Þjóðviljinn - 06.01.1980, Síða 20
DJOÐVIUINN
Sunnudagur 6. janúar 1980
A6alsimi Þjóftviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
L’tan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaðaprent 81348.
Kvöldsími
er 8134$
i dag klukkan 2 hefst í
Félagsstofnun stúdenta al-
mennur fundur um mál-
efni farandverkafólks og
er boðað til hans af sér-
stökum starfshópi sem
unnið hefur fyrir rétt-
indum þess undanfarið
hálft ár. Farandverkafólk
hefur til þessa verið frem-
ur afskiptur hópur og
hefur ekki alls staðar notið
réttinda, sem kjarasamn-
ingar og reglugerðir segja
fyrir um, vegna þess að oft
er það ekki fullgildir félag-
ar í viðkomandi verkalýðs-
félögum.
í sumar varö vakning meöal
vertiöarfólks i Eyjum og þá var
fyrrgreindur starfshópur mynd-
aður og hefur hann unniö ósleiti-
lega siöan. Einn af þeim sem með
honum hafa starfað er tvitugur
sjómaður frá Ólafsfirði sem var á
vertiö i Eyjum mestallt s.l. ár.
Hann er einn af frummælertdum á
fundinum i dag og mun þar ræða
um hina daglegu baráttu. Þetta
er Björn Gislason og náði Þjóð-
viljinn tali af honum á föstudag
og fer viðtal viö hann hér á eftir.
Björn Glslason: Þegar heimafólk I Eyjum fór að kynna sér málin varð það steinhissa á þvi hve aðbúnaöur
okkar var slæmur svona rétt við nefiö á því, án þess að það heföi beinlínis tekiö eftir þvi. (Ljósm.:gel)
Kjaramál
farand-
verkafólks
Vidtal við
Björn
Gíslason
sjómann
á vertíð
í Eyjum
„Þetta er ekkert sældarlíf’’
— Ætlið þið að stofna sérstakt
verkalýösfélag, Björn?
— Nei, alls ekki. Við viljum
fyrst og fremst þrýsta á það að
málefni farandverkafólks verði
tekin upp af fullum krafti af
verkalýðsfélögum á hverjum stað
og kröfur þess settar fram i kom-
andi kjarasamningum, þannig að
það fái notið réttlætis. A þingi
Verkamannasambands tslands
s.l. haust flutti Þorlákur Krist-
insson erindi um málefni farand-
verkafólks og fengum við þar
fyrirheit um að þau yrðu tekin
upp i kjarasamningunum en
ennþá höfum viö ekki séð þess
nein merki að þau fyrirheit veröi
efnd. Fundur okkar núna er ekki
sist haldinn vegna þess að 1 næstu
viku hefst kjaramálaráðstefna
ASÍ þar sem stefna launþega-
samtakanna verður ákveðin i
samningunum. Við höfum boðið
fulltrúum ASl, Sjómannasam-
bandsins og Verkamannasam-
bandsins sérstaklega á þennan
fund.
— Hefur frumkvæði ykkar
mætt andstöðu innan þessara
stóru sambanda?
— Viö höfum orðiö vör við vissa
andstööu hjá einstökum mönnum.
—- Segöu mér af sjálfum þér.
Hvers vegna fórst þú á vertið i
Vestmannaeyjum?
— Ég fór þangað i mai s.l. til
þess að afla mér tekna. Miðað við
það sældarlif sem maður var
búinn að frétta af reyndust þó
kaup og kjör á annan veg en ég
hafði búist við.
— Hvernig þá?
— Ég réði mig fyrst á humar-
bát en sjómönnum af honum var
ekki leyfður aðgangur aö neinum
verbúðum svo að mér var skaffað
herbergi uppi i bæ. t því var
ekkert nema einn beddi. Ég hafði
aðgang að klósetti. en hvorki
vaski, baði né þvottavél. Til þess
að þrifa mig varð ég þvi að fara i
sund og láta þvo af mér I þvotta-
húsi.
— Hvað um fæði?
— Ég borðaði I mötuneyti hjá
einni af fiskvinnslustöðvunum og
var fæðiskostnaðurinn tekinn af
kaupinu. Þessi matur var svo dýr
að i löngum brælum, þegar ekkert
var róiö, gat verið litið afgangs
þegar búið var að borga fæðið.
— Var þetta óeðlilega hár
fæðiskostnaður?
— Ég tel það. Matvara i búð er
háð verðlagseftirliti en fisk-
vinnslustöðvarnar geta lagt á
matinn að vild i þessum mötu-
neytum.
