Þjóðviljinn - 12.12.1979, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 12. desember 1979.
Einar Ólafur Sveinsson
áttræður
1 Mýrdalnum kemur meiravatn
úr loftienannarsstaöará Xslandi;
þetta vatn fellur til jarðar i alls
konar tegundum af úrkomu:
ofanbyl, éljum, hundslappadrifu,
eöa sem úrfellir, slagviðri, rign-
ing, skúrir, úöi eöa hjúfur. Til aö
koma allri þessari vætu inn yfir
sveitina þarf mikiö af skýjum.
Ætli þetta sé þá ekki drungaleg
sveit og mannlif þar daufara en
annars staðar á landinu? Viö
skulum lita i þaö sem Mýrdæling-
ur einn hefur skrifaö um sveit
sina:
„1 Mýrdalnum sést ákaflega
mikiö af skýjum. Alls konar ský.
Allar tegundir af netjaskýjum,
hnoörum, þámi, blikum, bökkum,
klökkum, þokuskýjum, að ó-
gleymdum klósigum; ský með
„Albanía -
sósialismi í
35 ár”
Nýlega er komið út ritiö
„Albanía-sósialismi i 35 ár” i
tilefni af 35 ára afmæli
frelsunar Albaniu undan oki
fasisma og erlendrar kúgun-
ar, en landið var aö fullu
frelsaö undan herjum nas-
ista 29. nóvember 1944.
Meðal efnis i biaöinu er á-
grip af sögu Albaniu, XJm
bókmenntir og listir, Frelsun
konunnar, Um jarðskjálft-
ann i Albaniu i april s.l. og
endurreisnarstarfið eftir
hann. Alræöi öreiganna,
Deilur Kina og Albaniu.
Otgefandi eru Menningar-
tengsl Albaniu og Islands.
Handrita
Ot er komin bókin IIANDRITA-
MALIÐ, eftirBjarna M. Gisiason.
Bókin er gefin út I tilefni af sjö-
tugsafmæii höfundar 4. april 1978.
Jón Björnsson rithöfundur og Sig-
uröur Gunnarsson fyrrv. skóla-
stjórisáuum útgáfuna. Ctgefandi
er Hilmir hf.
A bókarkápu segir meðal
annars: „Bjarni M. Gislason varð
sjötugur á siöasta ári og er þessi
litla bók gefin út i tilefni þess. Hér
er aö f inna greinargerö um hand-
ritamáliö eftir Poul Engberg lýö-
háskólastjóra, en hann er einn
þeirra manna i Danmörku sem
ötulast baröist fyrir rétti tslend-
inga. Auk þess eru hér birtar
þrjár ræður Bjarna, þar sem þær
varpa ljósi á frumlinurnar i bar-
áttunni fyrir heimsendingu hand-
ritanna.
Bók þessi fjallar um megin-
atriöi þessa máls og bregöur ljósi
yfir hið langa og mikilvæga starf
Bjarna i handritamálinu, en sumt
af þvi er islenskum lesendum
ekki kunnugt áöur. Bjarni hefur
verið „málflytjandi i handrita-
málinu fyrir dómi dönsku þjóöar-
innar”, eins ogkomist varaö oröi
iblaöagrein i tilefni af sextugsaf-
mæli hans.”
Hárgreiðslu-
og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugavegi 18 sími
24616
Opið virka daga kl.
9—6
laugardaga kl. 9—12
alls konar svip, góöleg, þungbúin,
köld, illileg, sem fá alls konar lit-
blæ eftir stundum dags, birtu
lofts, skini sólar. En einkum grá
ský, úthafsský, fylking, grúi, meö
alls konar lagi eöa meö engu lagif
rök, svala heitum huga. Sunnan-
átt, manni finnst hún ekki komin
frá neinum löndum, heldur frá
endalausum geimi yfir vfðum út-
sæ.... En skýin voru hér miklu
fyrrenmennirnir;áðuren nokkur
var til aö sjá þau, léku þau sér i
hinum viöa veörageimi, sibreyti-
leg og þó hin sömu og þau eru nú.
