Þjóðviljinn - 21.12.1979, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 21.12.1979, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNiFöstudagur 21. desember 1979. MINNING Blikkiðjan Ásgaröi 7» Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 53468 Margar skemmtilegustu og beittustu greinar og ræður Magnúsar Kjartans- sonar frá siðustu þremur áratugum. Ómetanieg heimild um stjórnmáiasögu eftir strið og pólitiska hugsun og ritsnilld eins helsta forustumanns islenskra sósial- ista. Mál og menning Ifll Guörún Ámadóttir Guörún Arnaddttir lést þann 4. desember og var jarðsett frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. desember. Guðrún var fædd á Eyrarbakka 4. október 1920 og voru foreldrar hennar Kristin Halldórsdöttir og Arni Helgason sem stundaði sjó- sókn frá Eyrarbakka i áratugi. Móöir Guðrúnar lést árið 1933 eneftir það ólst hún upp hjá föður sinum oghélt heimili meö honum i 6 ár, eða þar tilhún giftist Krist- jáni Magnússyni málara 6. des- ember 1953 og vantaði þvi aðeins 2daga upp á 26 ára hjónaband er Guðrún lést. Guðrún átti dóttur, Kristinu Þórðardóttur áður en hún giftist Kristjáni. Kristin er nú gift Sævari Erni Kristjánssyni og eiga þau saman 2 syni. Guðrún og Kristján eignuöust 2 syni, Magnús 25 ára húsasmiö og Arna 17 ára, nema i Tónlistaskóla og jafnframt nemenda i hárgreiðslu i Iðnskóla Reykjavikur. Kynni min af Guðrúnu eða Gunnueins og hún var ætiö kölluð á meðal vina hófust fljótlega eftir að þau Kristján giftust. Við Krist- ján vorum saman i Iönskóla og tókum saman sveinspróf vorið 1950. Viðvorum þá báðir kóngsins lausamenn en það ástand varði þó ekki mikið lengur. Kristján leit- aöi fanga austanfjalls og hefur það oft verið haft við orð að hann hafi ekki fariö erindisleysu á Bakkann. Ég minnist fyrsta heimilis þeirra Gunnu og Kristjáns I kjall- aranum á Grundarstlg þar sem nú er Verslunarskólinn. Þar var ekki hátt til lofts né vltt til veggja en vistlegt og notalegt inn að koma. Siðar fluttust þau hjónin I eigin i"búð á Grensásveg 60 og hafa búið þar siðan. Heimilið hefur jafnan verið starfsvettvangur konunnar og þar speglaðist hæfni hennar og smekkvlsi og ef vel er að gætt þá má greina fleiri eðlisþætti i' þeim hlutum sem skópu það heimili. Heimili þeirra Guörúnar og Kristjáns vitnaði um smekkvisi og reglusemi. Þar gegndi hver hlutur hlutverki, annað hvort hagnýtu eða listrænu. Kannski var það fyrst og fremst einfald- leikinn sem gaf þessu heimili svo aðlaðandi svipmót, andstætt þvi sem viðaugum blasirviðast hvar nú, á ti'mum efnishyggjunnar. Ekki verður sagt,að þau hjónin hafi verið lik hvorki i sjón né raun, engu aö siður voru þau sér- lega samrýmd og á milli þeirra rikti gagnkvæm virðing og tillits- semi og stóryrði og skammir munu ekki hafa heyrst á þeirra heimili. Eitt var það I fari þeirra beggja, sem oft bar á góma, en það var virðing fyrir fortiöinni og þjóðlegum einkennum. A þessari stundu eru mér efst I huga þær ánægjustundir er við höfum átt saman og þá kemur þriðji aðilinn inn i myndina en það er Arni Guðmundsson og hans kona, eða Arni og Kata eins og við kölluðum þau. Gunna hafði flest ár að baki af okkur sex, en þrátt fyrir það gegndi hún hlut- verki stelpunnar I þessum hópi og þar kom til hennar sifellda glað- værö og klmnigáfa. Gunnu var sérlega lagið að hagasvo orðum að hversdagslegt umræðuefni tók á sig skoplegar myndir og ef að einhver ætlaði að gerast háfleygur, þá var hann umsvifalaust sleginn út af laginu með gamansömum athuga- semdum. Enda þótt við vissum að hún Gunna gekk ekki heil til skógar, þá hygg ég að engu okkar hafi I hug komið þessi óvæntu endalok. Hún bjó yfir