Þjóðviljinn - 23.12.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.12.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 23. desember 1979. * unglingasídan * Umsagnir um bókina „Sveindómur’ eftir Egil Egilsson Ragnheiður B. Þórðar- dóttir, 16 ára, Neskaup- stað: Lyfseðlar við félagsleg- um vanda- málum Aöalpersónan Sveinn, 13 ára, býr með fjölskyldu sinni i blokk 1 Reykjavik og er fjölskyldulífiö ekki meö besta móti. Foreldar Sveins er svo niðursokknir i lifsgæöakapphlaupiö aö þeir sinna andlegum þörfum hans litiö, og hefur Sveinn ekki mikil samskipti viö systkini sin. Ofan á það bætist að Sveinn á ekki marga vini og er mikiö einn. Sveini gengur illa i skólanum, honum er kennt um allt sem skeöur i tlmum og á erfitt meö aö hafa hugann viö námsefniö. Vandamálið „Sveinn” er tekiö til athugunar hjá skóla- stjóranum. Niðurstaða hans er aö senda Svein til læknis sökum hegðunarvandkvæða. Fer Sveinn til læknis og fær þær upplýsingar aö hann sé eitthvað veikur i höfðinu, og fáiþe.ss vegna fri i skólanum um tima. Einnig fær hann resept uppá töflur og er honum sagt að mæta hjá lækninum meö vissu milli- bili. En heimsóknir Sveins til læknisins verða vart til annars en að endurnýja lyfseðlana, og Sveinn fer að efast um aö læknirinn sé i raun og veru aö hjálpa honum. Bókin er ekki rósrautt ævin- týri þar sem allt gengur öllum i hag, heldur raunhæf lýsing á vandamálum sem eru til staöar. Bókin er réttlát ádeila á þau kjör sem nútimaþjóðfélag býöur unglingum, á ósveigjan- leika skólakerfisins, þar sem margir lenda utangarðs, á samkeppnisþjóöfélagiö, á þaö margmisnotaða ráö lækna að skrifa lyfseöla viö félagslegum vandamálum, og á fl. Vandamál einsog Sveins eru ekki staöbundin og finnast án efa jafnt úti á landi og i Reykjavik. Bókin er skemmti- lega skrifuð og vekur mann til umhugsunar. Sveindómur er ekki fremur bók fyrir unglinga en fulloröna, og ég held að allir heföu gott af þvi aö lesa hana. Guðjón Símonarson, 15 ára, Reykjavík: Góð til- breyting frá verksmiðju- framleiddum reyfurum Skáldsagan Sveindómur gerist i Reykjavik á okkar dögum og fjallar um 13 ára dreng, erfiöleika hans heima fyrir og i skólanum. Persónur bókarinnar eru misjafnlega ljósar, en samt sem áöur er bókin ágætlega skrifuð, heldur athyglinni og kemur les- andanum til aö skella uppúr á óliklegustu stööum. Þarna er býsna vel lýst lifsgæöakapp- hlaupinu og stressinu i nútima þjóöfélagi, sýndar afleiðingar þess á börn jafnt sem foreldra. Þessi bók er góð tilbreyting frá öllu flóðinu af hinum verk- smiöjuframleiddu barna- og unglingareyfurum, ef ég má svo aö oröi komast. Bók þessi á aö minu mati jafnt erindi til foreldra sem barna og unglinga. Þula frá Týli Eftir Jóhannes úr Kötlum (Birt i tilefni af jólum). Horfumst í augu fögnum morgunhvítri sólinni laugum iljar okkar í dögginni biðjum um frið leggjum grasið undir vanga okkar vermum frækornið í lófa okkar stígum varlega á moldina biðjum um frið borum fingrinum í sandinn sendum vísuna út í vindinn speglum okkur í hylnum biðjum um frið reikum um fjárgöturnar teljum stjörnurnar hlustum á silfurbjöllurnar biðjum um frið göngum að leiði móður okkar göngum að leiði föður okkar minnumst hins liðna biðjum um frið tökum í hönd systur okkar tökum í hönd bróður okkar