Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 9
Sunnudagur 27. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 ÁRNI BJÖRNSSON: Gott kvöld. NU hafa stjórnarmyndunartil- raunir staðið í um það bil 7 vikur og gengur litið, en rekur meira. Eins og ævinlega segjast stjórn- málaforingjar munu leggja höf- uðáherslu á efnahagsvandamál- in. Og hið merkilega er, að i hvert einasta sinn tekst þeim að láta eins og þetta sé einhver nýlunda og um undantekningarástand sé að ræða. Það hafi einhverntima allt önnur mál verið efsta á baugi. En það er nú öðru nær. Það kann vcra, að elstu menn muni einhvern annan róm frá stjórnmálafori ngjufn en þennan sifellda barlóm og böl- sýni, en það er a.m.k. fyrir mitt minni. Og þvi til staðfestingar lagði ég það á mig að fletta i gegn áramótaávörpum forsætisráð- herra og áramótahugleiðingum flokksforingja siðustu 30 árin . Og þaðmátti heita, að unnt hefði ver- iðað notast við sama ávarpið alla þrjá áratugina. Alltaf voru iskyggilegar blikur á lofti, efna- hagsbyggingin riðaði til falls, þjóðarskútan var að sigla i strand, eða við vorum að fara fram af hengifluginu. Söfnun er- lendra skulda var ógnvekjandi, og allir fjármunir þjóðarinnar voru að brenna upp í báli dýrtiðar og verðbólgu. Nýr höfuðóvinur Samt hefur okkur i heild skilað áfram með þvilikum tólfmílna- skrefum þjóðhagslega á þessum sömu þrem áratugum, að fáar þjóöir munu komast i samjöfnuð. Hitt er annað mál. hvernig þess- um sivaxandi þjóðarauði hefur verið varið og sidpt. Og átökin um það eru auðvitað undirrótin að þessum eilifa barlómi. En hann virðist yfirleitt hafa verið blekk- ing þegar á þjóðarheildina er lit- ið. Það er þvi engin furða, þótt ó- breyttur launamaður hafi nokkra vantrú á þessum ömurlega söng. Sú var tfðin fyrr á öldum, að menn kenndu Andskotanum og hans árum um allan ófarnað. Nú er i staðinn kominn annar höfuðóvinur, sem heitir Verð- bólga, og á hana er öllum skuld- um skellt, rétt eins og hiin sé eitt- hvert sjálfstætt myrkravald, sem blður búin þar og i bálið vill draga sálirnar. Enn fer þvi vissulega fjarri, að menn séu orðnir feimnir við að bera sér Verð- bólguna tæpitungulaust i munn einsog Fjandann forðum. En með sama áframhaldi má búast við, að tekið verði að velja henni gælunöfn einsog Rækalnum áður, og hún fái t.d. að heita Sú Vonda Sjálf eða annað álika. En þótt stjórnmálamenn opni varla munninn án þess að hall- mæla Þeirri Vondu, þá fer harla litið fyrir þvi, að orsakir hennar séu Utskýröar. Enda virðist manni sem búið sé að innræta fólki þá skoðun, að verðbólgan lifi sinu óháða llfi likt og meinvættur i þjóðsögum, sem heimtar sinar mannfórnir. En fyrir þann, sem ekki hefur flækt sig i frumskógi hagfræðinnar, heldur treystir á brjóstvitið, er hringrásin þó fremur einföld: Þetta byr jaði einhverntimann á þvi, að vöruverð hækkaði, — að nokkru leyti vegna verðhakkana erlendis, þvi að i viðskiptalöndum okkar er lika verðbólga, þótt hún sé yfirleitt langtum minni en hér. Og verðhækkanir verða lika mun meiri hér. Þá hefja samtök launamanna baráttu fyrir hærra kaupi til að geta keypt jafnmikið vörumagn fyrir jafnlangan vinnutima. Eftir tiltekin átök eru gerðir kjarasamningar, sem leggja auknar byrðar á atvinnu- vegina. Siðan taka atvinnurek- endurtilsinnaráða,hækkaverð á öllum framleiðsluvörum sinum og velta þannig byrðunum af sér út i' verðlagið. Og þar með byrjar ný hringrás. 