Þjóðviljinn - 23.12.1979, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. desember 1979.
Litið til baka
Þaö var eftir seinni heims-
styrjöldina aB einstaka menn
vöknuðu til meðvitundar. Hitler
og áróöursfulltrúar hans höfðu
heilaþvegið þýsku þjóðina og
hafði kvikmyndin þar gegnt
ákveðnu hlutverki. Spurningarn-
ar lágu í loftinu. Hversu stóra
hlutdeild átti kvikmyndin i
nasistaáróðrinum? Hún var ekki
svo afgerandi þattur í þessum
áróðri. En getur veriö aö áhrif
hennar hafi verið afgerandi? Nei,
það voru aðrir þættir sem skiptu
meira máli. En hvaða þættir þá?
Þessum spurningum var i raun og
veru aldrei svarað. En samt
höfðu margir fengið ákveöið hug-
boöogvarð það tilþess, aöþýskir
skólamenn gáfu kvikmyndinni og
hugsanlegum áhrifum hennar
aukinn gaum.
Það sem Þjóðverjar hræddust
mest var hugsanlegt áróðursgildi
kvikmynda og var nú hafin til
vegs og virðingar mikil og viðtæk
verndunarstefna, sem teygöi
anga sina til annarra landa
Evrópu. Kvikmyndakennsla var
hafin i skólum og var megin inn-
tak kennslunnar verndun gegn
þeirri hættu og þeim skaðlegu
áhrifum sem kvikmyndir geta
haft. Ætlunin var að þroska með
börnunum listrænan kvikmynda-
smekk og eru hreyfingar eins og
„Action dergutefilm”og flokkur
kvikmynda með sama nafni af-
kvæmi þeirrar stefnu.
En það er orðið langt siðan
þetta var og miklar framfarir
hafa orðið i uppeldis-, sálar- og
kennslufræðum sem hafa markað
aðra stefnu i þessum mál\)m.
„Hélt að indí-
ánarnir væru
þreyttir á lífinu”
Arið 1963 gerði Þjóðverjinn
Walther Tröger merkilega rann-
sókn á möttöku og upplifun 4000
unglinga á aldrinum 12—19 ára á
kvikmyndum. Tröger komst að
þeirri niðurstööu aö móttakan
fylgi þroskaferlinu. Niðurstöður
voru sem hér segir:
1. Kvikmynd er raunveruleiki.
Hluti barnanna upplifði kvik-
myndina eins og hvern annan
raunverulegan atburð sem gerist
hér og nú.
2. Kvikmynd er mynd úr raun-
veruleikanum, þar sem hinar
kvikmynduðu persónur og hlutir
voru þar og geröu þaö sem kvik-
myndin sýnir. þ.e. raunverulegur
atburður i þátið eða eins og ein
af eldri stelpunum orðaði það
„Éghélt að indjánarnir sem voru
drepnir væru fólk sem var orðið
þreytt á lifinu og tók þess vegna
þátt i þessum kvikmyndaða at-
burði.”
3. Kvikmyndin er mögulegur
raunveruleiki, þ.e. börnin álitu
atburðinn ef til vill hafa gerst eins
og kvikmyndin sýndi.
4. Kvikmyndin er valmöguleiki
úr raunveruleikanum sem er
verk kvikmyndageröarmann-
anna og getur bæði byggt á upp-
spunnu efni jafnt sem heimildar-
legu.
Þessar niðurstööur frá 1963
gefa okkur smá hugmynd um
hvernig unglingar upplifa kvik-
myndir. En hvað þá með börnin?
Við spurningunni veröur ekki gef-
ið einhlitt svar. enda ekki mögu-
legt. En það er þó öruggt að ef
börn fá ekki almennar upplýsing-
ar um hvaö kvikmyndir eru, þá
hlýtur móttaka þeirra að byggj-
ast á fölskum forsendum.
„Besta jóla-
auglýsingin”
Ef við nú i framhaldi af þessu
athugum hversu stórt hlutverk
hinar „lifandi myndir” spila i
móttöku á skilaboðum og i sam-
skiptum almennt i islensku sam-
félagi, þá komumst við að þeirri
niðurstööu, að það sé orðið æði
stórt. Lengi fram eftir öldinni sáu
Einar Már
Guðvarðarson
skrifar
Hér hefst greinaflokkur,
sem fjallarum börn og ungl-
inga I samfélagi einstefnu-
miðlunar, þar sem megin-
áhersla er lögð á kvikmyndir
og sjónvarp. Hér er um að
ræða þatt sem er oröinn
mjög stór i félagsmótun og
uppeldi barna og unglinga á
lslandi, og vægi hans mun
aukast i framtiðinni. Það er
þvi í raun skylda okkar aö
gefa þessum samskiptaþætti
meiri gaum en veriö hefur,
og þá jafnframt nauðsynlegt
að hafa i huga að ekkert
samfélag þrifst án sam-
skipta þegnanna. Fjölmiðlun
byggistá einstefnumiðlun og
þvi er styrkur hennar gifur-
legur. Fjölmiðlun krefst að-
halds og gagnrýni á hverjum
tima. Að öðrum kosti er hætt
viö að lýðræðinu sé stefnt I
hættu og að grundvellinum
sé kippt undan sjálfstæöi
þjóðarinnar. Við eigum I vök
að verjast.
Þessi greinaflokkur krefst
viðbragðs eða andsvars sem
flestra. Égóska eftir að hann
verði lesinn af gagnrýni og
að hver og einn dragi sinar
ályktanir.