Það er undarlegt aö hugsa sér.
Um leiö og þau blasa við nú á
þessari stundu, geyma þau i sér
þúsundir ára á þúsundir ofan,
mannlausan tima; náttúran er
þarna að rás sinni, hún talar ekki
viö sjálfa sig, hún talar ekkert,
aðeins er. Viö að hugsa um þetta
er sem mebvitund mannsins vi"kki
hann fær óljóst hugbob út fyrir
þröngan hring sinn, um árdaga,
um öróf aldanna, um hádegi og
kvöld timanna."
Ekki hefur sá sem þannig skrif-
ar alist upp viö drungalegt mann-
lif. Hann hefur alist upp við lif-
andi mál, tungu feðranna eins og
hún hefur fegurst verið töluð, og
einhvern tima hefur hann litið i
bók. Augljóst er aö hann hefur al-
ist upp i birtu og frjósemi mann-
legrar hugsunar, og þar meö hef-
ur honum veriö fenginn sá arfur
sem ber ávöxt kynslóö eftir kyn-
slóð, meöan nokkur maöur er til
sem vill eiga og annast huga sins
sjálfs. Mýrdælingur þessi heitir
fuliu nafni Einar Ólafur Sveins-
son. Hann er áttræður i dag.
Einar Ól. Sveinsson er i heim-
inn borinn 12. desember 1899 á
Höföabrekku i Mýrdal, sonur
hjónanna Vilborgar Einarsdóttur
frá Strönd og Sveins Ólafssonar
frá Eystri-Lyngum, bónda og
smiös. Bæöi voru þau hjón af
skaftfellskum ættum. Vilborg
móöir Einars Ólafs var annáluö
fróðleikskona og mikilhæf á
marga lund og faöir hans verk-
maöur mikill og hagur á allt sem
hann tók höndum til, greindur
maður og dagf arsprúður, en
þéttur fyrir, og hef ég heyrt sagt
aö hann hafi ógjarnan látið ganga
á sinn hlut, viö hvern sem var aö
eiga.
Foreldrar Einars Ólafsbyrjuðu
búskap á Eystri-Lyngum en fluttu
eftir eitt ár ab Ásum i Skaftár-
tungu og þaðan eftir fimm ár aö
Höfðabrekku i Mýrdal, þar sem
þau bjuggu i ellefu ár; síöan
bjuggu þau f Suöur-Hvammi, þar
til þau fhittust til Reykjavikur
1920. Þau Vilborg og Sveinn eign-
uðust þrjá syni, Karl Jóhann raf-
magnsverkfræðing (d. 1919),
Gustaf Adolf hæstaréttarlögmann
(d. 1971) og Einar Ólaf, og komu
þeim öllum til mennta. Einar
Ólafur settist ungur á skólabekk,
var fyrst einn vetur í unglinga-
skóla i Vik i Mýrdal, en lauk
gagnfræöaprófi frá Flensborgar-
skóla á fimmtánda ári og stúd-
entsprófi viö Menntaskólann i
Reykjavik voriö 1918. Sama ár
sigldi hann til Kaupmannahafnar
til náms i' norrænum málum og
bókmenntum, en veiktist þar
hættulega af lungnaberklum og
var um tima ekki hugað lif. Svo
sagöi mér Þóröur Jónsson yfir-
tollvörður, sem lengi bjó i Nyrðri-
Frihafnargötu i Kaupmanna-
höfn, aö hann hefði veriö staddur
við skipshlið þegar Einar Ólafur
lagöi af staö til tslands og átti aö
heita rólfær, og sagöist Þórður þá
hafa sagt viö þann sem hjá hon-
um stóö: „Hvað ætli skipið kom-
ist langt áöur en hann Einar
deyr?” En Einar komst lifandi
aila leiötil Xslandsog lifir enn. Nú
má nærri geta, aö þessi veikindi
hafa tafið Einar Ólaf viö námið.
En hann gafst ekki upp. Hann las
hálfan annan vetur viö Háskóla
tslands og lauk meistaraprófi frá
Hafnarháskóla 1928.