1 tilbót viö þetta kemur, að þeir atvinnurekendur, sem framleiða fyrir erlendan markað, geta ekki velt verðhækkunum þangaö. Þeir geta ekki óforvarandis selt fisk- sendingu á 1200 dollara, sem dag- inn áöur kostaði 1000 dollara. Þá er gengi krónunnar einfaldlega lækkað, þannig að 1000 dollarar kostanú I200dollara fyrir Islend- inga. Og um leið hækkar erlend vara i krónum. Þaðer þvi augljdst, að einhver r Utvarpser- indi um daginn og veginn flutt 21.1 1980 fyrirtæki handa þessum rúmlega 200 þúsund sálum fyrir utan öll hin atvinnufyrirtækin. Það erekkisvo að skilja, að það sé eitthvað ónauðsynlegt starf að koma vörum frá framleiðendum til neytenda. En það hlýtur að liggja I augum uppi, að i þetta verksvið fer alltof mikið vinnuafl og fjármmunir. Hlutföllin eru kolröng. Og þá fer lika að verða skiljanlegt að til þess að öll þessi litlu fyrirtæki geti borið sig hér i fámenninu, þá verða þau að hafa sina vöru og þjónustu dýrari en þar sem markaðurinn er stærri. Stjórnmálamönnum eru hins- vegar önnur lausnarorð munn- tamari sem meðal við hinum ævarandi efnahagsvanda, svo sem „sparnaður i rikisrekstrin- um” eða að „draga úr rikisbákn- inu”. Sjálfsagt mætti eitthvað litilsháttar lagfæra I þvi efni, en þó er rikisreksturinn smámunir einir hjá mannmergö og umsvif- um einkarekstursbáknsins. Allir starfsmenn rlkisins eru t.d. ekki nema um 12 þúsund eða færri en 1 samtökum verslunarmanna ein- um saman, svo aö það nærtæka dæmi sé aftur tekið. Enda er sjaldnast nefnt, hvar eigi að spara. Hvort það eigi t.d. að draga úr útgjöldum til almanna- trygginga, fræðslumála, heil- brigðismála eða vegamála. En þetta eru langstærstu útgjaldalið- ir ríkisins. Sem betur fer heykjast menn lika yfirleitt á þvi að spara á þessum bráðnauðsynlegu svið- um, þegar til á að taka. En til að sýna þó einhvern lit, er stundum borið við að krukka I einhver smáatriði. Og þa verða framlög til svokallaðra lista- og menn- ingarmála einatt fyrst fyrir. Þetta er ofurskiljanlegt, þvi að starfsemi af þessutagi skilar ekki beinum arði á stundinni. Við- skiptakjörinvið útlönd versna t.d. ekki að bragði þó að dregið sé úr framlögum til Þjóðleikhússins eða Landsbókasafnsins. Og þvi situr fjöldi manns langtimum saman á fullu kaupi við að reyna að skera niður þessi háskalegu útgjöld. 1/2 prósent til menningarmála. En hversumikil eru þá þessi út- gjöld til lista og menningarmála, séu f ræðslumálin ekki tekin meö? Sveinn Einarsson Þjóðleikhús- stjóri tók það saman og birti i blöðum fyrir nokkru, að sam- kvæmt siðasta f járlagafrumvarpi nema öll framlög til skapandi menningarstarfsemi i landinu innan við hálfu prósenti af rikis- útgjöldunum. Þeir aðilar, sem Sveinn flokkar undir þetta eru Listasafn Islands, listasöfn Ein- ars Jónssonar og Asgrims Jóns- sonar og önnur listasöfn, Sinfóniuhljómsveitin, Þjóðleik- húsið, Leikfélag Reykjavikur, Leikfélag Akureyrar, til annarrar leiklistarstarfsemi, Bandalag Is- lenskra leikfélaga, heiðurslaun listamanna, öll önnur lista- mannalaun, Rithöfundasjóður, starfslaun listamanna, Kvik- myndasjóður, Menningarsjóður og fé til norræns menningarsam- starfe. Ég ætla að bæta við þessa upp- talningu Sveins menningarstofn- unum á sviði hugvisinda, svo að sem fæst af þessu taginu verði undanskilið.