Þjóðviljinn - 12.12.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.12.1979, Blaðsíða 15
Miövikudagur 12. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Brynjólfur Bjarnason. Maður er nefndur Brynjólfur Bjamason Sjónvarpið endursýnir i kvöld viðtalsþátt við Brynjóif Bjarnason, fyrrverandi ráö- herra. Þátturinn var áður á dagskrá 13. desember 1976. ViðtaliB við Brynjólf tók sr. Emil Björnsson, og ræða þeir saman um kommúnisma og trúarbrögð, verkalýðsbaráttu og heimspeki. Auk viðtalsins verða I þættinum rakin æviat- riði Brynjólfs, og einnig leggja þeir orð i belg Gunnar Bene- diktsson, Stefán Jóhann Stefánsson og Páll Skúlason. Þá verða sýndar allmargar gamlar ljósmyndir. Brynjólf þarf áreiðanlega ekki að kynna lesendum þessa blaðs, enda var hann í farar- broddi islenskra sósialista um áratuga skeið og mennta- málaráðherra Sameiningar- flokks alþýðu Sósialistaflokks- ins árin 1944-47. Óhætt er að fullyrða að hann sé sá hug- Sjónvárp kl. 22.35: myndafræðingur sem mest áhrif hefur haft á stefnu og störf islenskra sósialista frá upphafi. — ih Að yrkja og fræða Dr. Einar Ólafur Sveinsson, prófessor, á áttræðisafmæli i dag. Af þvi tilefni verður flutt- ur útvarpsþáttur strax eftir kvöldfréttir. Dr. Jónas Kristjánsson, for- stöðumaður Stofnunar Arna- Magnússonar, segir frá ævi og störfum afmælisbarnsins. Dr. Einar Ólafur lauk doktors- prófi við Háskóla íslands 1933 og hefur unnið merk fræðistörf á sviði islenskra bókmennta, sem kunnari eru en frá þurfi að segja. Hann hefur skrifað margar bækur, ort ljóð og gef- ið út íslenskar fornbókmennt- ir, auk þýðinga og ýmissa annarra verka. I þættinum i kvöld mun Andrés Björnsson útvarps- stjóri lesa stuttan bókarkafla eftir Einar Ólaf. Að lokum les dr. Einar Ólafur Sveinsson Dr. Einar Ólafur Sveinsson: áttræður i dag. nokkur ljóöa sinna. Kynnir þáttarins er Hjörtur Pálsson. -ih Utvarp kl. 19.35 <Jt myndaflokknum „Ævi Ligabues”. Listamaðurinn Ligabue t kvöld verður flutt önnur myndin i flokknum um italska listmálarann Antonio Liga- bue. Alls eru myndirnar þrjár. 1 fyrstu myndinni kynnt- umst við þessum sérstæða manni þegar hann kom til ítaliu frá Sviss, þar sem hann haföi verið á einhverskonar hæli. Viötökurnar sem hann fékk á ítaliu voru ekki sérlega bliðar, enda reyndi hann strax að strjúka af elliheimilinu þar sem átti að geyma hann. Það var hinsvegar ekki heiglum hent aö labba til Sviss og á endanum settist Antonio að i kofa úti i skógi. 1 lok fyrstu myndarinnar var hann byrjaður að mála, og var fenginn til að skreyta sölu- borð og sirkustjald á mark- aðstorgi. 1 kvöld fáum viö væntanlega að fylgjast meö framhaldinu á þessum sér- kennilega listaferli. Þsssi myndalokkur veröur að teljast kærkominn tilbreyt ing frá þvi efni sem venjuleg- ast er i sjónvarpinu. Mynd- rænt og leikrænt séð virðist hann vel unninn, og italskan hljómar eins og guðamál eftir alla enskuna sem á manni dynur látlaust. Hér er heldur ekki farið eftir neinum fast- mótuðum formúlum i upp- byggingu efnisins. Spennan er ekki fólgin i hraða, heldur i Sjónvarp kl. 21.25 mögnuðum, hægum undirtóni sem vekur samúð og forvitni fremur en æstan fiðring. — ih frá Hringið í síma 8 13 33 kL 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Síðumúla 6, 105 Reykjavik lesendum BETRI ÞJÓÐVILJA! ósköp er hann nií brotakennd- ur Þjóðviljinn okkar. Þaðer svo margt sem hægt væri að taka fyrir í þessu málgangi verka- lýðshreyfingar, en virðist hrein- lega gleymast af einhverjum ástæðum. Hversvegna segið þið ekki meira frá almennum lifs- kjörum launafólks? Hættulegt horn Fótgangandi hringdi: — Ég er svo óheppin að þurfa að fara yfir Miklubrautina tvisvar á dag, á leið i og úr vinnu. Oft finnst mér ég eiga fótum fjör að launa, og ég skil hreinlega ekki hvernig aldrað fólk eða fatlað kemst þarna yfir. Þetta er á mótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbraut- ar, landsfrægu slysahorni. BIl- arnir koma æðandi af Kringlu- mýrarbrautinni og gefa hraust- lega i til aö komast niður Miklu- brautina áður en rauða ljósið stoppar þá. Gallinn er bara sá, að á sama tima er grænt ljós fyrir okkur sem höfum engin hjól undir okkur. Við verðum þvi að gefa hraustlega i lika, þrátt fyrir græna ljósið. 