Þjóðviljinn - 12.12.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.12.1979, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 12. desember 1979. Miövikudagur 12. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Þankar úr kosninga- baráttunni t þessari grein er i raun og veru fjallaö um fjögur mál: 1. Vinnu- brögö núverandi SÍNE-stjórnar i sambandi viö alþingiskosn- ingarnar. 2. Almennt um stööu „vinstri byltingarhópanna” gagnvart Alþýöubandalaginu. 3. Vinnubrögö Aiþýöubandalagsins viö utankjörstaöaatkvæöa- greiösluna erlendis. 4. Gömlu tugguna um „hægri þróun” Alþýöubandalagsins. Þessi mál tengjast þó innbyrðis og umræöa um hvert þeirra styöur um- ræöuna um hin þvi aö öll fjalla þau á einn veg eöa annan um kosningabaráttu Alþbl. 1979. Þess vegna er þeim ölium slengt hér saman i eina grein. Gránin er póstsett hér i Lundi i Sviþjóö á fyrsta kjördegi alþingiskosninganna og berst þvi Þjv. fyrst eftir þær. Ég vil ekki láta úrslit kosninganna hafa áhrif á skrif min um baráttuna fyrir kosningar og þá lærdóma san af henni má draga. Rugiingur SÍNE-stjórnar. Nokkuö fjaörafok varö nú fyrir kosningarnar vegna harörar gagnrýni núverandi SINE-stjórnar á Alþýöubanda- lagiö, m.a. i sambandi viö vinn- una viö aö athuga kjörskrárrétt námsmanna. Tilefni gagnrýn- innar var bréf sem Alþbl. sendi námsmönnum, þar sem sýnt var fram á allsjiyns ágæti sendanda. Svipuö bref fengu námsmenn bæöi frá Framsóknarflokk og Sjálfstæöisfioidc, aö visu annaö Urval frá þeim siöarnefnda en þeir sem bréf fengu frá Alþýöu- bandalagi. Oþarfi er sennilega aö taka þaö fram aö námsmenn geröu grin aö flokksbréfunum þremur, ef þeir þá nenntu aö lesa þau, og þau voru sendendum undantekningarlaust til skaöa fremur en gagns. StjórnSINE taldiaöeins ástæöu til aö gagnrýna bréf Alþbl. og samtimis var tækifæriö notaö til aö gagnrýna pólitik Alþbl. almennt. A opinberu bréfi var Alþýöubandalagiö m.a. gagnrýnt fyrir aö hafa ekki komiö Islandi úr NATÓ og fyrir aö hafa ekki afnumiö auövaldsskipulagiö á Islandi. Formaöur SINE átti siö- an sérstakt viötal viö Morgun- blaöiö til aö fylgja eftir þessum veigamiklu athugasemdum um Alþýöubandalagið. En spyrja má hvers vegna stjórn SINE taldi aöeins ástæöu til aö gagnrýna námsmannabréf Alþýöubandalagsins og minnast hvergi á námsmannabréf hinna flokkanna. Einnig má spyrja hvers vegna stjórn SINE hafði ekki leyft viötakendum bréfsins, þ.e. einstökum námsmönnum, aö dæma sjálfir um innihald þess. Hvers vegna þurftu þeir I þessu máli aö lúta sérstæöu andlegu forræöi SINE-stjórnar? NU er þaö svo aö bæöi bréf 'Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsinsvorusendskv. opin- berri skrá Lánasjóös Isl. náms- manna um SINE-félaga. (En skrifstofa Lánasjóös innheimtir meölimagjöld SÍNE sjálfkrafa frá öllum þeim sem fá lán eöa styrki frá sjóönum). Veigamikill galli er á SINE-skrá’Lánasjóös, sem felst i þvi aö hún nær aöeins til þeirrasem sóttu um sumarlán og fyrri haustlán 1979. Allir aörir lánaumsækjendur eru þar ekki meötaldir. Sama gildir um náms- menn sem ekki hafa skipti viö Lánasjóö. Til dæmis eru um 160 islenskir námsmenn hér I Lundi og eru þeir flestir meðlimir SÍNE, en aöeins 75 þeirra eru á SlNE-skrá Lánasjóös. En skipu- lag SINE er ekki merklegra en þaöaö „félagaskrá þess” byggist eingöngu á áöurnefndri innheimtuskrá Lánasjóös M.