Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 27. janúar 1980 UOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: (Jlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson (Jtlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjömsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: SigríÖur Hanna Sigurbjömsdóttir, Þorgeir ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristín Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar- dóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. (Jtkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6. Reykjavfk.slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Sprengjuflokkurinn Stjórnarmyndunartilraun Benedikts Gröndals er eitt furðulegasta fyrirbæri sem upp hefur komið til þessa i íslenskum stjórnmálum og hefur þó ýmislegt gerst skrítilegt á þeim vettvangi síðustu misseri. Alþýðu- flokkurinn leggur fram málefnagrundvöll sem á í senn að vera „tilraun til málamiðlunar og tilraun til þess að koma nýrri hreyfingu á stjórnarmyndunarmálið", eins og þar stendur. Formaður flokksins lýsir yfir því að hann hyggist opna dyr í allar áttir með tillögum sínum, en lokar svo öllum leiðum í einu vetfangi. • Það var vonlaust frá upphafi að tillögur Alþýðu- flokksins ættu erindi til Alþýðubandalagsins, enda nógu lengi búið að þæfa málefnaágreining þessara flokka, nema verulega bæri á sáttvilja hjá Alþýðuf lokknum. Því er ekki að heilsa í „sáttagrundvelli" krata. Þvert á móti er engin sáttaviðleitni i plagginu, heldur er það útvaðandi i málefnaþrjósku, byggðaf jandskap og sprengjutaktík. Engu líkara er en Alþýðuf lokkurinn haf i með framlagningu þessa skjals viljað sprengja sig út úr öllu málefnasamstarfi við aðra flokka, annaðhvort til þessaðfirrasigábyrgðástjórnarkreppunni eða í trausti þess að aðrir flokkar næðu ekki saman og kratastjórnin gæti því hangið áfram um sinn í skjóli sundurlyndis á Alþingi. Þetta er barnaskapur. • Stefaníukosturinn var það sem Alþýðuflokkurinn stefndi að í tilraun sinni að minnsta kosti í orði kveðnu, það er að segja samstjórn Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks. Hafi það í raun verið ætlun Alþýðuflokksins að taka upp samstarf við Sjálf- stæðisflokk og Framsóknarflokk er nánst óskiljanlegt hvernig forystumönnum hans dettur í hug að leggja fram tillögur um slíkt kverkatak á bændastéttinni að jaðrar við kyrkingu á heilli atvinnugrein í landinu. Sumir landsbyggðarþingmenn Sjálfstæðisf lokksins gengu jafnvel svo langt fyrir helgina að segja að þeir myndu aldrei ganga til samstarfs við menn sem sýndu af sér eins mikinn byggðaf jandskap og flokkur Alþýðuf lokks- ins og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. ® Alþýðuf lokknum er að sjálfsögðu í sjálfsvald sett að standa fast á sínum stefnumálum hversu vitlaus sem þau eru. En eins og nú er komið málum er Ijóst að Al- þýðuflokkurinn er að sprengja sig út úr öllum mögu- leikum á samvinnu við aðra f lokka. Stjórnmálamenn eru einfaldlega hættir að treysta á kratana, bæði persónu- lega og málefnalega. f Framsóknarflokknum eru umbrot, kvíði og ótti vegna þess hve forystumenn flokksins hafa sýnt mikinn vilja til þess að strekkja yfir til Alþýðuflokksins. í Sjálfstæðisflokknum er- einnig sú skoðun ríkjandi að Alþýðuf lokkurinn f núverandi mynd sé ósamstarfshæfur. Skýrasta dæmið eru nýjustu „sáttatillögur" flokksins sem eru ekkert annað en sprengjutillögur og ýtrasti „nýkratismi". ® Stjórnarkreppan hefur versnað um helming eftir síðasta sprengjutilræði kratanna. Flokkarnir standa nákvæmlega í sömu sporum og í upphafi. Nú kalla þeir yf ir sig utanþingsstjórn nema aðeinhverjir treysti sér að skera á hnútinn. • I stjórnarmyndunartilraun Svavars Gestssonar lagði Alþýðubandalagið fram umræðugrundvöll án nokurra úrslitakosta en óskaði sérstaklega eftir