lyftum því sem er biðjum um frið litum í vöggu dóttur okkar litum í vöggu sonar okkar elskum hið ókomna biðjum um frið horfumst í augu horfumst í augu gegnum f jarlægðirnar horfumst í augu gegnum aldirnar biðjum um frið. Til hamingju með jólin! Hvílið ykkur vel! Kæra stjórnandi siöunnar! (var þetta ekki góö byrjun?). Ég er hérna einn unglingur úti á landi, og mig langar aö senda þér ritgerö sem ég skrifaöi i fyrra. Þú mátt gera hvaö sem er . við hana, þvi að ef mér hefði ekki dottiö i hug aö senda hana eitthvert heföi hún bara lent i ruslinu. Ég skrifaði þetta fyrir málfræðitima i fyrra, og þar sem mér finnst gaman aö skrifa ritgeröir og sögur, og þetta var auk þess fyrsta ritgerðin á vetrinum (en þær urðu 2), hlakkaði ég til að fá vitnis- burðinn. En á blaðinu stóð: ,, B-Gott nema frágangurinn!” Og svo var blaðið allt útkrassað meö rauöu bleki sem átti aö segja hvar stafsetningarvillur væru. Af hverju er verið að láta kennara kenna málfræöi og bókmenntir, sem ekkert vit hafa á sliku? Jæja, ég þakka fyrir áheyrnina, birtinguna eöa hvað sem þú gerir! 15 ára 007. P.S. Ég ætlast til að þú dæmir þetta ef þú birtir það. Hvað er það sem vantar i ritgerðirnar minar? Ekki birta nafniö þótt ég setji það. Mér er illa við nafn- laus bréf. AUMINGJA ÉG! Ritgerð eftir 15 ára 007 „Hæ! ertu vakandi?” Ég heyri þessi orö einhvers staöar langt úr fjarska, eins og mig sé aö dreyma. Ég umla og sný mér á hina hliðina, „helvitis kerlingin, getur hún ekki látið mig i friði!” „Hvaö er klukkan?” Þaö er mamma sem spyr. Ég lit eins og ósjálfrátt á klukkuna, og heyri samstundis rödd mömmu, hún er sigrihrósandi: „Sko, þú ert vist vakandi!” Siöan fer hún fram. Ég sest á rúmstokkinn, gröm yfir að hafa látiö mömmu plata mig svo auöveldlega, en stend jafnharöan upp, þvi aö ég er talsvert aum i bakhlutanum eftir sleðaferöina i gær. Ég brosi þegar ég hugsa um hana. Ég sé fyrir mér kennarana, sem voru eins og þeir væru gengnir i barndóm. „Bara að þaö verði aftur sleðaferö, en öllu fólki finnst 13 ára krakkar allt of stórir til að leika sér á sleöa. Eiginlega finnst fólki viö lika vera of ung til aö haga okkur eins og fullorðnir. Og fulloröna lólkiö er nú ekki allt of oft til fyrirmyndar.” Ég andvarpa og tek aö klæöa mig. Auövitaö þarf ég aö reka tærnar i þröskuldinn á leiöinni á kló- settiö, þaö er enginn endir á þvi hvaö ég er óheppin. Aö lokinni aflosun og hrein- gerningu dagsins opna ég dyrnar inn i eldhúsið, þar sem mætir mér ilmandi kakólykt og dynjandi hávaöi úr útvarpinu. Mamma og pabbi sitja og rifast um pólitik, ekki skil ég af hverju þau brýna svona raustina, yfir- leitt eru þau alveg sammála um aila skapaöa hluti. „Eru allir I þessu húsi orönir vitlausir eöa hvað?” Ég lækka i útvarpinu og geng inn í eldhúsiö. „Ha-a” segir mamma. Ég svara ekki, en fer aö smyrja mér brauö Ég geri mér grein fyrir að ég er i vondu skapi. Ég hlýt að hafa veriö þungt hugsandi, þvi aö ég hrekk viö þegar mamma ýtir viö mér, og segir hátt: „Ég var aö spyrja þig hvort ég ætti ekki að gera þetta fyrir þig! ” „Hmmm” segi ég. „Það er ómögulegtaösmyrja með þessu smjöri, getiö þiö ekki hætt aö geyma smjöriö i isskápnum”. Mamma tekur viö hnifnum, og hendir tætlunum af brauöinu sem ég haföi veriö aö reyna aö smyrja og sker nýja