ö.o.: Stjórn SÍNE hefur engar upplýs- ingar um námsmenn, sem ekki eru öllum aögengilegar, en þess- um upplýsingum er mjög áfátt. Þetta er sagt til aö sýna fram á aö ef „félagsskrá SÍNE” ein heföi veriö grundvöllur kjörskrár- athugunar námsmanna, heföi réttur um helmings þeirra aldrei veriöathug'aður. Þaö er viö þessar aöstæöur sem stjórn SINE lýsir þvl yfir „aö samstarf viö Alþýöubandalagiö” viö kjör- skrárathugun sé rofiö! Þetta er einnig sagt til aö sýna fram á aö þaö er misskilningur aö „meðlimaskrá SINE” sé eitthvaö leyniplagg. Þessi misskilningur hefur komiö fram greinilega hjá tveimur aöilum: 1) Pétri Sigurös- syni (sjómanni) i Morgunblaös- grein 20. nóv. sl.,2) I tillögu um vltur á þáverandi stjórn SINE fyrir aö leyfa Alþýöubandalaginu aö hafa „aögang aö félagaskrá SINE” i kosningunum 1978. Þessi tillaga var samþykkt á vorfundum SINE 1979 og samein- uöust hér ihaldsmenn og ýmsar geröir af róttæklingum. (Þessi skrá var raunar notuö af fleiri aðilum en Alþýöubandalaginu, þ.á.m. af Fylkingunni, en þaö hindraöi ekki aö einstakir Fylk- ingarfélagar greiddu tillögunni atkvæði). Gísli Gunnarsson láöurnefndriMbl. grein Péturs Sigurössonar (sjómanns) kom fram sú kenning aö SINE heföi til skamms tima veriö ein aöalstoö Alþýöubandalagsins. Nú væri þessi stoð horfin og teldist það vera mikiö áfall fyrir Alþýöu- bandalagiö. Hér er auövitaö veriö aö gera allt of mikiö úr þýöingu náms- mannahreyfingarinnar fyrir Alþýöubandalagiö. Eigi aö siöur er vert aö spyrja hvort náms- menn svona almennt séu aö snúa baki viö Alþýðubandalaginu. Svariö viö spurningunni er neitandi. Meirihluti námsmanna erlendis kýs Alþýðubandalagið ef þeir kjósa. (Allstór minnihluti, sem lítiö her á kýs Sjálfstæöis- flokkinn og hefur alltaf gert þaö). Aö höföatölu eru „hóparnir til vinstri” viö Alþbl. fámennir meöal námsmanna og eru þó þessir hópar fyrst og fremst skip- aöir námsmönnum! Mikiö miöflóttaafl er I þessum hópum öllum, mikil óánægja og hug- myndaleg kreppa. Þess vegna eru þeir ekki i sókn núna. En þaö breytir engu um þaö aö þetta eru einu skipulögöu stjórnmálasam- tökin meöal námsmanna og úr þeim veljast oft trúnaöarmenn þeirra. Þannig eru tveir af stjórnarmönnum SINE núna meölimir í „Fylkingu byltingar- sinnaðra kommúnista, Islands- deildar 4. Alþjóöasambandsins”. Núverandi formaöur SÍNE er hins vegar utanflokka eftir þvi er égveit best. (StjdrnSINEerskip- uö fimm mönnum, en aöeins þrir þeirra tóku virkan þátt I störfun- um nú i vetur, formaöurinn og Fylkingarfélagarnir tveir). Nú hefur Fylkingin þá stefnu aö styöja beri Alþýöubandalagiö i þeim kjördæmum þar sem Fylk- ingin býöur ekki fram. Aöalsam- tök maóista, Einingarsamtök kommúnista — marxleninistar, EDC-ml, telja hins vegar aö eng- inn eölismunur sé á Alþýöu- bandalaginu og Sjálfstæöis- flokknum og skora þau þess vegna á kjósendur aö skila auöu i kosningunum, enda bjóöa sam- tökin ekki fram sjálf. Ruglingsleg uppákoma SlNE-stjórnarinnar I Morgun- blaöinu, sem hér aö framan var rakin, er vissulega meir i ætt viö stefnu EIKAR-ml en Fylkingar- innar. Skýringu á þessu er