefst á nýjan leik eftir áramót. — GFr 1 gær var veriö aö reisa á Austurvelli jólatréö sem Oslóborgar- búar gefa Reykvlkingum aö venju sinni. Kveikt veröur á því á laugardag kl. 15.30 viö hátiölega athöfn (ljósm eik). Miðvikudagur 12. desember 1979 —272. tbl. 44. árg. 11% meöaltalshœkkun i smásölu: Búvöruverðið hækkað í gær Ríkisstjórnin samþykkti í gær að verð á land- búnaðarvörum hækki sem svarar 11.07% hækkun á verði til bænda vegna hækkunar launa og rekstrarkostnaðar búanna en synjaði hins vegar um frekari hækkun sem beðið var um vegna aukins kostnaðar við vinnslu og dreifingu landbúnaðar- vara. Hækkunin i smásölu er því nokkru minni en búist hafði verið við eða á bilinu 7.7-11% nema smjör sem hækkar um 14.5%. Niðurgreiðsl ur eru óbreyttar í krónutölu. Stjórn Mjólkursamsölunn- ar sendi í gær f rá sér harð- orð mótmæli vegna þess- arar ákvörðunar. Bragi Sigurjónsson, land- búnaðarráðherra, sagði I samtali við Þjóðviljann I gær, að þær hækkanir sem rlkisstjórnin synj- aði hefðu verið vegna 7.9% hækkunar á vinnslu- og heildsölu- kostnaði mjdlkur og mjólkurvöru, 15% hækkun á umbúðum utan um mjólkurvörur, 10,6% hækkunar á pökkunargjaldi kartaflna og 9,5% hækkunar á smásöluálagningu landbúnaðarvöru. Gunnar Guöbjartsson formaður sex-manna nefndar bænda sagði að þessi ákvörðun rikisstjórnar- innar þýddi aö hver mjólkurlftri hækkar um 27 krónur eða um 10,6% en farið var fram á 14.5% hækkun. Rjómi hækkar um 9.1%, smjör hækkar mest eða um 14.5% og ostur hækkar um 7.7-7.9%. Kindakjöt hækkar um 11% að meðaltali eða um 200 krónur hvert kíló, en farið var fram á 11% hækkun. Nautakjöt hækkar um 10% eða um 185 kr. hvert kiló og kartöflúr um 10.9%. Gunnar Guðbjartsson sagði að þessi ákvörðun ylli þvi óhjákvæmilega að mjólkurbúin gætu ekki greitt bændum fullt verð fyrir vöruna, þar sem þau yrðu að greiða þær launa- og kostnaðarhækkanir sem þegar væru komnar fram án þess að fá nauðsynlegar verðhækkanir sjálf. „Þessi ákvörðun mun þvi koma niður á bændum”, sagði Gunnar ,,og kjöthækkunin snertir ekki bændur eingöngu heldur lfka smásöluverslunina. ” Stjórn Mjólkursamsölunnar mótmælti i gær harðlega þeirri ákvörðun rikisstjórnarinnar að neita að taka til greina hækkaðan kostnað vegna launabreytinga Framhald á 13. siðu. Jólasnjór á Þórshöfn Engin vinna í frysti- húsinu „Þaö er nógur tíminn til aö undirbúa jólin hér þegar engin vinna er”, sagöi Eysteinn Sigurösson, formaöur Verkalýös- félags Þórshafnar i gær, en um siöustu mánaöamót voru þar 36 á atvinnuleysisskrá, 26 konur og 10 karlar. Enginn fiskur hefur verið hjá bátunum og á Þórshöfn er enginn togari, svo alvarlegur hráefnis- skortur og tilheyrandi atvinnu- leysirikir nú á staðnum. Eysteinn sagöist ekki vita til þess að neitt hefði verið gert i þvi að fá togara til þess að landa i bráð og er þvi viðbúið að þetta ástand vari áfram. Hannsagöi hins vegar að Þórshafnarbúar væru að komast I jólaskap, — jólasnjórinn er kom- inn þar nyrðra og nógur ti'mi til undirbúnings þegar engin vinna er. Það er þó hætt við að atvinnu- leysiö hafi sin áhrif á