Þjóðviljinn - 06.01.1980, Síða 9
Sunnudagur 6. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Afganistan
Útskýringar
Sovétmanna
Ekki er um annað meira
talað þessa daga en so-
véska íhlutun í Afghanist-
an. Sovétmenn hafa sjálfir
reynt að réttlæta sendingu
herliðs með ýmsum hætti
og koma helstu röksemdir
þeirra fram í grein sem
blöðum hefur verið send
frá fréttastofunni APN;
höfundur hennar er frétta-
skýrandinn Tsjeporof.
„Glæpamenn”
Aö loknum inngangi sem sakar
Vesturlönd um hræsni vegna viö-
buröa i Afghanistan segir svo:
„Voriö 1979 var alkunna að rætt
var i Washington um „leynilega
ihlutun” i málefni Afghanistan.
Timaritið Newsweek sagði að
mestu talsmenn slikrar ihlutunar
væru Brzezinski, ráðgjafi forset-
ans i varnarmálum, og leyni-
þjónustan. Þessi málefni voru þó
ekki tekin til opinberrar umræðu.
Staðreyndir leiddu hinsvegar i
ljós að CIA hófst á þessum tima
handa um framkvæmdir á landa-
mærum Afghanistan og Pakistan.
A ráðstefnu sem haldin var
lagði Saunders, stjórnarráðsrit-
ari, til að Pakistan væri veitt
efnahagsaðstoð til að „bæta að-
stöðu afghanskra flóttamanna”.
Þetta var yfirskin til að
fjármagna aðgerðir leyniþjónust-
unnar.
Tólf herbúðir til að þjálfa and-
byltingarmenn voru settar upp i
Pakistan. Um 5.000 skemmdar-
verkamenn voru þjálfaðir til
skemmdarverka i héruðunum
sem liggja að Pakistan. Þessir
glæpamenn voru þjálfaðir af her
Pakistan og i samvinnu við
bandariska, kinverska og
egypska ráðgjafa.
Kina tók einnig þátt i leiknum.
Eftir heimsókn sina til Pakistan
fullvissaði Zhang Tingfa, yfir-
maður kinverska lofthersins, um
að Peking myndi halda áfram að
sjá afghönskum uppreisnar-
mönnum fyrir vopnum og þjálfa
menn til skemmdarverka. Sam-
kvæmt upplýsingum Daily Tele-
graph, voru glæpamennirnir bún-
ir léttum vélbyssum, kinversk-
um, og sjálfvirkum rifflum. Hinn
nýi Kara Korum f jallavegur milli
Pakistan og Kina var notaður til
að flytja umhann skemmdar-
verkamenn.
Utanfrá
Stöðugar vopnaðar innrásir og
algerlega óréttlætanleg ihlutun
heimsvaldasinnaðra afla hefur
sett landið i mikla hættu. í ljósi
alls þessa, og fjölmargra atburða
sem gerst hafa á árinum 1978 og
1979, sneri rikisstjórn Afghanist-
an sér til Sovétrikjanna og bað
um aðstoð, þar á meöal hernaðar-
aðstoð. Sovétrikin höfðu álitið að
heimsvaldasinnar myndu gera
sér þróun Afghanistan ljósa og
viðurkenna staðreyndir. Slik varð
þó ekki raunin á.
Hættan utanfrá, hættan sem
vofði yfir tilveru hins demó-
kratiska lýðveldis. Afghanistan
vegna aðgerða innlends og
erlends afturhalds varð æ meiri.
Það var ástæðan til að rikisstjórn
Afghanistan, sem sett hafði Hafi-
zulla Amin frá völdum taldi sig
til neydda að snúa sér til
Sovétrikjanna með beiðni um
stjórnmálalegan, siðferðilegan,
efnahagslegan og hernaðarlegan
stuðning. Sovétrikin urðu viö
þessari beiðni.
Þau gerðu það af þvi að þau
treystu þvi, að við þær aðstæður
yrði afghanska þjóðin þess
megnug að varðveita ávinninga
aprilbyltingarinnar, sjálfstæði og
virðingu hins nýja Afghanistan.
Sovésk hernaðaraðstoð við
Afghanistan er mjög takmörkuð,
hún takmarkast við fámennan
her sem sendur var til landsins.