senni- lega aö finna i því tilfinninga- kennda hatri sem nú rlkir I Fylk- ingunni i Reykjavik I garö Alþýöubandalagsins. Viö þessar aöstæöur veröur Alþýöubanda- lagiö aöalandstæðingurinn bæöi hjá EIK-ml og Fylkingunni og Ihaldiö gleymist. En þótt „byltingarsamtökin til vinstri” vinni nú fáa eöa enga nýja áhangendur, þá geta Stöðugar árásir þeirra valdiö skaöa meöal námsmanna, alla vega meöan þeim er ekki svaraö. Þegar fólk fær aö heyra hvaö eftir annaö aö Alþýöubandalagiö sé „aöalsvikarinn” I alla staöi svip- aöur Alþýöuflokk og/eöa Sjálf- stæöisflokk, skapast hætta á þvi aö Alþýðubandalagiö fari aö missa stuöningsmenn til hægri (eba sem algengast er erlendis: Aö fyrri áhangendur Alþýöu- bandalagsinskjósi ekki). Þaö er: Þótt A1Ú>1- tapi ekki stuðnings- mönnum til þessara hópa, þá getur starf þeirra gert Alþbl. skaöa og ýtt fyrri stuöningsmönn- um þess til hægri. I þessu samhengi ber aö lita á rugling SlNE-stjórnar nú fyrir kosn- ingarnar, hann er rökrétt framhald af fyrra starfi þessara hópa. „Byltingarhópar” námsmanna eru nú á þróunarstigi timbur- manna eftir menningar- og stúdentabyltingarnar á siöasta áratug og eru þvl eins og sakir standa fyrst og fremst til skaöa fyrir vinstri hreyfingu. Er það miöur. Þvi miöur einkenndist allt skipulag Alþbl. viö atkvæöa- greiöslu utan kjörstaöa erlendis núna af fálmi, viöbragöstregöu og mistökum. Allt frumkvæöi, sem árangur bar, kom frá einstökum stuöningsmönnum Alþýöubanda- lagsins ieinstökum námsborgum. Ekkert kosningaskipulag var meðal islenskra verkamanna sem nýlega hafa flutt til Noröurlanda (aö skipulagi Sjálf- stæöisflokksins undanskildu, sem i Malmö var mjög virkt). Helsta vandamál þeirra örfáu stuönings- manna Alþbl. sem erlendis reyndu aö bjarga þvi fyrir Alþbl. sem hægt var aö bjarga, fólst i nær algeru sambandsleysi viö kosningaskrifstofur á Islandi. T.d. var bréfum erlendis frá aldrá svaraö. Viöast hvar á Noröurlöndum misheppnaöist þvi utankjörstaöaatkvæöagreiöslan fyrir Alþýöubandalagið. Mat mitt er aö þau atkvæöi sem Alþýöu- bandalagiö fékk ekki I þessum kosningum aöeins vegna skorts á viturlegu skipulagi viö kosningu utan kjörstaöar skipti mörgum hundruöum. (Hægt er aö koma meö nákvæmari tölu). Reynsla var komin á fram- kvæmd utankjörstaöaatkvæöa- greiöslu erlendis 1978. Á grund- velli þeirrar reynslu skrifaöi ég framkvæmdanefnd Alþýöu- bandalagsins ýtarlegt bréf um miöjan október sl. Þar var m.a. varaö viö almennu dreifibréfi til námsmanna, sérstaklega bent á nauösyn þess aö koma þegar I staö á góöu sambandi viö Alþýöu- bandalagsmenn sem búsettir eru erlendis, bent var á sérstööu nýútfluttu verkamannanna og fleiri ráö voru gefin hvernig helst þyrfti aö skipuleggja þessa kosningavinnu. Hiö litla sem gert var af hálfu kosningaskrifstofa Alþbl. viövíkjandi þessari atkvæöa- greiöslu utan kjörstaöa var allt i beinni andstööu viö þær ráölegg- ingar sem gefnar voru I þessu bréfi. Rétt er aö nefna aö mér skilst aö kosningastjóri Alþbl. I Reykjavik mun aldrei hafa þetta bréf augum litiö. Um „hægri þróun” Alþýðubandalagsins. Þaö hefur lengi veriö plagsiöur bæöi meöal einstaklinga sem telja sig vera til vinstri við Alþbl. og i Alþbl. sjálfu aö tala um „hægri þróun” þess. Nú