— Hver er kostnaðurinn?
— Þegar ég fór frá Vestmanna-
eyjum fyrir áramót kostuðu
máltiðir sem hér segir og er
miðað við 40% niðurgreiðslu til
fiskvinnslufólks sem sjómenn fá
t.d. ekki: Morgunmatur kostaði
1120 kr., hádegismatur 1460 kr.,
kaffi 1120 kr. og kvöldmatur 1800
kr. Um helgar er ekki framreidd-
ur morgunmatur og kaffi. Miðað
við aö þessar máltiöir séu teknar i
heilan mánuð er fæðiskostnaöur
milli 140 og 150 þúsund krónur
eða um 2/3 af dagvinnukaupi
þessa fólks. En eins og áður segir
borga sjómenn 40% hærra verö
fyrir máltiðirnar.
— Hvernig er aðbúnaöur i
verbúðunum?
— Að lokinni humarvertiö fór
ég fyrst á net og siðan á sild.
Fékk ég þá inni i einni af stóru
verbúðunum i Eyjum en þær eru
alls þrjár. Þar var ég I herbergi
sem er 3 1/2 x 7 m að stærð og
vorum við yfirleitt 2-3 á her-
berginu en yfir hávertiðina geta
þó orðið allt að 5-7 á herbergi
þannig að þá er sofið á öllu gólf-
plássinu. I þessari verbúð er allt
einkalif bannað eftir kl. hálf tólf á
kvöldin og til að árétta það eru
rimlar fyrir öllum gluggum eins
og i fangelsi. 1 annarri stórri
verbúð i Eyjum er kvenfólki
stranglega bannaöur aðgangur
allan sólarhringinn.
— En hvernig var með hrein-
lætisaðstöðuna?
— Maður hefur aðstöðu til að
þrifa sig og einnig aðgang að
þvottavél og fataskápar eru i her-
bergjunum. Húsvörður á að sjá
um þrif á baði og klósetti en I
þessari verbúð haföi þetta t.d.
ekki veriö þrifið i 3 vikur um
siðustu áramót, svo að allt var
orðið stiflað. íbúarnir skrifuðu
forstjóranum þvi bréf og kvört-
uðu og kallaði hann húsvörðinn til
sin en hann brást illa við. Yfirleitt
sást húsvörðurinn ekki á staðnum
nema frá kl. hálf tólf til kl. 8 á
morgnana.
— Hvernig hefur baráttu ykkar
verið tekið?
— Hún vakti heilmikla undrun
fyrsti stað og mörgum þótti þetta
frekja. En þegar t.d. heimafólk i
Eyjum fór að kynna sér málin var
það steinhissa á þvi hve aöbún-
aðurinn haföi i raun og veru veriö
slæmur svona rétt við nefið á þvi
án þess að þaö hefði beinlinis
tekið eftir þvi.
— Hverjar eru kröfur ykkar?
— Aðalkrafan er lækkun fæðis-
kostnaöar eða fritt fæði og á það
ekki aöeins við farandverkafólk
heldur einnig heimafólk. Einnig
berjumst við fyrir bættum aðbún-
aði i húsnæðis- og öryggismálum.
Rimlarnir fyrir gluggunum, sem
ég gat um áðan, geta t.d. valdið
stórhættu ef eldur kemur upp. Þá
viljum við fá fulla aðild að sjóðum
verkalýðsfélaganna en full aðild
að þeim er yfirleitt bundin þvi að
viðkomandi eigi lögheimili á
staðnum eða hafi unnið þar i
ákveðinn tima. Þegar við krefj-
umst lækkunar fæðiskostnaðar
bendum við nú á kjör i rikismötu-
neytum þar sem máltiðin kostar
nú 6-800 krónur og er sums staðar
jafnvel enn ódýrari eins og i
Sementsverksmiðjunni þar sem
mánaðarfæðið kostar 2000 krónur
eða álika og ein máltið hjá okkur.
— Veistu hversu margt farand-
verkafólk er á landinu?
— Það hefur verið áætlað að
einungis i fiskiðnaðinum sé það
hátt á 3. þúsund. Svo eru náttúr-
lega stórir hópar við ýmsa mann-
virkjagerð eins og virkjanir og
brúarsmlði en þar eru kjörin yfir-
leitt betri en hjá fiskvinnslu-
fólkinu. Liklega eru þau einna
lökust hjá þvi og einnig farand-
verkafólki i landbúnaði.
