Þjóðviljinn - 12.12.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.12.1979, Blaðsíða 7
MiÐvikudagur 12. desember 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Loka- bindi Sögu frá Skag- fíröingum trt er komið á vegum IÐUNN- AR fjórða og sfðasta bindi af Sögu frá Skagfirðingum eftir Jón Espólinog Einar Bjarnason.Þaö er heimildarrit I árbdkarformi um tiðindi, menn og aldarhátt I Skagafirði 1680-1847, en jafn- framt nær frásögnin i og meö til annarra héraöa, einkum á Norðurlandi. Jón Espólin sýslu- maður er höfundur verksins allt fram til ársins 1835, en siöan Einar Bjarnason fræðimaður á Mælifelli og gerist frásögnin þvi fyllriog fjölbreyttari þvinær sem dregur I tima. Fjóröa og siðasta bindiö tekur yfir árin 1842—47. Aftan við textann eru athugasemdir og skýringar sem Kristmundur Bjarnason hefur tekið saman, svo og grein eftir Hannes Pétursson þar sem leidd eru rök að þvi að Einar Bjarnason hafi haldið áfram ritun sögunnar að Espólin látnum, en ekki GIsli Konráðsson eins og lengi var talið. Aftast i þessubindi er nafnaskrá yfir allt verkið og spannar hiln 50 blaðsiður. Nær hún bæði til meginmáls, athugasemda og skýringa. — Meðal nafnkenndra manna sem frá er sagt í fjóröa bindi er Sölvi Helgason, og mun ekki annars staöar að finna eldri frásögn um hann. Af sögulegum tiðindum má nefna fyrstu kosn- ingar til alþingis og Utgerð fyrsta þiljuskips I Skagafiröi. Kristmundur Bjarnason var frumkvööull Utgáfu á Sögu frá Skagfirðingum.en auk hans lögðu hönd aö Utgáfunni Hannes Pétursson og ögmundur Helga- son. Lokabindið er 192 bls., Set- berg prentaöi. Á kápu er ljósmynd tekin af Pétri Hannes- syni, og sér þar austur yfir Héraðsvötn til Glóöafeykis. Sigmund á skopöld ..Sigmund á skopöld” nefnist nýútkomin bók frá Prenthúsinu. t bókinni eru fjölmargar skop- myndir eftir Sigmund Jóhanns- son í Vestmannaeyjum. í formála að bókinni segir Indriði G. Þorsteinsson m.a.: „Það munu vera ein fimmtán ár slðan hann byrjaði að teikna i Morgunblaöiö, og mannlifið er stórum fátæklegra þá sárafáu daga, þegar engin mynd birtist eftir Sigmund. Skopmyndir hans hafa þróast vel á liðnum árum. Still hans er ákaflega persónuleg- ur og sérstæður, og tilfyndnin meðeindæmum.Þaðer því mikill fengur aðþeirribók, sem nú kem- ur fyriralmannasjónir með ýmis- legt af þvl besta sem Sigmund hefur teiknað.” Hægt að sýna fleiri grípi en áður Ariö 1916 var safni Jóns Sig- urðssonar komið fyrir I sérstöku sýningarherbergi I Alþingishús- inu og var til þess notaður af- gangurinn af samskotafé til minnisvarðans sem gerður var 1911. t Albingishúsinu var safnið svo til 1952 er það var flutt I hús Þjóðminjasafnsins við Suður- götu þar sem það hefur mestallt verið haft stöðugt til sýningar i einu herbergi, stofu Jóns Sig- urðssonar. Eftir aö minjasafnið var flutt I Þjóðminjasafnið og faliö umsjá þess hafa þvi enn áskotnast nokkrir munir að gjöf. t tilefni af 100. ártiö Jóns Sig- urðssonar og Ingibjargar konu hans hefur minjasafnið fengið enn eitt herbergi til umráða i safninu svo að hafa megi til sýn- is nokkru fleiri af gripum safns- ins en verið hefur og öðrum komiö betur fyrir en var. Er hér einkum um að ræða ýmsa smá- hluti