hafa einnig andstæöingarnir til hægri uppgötvað gildiþessarar umræöu og notaö hana I áróöri sínum um aö Alþbl. sé „stefnulaust”, sé hvorki fugl né fiskur. Þaö er þvi svo sannarlega kominn timi til aö rýna I hugtakið „hægriþróun” og athuga gildi þess hleypidóma- laust. Hugtakiö þróun felur venjulega i sér samfellda breytingu frá einu timabil til annars, gjarnan eftir fastri og beinni línu. „Hægri þróun” ætti þvi aö merkja aö Gisli Gunnarsson Alþbl. sé hægri sinnaöra nú en þaö var 1974, hafi veriö hægri sinnaöra 1974 en þaö var 1968, og aö Alþbl. hafi verið hægri sinnaöra en Sóslalistaflokkurinn var 1966—1968. Yfirleitt skortir allt sögulegt yfirlit I umræöuna um „hægri þróun”. Allt of oft eru dæmin um þessa „þróun” ekki málefni heldur persónur, án þess aö athugaö sé fyrir hvaö persónurn- ar eru fulltrúar fyrir, m.ö.o. þaö er persónuskvaldur. Undantekn- ingarlaust skortir einnig aö breyttar þjóðfélagslegar aöstæö- ur séu tdcnar meö I myndina, þaö er t.d. engan veginn öruggt aö skipulageöahugmyndirsem voru hentugar fyrir nokkrum áratug- um séu þaö 1979.1 þessari tegund umræöu er oftast mikiö af afturhaidssemi, allt á aö hafa veriö betra áöur fyrr en þaö er I dag, þ.e. heimurinn fer stööugt versnandi. 1 þeim örfáu tilfellum sem sögulegur samanburöur er geröur eru sérstök afrek á fyrri áratugum tlunduö um leiö og vandlega er þagaö um öll mistök- in og alla ósigrana. Upphaf kenningarinnar um „stööuga” hægri þróun” má rekja til átakanna um Sóslalista- flokkinn og Alþýöubandalagiö fyrir 10 til 20 árum, en þá voru margir sannfærðir um aö stofnun Alþýöubandalagsins sem sjálf- stæös stjórnmálaflokks væri öruggt merki um hægri þróun. En ef litíö er ákveöin einstök málefni er mjög erfitt aö sjá I hverju hægri þróun Alþýöu- bandalagsins eigi aö felast. Tök- um herstöövamáliö sem dæmi. Allt frá komu hersins 1951 hefur veriö um þaö deilt hve mikla áherslu á aö leggja á baráttuna fyrir brottför hersins i samanburöi viöönnur mál. Þegar 1956—1958 var Alþbl. aöili aö rlkisstjórn án þess aö herstöðin færi og ekki var þaö herstöðva- máliö sem sprengdi þá ríkis- stjórn. Og þaö er engan veginn rétt aö halda þvi fram aö brottför hersins hafi veriö minna á dagskrá Alþbl. undanfarin ár en áöur fyrr. Sennilega hefur her- stöövamáliö aldrei skipaö eins lltinn sess I starfi Alþbl. og á erfiöleikaárunum 1966—1971. 1 kjaramálabaráttu bæöi Alþbl. og verkalýöshreyfingarinnar hafa skipst á skin og skúrir, vörn og sókn. Stundum hefur verka- lýöshreyfingin eflst, stundum hefur hún veikst. Þaö er hjákát- legt aö heyra alvöruþrungna „menntamenn” ræöa . um „úrkynjun” og „hægri þróun” verkalýöshreyfingarinnar næst- um þvl frá örófi alda. Sögulegum gullaldarhugmyndum skýtur gjarnan upp á merkilegustu stöö- um. Fyrir sósialista er nauösyn aö vera gagnrýninn á flokksstarfið, ogsjáhvernigbetur megigeraog hvernig breyta þurfi um vinnu- brögö og stefnu. An sllkrar gagn- rýni er sósialísk hreyfing geld og I reynd sneydd sósialiskri kenn- ingu. Hvaö sem segja má um Alþýðubandalagiö þá er vist aö þaö er auðveldara aö koma fram meö slika gagnrýni nú en áöur. En gagnrýni hættir aö vera gagn- rýni og veröur ný kredda þegar hún breytist I tuggu um ákveöiö sögulaust