Þjóðviljinn - 12.12.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.12.1979, Blaðsíða 11
Miövikudagur 12. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir {£ / Umsjón: Ingólfur Hannesson iþróttir r „Þaö má segja, aö viö eig- um viö ýmsa erfiöleika aö etja i starfsemi okkar, en vist er aö umfangiö hefur aukist mjög á undanförnum árum og verkefnin framundan eru nán- ast óþrjótandi,” sagöi Gunnar Jóhannsson, formaöur Borö- tennissambands tslands á blaöamannafundi sem sam- bandið boöaöi til fyrir skömmu til þess aö kynna starfsemi sina og þau verkefni sem framundan eru. „I sambandi viö útbreiöslu iþróttarinnar er hægt aö full- yröa, aö starfsemi Æskulýös- ráös i framhaldsskólum borg- arinnar stendur okkur nokkuð oft fyrir þrifum, þvi þeir geta borgað sinum borðtenniskenn- urum mun betri laun en við munum- nokkurn timann geta gert. Þá er einnig einkennilegt Tómas Guöjónsson, KR var fremstur islenskra borö- tennismanna I fyrravetur. Þróttmikið starf borðterniismaiina hve fáir krakkanna sem iðka borðtennis i skólunum skila sér i æfingar hjá félögunum,” sagði Gunnar Jónasson, gjald- keri BTl á fundinum. BTI hélt aðalfund sinn i nóv- ember og var þar ákveðið að taka upp punktakerfi, hvar keppendum er skipt i gæða- flokka og verða menn að ná ákveðnum fjölda punkta til þess að flytjast upp um flokk. Þá var einnig kynnt hugmynd um að leika flokkakeppni karla i deildum, þ.e. 1. og 2. deild og var þeirri hugmynd mjög vel tekið. Áætlað er að það fyrirkomulag verði notað strax næsta haust. Borðtennissambandið mun á næsta ári halda A-námskeið- ið fyrir leiðbeinendur og þjálf- ara sina og hafa þeir i þvi skyni gefið út bækling. Jóhannes Sæmundsson, fræðslufulltrúi ISI sá um sam- antekt þess efnis. Landsliðið fær mörg verk- efni að glima við i vetur. Landsleikir verða við Færey- inga i janúar og 5 keppendur verða sendir á Evrópukeppni landsliða, 3. deild á Guernsey i byrjun febrúar. Að þvi móti loknu munu keppendurnir halda til Wales og keppa þar á opnu móti i Cardiff. Karlaliðið fer á EM i Sviss i april og loks verður leikið gegn Finnum hér heima i júni. Semsagt, allt á fullu. KR-ingar vígja ilóðljós og syngja inn á hljómplötu Miövikudaginn 28. nóvember s.l., vigöu K.R.-ingar ný flóöljós á iþróttasvæöi sinu viö Kaplaskjól, meö innanfélagsleik á milli ts- landsmeistara II. flokks og m.fl. Flóölýsing þessi er mikiö mann- virki, sem samanstendur af sex 19 metra háum staurum meö 35x1500 watta ljóskösturum og er þvi hér um aö ræöa einhverja bestu flóölýsingu sem nokkurt iþróttafélag hér á landi hefur yfir aö ráöa. Það sem er hvað eftirtektar- verðast við þetta mannvirki er það, að knattspyrnudeild félags- ins hefur á eigin spýtur séð um alla fjármögnun verksins, án styrkja frá opinberum aðilum, en Söngvararnir undurþýöu i meistaraflokki KR. Húsráðendur athugið! Höfum á skrá f jölda fólks sem vantar þak yfir höfuðið. Leigjendasamtökin Bókhlöðustig 7 Opið: Kl. 13-18 alla virka daga,simi: 27609 Ég hafði lítið fyrir sigrinum” — sagði