Það eru stofnun Arna Magnússonar, Orðabók Háskól- ans, Landsbókasafnið, Þjóö- minjasafnið og byggðasöfnin, Þjóðskjalasafnið og Kvikmynda- safn tslands. Og ég ætla m.a.s. lika að taka með byggingarsjóð Þjóðarbókhlöðu, minnisvarðann um ellefu alda tslandsbyggð. Þótt öllu þessu sé bætt við, verða samanlögð framlög til allra þessara stofnana og sjóða á sviði lista og menningar samt ekki nema rétt rúmir 2 miljarðar eða 0,67% af öllum rikisútgjöldunum. Og jafnvel þótt við færðum okkur aðeins út fyrir listir og hugvisindi ogtækjum lika meðRaunvisinda- stofnun Háskólans, Tilrauna- stofnunina á Keldum, Náttúru- fræðistofnunina og Visindasjóð, þá vantar enn töluvert uppá að viðnáum einu prósenti af rikisút- gjöldunum. Og svo er verið að krukka i þessa tvo þriðju úr prósenti, sem faratil skapandi og varðveitandi menningarstarfsemi. Til að standa vörð um þjóðarhag auð- vitað. Enga óráðsiu. Embættis- menn ráðuneyta telja það eðli- lega hlutverk sitt að standa sem fastast gegn heimtufrekju rikis- stofnana. En hvað stjórnendur þeirra stofnana áhrærir, sem hér um ræðir þá er þeim vist flest bet- ur gefið en heimtufrekja. Fjár- beiðnir þeirra eru yfirleitt ekki miðaöar við raunverulegar þarfir stofnananna, heldur hitt, hverju þeir af dapurlegri reynslu telja einhverja von um að ná fram. Samt eru þær skornar niður. Hér er ekki timi til að rekja ’ fjárbeiðnir hverrar stofnunar fyrir sig og afdrif þeirra. En lata ínun nærri, að i heild nemi þessi niðurskurður um 30 af hundraði. Og hvað er það stór upphæö? Það eru um það bil 600 milljónir eða tvöföld sú upphæö, sem við eydd- um i flugelda um siðustu áramót. Það eru nú öll ósköpin. Til hvers menning? Og hvaða fimbulupphæö mundi þessara aðila, verslunin, launa- menn eða atvinnurekendur, verða að taka á sig einhvern skell, ef á að hægja á þessari hringrás. Og um það stendur styrinn. Og það er hin eina raun- verulega pólitik. Hún er ekkert annað en barátta þessara stétta um skiptingu þjóðarteknanna. Allttalum ismaog tisma,stefnur og hyggjur er hégómi miðað við þetta grundvallaratriði. Kolröng hlutföll En þá vaknar sú spurning, af hverju verðbólga þurfi endilega að vera helmingi eða margfalt meiri á tslandi en i nálægum löndum. Og ef maður spyr brjóst- vitið aftur, þá hlýtur það að stinga i augu, hvað tiltölulega fáir vinna hér við að framleiða þær vörur, sem undir öllu öðru standa, miðað við hina, sem starfa við dreifingu vörunnar og aðraþjónustu. Það er t .d. ótrúlegt en satt, að það eru ekki nema um þaðbil 5000 manns sem vinna við að draga fisk úr sjó. Og það eru heldur ekki nema um 5000 bændur á öllu landinu, og finnst sumum þeir þó of margir. En aðeins 1 samtökum verslunarfólks og bankamanna eru milli 15 og 20 þúsund manns, eða nær helmingi fleiri en allir bændur og fiski- menn til samans. Og við erum með mörg hundruð innflutnings- HIN ÓARÐBÆRA MENNING það verða, ef Alþingi og væntan- leg rilcisstjórn sýndu nú af sér mannsbrag og hækkuðu þá upp- hæð, sem gert er ráð fyrir i nú- verandi frumvarpi þó ekki væri nema um 50%? Jú, þá færu fram- lögin upp i 1% af rikisútgjöldun- um eða hækkuðu um einn milljarð. En það jafngildir þvi t.d., að hver meðalskattgreiðandi borgaði sem svarar einni tank- fyllingu af bensini á einn meðalbil á ári. Það er allt og sumt. En þá kemur þessi gamla spurning. Höfum við nokkuð við