* kvikmyndir_________
A
Börn og unglingar
í samfélagi
einstefnumiðlunar
\
„Framleiösla sem höföar til sem flestra meö þvl aö spila á strengi ofbeldis, kúgunar eöa lágra mann-
legra hvata i einhverri mynd.”
segir i smápistli undir fyrirsögn-
inni „Besta jólaauglýsingin”
skrifuðum af Guðna Gunnarssyni,
framkvæmdastjóra barna- og
unglingastarfs KFUM og K
„Siðustu vikurnar fyrir jólin er
oft gaman að sitja fyrir framan
sjónvarpiö og horfa á allar jóla-
gjafaauglýsingarnar sem þar
birtast. Þegar sama auglýsingin
er sýnd kvöld eftir kvöld, finnst
okkur það bara ennþá skemmti-
legra, þvi þá getum viö lært lög og
texta utanað og sungiö meö um
leiö og auglýsingin er sýnd.
Fyrir næstum þvi tvö þúsund
árum sáu nokkrir fjárhiröar
fyrstu og bestu jólaauglýsinguna.
Þeir sátu ekki fyrir framan sjón-
varpiö, heldur gættu þeir hjaröar
sinnar á Betlehemsvöllum. Þaö,
scm þeir sáu og heyröu kom þeim
sjálfan mig: „Endurspegla þessi
orð ef til vill skoðanir þorra
þjóðarinnar um hlutverk sjón-
varpsinssem markaðstækis?” Er
heilaþvotturinn kominn á þetta
hátt sig?
1 pistlinum hérá undan er dreg-
inn samnefnari annarsvegar á
milli guðs og þeirra sem opinbera
hinn „heilaga sannleik” þ.e. aug-
lýsenda, og hins vegar á milli
engils guðsog sjónvarpsins. Sjón-
varpiö er þvi skilgreint i þessari
tilvitnun sem engill braskaranna.
Siðasta setningin i tilvitnuninni
hefði þvi eins mátt vera: Orð
sjónvarpsins sýna okkur betur og
betur hve mikið braskararnir
elska okkur.
1 framhaldi af þessu þá langar
mig að benda Guöna og öðrum
þeim sem hafa svipaðar skoðanir
framleiðsla til skemmtunar og
afþreyingar. Fjölmiðlarnir eru
þvi sterkt viðbótarafl i menntun
barna ogunglinga ogþeir fletja út
að vissu marki margbreytileik-
ann i umhverfi okkar (stuðla að
mótun og viðhaldi ákveðins
gildismats, norma og imynda).
Sem veitendur upplýsinga og
skemmtunar eruþeir mikilvægur
hlekkur á milli einstaklings og
þjóðfélags. Mikilvægi þeirra og
styrkur er gifurlegur, þar sem
þeir félagsmóta börn og unglinga
og innræta þar með ákveðnu
gildismati, fyrirmyndum og lifs-
sýn, sem er háð þeim hugmynda-
fræðilega bakgrunni sem fjöl-
miðlarnir byggja á hver um sig
og hverju sinni.
Fjölmiölarnir sem fræðendur
skapa þvi ákveöin vandkvæði. 1
kvikmyndahúsin einungis um
þessa miðlun, en siðan bættist
sjónvarpið 1 hópinn. Sjónvarpiö
flytur menningarlegt efni inn á
heimilin. Sjónvarpið segir okkur
hvað við eigum að kaupa 1 aug-
lýsingum. Sjónvarpið flytur
skilaboð inn á heimilin sem eru af
margvislegri gerð og eiga sér ólik
upptök. Hvað er i raun og veru
sjónvarp og hverju er það að
miðla dagsdaglega inn á heimil-
in? Sumir virðast alla vega hafa
nokkuð fastmótaðar hugmyndir
um hvað sjónvarp er og hvert
hlutverk þess er i mótun góðra
viðhorfa. Þegar ég sat við að
hripa þessi orð niður á blað þá
barst mér i hendur „Jólakveðja”
1. árg. 1. tbl. og er blaðið gefið út
af kristilegum skólasamtökum og
kristilegu stúdentafélagi. Þar
svo á óvart, að þeir urðu mjög
hræddir. Þeir sáu engil, sem
sagöi við þá: „Veriö óhræddir,
þvi sjá ég boöa yöur mikinn fögn-
uð sem veitast mun öllum lýön-
um, þvi aö yöur er i dag frelsari
fæddur, sem er Kristur Drotfinn i
borg Daviös”.
Með þessum oröum lét Guö
engil sinn auglýsa þaö aö sonur
hans væri fæddur, frelsari allra
manna værikominn I heiminn. Og
þvi er eins fariö með þessa aug-
lýsingu og þær sem viö sjáum i
sjónvarpinu, að þvi oftar sem við
heyruin þennan boöskap, þvi
kærari verður hann okkur. Orð
engilsins sýna okkur betur og
betur hve mikið Guö elskar okk-
ur.”
Lái mér hver sem vill, ég varð
sem þrumulostinn. Ég spurði
og já, einnig öllum þeim sem láta
sig félagsmótun og uppeldi barna
og unglinga einhverju máli
skipta, að slikar og þvilikar hug-
myndir eru firra ein og fásinna.
Upplýsingabanki
Fyrirbæðibörnogunglinga eru
hljóð-mynda miðlarnir (kvik-
myndir og sjónvarp) mikilvægur
upplýsingabanki um umheiminn.
Og þar sem upplýsingamiðlun
þeirra eykst stöðugt og er að
hluta til háð tilviljunum, þá er
jafnframt mikilvægara með
hverjum deginum sem liður að
veita þessum upplýsingum að-
hald. Fjölmiðlarnir flytja einnig
menningarlega framleiðslu inn á
heimiliokkarog aukþess að veita
okkur upplýsingar, þá er þessi