svo mikilli lifsgleði og hafði svo margt til að lifa fyrir — en staðreyndin veröur ekki um- flúin og þá vakna spúrningar um orsakir og tilgang, en svörin eru ekki auðfundin, því li'fsgátan er þeim torráðin sem tileinka sér rökfræði raunhyggjunnar og þannig á þaö aö vera. Það er lög- mál lífsins. A meðan hún Gunna var á meðal okkar þá miðlaði hún okkur af glaðværð sinni það voru hennar sterkustu einkenni og véi var hennf ekki að skapi. Þess- vegna tengist minningin um hana gleðinni. Kristjáni, börnum og nánum ættingjum sendi ég hugheitar samúðarkveðjur og óska þeim velfarnaðar á ókomnum tlmum. Hjálmar Jónsson. Húsrád um raforku- sparnaö á jólum Nú er sá árstími, þegar raf- orkunotkun hér á landi nær hámarki. Undirrituðum aðilum þykir því rétt aö koma á framfæri nokkrum ábendingum til heimila um raforkusparnað, ásamt upplýsingum um nokkur öryggis- atriöi við raforkunotkun vegna þeirrar hátlðar, sem i hönd fer. Tilgangurinn er ekki að hvetja til takmörkunar á ljósaskreytingum nú um jólin, heldur aðeins að benda áeinföldráð til að nýta raf- magnið betur, sem er bæði ein- staklingum og þjóðfélaginu til hagsbóta. Lýsing. Um jól og áramót er notkun rafljósa meiri en á öörum árstlm- um. Hér á eftir fara nokkur hús- ráð um notkun lampa og ljósa- búnaðar. 1) Komið lömpum þannig fyrir að þið skyggið ekki sjálf á vinnuflötinn. Beinið ljósinu að vinnufletinum. 2) Stillið lampa þannig að ljósiö sklni ekki I augun eða falli á glansandi hluti, og valdi á þann hátt ofbirtu. Með þessu móti nýtist ljósið betur, og komast má af með minni perur. Notið rétta peru I hvern lampa. 3) A mörgum stöðum, svo sem i eldhúsi, göngum, bílskúr o.fl. er hagkvæmt aö nota flúrpípur. Þær gefa um 6-falt meira ljós en glóperur miðaö við orku- notkun 4) Haldið lömpum og perum hreinum. óhreinindi geta minnkaö Ijósmagn um allt aö þriðjung. 5) Slökkvið á eftir ykkur. Það sparar rafmagn 6) Ef þiö hafiö birtustilla, skuluð þið nota þá eftir þörfum. Þvl minni birta, þeim mun minnii rafmagnsþörf. 7) Utiljósakeðjur eiga aö vera úr vönduðum gúmstreng með vatnsvörðum peruhöldum. 8) Komið keðjunni þannig fyrir, aðperurnarvísiniðurá við, svo að vatn safnist ekki í peruhöld- urnar. 9) Gætið þess að ljósakeðjurnar séu vel festar. 10) Skiljið aldrei eftir opnar peru- höldur, eða brotnar perur I peruhöldum. lDHafið slökkt á ljósakeðjunni þegar skipt er um perur. 12) Gætið þess að brennanleg efni eða leiðandi málmskraut liggi ekki við peruhöldurnar. 13) Festir ekki ljósakeöjur t.d. I gluggakörmum eöa annars- staðar með nöglum, teikniból- um, eða öðru sem skaddaö get- ur leiðina Notiö viðeigandi plastspennur eða llmband. 14) Rjúfið ávallt straum af ljósa- keðjum eöa skrautlýsingu áður en gengið er til náða. 15) Ýmisskonar jólaskraut, keypt eða heimatilbúið er þannig gert, að koma má fyrir I þvl ljósaperu t.d. likön af kirkjum jólastjörnur o.s. frv. Glóperur af venjulegri stærö eru yfirleitt of stórar til slíkra nota. Þær geta auðveldlega kveikt I pappir eða öðrum eldfim- um efnum. Ekki ætti að nota stærri peru en 5-10 W. Ljósa- búnaöurinn á að vera vel festur og rými umhverfis hann sem mest og þess gætt, að eldfim efni geti ekki fallið á peruna. Iönaðarráöuneytið, orku- sparnaðamefnd. Landsvirkjun Rafmagnseftirlit rikisins Samband islenskra rafveitna. U)0tboð!|I Tilboð óskast frá innlendum framleiðend- um i smiði götuljósastólpa úr stálpipum DIN 2448, St. 35 fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. tJtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, Reykja- vik. Tilboðin verða opnuð á sama stað mið- vikudaginn 23. jan. n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.