svokallaða menningu og Bstir að gera? Ekki étur maöur þaö, var stundum sagt. Ég ætla ekki að fara að þrasa um slika hluti. Þaö er auðvitað rétt, að þjóðarbúið fær ekki strax einhver ja beinharða peninga fyrir þá. En ég vil hinsvegar spyrja, hvað það sé, sem okkur þykir dýrmætast og vænst um og erum stoltastir af frá fyrritimum. Eru það ekki einmitt listaverkin, t.d. bókmenntirnar? Sem þáverandi peningaráðsmenn, katólska kirkjan og höfðingjarnir, höfðu fyrir einhver ja guðsmildi vit á að gera réttum mönnum fjárhags- legakleiftað skapa og skrifa. Og ég álit, að annað hvort eigi að gera þessum stofnunum okkar kleift að starfa sómasamlega úr þvi að þetta kostar okkur ekki meira en raun ber vitni, eða hreinlega hætta að skipta sér af þeim og láta hin margrómuðu markaðslögmál ráða ferðinni. Dýrt að spara Ég vék að þvi áðan, að kröfu- pólitik þessara margnefndu menningarstofnana hefði aldrei verið neitt hrikaleg. Þvert á móti er þvi' li'kast sem þeim hafi verið innrætt hálfgert samviskubit og sektarkennd út af þvi, að þær væru að sliga þjóðarbúið með sin- um hógværu fjárbeiðnum. Ég vænti þess, að hlustendum sé ljóst orðið, að þvi fer heldur betur fjarri. Sem dæmi um þetta fjársvelti vil ég taka þá stofnun, sem ég vinn sjálfur við og þekki af þeim sökum best til, en það er Þjóð- minjasafn Islands. Ekki af þvi að það sé neitt einsdæmi. Ég þyk- istvita, að flestar viðlika stofnan- ir hefðu svipaða sögu að segja. Samkv. lögum á Þjóðminja- safnið að vera (orðrétt): „miö- stöð allrar þjóðminjavörzlu i landinu. Það skal varðveita Is- lenzkar þjóðminjar i viöasta skilningi, hvort sem eru gripir geymdir I safninu sjálfu eða forn- minjar og friðuð mannvirki. — Safnið skal eftir megni stuðla að rannsóknum islenzkra þjóöminja og útgáfu fræðilegra rita og rit- gerða um þær.” — Svo mörg eru þau orð. Fyrir nokkru átti starfsfólk Þjóðminjasafnsins fund meö sér, þar sem rætt var um raunveru- lega starfsmannaþörf safnsins. Það var niöurstaðan, aö til þess að safnið gæti gegnt lögbundnu hlutverki sinu og skyldum svo aö vel væri, þyrfti 45 manna starfs- lið. Þar er um að ræða auk for- stöðumanns, húsvarðar og gæslu- fólks, fornleifafræðinga og aðra minjafræðinga, þjóðháttafræð- inga, ljósmyndara, ljósr>ynda- skrásetjara, skrásetjara marra safnmuna, sýningarstjóra, smiði, viðgerðamenn, fólk til að skrá- setja óskráðar þjóðminjar I hverju byggðarlagi, eftirlits- menn byggðasafna og leiðsögu- menn um safnið. Enda þótt talan 45 væri hinn æskilegi fjöldi, var 35 manna starfslið samt talið viðunandi, en lágmarksfjöldi, sem hægt væri að sætta sig við, væri 23. Fastir starfsmenn safnsins eru hinsveg- ar ekki nema 8. Og sú tala hefur verið óbreytt s.I. 12 ár. Það vantar ekki, að á hverju ári hefur kurteislega veriö beöið um einn til tvo menn i viðbót. En þvl hefur ætið verið neitað. Og neitunin er vitanlega rökstudd hverju sinni með nauösyn sparnaðar, aðhalds og hagsýni irikisbúskapnum. Það er þvi fróðlegt að kynna sér, hvernig sá sami sparnaður hefur verið framkvæmdur á þeim stöð- um, sem ráðherrum sparnaöar- ins liggja næstir, sjálfu stjórnar- ráðinu. Af þvi er skemmst að segja, að á þessu sama 12 árabili 1967—1979 hefur starfsmönnum stjórnarráðsins fjölgað úr 150 i 300 eða um 100% .Þó eru ótaldar Framhald á bls. 21.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.