Hlutverk hans er að koma i veg
fyrir utanaðkomandi vopnaða
ihlutun. Sovésku hersveitirnar
bera ekki vopn gegn ibúum
Afghanistan, eða taka þátt i nein-
um aðgerðum gegn afghönsku
þjóðinni. Sovésku hersveitirnar
ógna heldur ekki nágrönnum
Afghanistan. Sovésku her-
sveitirnar munu yfirgefa
Afghanistan á sama augnabliki
sem það ástand hefur skapast að
nærvera þeirra er ekki lengur
nauðsynleg.”
í niðurlagsorðum greinarinnar
er það svo itrekað að aðstoðin sé
samkvæmt samningi Sovétrikj-
anna við Afghani frá 5. desember,
og sé hún i engu andstæð stefnu-|
skrá SÞ né heldur friðarhorfum i
heiminum.
Stór eyöa
Málflutningur af þessu tagi
kallar á margar athugasemdir.
Látum svo vera, að hjá sovéskum
fréttaskýranda verði allir fyrir-
fram að „glæpamönnum” og „er-
indrekum heimsvaldasinna”
sem eru andstæðir vinum Sovét-
rikjannaj slfkt er að sinu leyti i
ætt við hina sjálfvirku áróðurs-
tækni, sem gerir alla andstæðinga
Bandarikjanna eða þeirra vina að
„erindrekum sovéskrar útþenslu-
stefnu” þegar málin eru skoðuð
frá annarri hlið.
Höfuðeyðan i röksemdarfærslu
hins sovéska fréttaskýranda er
bláttáfram sú.aðsvoer látið sem
eingöngu sé verið að bregðast við
ÚTBOÐ
Dúka- og teppalögn
Stjórn Verkamannabústaða i Reykjavik
óskar eftir tilboðum i dúka- og teppalögn i
fjölbýlishús, sem nú eru i byggingu i Hóla-
hverfi.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B.
Mávahlið 4 gegn 20 þús. kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað föstu-
daginn 11. jan. n.k. kl. 15.00.
Liðsmenn uppreisnarhersveitar. Breski sjónvarpsmaðurinn Nick
Downey hefur verið með þeim i fjóra mánuði og segir að uppreisnar-
menn séu sjálfum sér sundurþykkir, skorti forystu og deili mest um
skiptingu herfangs. Hann segir og að ástandið hjá stjórnarhernum hafi
verið svipað.
utanaðkomandi hættu. Astandið i
Afghanistan sjálfu er afgreittmef
þokukenndri tilvisun til „innlends
afturhalds”. Þvi er alveg sleppt
hvers eðlis andstæðan gegn hin-
um völtu eftirbyltingarstjórnum i
Kabúl hefur verið. Þvi er t.a.m.
alveg sleppt úr þessu dæmi, að
„samningur um gagnkvæma að-
stoð” sem á að réttlæta sovéskt
herlið i Afghanistan var gerður
við stjórn þess sama Amins.sem
Sovétmenn hafa nú tekið þátt i að
steypa af stóli. Og þegar Amin
var steypt af stóli, þá birtu so-
véskir fjölmiðlar árnaðaróskir til
þeirra sem við tóku og sögðu m.a.
að nú yrðu fangelsi opnuð og póli-
tiskum föngum hleypt út. Varla
hafa þeir einnig verið „erindrek-
ar heimsvaldastefnu”? Og ef svo
var ekki, þá er það blátt áfram
flótti frá staðreyndum málsins að
láta sem sú kreppa sem valdahaf-
ar i Kabúl voru komnir i hafi
verið fyrst og fremst árangur
þess að Brzezinski sat á skrafi við
sina leyniþjónsutu.
Það tekur því va
endurnýja miða
ka
Spara sporin og
þegar dregið er u
og þar a
se
m
rla að gera sér ferð n ánaðarlega til að
m kostar ekki nema : .200 kr. Því ekki að
ipa ársmiða á 14.400 kr.?
mega gleyma að endurnýja. Vera með
18750 vinninga að up phæð 648 milljónir
5 auki þrjár Honda Civic í júní
Þrír
eftirsóttir
bílar
dregnir út
/ • / /
í jum