einkenni. Þaö er þetta sem hefur gerst meö hugtakiö „hægri þróun”. I staö þess aö skilgreina er sama þulan tuggin I tima og ótima i von um sósialíska endurlausn. Sem sagt: Næst þegar einhver náungi fer aö ræöa um „hægri þróun” Alþýöubandalagsins veröur aö gera til hans þá kröfu aö hann útskýri mál sitt meö dæmum i samfélagslegu og sögu- legu samhengi. Lundi 2. desember 1979 GIsliGunnarsson. Árni Bergmann og Jón Thor Haraldsson bókmennlír Endurminningin merlar æ... Mánasilfur. Safn endurminninga. Gils Guömundsson valdi efniö. Iöunn. Þetta er fyrsta bindi safns, sem ætlað er aö geyma úrval endur- minninga islenskra manna. Gils Guömundsson gerir I formála grein fyrir þeim hugmyndum sem aöbaki þessu verki liggja og segir þá m.a.: „Mörg atriöi hafa haft áhrif á valib, ekki sist þaö sjdnarmiö aö safnið verði sem fjölbreytilegast. Tilvaliö hefur þótt til birtingar þarsem saman fermerkilegt efni og lifandi eða snjöll frásögn. Rétt er aö taka þaö fram, aö ekki hafa veriö valdir kaflar vegna fræöa- eða heimildagildis sérstaklega. öörufremur birtast hér frásagn- ir, þar sem lýst er meö eftir- minnilegum hætti sálar- og til- finningallfi sögumannsins sjálfs eða hvernig hann skynjar tiltekin. fyrirbæri tilverunnar”. Þaö mundi þurfa mjög drjúga reynslu af Islenskum endurminn- ingabókum til aö sannprófa hvernig þessi ætlun tekst. En aö slikri sam anburöarvinnu slepptri, þá verður ekki betur séö, en Gils Guömundsson hafi erindi sem erfiði og hafi sett saman einkar læsilega bók. Vissulega er hún mjög fjölbreytt. Kaflar úr bernskuminningum úr sveitum sitt hvorum megin viö aldamót eru af skiljanlegum ástæöum aigengari en annað þaö sem hægt er aö setja samheiti á — enda er þaö i upprifjun þeirra hluta sem Islendingar hafa greinilegast séö þá miklu byltingu I lifsháttum sem þeir hafa réynt á mjög skömmum tima. Þeir kaflar bókarinnar sem helgaöir eru þessu efni koma kannski ekki á óvart, en taki menn eftir því, aö þvi fer yfirleitt fjarri aö þeir fegri þaö fátæka og oft grimma lif sem lifað var hér þegar timinn fór sér sem hægast. Ég nefni til dæmis frásögn Ólínar Jónasdóttur af vinnuhörkunlsku og ótta viöallar bækur aörar en guösorö sem hún reyndi i bernsku, — hljómar þessi fróölegi þáttur eins og ein af heimiidum handa Halldóri Laxness aö vinna úr snilldar- lýsingu á bernsku Ólafs skálds ÍCárasonar, Ljósvikings. En sem fyrr segir: þetta er mjög f jölbreytt bók. Þaö er sagt frá bæjarbrag og sóöaskap I Reykjavik um aldamótin, frá þjóöhátiöinni 1874, frá kynnum af Jóni forseta Sigurössyni, frá upphafi kvenréttindabaráttu, sjávarháska. Sveinn Björnsson siöar forseti segir frá hernámi Danmerkur, Sigurður Breiðfjörð frá Grænlandi, Gísli Jónsson frá menntunardraumum sem ekki gátu ræst, Tryggvi Gunnarsson frá sinum fyrsta verslunar- leiðangri, Sveinn Gunnarsson frá heiftarlegu striöi viö nágranna og yfirgangsmann út af þrætulandi. Það leiðir af sjálfu sér, aö þaö er erfitt að setja fram umsögn um svo margvislegar ritsmiðar — nema þá ítreka það sem fyrr segir: að Gils hefur lag á aö krækja i lystilega bita upp úr þeim mikla potti sem þarf undir Islenska endurminningasúpu. Og þaö sakar ekki heldur aö geta þess, aö spaugilegust frásögn fyrir utan stúkuannál