Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 06.01.1980, Blaðsíða 17
Sunnudagur 6. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Möppudýr Framhald af 2 sföu mæta ekki f Hegningarhúsinu á mánudaginn. Dómsmála- ráöherra fær þá tækifæri til aö sýna, þannig aö enginn þarf aö velkjast í vafa, hvort hann er svo kerfisglaöur aö hann vilji láta taka þá fasta með valdi. Siðferðið með stórum staf Snúum okkur nú aftur að Ivani og Olgu, ráösettum möppudýrum austuri Sovét. Eruþau eins miklir mannvinir og þau telja sér trú um? Ég held ekki. Þarmeö er ekki sagt aö þau séu „vont fólk”. Vitleysa þeirra er fyrst og fremst pólitísk. 1 hugsun og verki viður- kenna þau kerfi sem byggir á kúgun, jafnvel trúa á það, þó þau séu óhjákvæmilega kúguö af þvf sjálf aö einhverju leyti. Lögin og meðferð þeirra draga þau ekki heldur i' efa sem heild; þau eru i mesta lagi óánægö með einstök atriöi. 1 samræmi viö þetta geta þau sent andófsmenn f fangelsi eöa á geðveikrahæli og fundist að þau hafi gert samborgurum sin- um góöverk aö losa þá viö þetta stórhættulega fólk. Nú dettur mér ekki i hug að setja samasemmerki milli sovéska rikisins og þess íslenska, þaö sovéska er auövitaö miklu harðara i horn að taka. En þaö breytir ekki þvi, aö islenska rikið er hluti af kerfi sem byggir á kúg- un. Og dómskerfið og löggjöfin miöast viö þaö fyrst og siöast aö viðhalda þessu sama kerfi og þessari sömu kúgun. Þegar ráösettasta möppudýr landsins, Vilmundur Gylfason gerist nú svo tyftunarkátur aö vilja koma pólitiskum and- stæöingum sinum i tukthús fyrir að hafa sagt hug sinn á prenti, þá skulum viö ekki Imynda okkur aö það séaf mannvonsku. Hann ger- ir þetta af júblandi hjarta. Þvi hann er samdauna kerfinu, trúir á réttmæti þess og allar hélstu reikreglur. Lögin eru góö þó þau séu kannski gölluð. Hafi menn verið dæmdir eftir þeim, þá skal þeim lika refsaö. Skiptir engu þó meiöyröalöggjöfin ein heföi nægt til aðkoma honum sjálfum i tukt- hús I þúsund ár fyrir margskonar visku I ræöu og riti. Hann hefur alltaf veriö svo heppinn að eiga sæmilega þroskaöa andstæöinga. Þaö gerir gæfumuninn. Menn skulu barasta gera sér grein fyrir þvi viö hverja þeir eru aö kljást. Þegar Einar, Gestur og RUnar erukomnir bakvið lás og slá spái ég þvi aö dómsmálaráöherranum liöi ekki siöur vel en þeim Ivani og Olgu. Ég gæti best trúaö aö hann yröi óvinnufær sökum ánægju. Fyndist hann vera oröinn sanngrandvar og alheiövirður maður. Þvi i krafti valds sins hefur honum þá loksins tekist aö gera skyldu sina viö Siöferöið Mikla sem hann hefur verið aö boða af dæmafárri spekt á undanförnum árum. Leiklistin Framhald af bls. 15 stólum ivetur. Hana skipa Vigdis Finnbogadóttir leikhússtjóri, for- maður, Helga Hjörvar, fram- kvæmdastjóri Bandalags isl. leik- félaga, varaformaöur, og meö- stjórnendur Pétur Einarsson, skólastjóri Leiklistarskóla Is- llands og ömólfur Arnason leik- ritahöfundur. Auglýsing frá ríkisskattstjóra um skilafresti launaskýrslna o.fl. gagna samkvæmt 92. gr. iaga iir. 40/1978 um tekjuskatt og eignaskatt. Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. nefndra laga hefur skila- frestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1980 vegna greiðslna á árinu 1979, verið ákveðinn sem hér segir: I. Til og með 23. janúar: 1. Launaframtöl ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. II. Til og með 20. febrúar: 1. Landbúnaðarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Greiðslumiðar, merktir nr. 1. um aðrar greiðslur sem um getur i 1. og 4. mgr. 92. gr. og hvorki er getið um hér að fram- an né undir I, svo sem þær tegundir greiðslna sem um getur i 2.—4. tl. A-liðar 7. gr. nefndra laga, þó ekki bætur frá Trygg- ingastofnun rikisins. III. Tii og með síðasta skiiadegi skattframtala, sbr. 93. gr: Greiðslumiðar, merktir nr. 2, um greiðslur þær sem um getur i 2. mgr. 92. gr., svo sem fyrir afnot þeirra eigna sem um ræð- ir il. og2. tl. C-liðar7. gr. sömulaga. jjjfc Reykjavík 1. janúar 1980. 0 Ríkisskattstjóri. Auglýsing frá ríkisskattstjóra um skilafresti á eftirgreindum umsóknum og gögnum: 1. Umsóknir um timabundnar undanþágur frá framtalsskyldu skv. 4. mgr. 91. gr. laga nr. 40/1978 skulu ásamt óyggjandi upplýsingum um starfsemi aðila hafa borist rikisskattstjóra fyrir 1. april 1980. 2. Aðilar þeir sem um ræðir i 5. mgr. 91. gr. laga nr. 40/1978 skulu hafa skilað framtali ásamt skriflegu umboði til skatt- stjóra eða umboðsmanns hans á sama tima og þeir aðilar sem um getur i 1.—3. mgr. 93. gr. Reykjavik, 1. janúar 1980. Rikisskattstjóri. 45 Félags bifvélavirkja verður haldin 18. janúarl980 í Víkingasal Hótel Loftleiða. Hefst með borðhaldi kl. 19.15 Skemmtiatriði og dans á eftir Miöar seldir á skrifstofu F.B. Símar: 23506 og 20595. Stjórnin Byggung Kópavogi Úthlutun bygginga i fimmta byggingar- áfanga fer fram nú á næstunni. Þeir félagsmenn sem ætla að sækja um ibúðir verða að staðfesta umsóknir sinar fyrir 15. jan. n.k. á skrifstofu félagsins að Hamraborg 1, Kópavogi. Stjórnin. Gömlu dansa námskeið * /ONl & Þjóðdansafélags Reykjavíkur fyrir börn og fullorðna hefst mánudaginn 7. janúar I Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Innritun og upplýsingar í síma 75770 og í Alþýðuhúsinu eftir kl. 4 á mánudag, sími 12826. Þjóðdansafélagið. Erlendar bækur Framhald af bls 8. prósentur fyrir að útvega rikis- fyrirtækjum vörur eöa fram- kvæmdafé, undirkontóristar feta slóð þeirra og fá sposlur fyrir að hraða sendingum eöa þá aö mis- leggja áriöandi bréf. Sendlarnir geta oft komið aö góðu liði sem slefberar og hljóta umbun fyrir hjá þeim, sem hagnast geta á slefbiirðinum. Otkoman úr þessari vilpu er fyrst og fremst algjör lygi. „Lygi er sannleikur og sannleikurinn lygi, strið er friður og friður striö” veröur staðreynd f ibönsku samfélagi og ‘ bók Zinovievs nær enn lengra en 1984 0rwells. Sagan er byggö tpp af smáköflum meö yfirskriftum, persónurnar má þekkja sumar hverjar, aðrar geta verið hver sem er ibanskra samfélagsþegna. húsbysgjendur ylurinner ~ goóur Algreióum emingiunaiplist • Stor"Reyk|ivikuit«cAiA tr* minudegi lostudagt Alhendum voruna a byygmgai sl*ú vióskiptamonnum aó kostnaóai lausu Hagbvcmt verA og gioóstuskilmalai við tlesira hcli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.