Þjóðviljinn - 12.12.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.12.1979, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. desember 1979. IÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Breskur landstjóri til Ródesíu: Teflt á tæpasta vað London, Salisbury (Reuter) Breska rikisstjórnin sendi I gærkvöldi landstjóra sinn til að taka við völdum i Ródesiu, sem formlega er bresk nýlenda. Striðsátök eiga sér enn stað i landinu. Þingiö i Ródesiu sam- þykkti i gærkvöldi stjórnarskrár- breytingu, sem að fullu gerir landið aftur aö breskri nýlendu. Rikisstjórn Margrétar Thatch- er tók ákvörðunina um að . senda Soames lávarð til Ródesiu, þrátt fyrir að samningaviðræðunum um Ródesiu sem fram fara i London sé ekki að fullu lokið. Enn hefur ekki verið gengið frá öllum atriðum vopnahlés. Breski Verkamannaflokkurinn, sem er i stjórnarandstöðu, gagn- rýndi þessa ákvörðun og sögðu talsmenn hans að Ródesia gæti orðið nokkurs konar Vletnam, ef ekki næðist samkomulag I viðræðunum I London. Sir Ian Gilmour aðstoðarutanrikis- ráðherra féllst á að með ákvörð- uninni væri tekin áhætta, en henni væri ætlað að flýta samninga- viöræðunum. Soames lávarður, sem er tengdasonur Sir Winston Church- ill heitins, mun hafa nær ein- ræðisvöld I Ródesiu. Þó er teflt á tæpasta vað, með þvi að senda hann til landsins. Talsmenn Föðurlandsfylkingarinnar hafa lýst þvl yfir, að frá og með deg- inum i dag, séu öll dráp framin á vegum ródesiskra stjórnvalda á ábyrgð Soames lávarðar. Nær 20.000 manns hafa þegar látið llfið i nýlendustrlðinu. Neöri deild ródesíska þingsins samþykkti samhljóða I gærkvöldi stjórnarskrárbreytingu sem segir að „Zimbabwe Ródesia skuli ekki lengur vera sjálfstætt riki, heldur hluti af heimsveldi bresku krún- unnar”. Búist var við að samþykkt efri deildar þyngsins yrði einnig sam- hljóða, en hún getur ekki breytt Soames lávaröur lögum sem neðri deildin hefur samþykkt. Kjarnasprengjueldflaugarnar: Hollenskir kratar hvekktir á norrænum skodanabrædrum Eini fiokkur sósiai-demókrata sem af einurð hefur lagst gegn áformum NATO um smiði nýrra kjarnasprengjueldflauga, er holienski Verkamannaflokkur- inn „Partei van der Arbeit”. Forystumenn þess flokks eru vonsviknir og bitrir vegna af- stöðu skoðanabræðra sinna i öðrum NATO-rikjum, einkum norska Verka mannaf lokksins. Hollendingar höfðu búist viö meiri stuðningi við afstöðu sina, einkum vegna þess að bæði Norcgur og Danmörk hafna opinberlega staðsetningu kjarn- orkuvopna i þessum iöndum. Formaður hollenska Verka- mannaflokksins, Joop de Uyl fyrrum forsætisráðherra, segir blátt áfram, að Danir og Norð- menn „eigi alltof auðvelt” með að ákveða kjarnofkuvlgbúnað fyrir önnur lönd. Honum finnst að stuðningur danskra og norskra sósialdemókrata hafi brugðist þegar deilurnar stóðu sem hæst i Hollandi um kjarna- sprengjuáform NATO. Þá var þvi stöðugt haldið fram að Hol- land mundi einangrast innan NATO, ef það hafnaði kjarna- sprengjunum. Hernaðarsérfræðingar réðu ferðinni Hér verður i stórum dráttum sagt frá viðtali sem blaðamaður danska dagblaðsins Informati- on átti við Joop den Uyl um miðjan nóvember: Eldflaugam álið hófst fyrir tveim árum. Þá var lagt til að NATO léti smiða eldflaugakerfi til að bregðast við hinum nýju SS-20 eldflaugum Sovétmanna. Meginröksemdin var sú, að SS-20 eldflaugarnar mundu rjúfa jafnvægið milli austurs og vesturs hvað snerti meðaldræg- ar eldflaugar. Einnig vildu menn að NATO eignaðist nýtt eldflaugakerfi, til að eiga fleiri kosta völ við varnaraðgerðir. Sagt var að NATO ætti ekki að láta neyða sig til að svara SS-20 Joop den Uyl árás á Vestur-Evrópu með lang- drægum eldflaugum frá Banda- rikjunum. Nefnd háttsettra hernaðaisérfræðinga