Likamsþrek manns sem hefur
veikst hættulega af lungnaberkl-
um biöur vitanlega hnekki; maö-
ur meö skert lungu hleypur ekki
um fjöll og firnindi að vild sinni,
ognauðugur viljugur veröur hann
að sneiða hjá erfiðisvinnu. En
andleg vinna, skrifborösvinnan
sem sumir kalla, krefst einnig
likamlegra krafta og þols. Þegar
þetta er haft i huga hlýtur maður
að undrast hve miklu Einar ólaf-
ur hefur komið i verk. Þar hefur
skapstyrkurinn og þrautseigjan
bætt upp það sem á skorti lilíams-
þrekiö.
Menn sem hafa sloppið naum-
lega úr greipum dauðans og séö i
tvo heimana veröa aldrei samir
og áöur. Þá sjá menn og skilja
hve óendanlega dýrlegt er að lifa;
þá verða undur lifsins ekki lengur
hversdagslegir hlutir, heldur si-
felld uppspretta gleði og ham-
ingju; þá kunna menn fyrst aö
meta þessa jörö sem guö hefur
gefiö okkur, með vindum og skýj-
um, vötnum og ám, sól og söltum
sjó, með grónu landi og öræfum,
fuglum og dýrum, allri lifandi
náttúru sem mannkynið veröur
að viröa og búa viö i sátt, eöa
deyja aö öörum kosti. Þessi
reynsla hygg ég aö viða hafi sett
mark sitt á ritsmiðar Einars
Ólafs, til dæmis má nefna tvær
fyrstu greinarnar i bók hans,
Ferö og förunautar, Reykjavik
1963; „Or Mýrdal” og „Otiloft”,
greinar sem raunar einar sér
nægja til þess, að varla verður
gengið framhjá Einari Ólafi ef
tekið er saman sýnishorn af þvi
sem best hefur veriö skrifað á is-
lens ku.
Við Hafnarháskóla valdi Einar
sér islensk ævintýri aö kjörsviöi
til meistaraprófs. Úr þvi kjörsviði
var honum gert að skrifa ritgerð
um jötna i islenskum bókmennt-
um frá upphafi og til vorra daga,
og fékk hann átta vikur til aö
ljúka þeirri ritgerð. Ekki er sú
ritgerö nein smásmiöi, 223 blað-
siöur vélritaðar, en hefur ekki
verið prentuö. Annar ávöxtur af
þessu kjörsviði Einars ólafs er
fyrsta visindarit hans: Ver-
zcichnis islSndischer Mttrchen-
varianten..., sem kom út i Hel-
sinki 1929, og siðar bók á is-
lensku: Um íslen/kar þjóðsögur,
Reykjavik 1940, hvorttveggja rit
sem bættu úr brýnni þörf og hafa
veriö notuö ótæpt af fræöimönn-
um.
Eftdr aöEinar Ólafur lauk námi
tókhann til óspilltra málanna við
ýmiskonar fræðastörf og rann-
sóknir á islenskum bókmenntum,
en sinnti jafnframt þeim störfum
sem til féllu. Hann varð dr. phil.