úr eigu þeirra hjóna, svo sem úr og skartgripi, kjólföt og pipuhatt Jóns og hluta af skaut- búningi Ingibjargar, sem safnið hefur nú alveg nýverið eignast, bréf og ýmis skrifuð gögn, svo sem prentsmiðjuhandrit að Nýjum félagsritum, fæðingar- vottorð og annaö smálegt af þvi tagi. Þá eru myndir af þeim hjónum á ýmsum aldri, ýmis gögn og myndir frá útför þeirra og samskotalistar o.fl. frá gerð minnisvarða Jóns. Greinilegt er á sýningunni að þau Jón og Ingibjörg hafa haft gaman af að halda sig rlkmann- lega, klæða sig aö hætti fyrir- manna, eignast vegleg húsgögn og vandaða smðhluti úr skirum málmum og góðu efni. Allar frásagnir um heimili þeirra hjóna bera líka vott um slikt hið sama. Þau bjuggu i stóru og dýru húsnæði og héldu höfðing- legt heimili þar sem gestrisni var í hávegum höfð. Það var op- iö öllum tslendingum I Höfn og varð miðstöð þeirra um daga Jóns og Ingibjargar. —GFr í pessum sKap eru ymis skjol og myndir m.a. samskotalistar o.fl. frá Til vinstri er samfella Ingibjargar en til hægri kjólföt, pipuhattur, gerð minnisvaröa Jóns 1911. skinnhanskar og axlabönd Jóns. Fremst til vinstri eru Passiusáimarnir bundnir I skinn og með upphafsstöfum Ingibjargar, en þá gaf Jón unn- ustu sinni i afmæiisgjöf árið 1836. Minjasafn Jóns Sigurðssonar Eftir lát þeirra hjóna, Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdótt- ur, í Kaupmannahöfn í desember 1879 eða fyrir réttum 100 árum var haldið uppboð á húsmun- um þeirra. Tryggvi Gunnarsson var þá svo f ramsýnn að kaupa þessa muni og í júlí 1881 gaf hann þá (slandi með bréf i til forseta sameinaðs þings. Lét hann þá ósk í Ijósi að þeir yrðu varð- veittir framvegis. Næstu árin lágu áður- nefndir munir umhirðu- lausir á lofti Alþingis- hússins. Þeir voru þó teknir fram á aldaraf- mæli Jóns Sigurðssonar árið 1911 og haldin sýning á þeim fyrir almenning í húsnæði Þjóðskjalasafns- ins. Að þeirri sýningu lok- inni færðist Alþingi und- an því að taka við saf ninu á ný og varð þá að hola því niður í yfirfullum geymslum forngripa- safnsins. Á sýningunni 1911 fékk þjóð- minjavörður að láni ýmsa muni úr búi Jóns Sigurössonar sem þá voru I eigu ættingja Jóns og annarra einstaklinga. Sumir þessara muna voru gefnir minjasafninu að sýningu lokinni eða siöar. Ýmsir smámunir úr eigu Jóns og Ingibjargar: Fremst til hægri er eyrnaskefiil og tannstönguil úr gulli ásamt hylki úr silfri. Þá eru þarna m.a. gleraugu, eyrnarlokkar, deshús, skirnarvottorð Jóns o.fl. (Ljósm.: eik) Ncestsíðasti dagur ársins Næstsíðasti dagur ársins eftir Normu E. Samúels- dóttur. \ Beta, húsmóðir í Breiðholti, situr við dagbókar- skriftir og gerir upp lif sitt, hispurslaust og af ein- lægni. Upp af slitróttum dagbókarblöðurh þar sem renna saman endurminningar, svipmyndir daglegs lifs og hvers konar utanaðkomandi áreiti rís smám saman heilsteypt persónulýsing, skýr og trúverðug mynd af hlutskipti láglaunafólks, húsmæðra fyrst og fremst, i svefnhverfum Stór-Reykjavíkur. Því nærtæka viðfangsef ni hafa ekki f yrr verið gerð skil i íslenskri skáldsögu. Næstsíðasti dagur ársins er fyrsta bók Normu E. Samúelsdóttur. Mál og menning i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.