gagntil- lögum frá Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. Tillögur Alþýðubandalagsins voru við það miðaðar að kaup- máttur, launa væri varðveittur, verulegum árangri yrði náð í verðbólgubaráttunni, átak yrði gert í atvinnumál- um og að staðið yrði gegn erlendri ásókn í atvinnulíf inu. Að því tilskyldu að gagntillögur þjónuðu svipuðum markmiðum var Alþýðubandalagið reiðubúið til þess að endurskoða sínar tillögur f rá grunni. Engar slíkar form- legar gagntillögur komu fram frá Framsóknarf lokki og Alþýðuflokki og sýnir það skýrar en nokkuð annað að pólitískur vilji var ekki til staðar hjá liðsoddum þessara f lokka þótt afstaða Alþýðuf lokksins væri ósveigjanlegri en hjá Framsóknarmönnum. • f stað sáttatilboðs til hægri hefur Alþýðuflokkurinn enn sýnt sitt rétta andlit með því að kasta nýrri sprengju inn í íslenska pólitík. Áhrifin verða sennilegast þau að flokkurinn sprengir sjálfan sig í loft upp og kemur til leiðar utanþingsstjórn. —ekh. Þau áhrif sem fjölmiðlar hafa, birtast i hinum ótrú- legustu myndum. Fróðir menn segja að til að mynda leikrit, sem fær slæma dóma i blöðum, sé þar með fallið, fólk leggi það ekki á sig að kanna hvort gagn- rýnin hafi verið réttlát, með þvi að fara og sjá það sjálft. Svip- aða sögu segja þeir, sem gefa út bækur. Fái bók slæma dóma úr almanah inu segja dómsmálaráðherra landsins, prófessor ilöngum, lét hafaeftir sérað — martröð væri létt af þjóðinni —. Þá hafði eng- in sekt sannast, þau voru aðeins grunuð. Óskhyggja Ef til vill réð óskhyggja mestu um að fólk dæmdi þau sek, strax og þau höfðu verið hneppt i gæsluvarðhald. Vissulega höfðu málin legiö eins og mara á þjóðinni. Kannski réð lika miklu umað blöðin.sem mest skrifuðu um máliö geröu það i þeim tón að þau væru sek. Þarna reyndu of fáir aö mynda sér sjálfstæða skoðun, vega og meta það sem skýrt skilmerkilega i fjölmiöl- um. Mjög fljótlega varð maður var við það, að almenningsálitið harðnaði mjög i afstöðu sinni til ákærðu. Undir lok ræðu rikis- saksóknara heyrði maður margar raddir sem heimtuðu jafnvel aftöku án dóms og laga, þetta fólk ætti ekki betra skiliö. Ég hygg, að þegar ræðu rilcis- saksóknara lauk hafi vart fund- ist sá aðili hér á landi, ótengdur málinu, aö hannefaðist um sekt ákærðu. Menn hissaði á þvi að verjendur skyldu reyna að leggja út i það vonlausa verk að verja þetta fólk. Verjendahópurinn var aftur á móti einvalalið. Verjendur tóku nú til máls, hver á fætur öðrum Hin makalausu fjölmiðla áhrif selst hún ekki, fái hiín góöa dóma, kaupi hana margir. Að móta almenningsálit Menn hafa dregið I efa, aö áhrif fjölmiölaséuivo mikil sem að framan greinir, þar eru þó aðeins tvö litil dæmi tekin. Menn segja sem svo, að nú til dags sé fólk almennt þaö vel upplýst að það láti ekki segja sér fyrir verkum með þessum hætti. En er þetta nú svo? Ég leyfi mér að fullyrða að máttur fjölmiðla er meiri en flesta grunar, svo mikill að á stundum vekur það ugg minn. A all löng- um ferli mínum sem blaða- maður hef ég að sjálfsögðu oft orðið var við hvernig f jölmiðlar geta mótað almenningsálitið. Þó hef ég sjaldan eða aldrei oröið jafn áþreifanlega var viö þetta og nú á dögunum meöan á málflutningi hinna svo nefndu Guðmundar- og Geirfinnsmála stóð fyrir Hæstarétti. Að dæma fyrirfram Þegar þessi mál komu upp á sínum tima og treglega gekk að upplýsa þau, var þjóðin að sjálfsögðu slegin ótta og ef til vill ekki síst fyrir það hvað rannsóknarlögreglan okkar virtist vanmáttug gagnvart stórmálum. Og vissulega var hún þaö og er jafnvel enn, þótt hún standi 'betur nú en þegar þessi mál komu upp. Svo ge rðist þa ð i sambandi við Geirfinnsmálið að fjórir menn voru allt i einu hnepptir i gæslu- varðhald, grunaðir um aö hafa átt þátt i hvarfi Geirfinns. Fjöl- miðlar fluttu fréttir af þessu að sjálfsögðu og