Þórberg og húskaparmál Jóns Steingrims- sonar, er frásögnin af yngingar- lækningum Jónasar Sveinssonar, sem sjálfsagt mun gera margan þann hissa sem ekki hefur aldur til aö muna þau undarlegu mál, þegar karlskröggur einn fyrir noröan varö svo náttúrumikill og kjaftfor fyrir sakir tilrauna MÁNA SILFUR SAFN ENDURMINNINGA Jónasar, aö bóndinn sem hafði hann sem niðursetning fór fram á aö meðlag með karli væri þrefaldaö! Og fylgdu á eftír fleiri uppákomur merkilegar. Islenskum endurminningabók- um hefur fjölgaö jafnt og þétt, sú þróun hefur verið svo ör að undanförnu að helst má likja viö þaö að tölum sé lyft i veldi: sextán veröa hundrað fimmtiu og sex. Og þótt þaö komi ekki mjög glöggt fram I úrvali sem þessu, þá getum viö einnig þar haft veöur af þvi aö þessi tegund bókmennta er I nokkurri úrkynj- um. Yfirleitt finnst lesanda textinn þeim mun merkilegri þvl eldri sem hann er, málfarið sér- stæöara og litrikara, sögumaöur undarlega nálægur þrátt fyrir allan þann tima sem liöinn er frá hans dögum. Manni finnst þeir öðrum fróðlegri sem elstir eru I þessu safni, Tikar-Mangi og Jón Steingrimsson. En svo kemur Þórbergur og truflar vangaveltur af þessu tagi og minnir á að enn fer þvi fjarri aö púður minninga- manna hafi allt blotnaö eöa sé upp uriö. AB ,, S teingrímssaga Steingrimur Steinþórsson for- sætisráöherra: Sjálfsævisaga. Andrés Kristjánsson og öriygur Hálfdanarson bjuggu tii prent- unar. Rvk. 1979. Bókaútgáfan örn og Örlygur „Jón er mjög lágur vexti, rek- inn saman, geysilega breiöleitur, leikur oft flærðarlegt glott um varir hans, gefinn fyrir slúður og kjaftasögur — illmálgur maður, svo aö ég hefi engan þekkt slikan. Næga greind haföi Jón og framgjarn var hann, en sérvitur úr hófi.” Þetta er ein mannlýsingin úr „Steingrimssögu” og sumar aör- ar eru litlu mildilegri. Steingrim- ur sér hvaö þá annað eiginleika manns af svip. Andlitsdrættir Einars á Eyrarlandi „bentu ekki á sterka skapgerö.” I andliti Páls Hermannssonar varð vart viö drætti „er báru bott um einhverj- ar veilur, gat veriö minnimáttar- kennd eöa einhvers konar þrdc- leysi annað.” Svona mætti lengur telja. Þetta fyrra bindi þessarar ævi- sögu nær fram til þess tima er Steingrimur veröur búnaöar- málastjóri 1935, aö þvi er best veröur séö fyrir hreinan kliku- skap, þótt enginn vafi leiki á þvi aö hann haföi ærna hæfileika og menntun til starfsins. 1 þessu bindi munu mesta athygli vekja frásagnir Steingrims af þéim átökum sem leiddu til stofnunar Bændaflokksins. Fróöleg er sú fullyröing hans, aö ihaldiö hafi styrkt Bændaflokkinn fjárhags- lega i kosningunum 1934, en raun- ar var Framsóknarflokkurinn aö sögn Steingrims þegar klofinn á sumarþinginu 1931, og er sú lýs- ing öllhin ömurlegasta. Það kem- ur heim viö frásagnir annarra aö Tryggvi Þórhallsson hafi aldrei orðið samur maöur eftir þingrofiö 1931: „Þá bilaði eitthvað i honum, fjör hans, bjartsýni og traust á sjálfum sér...” Jónas frá Hriflu verður vist ætið ein af sálfræði- gátum Islandssögunnar. Steingrimi fer sem fleirum, hann byrjar svo ákafur aödáandi Jónasar að hann „þoldi vart gagnrýni á hann eöa ráöstafanir hans” en sú aðdáun stenzt ekki nánari kynni: „En þaö sorglega er, aö við nánari kynni