1 myrkri og ófærð er þetta hrein og klár lifshætta. Ef bfll drepur mann þarna getur þvi hæglega farið svo að báðir séu i fullum rétti. Er ekki eitthvað bogið viö þetta umferðarljósakerfi? Til Vilmundar: Hvar er málið statt í kerfinu? Hr. dómsmálaráðherra Vilmundur Gylfason Arnarhvoli 101 Reykjavik. Reykjavik, 11. desember 1979. Sendi yður hjálagt afrit af simskeyti til Þórðar Björnsson- ar, rikissaksóknara, er honum var sent i október, s.l., er varðar Mánafossmálið. Hvar er það nú i kerfinu? Ber ekki rikissak- sóknara og starfsmönnum hans að fara að lögum við embættis- störf? Er það ekki siöferðisleg skylda embættismanna rikisins að svara ábyrgðarbréfum og skeytum með svarskeyti eða ábyrgðarbréfitil fyrirspyrjenda eða sendanda? A hvaða forsendum er ekki farið meö Mánafossmálið að lögum herra dómsmálaráð- herra, Vilmundur Gylfason? Vinsamlegast kynnið yður mál þetta meðan þér hafið tæki færi til þess, það talar sinu skýra máli hvernig Þórður Björnsson, rikissaksóknari, og staögengill hans, Bragi Stein- arsson, starfa að vinnslu saka- mála. Þögn þeirra og yfirhilm ing sakamanna i Mánafossmál inu talar sinu skýra máli, að ég best fæ séð sem skipstjóralærö- ur maður á hvaða stærö fiski- skipa sem er, og mun staðfesta ummæli min i dómi, ráðherra, hvar sem þess verður óskað. Þegar rikissaksóknaraem- bætti fer ekki að lögum og ein staka starfsmenn þess þá er réttarfarinu i landinu hætta bú in. Með lögum skal land byggja, með ólögum eyða. Svar óskast i skeytaformi eða ábyrgöarbréfi, herra ráðherra Virðingarfyllst. Markús B. Þorgeirsson skipstjóri Hver nennir að lesa enda- lausar talnaraðir um meðalkjör hins óræða meðallaunamanns? Þessháttar útreikningar skipta ekki neinu höfuðmáli, þó ég vilji alls ekki mæla með að þeim sé alveg sleppt. Ég nefni sem af- bragðs fordæmi, þessi viðtöl i Sunnudagsblaðinu, þar sem sagt er fíá starfskjörum og launakjörum einstakra launa- manna. Þvi ekki að fara á vinnustaði og spyrja fólk i stutt- um viðtölum um álit á þjóðmál- um af ýmsu tagi? Hvað segja menn á vinnustöð- um, þessir sem stjórnmála- menn uppgötvuöu fyrir kosning- ar, hverskonar rikisstjórn vilja þeir — hvaða mál á hún helst að taka til afgreiðslu?. Svo er Þjóöviljinn h'ka alltof alvarlegur. Á minum vinnustað flettu menn fyrst upp á grinsið- unni, þegar hún var og hét. Hversvegna var hún látin deyja út, hversvegna látið þið það oft koma fyrir að gottefni sprettur upp, gengur i nokkrar vikur en hverfur svo aftur? Fylgist þið ekkert með hvað fólk vill lesa? Þjóðviljinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna, og þaðkem- ur enginn annar fjölmiðih i staðinn fyrir hann. En mér finnst að blaðið okkar geti verið hnitmiðaðra, nær alþýðu- landsins, og hiklaust skemmti- legra. Jónatan Það er eins gott að fara varlega I umferöinni, og ekki alltaf öruggt að græna ljósið verndi fótgangendur fyrir aðvlfandi drekum. afa og ömmu Með skaft fyrir hest hún skrapp suð’r í — PEST, og sat með brettunum hjá SUFFRAGETTUNUM. Skopmynd af Brfet Bjarnhéðinsdóttur frá árinu 1914. Uppi á þaki er jóiakötturinn og ekki er hún féleg visan: „Með skaft fyrir hest / hún skrapp suð’r i — PEST / og sat með brettunum / hjá SUFFRA GETTUNUM”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.