Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 27. janúar 1980 Jón Óskar: Týndir snillingar. Fjölvaútgáfa. 1979. Jón Óskar hefurlokið sex binda verki, endurminningabálki sem fjaDar um feril hans og hans kynslóðar i skáldskap og stjórnmálum. Þetta er orðin ansi drjúg heimild um ti'ma og menn, eins og alloft hefur verið bent á. Siðasta bindið hefur þá sérstööu, að það spannar allan þann tima sem lýst er i fyrri bók- unum.Munurinn er sá, að hér lýs- ir Jón óskar fyrst og fremst sinni pólitisku sögu og svo þvi' hvernig viðtökur hans skáldskapur fékk hjá pólitískum samherjum. Allmikið af þessari sögu hefur Jón Óskar reyndar sagt áður i fyrri bindum, hann er ekki laus viðsynd endurtekningarinnar, og reyndar heldur ekki innan ramma þessa bindis. En hvað um það: hin póiitiska saga er i stuttu máli þessi: Verkamannssonur af Akranesi slæst i för meö sósialist- um, finnst þeir ákveðnari baráttumenn og hafa meiriskiln- ing og betri yfirsýn bæði yfir samfélag og skáldskap en aðrir menn. Hann tekur útskýringar talsmanna þeirra á hreinsunum i Moskvu, vetrarstriði við Finna og fleiri erfiðum uppákomum gildar. En smám saman setjast að hon- um efasemdir. Þær koma eftir ýmsum leiðum: bæði eru þær tengdar sovéskri stefnu i menn- ingarmálum, þröngum nyt- semdarboðskap sem honum finnst einnig torvelda samskipti nýjungasinna i islenskum skáld- skap við þá róttæku og reyndar alþýðu manna yfir höfuð. Einnig á hann i vaxandi erfiöleikum við aðlaga skilning sinn á heimsmál- um að þeim viðhorfum sem ráða i Sovétrikjunum. Ungverjalands- málin 1956 eru svo það sem legg- ur drög að vinslitum, að þvi aö Jón Óskar missir trú á þá oddvita sósíalista sem hann áður treysti — enda þótthann áfram telji sig hlynntan sósialiskum stefnu- miðum og vilji eiga samleið með sósialistum i sjálfstæðismálum Islands. Bóklestur og menn Mig minnir að þessi saga sé aðýmsu leyti sögð af minni beiskju a.m.k. i garð „snill- inganna”, með öðrum orðurn leiðtoga Jóns óskars, en stundum áður, eins og aukin fjarlægð frá Jón óskar, Hallgrlmur Jónasson, Steinn Steinarr og Agnar Þórðarson á bak við hann mynd á bókarkápu, sem er af sendinefndinni frægu sem fór til Sovétrikjanna 1956. hiuti úr SKÁLDATÍMAR JÓNS ÓSKARS tiðindum hafi þokað honum nokk- uð upp úr persónulegum sárind- um, enda þótt þau séu vissulega til staðar. Eins og áður varvikiðað, mætti þessi frásögn vinna á með aukn- um sparnaði, samþjöppun, skýr- ari línum. Til að mynda finnst lesanda einatt, að það fari full- mikill og dauflegur timi að rifja upp eitt og annað sem sögumaður hefur lesið á bókum — á kostnaö þess að hann legði sig betur eftir upprifjun áupplifun.á atvikum, á andrúmsloftijá persónum. Það er einmitt góðra gjalda vert þegar hanr, gerir það — eins og til dæmis þegar hann lýsir þeirri velliðan að vera ungur og hafa nýlega „faðmað guðspjallið” og sjá alla hluti i nýju samhengi sem öðrum er ekki gefið. Aö brúka Sovétið Annað sem vert er að gefa gaum að i þessari bók er meðal annars tengt þvi, að Jón Óskar hverfur frá kommatrú án þess að taka upphægritrú, og verða hlut- föll i meðferð ýmissa mála eftir þvi. Jón Óskar rifjar það til dæmis upp að i' striðsbyrjun töl- uðu sósialistar um ófriðinn sem strið heimsvelda sem þeir vildu helst ekki gera upp á milli — en þegar Hitler réðist á Sovétri"kin, þá breytti striðið skyndilega um eðli i þeirra meðförum og varð að frelsisstriði þjóðanna gegn fasismanum. Ofthafa hægrigaur- ar reynt að striða islenskum sósialistum á þessum hughvörf- um. En Jón Óskar man og annað: að réct eins og striðið sjálft breytti um eðli i vitund komm- anna við árásina á Sovétrikin, þá breyttist um ieið eðli Sovétrikjanna i vitund jafnvel svæsnustu hægrimanna. Hatrið i garð Rússa, segir