Ingmar Stenmark eftir sigurinn í fyrstu stórsvigskeppni vetrarins í Vai d'Isére „Ég hef sjaldan eða aldrei haft jafn lítið fyrir þvi að sigra i stórsvigs- keppni." Það er sænski skíðagarpurinn Ingemar Stenmark sem hefúr orðið, en hann varð sigurvegari í fyrstu stórsvigskeppni heimsbikarkeppninnar á skíðum, sem haldin var fyrir siðustu helgi. Ingemar hefur þannig tek- ið upp þráðinn f rá því i vor, að vera nánast ósigrandi í svigi og stórsvigi. Eftir fyrriumferðina á mótinu i Val d’Isére var Ingemar i 3. sæti. Fyrstur var Hans Enn, Austurriki á 1.21.11 min og annar Bojan Krizaj, Júgóslaviu á 1.21.16. Ingimar var siðan með 1.21.09. „Frammistaða Enn kom mér nokkuð á óvart, þar sem hann er bestur þegar hjarn er yfir. Þaö var þvi aðallega við Júgóslavann að keppa. Nú, ég hafði farið mjög rólega i fyrri umferðinni og þurfti þvi að keyra á góðri ferð i þeirri siðari. Það gerði ég, en lenti i engum vandræðum á leiöinni, þannig að sú verð var ein sú auð- veldasta sem ég hef farið, sagöi Stenmark að keppninni lokinni. Krizaj hafnaði i 2. sæti og Enn i þvi þriðja. Nokkuð óvænt var frammistaða Norðmannsins Jarle Halsens, en hann varð i 7. sæti. Norðmenn áttu annan mann framarlega i keppninni, Odd Sörli, sem hafnaði i 17. sæti. Ingemar Stenmark á fullri ferö f stórsvigskeppninni I Val d’Isére I gær var keppt i svigi i Mara- donna di Campiglio á ítaliu. Staðan i heimsbikarkeppninni eftir fyrstu keppnirnar i bruni og stórsvigi var þannig i gær: Phil Mahre, USA 27 IngmarStenmark,Sviþjóð 25 Peter Wirnsberger, Austurr. 25 Herbert Piank, Italiu 20 Bojan Krizaj, Júgóslaviu SteveMahre, USA Staðan hjá konunum er þannig: Marie Therese Nadig, Sviss Hanni Wenzel, Lichtenstein Perriene Eelen, Frakklandi Ánne Marie Moser, Austurriki Erike Hess, Sviss Fibienne Serrat, Frakklandi 20 20 nú 75 66 42 41 35 34 heildarkostnaður mun nema rúmum 10 milj., króna. Verður þetta að teljast vel að verki stað- ið. Rétt þykir að geta þess að K.R.-ingar eru nú að koma upp einhverri glæsilegustu aðstöðu til knattspyrnuiðkunar sem hér á landi þekkist. Tveir stórir gras- vellir verða teknir formlega i notkun næsta sumar og unniö er nú við þann þriðja. Það má þvi segja að það sé bjart yfir K.R.- ingum þessa dagana. Þá hafa meistaraflokksmenn KR i knattspyrnu sungið inn á hljómplötu ásamt nokkrum valin- kunnum velunnurum félagsins og er þar fremstur i flokki Arni Sig- urðsson. Lögin á skifunni heita Afram KR og Mörk. Úr einu f annað I Auglýst eftir handbók HSÍ Úr þvi að minnst var á hand- boltann má ég til með að aug- lýsa eftir handbók HSI, en sá merki gripur hefur enn ekki litið dagsins ljós. Eina framförin hjá þeim Handknattleiksmönnum frá þvi i fyrra er að nú er móta- skráin afhent vélrituð en ekki handrituð. Þá er þarft að minna móta- nefnd HSI á að tilkynna frest- anir á leikjum, eins og ÍR-Fram og Vikingur-FH, sem fram áttu að fara um helgina, en það var ekki gert. Og einnig þarf móta- nefndin aö láta vita með góðum fyrirvara hvenær ætlunin er að leika þessa leiki. 