Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. janúar 1980 Sunnudagsblaöið í fjallahéruöum TADSJIKIST Land hinna háu fjalla á landamærum Sovétríkjanna, Afganistans, Pakistans og Kína öldungar viö tedrykkju i hinum skringilegu seturúmum. Þeir eru kappsamlega klæddir og drekka sjóö- heitt te til að Hkaminn vinni bug á lofthitanum sem er oftast I kringum 40 gráöur á C. Ég teygði mig i átt að gluggan- um til að svala forvitninni. Eitt- hvaö stórfenglegt hlaut að vera þarna niðri á jöröinni. Mér varð að ósk minni; aldrei nokkurn timann hef ég séð eins stórkost- lega sýn og þá. Niðri á jörðu gaf að lita hina stórbrotnu Pamir- fjallgaröa sem teygjast vestur úr Himalaya. Það er eins og skaparinn hafi gefið sér góðan tima til þess að móta þetta hrika- lega en ægifagra fjalllendi, sem breiddi úr sér undir fótum okk- ar, baðað i kvöldsólinni eins langt og augaö eygði. Þegar þessi ævintýralega sýn var loksins horfin, fór vélin að lækka flugið, og innan fárra minútna vorum við lent á áfanga- stað. Dushanbe. höfuðborg sjálf- stjórnarlýöveldisins Tadsjikistaji, nánast á landamærum Afghan- istans, Pakistans og Kina. Dtishanbe Dushanbe hefur oft verið köll- uöperla Tadsjikistans. Borgin stendur innarlega i fögrum og gróöursælum dal, við rætur Pamirfjallagarösins. Flugvöllurinn er nánast inni i miðri borginni likt og Reykjavik- urflugvöllur, en ólikt meiri um- ferö var um þennan flugvöll, þar sem flugvélar og þyrlur eru helstu samgöngutækin þarna i fjalllendinu. Þegar við stigum út úr flug- vélinni skall á okkur ólikt meiri hiti en viö höfðum fundið fyrir i Moskvu fyrr um daginn. Þótt lið- ið væri aö lokum september og fariö að halla aö kvöldi var hitinn um 30 gráður. Við komumst að þvi síöar að meðalhiti þarna i fjalladalnum er um 45 gráður á sumrin og fer niöur i 20 gráður um hávetur, og þá þykir mönnum nokkuð kalt aö sögn innfæddra. Viö vorum fjórir íslending- arnir i þessari ferð, fulltrúar frá Æskulýössambandi íslands i vináttuheimsókn i Sovétrikjun- um. Auk þess voru samferða okk- ur frá Moskvu ung stúlka,sem var túlkur, og ábyrgðarfullur fararstjóri frá Æskulýössam- bandi Sovétrikjanna. Eftir stutta móttökuathöfn á flugvellinum var ekið með okkur á eina hótel borgarinnar. Hóteliö er nýtt og glæsilegt i alla staði. Hitt vakti aftur á móti furðu okkar, þegar leið á nóttu, að þótt hóteliö væri eingöngu dvalar- staöur fyrir ferðamenn þá var það jafnframt dansstaður og skemmtistaður, en þá eingöngu fyrir innfædda. Okkur var aö visu bent á ein- hver ja kjallaraholu i hótelinu og tjáö að þar væri bar sem væri eingöngu fyrir útlendinga. Það kom þó fljótt i ljós að sá skemmtistaður var mest litið notaður. Þegar við hugðumst halda þangaö niður varö fljótlega i vegi fyrir okkur stór og mikil eikarhurð, harölæst. Aritaö spjald hafði veriö fest upp á huröina, en aö sjálfsögðu var áletrunin á máli innfæddra. Við sendum eftir liðsauka að ofan til að skýra fyrir okkr tákn- in á huröinni. Fljótlega kom ein starfsstúlkna hótelsins niður og spurði hvaö amaði að. Við bent- um á hurðina. Hún leit snöggvast á spjaldið, yppti öxlum og sagði siðan með armæðusvip: „Hann sefur”. Þá vantaöi klukkuna tvær min- útur i tiu. Fjallamenning Það var dálitiö undarleg til- finning þvi samfara að detta svona allt i einu ofan úr loftinu inn i umhverfi gjörólikt þvi sem maður hafði áður kynnst. Það var ekki aðeins hitinn og gróður- farið, heldur mannlifið og menn- ingin öll. Hérna eins og annars staöar er umhverfiö mesti mótunarað- ilinn. Þó svo að rétt um hálf miljón Ibúa sé i borginni blasir fjallamenningin og smáþorpai- myndin viöast við. Það stafar að einhverju leyti af þvi hversu ung borgin er, eða rétt um 60 ára. 1 kjölfar byltingarinnar hófst iðnvæðingin og beislun fallvatn- anna. En þar með var vandamál- iö ekki leyst. Fjallabúar, sem þá fyrst fengu fullan yfirráöarétt yfir ræktarlandinu, voru ekkert áfjáöir i aö flytja til borganna. 1 dag er svipaö uppi á teningnum. Samhliða aukinni vélvæðingu i wm m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.