Jón óskar „breyttist á ótrúlega skömmum tima i aðdáun”. Hér er beint og óbeint komið að einum höfuð- krankleik margra áratuga. Árni Bergmann skrifar um bóhmenntir erlendar bækur Der Kleine Pauly — I-V. l.exikon der Antike. Auf der Grundlage von Pauly’s Realency- clopádie der ciassischen Alter- tumswissenschaft unter Mitwirk- ung zalreicher Fachgclehrter bearbeitet und herausgegeben von.Konrat Ziegler und Walther Sontheimer . Deutscher Taschenbuch Verlag 1979. August Friedrich von Pauly ( 1796-1845) hóf samantekt Real-EncyclopSdie der class- ischen Altertumswissenschaft 1839. Wilhelm Sigismund Teuffel (1820-78) hélt verkinu áfram. Sú útgáfa sem hér er stuöst við og þetta verk er unnið uppúr var hafin af George Wissova — þess- vegna heiti verksins „Pauly - Wissova” — gefið út i Stuttgart hjá Metzler 1893 og urðu bindin alls 83. Siðar hófst úrvinnsla úr þessu mikla verki, sem kom út undir titlinum ,,Der Kleine Pauly”. Ot- gáfan frá 1975, sem gefin var út af Dr uckenmuller Verlag (Artemis) i Milnchen er hér endurprentuð i dtv. Verkið er alls tæpir átta þúsund dálkar og hver dálkur (tveir á blaðsiðu) sam- svarar einni blaðsiðu i Skinpis- broú. Þessi siðasta útgáfa verks- ins er endurskoðuð og endurrituð isamræmivið nýjustustaðreynd- ir þessara fræða. Fjöldi fræði- manna hefur hér lagt hönd á plóg, svo að ritið á að vera eins öruggt uppsláttarrit og gjörlegt er. Þessi stytta útgáfa Pauly-Wissova byggir á svipaðri röð uppsláttarorða og frumritið, en fjölmörgu er eðlilega sleppt og kaflar styttir, fjölmargir kaflar eru endurritaðir i samræmi við staöreyndir og bibliografian miðuðviðþað. Ýmsirsem þurfa á upplýsingum að halda á þrengsta sérsviði, munu þurfa að leita upplýsinga i frumgerðinni, en flestöllum mun nægja þetta rit. Þaöhlýturalltaf aö orka tvimælis hverju á að sleppa i styttri gerð- inni eins og útgefendur segja i formála, en það Kggur i hlutarins eðli, að einhversstaöar verður að draga mörkin þeirra við valið. Misræmi er milli lengda greina i stærri og minni gerðinni sem kemur til af þvi.að við vissa þætti er engu að bæta frá stærri gerð- inni og þeir þættir eru jafnframt styttir eins og gjörlegt er, aftur á móti hefur komið til nýtt mat i öðrum þáttum, vegna nýrra upplýsinga eða fornminja- rannsókna og þá geta viðeigandi kaflar slagað hátt iqsp i lengd samsvarandi kafla i stærri gerð- inni. Efnið sem ritið spannar er fyrst og fremst fornöld Grikkja og Rómverja og auk þess efni varð- andi önnur menningarsvæði, sem snertahina klassisku fornöld, þar með talinn kristinn sið fram að innrás barbaranna i Rómaveldi og að byzantiseringu Austur - Rómverska rikisins. I lok hvers bindis eru leiðrétt- ingar og listi yfir þá sem unnið hafa greinarnar. Auk aðalút- gefenda er Hans GSrtner talinn útgefandi að fimmta bindinu. Dtv. útgáfan er nú önnur merk- asta vasabrots-útgáfa sem nú er starfandi. tltgáfan einkennist af vönduðu vali rita og merkum heildarútgáfum, svo sem Goethe útgáfu Artemis forlagsins, Kindlers Literatur Lexikon, Schiller og Kleist og dtv. Lexikon, sem er stytt endurútgáfa Brock- haus lexikonsins. Flest virtustu forlög i þýska heiminum standa að dtv. Lexikon der Alten Welt hefur einnig verið gefinn út i dtv. frumútgefinn af Artemis-Verlag. Wild Justice Wilbur Smith. Heinemann 1979. Wilbur Smith skrifar oft spenn- andi reyfara og þessi er einn þeirra, hann kann að gera góðar grindur að sögu, sem eru siðan fylltar atburðarás, hraða og spennu. I þessari sögu segir frá baráttu um völd, sem kaldrifjaðir menn heyja ásamt slatta af fögr- um konum. Svik, prettir, hug- rekki, haturog áster hér i vissum skömmtum og atburðarásin er spennandi. Sögusviðið er allur heimurinn og hápunkti er náð i eyðimörkinni skammt frá