siðdegisblöðin sér 1 lagi, gerðu sér mikinn mat úr þessu. Og þá stóð ekki á þjóöinni að dæma þessa menn seka. A örstuttum tima fór svo að fjöld- inn var ekki i neinum vafa um sekt þessara manna, og leit svo á að þar með væri máliö upplýst. En svo geröist þaö að sakleysi þeirra sannaðist og þeim var sleppt. Þá vandaöist málið. Hverjir voru hinir seku? Mjög fljótlega féll grunur á þau fimm ungmenni, sem nú biða dóms ákærð fyrir að hafa ráðið þeim Guðmundi og Geir- finni bana. Þá um leiö dæmdi fólk þau sek, án þess að sann- anir lægju fyrir. Það lék enginn vafi á um sekt þeirra. Meira að fram kom i málinu og draga af þvi sinar eigin ályktanir. Timinn læknar öll sár Þegar málið var fyrir héraðs- dómi voru flestirsannfærðir um sekt ákærðu. Góðar varnar- ræður verjenda þeirra, sem sagt var frá í fjölmiðlum, breyttu þar litlu, enda málið ungt og timinn ekki tekinn að setja sina hulu yfir það. Akærðu voru dæmd sek og hlutu misþunga dóma, hjá almenningi var málið þar með úr sögunni, búið og gert. Aðeins formsatriöi aö málin færu fyrir Hæstarétt, hann myndi að sjálf- sögðu staðfesta dómana. En timinn læknar öll sár, segir máltækiö og fá máltæki eru sannari. Ef mannskepnan réði ekki yfir þessum stórkost- lega hæfileika að gleyma, þá yrði sjálfsagt hver maður geð- bilaður fyrir fermingu. Málin gleymdust og önnur mál tóku við i' dagsins önn. Að vakna við vondan draum Það liðu 2 ár, þá vaknaði þjóðin upp viö þaö að málin voru alls ekki úr sögunni, þau komu fyrir Hæstarétt. Flestir voru sömu skoðunar og fyrr, hin ákærðu voru sek. Málflutningur fyrir Hæstarétti hófst og rfkis- saksóknari, afburða snjall málaflutningsmaöur hóf sfna 15 klukkustunda löngu ræðu. Sú ræða var frábær frá sjónarmiði sóknar I málinu. Auövitað voru fjölmiðlar mættir á staöinn og skýrðu frá ræðum sækjanda og verjenda i málunum. Þarna var um aö ræða ákæru fyrir mestu afbrot hér á landi sl. 150 ár og minni málum eru gerð góð skil i fjölmiðlum. Sveiflan mikla Ræða rikissaksóknara tók 4 daga I flutningi. Frá henni var og fluttu hvérja ræöuna annarri betri. Þeir reyndu eftir mætti að tæta i sundur sóknarræðu rikis- saksóknara. Þeir bentu á ýmsa galla i' rannsðkn málsins, jafn- vel sönnuð brot á lögum við rannsókn málsins. Þeir komu með likur fyrir fjarveru skjól- stæðinga sinna, þegar voða at- burðirnir áttu sér stað. Sumir verjenda voru mjög naskir á að finna út málsvörn fyrir skjól- stæðinga sina. Og blöðin skýrðu nákvæmlega frá öllu saman, auk þess sem dómsalur Hæsta- réttarvar troðfullur af fólki alla dagana. Og þá allt I einu kom hreyfing á máliö. Fyrst efuðust menn, en siðan fjölgaöi þeim sem fengu fúlla samúð með ákærðu og töldu þá vörn, sem fyrir hvern og einn þeirra hafði verið flutt, hafa sýnt fram á mikinn vafa á sekt þeirra, jafnvel sýknu. Eitt blaðanna birti viðtal við einn ákærðu og tók fulla afstöðu með honum. Sá hópur varð stór sem trúði þvi sem þar kom fram. Um það bil sem vörn lauk i málinu hafði almenningsálitið mikið breyst. Allur þorri manna virtist efast. Gat það veriö aö þetta fólk væri saklaust? Menn lásu 1 blöðunum hitt og þetta sem verjendur höfðu sagt I þá veru. Ég er þess full viss að þús- undir þeirra sem ekki efuðust gramm þegar héraðsdómur félL,, efast nú. Og ég er einnig viss um og hef raunar sönnun fyrir þvi, að þeir sem hvað harðast tóku til orða eftir sóknarræðu rikissaksóknara á dögunum, hugsa sig tvisvar um áður en þeir láta dóm falla I þessum málum nú. Það eru þessi makalausu áhrif fjölmiðla, sem bæði undra mig og skelfa. Getur það verið að fólk sé svo ósjálfstætt, að þaö láti okkur,misvitra blaðamenn, gersamlega segja sér fyrir verkum? — Ég sá það á prenti og þá er það satt, sagði kerling- in. Ég hélt að það væri ekki til lengur. -S.dór Sigurdór Sigurdórsson skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.