viö Háskóla Islands 1933 fyrir rit
sitt: Um Njálu.sem er á margan
hátt brautryöjanda verk og hefur
haft ómæld áhrif á stefnu og að-
feröir i rannsóknum á Islendinga
sögum. Um Njálu fjallar hann
einnig i bók sinni, A Njálsbúö,
Reykjavik 1943, og loks hefur
hann gefiö sjálfa Brennu-Njáls
sögu út i tólfta bindi tslenzkra
fornrita með formála upp á 158
blaösiöur og miklum skýringum i
texta. Mér er kunnugt um, aö i
þessa útgáfu lagöi Einar ólafur
feykilega vinnu, enda ber hún
þess merki. Eins konar aukageta
af þvi útgáfustarfi er vænt hefti i
ritrööinni Studia Islandica, þar
sem fjallaö er um handrit Njáls
sögu: Studies in the Manuscript
Tradition of Njálssaga, Reykja-
vik 1953. Nú er ekki ætlunin aö
gera þessa grein þurrari en hún
er meö þvi aö telja upp öll þau ó-
kjör sem Einar Ólafur hefur látið
frá sér fara á prenti, heldur skal
fróðleiksfúsum visaö i Skrá um
rit háskólakennara; einnig er góð
skrá um helstu bækur hans og rit-
gerðir i ritinu Kennaratal á Is-
landi, svolangt sem hún nær.Hér
skal þess aöeins getiö, að Einar
Ólafur hefur gefið út Eyrbyggja
sögu, Laxdæla sögu, Vatnsdæla
sögu, Hallfreðar sögu, Kormáks
sögu "og allnokkra tslendinga
þætti i ritrööinni tsienzk fornrit,
auk Brennu-Njáls sögu. Aörar
bækur sem hann hefur gefið út og
almenningi eru ekki sföur kunnar
eru íslenzkirþjóöhættireftir Jón-
as Jónasson frá Hrafnagili, 1934,
Fagrar heyröi ég raddirnar, 1942,
Leit ég suöur til landa, 1944, ts-
lenzkar þjóösögur og ævintýri,
1946, og tslands þúsund ár, I, 1947.
Margt af því sem Einar Ólafur
hefur skrifaö hefur veriö þýtt á
önnur mál, ein bók hans
Sturlungaöld, 1940 meira aö segja
á kinversku.
Einar Ólafur hefurskrifaö mik-
inn f jölda greina um margvisleg
efni. Orval þeirra hefur birst i
tveimur bókum: Viö uppsprett-
urnar, 1956, Ferö og förunautar,
1963. Allt er þetta skrifað af list-
fengi og vandvirkni. Ég skal
nefna til dæmis eina stutta grein:
Þjóðleikhúsiö og islenzkan, þar
sem meginatriði eru sett fram
skýrtogskorinort,ogættiað vera
skyldulesning allra sem búa leik-
rit til flutnings.
Hér hefur veriö drepiö á ýmis-
legt sem Einar Ólafur hefur látið
frá sér fara, og er þó ógetiö siö-
asta stórvirkis hans, sem er ts-
lenzkar bókmenntir í fornöld,
fimm hundruð þrjátiu og þriggja
blaösiöna bók, sem kom út 1962.
En hann hefur gert meira en að
skrifa um bókmenntir. Hér fyrr á
árum var hann tiður gestur i Rik-
isútvarpinu, og munu margir
minnast hans meö þakklæti fyrir
frábæran lestur fornra bók-
mennta og nýrra.
Einar Ólafur var forstööumaö-
ur Háskólabókasafns árin 1940-45
ogprófessor við Háskóla tslands i
islenskri bókmenntasögu frá 1945,
þar til hann tók við embætti for-
stööumanns Handritastofnunar
tslands, 1962, sem hann gegndi til
ársloka 1970. Þessum störfum
hefur að sjálfsögöu fylgt margs-
konar erill, en ofan á önnur störf
hefur bæst, aö Einar hefur haldið
fyrirlestra viö fleiri erlenda há-
skóla enégkannað nefna, ogmun
ég nú ekki þylja þessa afrekaþulu
lengri.
A uppvaxtarárum Einars Ólafs
var mikil gróska hér á landi i list-
um, bæði málaralist, ljóöagerö og
skáldskap hverskonar. Hann var i
nánum kunningsskap við ýmsa
uppvaxandi listamenn, t.d. Hall-
dór Laxness, svo sem sjá má af
sýnishornum úr bréfum Halldórs
til Einars, sem Peter Hallberg
birti i bók sinni, Vefarinn mikli.
En þótt hugur Einars stefndi til
fræðaiðkana hefur hann ekki ver-
ið ósnortinn af þeirri skáldskap-
arhneigösemá þeimárum var ær
og kýr ungra manna, einkum
skólapilta. Þó veit ég ekki til aö
hann hafi látið taka mynd af sér
meöhöndundir kinn, sem vareitt
helsta sjúkdómseinkenni þessa
faraldurs, og aldrei mun hann
hafa litið á ljóðasmfð ööru visi en
sem tómstundagaman. Þessu
tómstundagamni sínu hefur hann
þó haldiö til haga, og birtist ár-
angurinn i' litilli bók: EóS Ljóö,
sem kom út i Reykjavik 1968, og
er betra aö hafa en missa.