og sam- starf hratt Jónas flestum frá sér, sumpart vegna skapofsa og ráö- rikis, en þvi miður einnig af þvi aö flestir fundu margt lágt og litt sæmilegt I skapgerö hans og at- höfnum.” — Og hér skýtur Steingrimur fram skoðun sem ég hef hvergi heyrt né séö áöur: „Þvi miöur hefur hiö lélegra sótt á og náö meiri tökum á þvi sem á ævi hans leið. Lit ég svo á, aö kona hans hafi átt þátt i þeirri þróun. Guörún, kona hans, er skapsterk aö sumu leyti, en afar metnaöargjörn og skaphörö. Haföi ég fyrir þennan tima veitt þvi athygli, þvi aö ég kom oft á heimili þeirra.” Steingrímur mun hafa verið með róttækari Framsóknar- mönnum, framan af að minnsta kosti. Hann kom til Skagafjaröar skólastjóri á Hólum, lenti þar i einhverju versta ihaldsbæli landsins miðju og lét hart mæta hörðu, galt vél við vél. Framsóknarflokkurinn átti þá kannski enn einhvern tilverurétt sem málsvari ieiguliöa og fátækra bænda og meö þeim stéttum er samúö Steingrlms rik: „Hann var i vinstra armi flokks- ins eins og fátækum leiguliöa og einyrkjabónda bar aö vera” segir hann um einn sveitunga sinn. En ég verö að játa þaö, að þrátt fyrir alla dómhörkuna og bersöglina, lika um einkamál, gengur mér illa aö átta mig á Steingrimi eftir þessa bók, hvernig maöur hann var. Það ætti ekki aö þurfa að taka þaö fram að siðara bindis verður beöiö meö óþreyju (og vonandi prófarkir af þvi lesnar betur en þessu), ég hef aöeins drepið á fátt eitt af fjölmörgu, sem er allrar athygli vert. Smávegis saklausar vangaveltur ilokin: Munaöi minnstu að Bjarni Ben, útartaöi sig Framsóknar- maður? Steingrimur viröist ekki I vafa um þaö: „Benedikt Sveins- son haföi um langt skeiö veriö þingmaður N-Þingeyinga og hin siöustu árin talist til Framsókn-. arflokksins, þótt ekki væri hann stranglega flokksbundinn. Jónas Jónsson heimtaöi, aö Benedikt yrði látinn vikja, og fékk Björn (Kristjánsson kaupfélagsstjóra á Kópaskeri) til þess aö bjóöa sig fram á móti frænda sinum. Benedikt bauösig þvi einnig fram sem Framsóknarmaður, en féll meö tiltöluiega litlum atkvæða- mun. Þetta frumhlaup Jónasar varð til þess aö spyrna öllu fólki Benedikts frá Framsóknarflokkn- um, en áöur voru synir hans mjög nærri okkar flokki. Ég tel aö Jónas hafi parna gert eitt sitt mesta asnaspark, þvi aö senni- lega heföi veriö hægt að tryggja þá Benediktssyni, ef ekki heföi á þennan hátt verið sparkaö i fööur þeirra.” Jón Thor Haraldsson. Tveir bræður — tveir guðir óiafur Ormsson, einn hinna gal- vösku lystræningja, hefur nýveriö sent frá sér fyrstu skáidsögu sina, „Stiitungspunga.” Viö ræddum viö ólaf af þessu tilefni og báöum hann fyrst aö segja stuttlega frá efni bókarinnar. — Sagan f jallar um tvo bræöur, Snorra Þór og Pétur Diörik, sem alast upp á Akureyri ur) úr 1920, sagöi ólafur. — Uppeldi þeirra er frekar sérstætt, þeir lifa i ótryggri veröld. Faöir þeirra er bruggari og áfengi er meira og minna haft um hönd. Sagan lýsir siöan kynnum þeirra sinum af hvorri stjórn- málakenningunni, annarsvegar kommúnisma og hinsvegar nas- isma. Þeir leggjast eiginlega i pólitlska vimu, sem hefur siöan markandi áhrif á allt þeirra llf. Snorri kynnist stéttabaráttunni á Akureyri og veröur s jálfur þátt- takandi i henni, en Pétur fyllir