Gali- leu. Þetta er ágæt bók til að lesa sér til afþreyingar. Mussolini’s Roman Em- pire Dcnis Mac Smith. Penguin Books 1979. Mac Smith skrifar mjög skemmtilega, frásögnin er litrik og liöug. Hann dregur hér upp persónulýsingu á Mussólini sem snjöllum áróðursmanni sem að lokum er farinn að trúa eigin lygum,fordildarfullum persónu* leika sem leggur allt upp úr sýndarmennskunni,og fanti, sem var heigull. Mynd þessa einræðis- herraer ekki geðsleg. Smith fjall- ar um það riki sem Mussólini hugðist koma upp, Etiopiu - styrjöldinni og þátttöku Itala i siðari heimsstyrjöldinni. Það var farið af stað af miklu oflæti, stór- yrtar yfirlýsingar birtar og siðan koðnaði aUt niður eins og sápu- kúla. Eins og margir nútfma einvald- ar, var Mússólini haldinn bygg- Sovétríkin voru ekki viðfangsefni til að kanna, þau voru pólitiskur áhrifavaldur sem mátti brúka á ýmsan hátt. A vixl voru menn að brúka þau eða orðstir þeirra sem fyrirmynd fyrir sósialista eða grýlu gegn sósialisma eða banda- mann gegn Hitler, en nánari skoðun var látin biða seinni tima. Skáldið illa sett Verulegur hluti frásagnar Jóns Óskars er tengdur þvi, að á hans skáldatima voru rithöfundar „illa settir og áhrifalausir með þjóðinni” einkum og sér i lagi ef þeir voru i senn róttækir i viðhorf- um og nýjungamenn i skáldskap. Frá hægri voru þeir hundskamm- aðir fyrir að vera kommúnistar, meðal skoðanabræðra voru þeir tortryggðir fyrir að „lifa i fíla- beinsturni” eða spilla islenskri þjóðlegri menningu. Jón Óskar tekur ansi djúpt i ár- inni þegar hann i þessu samhengi telur að einstakir sósialistar hafi ráðið úrslitum um að ekki skap- aðist greitt samband milli almennings og ungskálda við upphaf atómaldar i skáldskap. Vissulega mættu þeir andófi hjá talsmönnum þjóðlegrar hefðar og þess sem menn töldu vera alþýðlegan smekk og ýmislegt var sagt í þeim efnum sem var bæði skrýtið og vanhugsað. En mér sýnist, að Jón óskar taki alltof litið mið af þvi, hve gifur- lega stórt það stökk var sem hefðinni bundnir lesendur ljóða og iðkendur stökunnar þurftu að taka til að geta metið þann skáld- skap sem var upp að koma og var kenndur við sjálft atómið. Akveðin andúð og tortryggni var óumflýjanleg hvort eð var. Og þótt það hafi verið erfitt að standa i þessu andúðarroki gegn nýjum skáldskap: er það samt ekki nokkur huggun, að i þann tið voru menn reiðubúnir að bretta upp ermar og glima sig kófsveitta út af rimleysum og stuðlanna þriskiptu grein? Að minnsta kosti viðurkennir Jón Óskar það hálft i hvoru, að það hafi ekki betra tek- ið viðþar sem er núrikjandi vel- viljað kæruleysi og geðleysi um skáldskap i sjónvarpsmettuðu landi. En sem fyrr segir: það gerir frásögnina dauflegri þegar bókleg reynsla höfundar hefur yfirhöndina, en hann hressist við aðra reynslu og persónubundnari. Leiðarvisir stofukommans Bernards Shaw fyrir greindar konur um sósi'alisfha skiptir ekki miklu máli. En mér þótt satt best að segja vænt um að heyra, að þegar árið 1956 hafi Ólafur Jó- hann Sigurðsson krafist þess af foringjum sósialista, að „það verður að endurskoða kenning- una um alræði öreiganna”. AB. ingar- og hraöameta-æði. Stór- byggingar voru reistar, steyptir vegir gerðir og ýtt undir hraða- dýrkun, sem er eitt einkenni 20. aldar. Vegirnir komu að góðum notum þegar flóttinn brast á liðið oghraðinn varð aldrei of mikill á flóttanum. Sjúkleg metagirnd var eitt einkenni þessa manns, hann heimtaði að italskir iþróttamenn næðu sem flestum metum i alþjóðlegum iþróttakeppnum, en að lokum náðu þeir þeim árangri aökomastaftur úr öllum þegar á reyndi, fáir náðu jafngóðum árangri i þeirri list, nema ef vera skyldu islenskir iþróttamenn. Þetta er góð bók.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.