Vorið 1930 festi Einar Ólafur
ráö sitt og gekk aö eiga Kristjönu
Þorsteinsdóttir.oghafa þaubúiö i
Reykjavik allan sinn búskap, sið-
ustu áratugina á Oddagötu 6.
Einkasonur þeirra er Sveinn
þjóðleikhússtjóri. Um heimilislif
og samheldni þessarar fjölskyldu
þykir mér það bera gleggstan
vottinn, aö ég hygg ég hafi aldrei
heyrt hjón eöa börn þeirra minn-
ast hvert á annað meö jafnmikilli
virðingu og kærleika og þetta
fólk. Ég óska þeim öllum heilla á
hátiðastund.
Ólafur Halldórsson.
Af fræg-
um
Vatna-
jökuls-
leiðangri
1 ríki Vatnajökuls, sem Al-
menna bókafélagiö gefur út
heitir á frummálinu Pa skid-
er och till hast i Vatna jökulls
rike og segir frá Vatna-
jökulsleiöangri sem frægur
varö hér á landi á sínum
tima — leiðangri þeirra
prófessors Ahlmanns og
Jóns Eyþórssonar voriö 1936.
i för meö þeim voru islend-
ingarnir Siguröur Þórarins-
son, sem þá var nemandi
prófessors Ahlmanns, og
fcröagarpurinn Jón Jónsson
frá Laug. Auk þess tveir
ungir Sviar, þeir Carl
Mannerfelt, landafræöi-
stúdent, nú forstjóri Esselte f
Svfþjóö, og Mae Lilliehöök,
skiöakennari og tamninga-
maöur sleöahunda. Þeir
höföu meöferöis 4 Græn-
landshunda.sem drógu sleða
um jökulinn, og vöktu þeir
meöal almennings ennþá
meiri athygli en mennirnir,
segir i eftirmála prófessors
Sigurðar Þórarinssonar.
t káputexta bókarinnar
segir m.a.:
Bókin er feröasaga. t fyrri
hlutanum segir i einfaldri
frásögn frálifinu á jöklinum
„i stríði og barningi, hvfld og
leik”. Seinni helmingurinn
er einkar skemmtileg frá-
sögn af ferö þeirra Jóns og
Ahlmanns um Skaftafells-
sýslu. ,,Þar (þ.e. f siðari
hlutanum) hef ég freistað
þess” segir prófessor Ahl-
mann „aösegja frá þvi, sem
ég sá og heyröi, hugsaöi og
fann, þegar öll þessi merki-
legu undur uröu á vegi min-
um. Ég játa hreinskilnis-
lega, að þetta er eitt erfiö-
asta verkefni, sem ég hef
tekizt áhendur, þvi tsland og
ekki síst Skaftafellssýsla er
engu öðru lík, sem ég hef
kynnst.*1
1 riki Vatnajökuls er sigilt
rit okkur Islendingum, nær-
færin lýsing á umhverfi og
fólki, furöuóliku þvi sem viö
þekkjum nú, þó að ekki sé
langt um liöið.
Prófessor Sigurður Þórar-
insson ritar eftirmála viö
bókina, þar sem hann gerir
grein fyrir leiöangrinum og
tilgangi hans svo og þátttak-
endum. Aöeins tveir þessara
6leiöangursmanna eru enn á
lifi, þeir Siguröur og Carl
Mannerfelt. Þeir fóru saman
á fornar slóöir og á fund
gamalla vina i Skaftafells-
sýslu, sumarið 1976, réttum
fjórum áratugum eftir þátt-
tökuna i Vatnajökulsleiö-
angrinum.
1 riki Vatnajökuls er 210
bls. aö stærö auk 36 mynda-
siöna meö fjölda mynda úr
leiðangrinum.