var skip- uðtil að rannsaka málið, og hún hefur ráðlagt NATO að láta smiða nýja eldflaugakerfið. En fyrir nokkrum mánuðum fóru menn að efast um hve viturleg þessiáform væru. Þá var skipuö ný nefnd stjórnmálasérfræð- inga, og átti hún að meta við- brögð Sovétmanna og kanna möguleika á samningaviðræð- Ég vil taka fram, að við i Verkamannaflokknum höfum ætið litið á SS-20 eldflaugarnar sem ógnun. Við fordæmum þetta eldflaugakerfi sem ein- hliða vigbúnaðaruppbyggingu. Hins vegar hefur það orðið okkur hvatning I viðleitni okkar til að draga úr vígbúnaði, að breska stofnunin Institute for Strategic Studies, (sem fylgist með vi'gbúnaði um viða veröld, Þjv.) hefur komist að þeirri niðurstöðu, að jafnvægi rlki milli austurs og vesturs hvað snertir meðaldrægar eldflaug- ar. Samt viljum við ekki ein- angra umræðuna um kjarna- sprengjuvigbúnað við eina eld- flaugategund. Það þarf einnig aö hafa I huga langdrægar og skammdrægar eldflaugar. Heimskulegt svar Við teljum einnig að það sé af- ar heimskulegt svar, að segja: úr þvi að Rússar hafa smiðað endurbætt eldflaugakerfi, þá verðum við auðvitað að endur- bæta okkar kerfi. Við I hollenska Verkamanna- flokknum höfum mikinn áhuga á að rjúfa þennan fáránlega vitahring, sem veldur þvi að ef annar endurbætir, þá verður hinn að gera það llka. Þetta er sjálfsagt, með tilliti til þess, að báðir aðilar hafa margfalda getu tíl aö útrýma öllu lifi. Að sjálfsögðu gerum við okk- ur ljóst, að NATO hefur komið sér i vandræðalega stjórnmála- stöðu. Fyrst voru einvörðungu hernaðarsérfræðingar látnir fjalla um þetta mál. Það var ekki fyrr en ári seinna að farið var að undirbúa stjórnmálalegu hliðina, og ég tel það mikil mis- tök hjá NATO að blða svo lengi. NU sjá allir hvernig Brésnéf og Sovétmenn notfæra sér þessi mistök. Það eru Rússarnir sem gera tillögur um samningavið- ræður. Þeir slá sér upp áróðurs- lega. En við hefðum ékki átt að láta koma til þess, NATO hefði átt aðhafa samningatillögur til- búnar i tima. Við gerum okkur grein fyrir að breyting á áformum NATO gæti orðið álitshnekkir fyrir Carter-rikisstjórnina og önnur stór NATO-riki. En ég tel ekki að málið sé svo afgerandi. Viö Hollendingar höfum rætt þetta mál mánuðum saman, og við höfum komist að þeirri niður- stöðu, að það eigi ekki að ákveða smiði kjarnasprengju- eldflauganna í desember. Það á að slá ákvörðun á frest, og freista þess á næstu tveim árum að semja við Sovétrikin. Semjum við Sovét Það er rangt að ákveða fyrst að framleiða vopnin og reyna svo að semja. Ég tel að slikt sýni skortá sjálfstrausti. Það er eins og við þurfum fyrst að hressaupp á móralinn, með þvi aðhafa vopnin I höndunum áöur en sest er að samningaborðinu! Þar að auki vitum við að enn mun NATO hafa yfirhöndina i langdrægum kjarnorkuvopnum um árabil. Viö höfum yfirhönd- ina. Sama gildir um skamm- dræg kjarnorkuvopn, á þvi sviði erum við langt á undan RUss- um. I öðru lagi skulum við huga að Rússum sjálfum. Auðvitað eru til I Sovétrikjunum vigbúnaðar- sinnar og afvopnunarsinnar, eins og á Vesturlöndum. Ég er hræddur um að við styrkjum stöðu vígbúnaðarsinna þar, ef af NATO-áformunum verður. Þá geta þeir sagt: Vesturveldin hafa ákveöið að smiða vopnin, þau ætla að eyða miljörðum i framleiðsluna, og auðvitað vilja þau ekki semja þau af sér. Afleiðingin verður sovéskt andsvar, og enn verður hert á vig búnaðarkappinu. I staðinn eigum við að beita Rússana virkilegum stjórn- málaþrýstingi. Við eigum að segja: Jæja, við frestum ákvörðuninni, en athugið ykkar gang! Það sem þið hafið að- hafst, veldur okkur verulegum áhyggjum, við tökum þetta mjög alvarlega! Samtsem áður erum við reiðubúnir að hefja samningaviðræöur. Viljið þið stöðva