flokk hvitliöa og þeir taka aö deila ákaft um stjórnmálakenningar. Pétur fer suður til Reykjavlkur i lögfræöinám og fer aö starfa i lögreglunni þar. Hann lendir I verkfallsátökum og hlýtur höfuö- högg. Upp frá þvi er hann meira og minna ruglabur. Hann kemur ruglaöur aftur noröur og telur sig hafa kvittað fyrir höggiö sem hann fékk sjálfur meö þvi aö lemjabróöur sinnmeökylfu ihöf- uöið. Sagan, sem gerist upp úr 1920, gerist á löngu timabili. Saga bræöranna er rakin allt til okkar daga. Þeir flytjast báöir suöur, Pétur skömmu fyrir striö, en Snorri á striðsárunum. Pólitisk fyrirmynd Snorra var sjálfur Jósep Stalln og I hans aug- um var Stalín guö.Dýrkun hans á Stalin birtíst m.a. i þvi aö hann tekur upp á þvi að skira son sinn I höfuö honum. En þaö breytist margt þegar suöur kemur. Snorri fer aö vinna hjá breska hernum inni i Laugarnesiog kemst I kynni við hernámsgróðann. Brátt veröa mikil umskipti I öllu hans lifi. Þaö er ekki lengur Stalin sem hann trúir á, nú er Mammon kominn til sögunnar. — Hvað kom tilaö þú valdir aö skrifa um þetta efni? — Égvar farinn að hugsa svo- litiö um þetta og langaði tíl aö taka fyrir i skáldsögu hvernig margur hugsjónamaöurinn sem hefurátt uppruna sinn útiá landi, i þessu tilviki Akureyri, söölar um þegar hann kemur suöur I þéttbýliö, inýtt og framandi um- hverfi, og tekur aö finna peninga- lykt. — A söguefniö sér fyrirmynd i raun v erule ika num ? — Nei, þetta er skáldsaga i heildsinni. Einungis Pétur Diörik á sér einhverja fyrirmynd. — Þetta er fyrsta skáldsaga þin, en þú hefur áöur skrifaö bækur? — Já, Stútungspungar eru Ólafur Ormsson, höfundur „Stútungspunga99 skrifaðir á siöustu tveimur árum. Áöur haföi ég gefiö út tvær ljóöa- bækur, Fáfniskver, — ákall til Bakkusar, 1973, og Skóhljóö ald- anna, sem kom út 1976. Þessar bækur voru gefnar út undir dul- nefninu Fáfnir Hrafnsson, og þaö nafn notaöi ég framanaf, t.d. i Lystræningjanum. En nú er Fáfnir horfinn. Hann brá sér i feröalag.en hver veit nema hann komi aftur. — Ertu með eitthvaö á prjon- unum? — Já, eins og fram kemur i lok Stútungspunga, veröur framhald á þeirri bók. Ég hef hugsaö mér aö rekja feril þessa fólks fram i tlmann, jafnvel fram yfir alda- mót, I þjóöfélagi sem er I augsýn. — Er þaö ekki býsna nýstárleg aöferð? — Jú, þaö hefur litíö veriö fengist viösllka hluti, en ég spái I framtiöina um leiö og ég skrifa næstu bók. Hún veröur I anda Stútungspunga, skopádeila, þar sem skopast er aö pólitfskum framagosum eins og viö best þekkjum þá 1 Alþýöuflokkum. — eös „Margur hugsjónamaöurinn söölar um þegar hann finnur peningalykt99 Blönduós fær gjöf frá Noregi: Jólatré frá Mors A sunnudaginn var viö hátiö- lega athöfn á Blönduósi afhent jólatré frá vinabæ Blönduóss i Noregi, Mors. Aö sögn Sturlu Þóröarsonar, fréttaritara Þjóö- viljans, er hér um hiö myndarleg- asta tré aö ræöa en þetta er i fyrsta skipti sem staöurinn fær slikt tré aö gjöf. Arni Sigurösson sóknarprestur afhenti tréö fyrir hönd gefanda en Hilmar Krist- jánsson tók við þvi fyrir hönd heimamanna. Lúörasveit Blönduóss lék jólalög. Jólatréö er á opnu svæöi fyrir framan kaup- félagiö þar sem þaö nýtur sin vel. — GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.