2,5 miljóna vinningur i Getraunum I 16. leikviku Getrauna kom fram einn seðill með 12 réttum og nam vinningur kr. 2.425.500,- en þar eð þetta var kerfisseðill, hlaut hann einnig 11 rétta i 6 röðum og heildarvinningur fyrir seðilinn kr. 2.558.000,-. Eigandinn er úr Reykjavík. Með 11 rétta voru 47 raðir og vinn- ingur fyrir hverja röð 22.100,-. Stenmark sigraði einnig i sviginu Það fór eins og marga hafði grunað. Ingemar Stenmark varð öruggur sigurvegari i svig- keppninni í Maradonna di Campiglio á ttaliu. Eins og i stórsvigskeppninni i Val d’Isére var hann i 3. sæti eftir fyrri umferðina, en enginn hafði við honum i þeirri siðari. Hann fékk timann 1.37.20 mfn. Annar i keppninni i gær var Krizaj frá Júgóslaviu á 1.37.59 | min. Staðan i' heimsbikarkeppni karla er þannig eftir keppnina i gær: 1. Ingemar Stenmark, Sviþjóð 50 2. Bojan Krizaj, Júgóslaviu 40 3. Phil Mahre, USA 27 4. SteveMahre, USA 27 1 dag verður keppt i stórsvigi. Haukar-KR í kvöld I kvöld kl. 20 leika i 1. deild karla i handbolta Haukar og KR og fer leikurinn fram i iþrótta- húsinu i Hafnarfirði. Búast má við hörkuviðureign þvi þessi lið virðast fljótt á litið ekki ósvipuð að getu. Reyndar hafa Haukarnir valdiö miklum vonbrigðum i vetur og ætla þeir sér örugglega að hrista af sér slenið nú og mala KR-ingana. Valur og ÍS i körfunni Einn leikur veröur i úrvals- deildinni i körfuknattleik. Valur og 1S leika i iþróttahúsi Há* skólans kl. 19. Stúdentarnir hafa sótt mjög i sig veðrið upp á siðkastið og ættu að geta velgt hinum eitil- hörðu Valsmönnum undir uggum. Bjóða gull og græna skóga Miklar sögur fóru af Saudi-Aröbunum, sem kepptu á heimsmeistarakeppni unglinga i handknattleik fyrir skömmu. Strákarnir þaðan þóttu slá heldur mikið um sig og m.a. borguðu þeir nær alltaf með dönskum 1000 kr. seðlum. ,,Ég hef aldrei séð svo marga 1000-kalla samankomna eins og hjá þessum strákum. Þeir hreinlega stráðu þeim um sig,” sagði túlkur og aðstoðarmaður I Arabanna i Danmörku, Birthe J Larsen. Handknattleikur hefur verið stundaður i 5 ár I Saudi-Arabiu og eru þar um 20 félög. Ekkert er til sparað til þess að gera veg iþróttarinnar sem mestan og m.a. keyptu þeir alla leikina á heimsmeistaramótinu af danska sjónvarpinu og greiddu 100 þús. danskar krónur fyrir vikið. Þjálfari unglingaliðsins er fyrrum vestur-þýskur landsliðs- maður, Adolf Giele og hann býður mönnum gull og græna skóga fyrir að koma suðureftir og leika handbolta. Heyrsthefur að handboltahetjurnar hér á árum áður, Hemmi Gunn og Tóti Ragnars séu byrjaöir að pakka niður. Þefuðu dómarann uppi Loks var það dómararæfillinn i Brasilíu, José Assis Aragao, sem lenti i þvi í leik fyrir nokkru, að leikmenn annars liðsins hópuðust i kring um hann, þefuðu og þóttust finna áfengislykt. Þeir sögðu hann kenndan. José var drifinn á sjúkrahús, tekin blóðprufa og kom þá i ljós að hann var ekki mildur, heldur blindfullur. José er nú fyrrver- andi knattspyrnudómari. Þefað af dómaranum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.