— Hvernig hefur samstaðan
verið i Vestmannaeyjum?
— Hún hefur verið mjög góð.
Nánast hver einasti farand-
verkamaður hefur staðið með i
aðgerðum okkar. Einnig höfum
við frétt af stuðningi og fundar-
höldum á öðrum stöðum eins og
t.d. Þorlákshöfn.
— Að lokum. Hafið þið orðið
vör við sýnilegan árangur af
aðgerðum ykkar?
—■ Nei, engan sjáanlegan en þó
er hreyfing á málunum. Við
vonumst til að málefni okkár
verði tekin fyrir I næstu
samningum.
— GFr
Loks komst Halldór
Laxness til Frakka
Hubert Juin, einn af
bókmenntagagnrýnend-
um franska stórblaðsins
Le Monde fjallar nú í
miðjum desember um
tvær nýlegar franskar
þýðirigar á skáldsögum
Halldórs Laxness og
kemst að þeirri niður-
stöðu að þessi verk sýni
að „Laxness er einn af
miklum höfundum aldar-
innar".
Þessi umsögn — sem og það.'að
það eru nú fyrst að menningar-
þjóð á borð við Frakka kemur
sér upp þýðingum á Islands-
kiukkunni og Gerplu, minnir á
það, að oröstir islenskra bók-
mennta er gifurlega misjafn
eftir löndum og menningar-
svæöum. Þjóðverjar, Norður-
landamenn og svo Rússar og
aðrir Slavar hafa i reynd fylgst
einna best með þvi sem Islend-
ingar hafa skrifað. En rómönsk
lönd eru yfirleitt miklu verr á
vegi stödd, ekki sist Frakkar,
sem munu til þessa hafa þýtt af
verkum Halldórs Laxness að-
eins Sölku Völku, Atómstöðina
og Paradisarheimt, og þó ekki
beint úr islensku.
\
Ritdómari Le Monde
viðurkennir reyndar, að Halldór
Laxness sé svo til óþekktur
frönskum lesanda og játar að
það sé mjög miöur. Hann ber
hið mesta lof á bækurnar, sem
hann telur hrifandi lesningu og
sérstaklega þykir honum mikið
til þess koma hve fjölhæfur
listamaöur Halldór er, hve vel
hann kann að leika i öllum tón-
tegundum, hve örugg tök hann
hefur á hinum ýmsu úrræðum
skáldlistar.
Regis Boyer fær og mikið lof
fyrirað koma þessum verkum á
framfæri við franska les-
endur.
des LIYRi:S
Lagrande saga de Vlslande
# La récupération
d’une culture mécon-
nue par un prix Nobel :
Laxness.
NOUS devons savolr gré á
Régl6 Boyer pour les tra-
vaux qu'il consacre a la
littérature islandaise et pour les
traductions qu'inlassablement U
nous propose de ce domalne
d’une richcsse extraordinairc. C«
petit pays (un clnquléme du ter-
ritoire franqals), labouré par les
catastrophes naturelles, déchlré
par les trogédies de l’histoire
(l'Islande ne sera indépendante
qu’en 1944), a prodult un tresor
poétlque et romanesque unlque
en Europe.
Régls Boyer, aujourd’hul, nous
donne k dðcouvrlr deux chefs-
d’ceuvre d’Halldor Kljan Lax-
ness : la Qlochc d'lslande et la
Saga dts /iers-á-bras. Laxness
a été longtemps un vagabond du
monde et des cultures, puis II est
«rentré k la maison » et a donné
un etaor nouveau á la llttérature
nationale de son pays. Blen qu'll
ait re^u le prix Nobel en 1955.
partlea de cctle
fresque bondlssan-
4«. II y a d'abord.
ouvrant et íermant
le cycle. le paysan
Jon Hreggvidsson.
.qui a volé un bout
de corde ct qul est
accusé. C o m p a -
gnon haut en cou-
leur, Hreggvldsson
est i'lmagc évlden-
te de i'Islande en-
tlére. II sera persé-
cuté de bout en
bout, mais 11 tien-
dra tétc. refusant
de se courber. mé-
lant í a t a U s m e
et courage. com-
mentant les péri-
pétles par les stro-
phes des vieux poé-
mes. II est á la íois
le passé de 2'ilc
— et son cspoír
Vient ensulte
l'Arudlt Amu Ar-
naeus. achamé á
rassembler Jes
vieux écrita et a
retrouveT les tra-
ces de ia cultude