jólahaldið. Heildaraflinn er nú í 1,6 miljónum smálesta Nóvemberaflinn minnkar um helming Heilda raflinn fyrstu ellefu mánuöi ársins er nú tæplega 1,6 miljónir lesta og er þaö rúmlega hundraö þúsund lestum meira en á sama tima I fyrra. Botnfiskafli er kominn upp i tæpar 540 þúsund lestir og er það um 90 þúsund smálestum meira en f fyrra. Loðnuaflinn er nU tal- inn i 963 þúsundum lesta en var 908 þúsundir lesta á sama tíma i fyrra. Afli i nóvember nam alls rUm- lega 61 þUs. lestum og er það nær helmingi minna en nóvember i fyrra gaf af sér, en þá veiddust 117 þUs. lestir. Mestu munar þar um loðnuveiðibannið— nóvember skilaði aðeinsröskum 10 þUs. lest- um af loðnu en hátt i 70 þús. i fyrra. Botnfiskafli var nú um nlu þúsundum lestum yfir það sem veiddist i nóvember i fyrra. Kratar Halda opnu bæði til hægri og vinstri „Þingflokkur Alþýöu- flokksins hefur enn ekki tek- iö neina ákvöröun um af- stöðu til forseta- og nefndar- kjörs á alþingi,” sagöi Sig- hvatur Björgvinsson form. þingflokksins I viötali viö Þjóðviljann að afloknum fundi hans I gær. Aður hafði Alþýðuflokkur- inn gert það tilboð til hinna þingflokkanna, að kjör færi eftir þingstyrk, hvers flokks sem hefði þýtt, að forseti Sameinaðs þings yrði frá Sjálfstæðisflokk, forseti neðri deildar frá Framsókn og forseti efri deildar frá Alþýðubandalaginu. Fram- sóknarflokkur og Alþýðu- bandalag hafa siðan boðið Alþýðuflokknum samstarf um forseta- og nefndakjör, en það mun ríkjandi sjónar- mið I þingflokki krata, að mynda hvorki blokkir til hægri né vinstri meðan ekki liggur neitt fyrir um hugsan- lega stjórnarmyndun, einsog heimildarmaður blaðsins orðaði það. —vh UOWIUINN r~~—. .... 1 1 Rafvæðing Eftir kosningar Bðkaflðð Nýir höfundar Vígbúnaöur 1 í gær voru undirritaðir samn- ingar um næstu framkvæmdir vegna Hrauneyjarfossvirkjun- ar. Islenskir verktakar hafa með þeim tryggt sér verkefni fyrir um tíu miljarði króna á nú- verandi verðlagi og á að ljúka þeim á næstu tveim árum. Ef menn vilja hafa uppi stað- hæfingar um hægri þróun Alþýðubandalagsins veröa þeir að vera við þvi búnir að nefna dæmi úr sögulegu og pólitísku samhengi máli slnu til stuðnings. A þá leið mælist Gisla Gunnarssyni i dagskrár- grein. Sem fyrr eru endurminningar mjög gildur þáttur af íslenskri bókaútgáfu. 1 dag er fjallað um úrval eða sýnisbók Islenskra endurminninga sem Gils Guðmundsson hefur tekið sam- an og um sjálfsæfisögu þekkts st jórnmálaskörungs, Stein- grims Steinþórssonar. Við höldum áfram að kynna nýja höfunda: Ólafur Ormsson segir I viðtali dagsins frá skáld- sögu sem hann hefur gert um tvo bræður, og fær annar þeirra ungur trú á Stalinen hinn á Hitl- er. Sagan heitir Stútungspungar og er í gamansömum tón. • Formaður hollenska Verka- mannaflokksins, sóslaldemó- kratinn Joop den Uyl, harmar dræmar undirtektir skoöana- bræðra sinna á Norðurlöndum. Hollenskir kratar höfðu búist við stuðningi við andstöðu sina gegn hinum nýja kjarna- sprengjuvigbúnaði NATO. Sjá baksiðu Sjá opnu Sjá opnu Sjá opnu Sjá 5. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.