sneiö. Eftir þolanlegan morgunverö og smá nöldur er ég á leiðinni i skólann, og mamma og pabbi halda áfram að rifast um pólitik af miklum móð. Ég er i léttara skapi eftir aö ég kom út. Veörið er ágætt sem stendur, snjór yfir öllu, og grýlukertin eru hvert ööru stærra. En það sem mest léttir skap mitt er þaö aö spáö hefur verið áframhaldandi snjókomu, og hver skilin af öðrum flykkjast á veöurkortiö i sjón- varpinu, og ég sé dökkgráan skýjabakka á austurloftinu. Þaö litur út fyrir aö brátt komi hriö. Kannski verður þá fri i skólanum! Niður með einkunna- gjafir Þakka þér kærleg fyrir send- inguna. 1 stuttu máli sagt finnst mér ritgerðin prýöileg, miklu betri en flestar þær ritgerðir sem ég hef lesið eftir fólk á þinum aldri. Vissulega má aö henni finna, — þú heföir til dæmis getað farið ögn nánar út i orsök þess að foreldrarnir eru svona æstir þegar pólitikin er á dagskrá, e.t.v. gefiö smásýnis- horn af samræðum þeirra, — eins rak ég augun i setninguna: „Ég hlýt að hafa verib þungt hugsi....”, — þú hlýtur aö vita sjálf hvort þú vart þúngt hugsi eöa ekki, þessvegna er þetta dálitiö klaufalega sagt, — og i lok ritgerðarinnar feröu aö minnast á veöurkortiö i sjón- varpinu einsog þú hafir það fyrir augunum einmitt þá stundina, sem auövitað stenst ekki, þar eð þú ert á leið i skólann. Kannski hefðirðu mátt draga foreldrana skýrari dráttum, einsog þeir koma fyrir i ritgerð- inni er erfitt aö átta sig á þeim sem persónum. Til aö mynda sé ég ekki samhengiö I þvi aö þú skulir bölva mömmu þinni svona hraustlega i upphafi, og svo þvi aö helvitis kerlingin smyr oni þig brauðið stuttu siöar. Og orsökin fyrir skap- vonsku þinni er heldur ekki nægilega ljós. — En þrátt fyrir þessa galla og e.t.v. einhverja fleiri sé ég hreint enga ástæöu til þess að afgreiöa ritgerðina með þeim hætti sem kennarinn þinn hefur gert. Yfirleitt er ég algjörlega andvig einkunna- gjöfum, það er augljóst af þessu dæmi þinu hversu vita gagns- lausar einkunnir eru, „B- Gott nema frágangurinn” segir þér akkúrat ekki neitt. Kennarinn hefði getað spjallað viö þig um ritgerðina, bent þér á þaö sem betur mætti fara, og skýrt fyrir þér hvernig þú gætir unnið betur úr efninu. Þaö er skömm aö þvi aö svona „kennslu”aðferðir skuli tiðkast, þær eru áreiöanlega ekki til þes íallnar aö ýta undir áhuga nemendanna á verkefnunum. En staðreyndin er vist sú, að alltof margir kennarar eru sjálfir áhugalausir og hugmyndasnauöir, hverju sem þar má um kenna. Blessuö, haltu áfram að skrifa og láttu ekki skólakerfið draga úr þér kjarkinn meö sinum Béum og Céum. Og geröu þá kröfu til kennarans að hann leiðbeini þér i alvöru. Til þess er hann þarna. Baráttukveðjur, Olga Guörún. P.S. Persónulega er ég þeirrar skoöunar aö mönnum ætti aö vera frjálst aö stafsetja eftir eigin höföi. Takk fyrir: únglingasiöan þakkar bóka- útgáfunni IÐUNNIfyrirbækurn- ar, Guöjóni og Ragnheiði fyrir umsagnirnar. 15 ára 007 úti á landi fyrir bréfið og ritgeröina og kennaranum hennar lika, þvi heföi hann sinnt starfi sinu betur hefði únglingasiðan aldrei fengið ritgeröina! Bestu þakkir einnig til Hróönýjar Einars- dóttur, ekkju Jóhannesar úr Kötlum,fyrir að vera svo elsku- leg aö leyfa birtingu á Þulu frá Týli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.