framleiðslu á SS-20 eld- flaugunum og fækka þeim? Get- um við komist að samkomulagi um meðaldrægar eldflaugar? skýring Öddubækurnar í nýrri útgáfu Fyrsta öddu-bókin, eftir Jennu Jensdóttur og Hreiðar Stefáns- son, kom út árið 1946 og heitir ein- faldlega Adda, og siðan þá hefur veriö stöðug eftirspurn eftir þess- ari bók. Hefur hún verið endur- prentuð mörgum sinnum og nú kemur hún út i 6. útgáfu. Sömu sögu má segja um þær bækur sem fylgdu i kjáfarið, allar hafa notið mjög mikiiia vinsælda, svo að sjaldgæft má telja með islenskar barnabækur. Jenna og Hreiðar hafa lært þá list aö ná athygli yngstu lesend- anna og skilja tilfinningallf barn anna. öddubækurnar eru sjö tals- ins og fást nú allar í nýrri útgáfu. Þær eru: 1. Adda, 2. Adda og litli bróðir, 3. Adda lærir að synda, 4. Adda kemur heim, 5. Adda I kaupavinnu, 6. Adda I mennta- skóla, 7. Adda trúlofast. Ctgefandi öddu-bókanna er Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri. Tvœr nýjar bœkur: Skilnaður — Ct eru komnar tvær nýjar bæk- ur hjá Ingólfsprenti h.f. — Skiln- aður — eftir Harold Robbins, sem er einn viðlesnasti höfundur sem nú er uppi, Bandarlkjamaður sem sló I gegn meö sinni fyrstu sögu, Never love a stranger. Hin bókin heitir — Dauðarefs- Bretaræfa eiturefna- hernað I Bretlandi hefur verið komið á fót fyrsta æfingasvæði i Evrópu fyrir eituref nahernaö, sagði breska varnarmálaráðuneytið i gær. Tólf ferkilómerta svæöi i Port- on Down herstöðinni sem er i suð- vestur Englandi verður notað til æfinga. 1 næsta mánuði verður eiturefnasprengjum varpað að breskum hermönnum og þeir úðaðir með eiturefnum úr flug- vélum. Talsmaður varnarmálaráðu- neytisins sagði að eiturefnin yrðu mjög útþynnt, svo að þau muni ekki ógna fólki sem býr I nágrenni herstöðvarinnar. Yfirmaður Porton Down her- stöðvarinnar, Dr. Rex Watson, sagði að Varsjárbandalagið væri mun betur búið en Vesturveldin til eiturefnahernaöar. Hann sagði að Bandarikin væru eina NATO- rikið sem geti gert takmarkaða eiturefnaáras. Bandaríski flotinn bíður átekta undan r Irans- ströndum Bandarikin efla enn flotastyrk sinn nálægt lran og I gær sögðu talsmenn bandariska varnar- málaráðuneytisins að yfir 300 herflugvélar væru um borö i flug- móðurskipum á hafinu undan lransströndum. Talsmenn varnarmála- ráðuneytisins sögðu að i banda- riska flotanum á Indlandshafi væru nú 23 skip, og gáfu þeir til kynna að þau verði þar uns gislarnir i bandaríska sendiráð- inu i Teheran verða leystir úr haldi. 1 flotanum á Indlandshafi eru tvö flugmóðurskip með 150 flug- vélar og á Miðjaröarhafi eru einnig tvö flugmóöurskip með jafnmargar flugvélar innan- borðs. Carter Bandarikjaforseti sagði s.l. föstudag, að hann muni ekki beita hervaldi gegn Iran, ef hann telji það ógna gislunum i sendi- ráðinu. Carter hélt opnum mögu- leikanum á refsiárás ef gislunum yrði unnið tjón. Málaferli vegna aflaufgunar- eiturs í Víetnam- stríðinu Chicago (Reuter) Skaöabótakröfur sem nema alls 120 miijörðum dollara, hafa verið geröar af 97 fyrrum hermönnum i Víetnam, vegna þess að þeir uröu fyrir barðinu á iaufeyðingar- efninu „Orange” i Vietnam- striðinu. Málshöfðunin I Chicago er rök- studd með þvi að eiturefnið valdi krabbameini, erfðaskemmdum og fæðingargöllum. Fimm efna- verksmiðjur eru sóttar til saka. A árunum 1962 til 1969 úðaði bandariski flugherinn 40 milj- ónum lftra af eiturefninu Orange yfir skóglendi i Vietnam. Dauðarefsing ing — eftir Heinz G. Konsalik. Sagan gerist I Þýskalandi á eftir- striðsárunum og fjallar um þá stóru spurningu hvort dauðarefs- ing réttlætanleg. Bókin er sögð hörkuspennandi og að hún muni verða umhugsunarefni lesandans lengi á eftir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.