Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 13
Sunnudagur 27. janúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 landbúnaði er þó nokkurt at- vinnuleysi hjá ungu fólki i sveit- unum. A sama tima stórvantar fólk til iðnstarfa og uppbygging- ar i borginni. Menningararfur fjallafólksins er sterkur og þeir sem á annaö borð flytjast til borgarinnar halda öllum sinum siðum og venjum þar. Það er þvi allt önn- ur borgarmenningin i Dushanbe en sú vestræna sem við þekkjum til. Fólkið er af Asiukynstofni, frekar lágvaxið, og dökkbrúnt á hörund. Fjallafólkið i borginni klæddist að gömlum sið. Helsta einkennið eru kollurnar sem það ber á hvirflinum. Þessi ferkönt- uðu pottlok eru af tveim megin- gerðum, dökk og látlaus fyrir karla en hvit og alsett perlum og glæsilegum útsaum fyrir kven- fólkið. Að öðru leyti voru kári- arnir klæddir dragsiöum og þykkum kuflum sem dregnir eru saman með belti yfir mittið og i háum dökkum leðurstigvélum. Þessi klæðnaður stakk óneitan- lega i stúf við 45 gráða hitann. Kvenfólkið klæðist mun léttari klæðnaði og að sama skapi skrautlegri, eða silkiofnum kjól- um og sloppum þar sem munstr- ið gefur til kynna aldur og hjú- skaparstöðu viðkomandi. Inn- fædda borgarfólkið klæðist hins- vegar á vestræna visu. Það er þó ekki einvörðungu klæðaburður- inn sem aðskilur fjallafólkið frá hinum nýtilkomnu borgarbúum. Allur húsakostur er gjörólikur þvi sem við eigum að venjast. Nægjusemi situr i fyrirrúmi. Húsin oft illa smiðuð og kofa- ræksni og mest litið um húsgögn. Iðulega er matast á teppi inni á miðju stofugólfi, ef svo má kall- ast. Melónur og vínber Aðalfæöið er ávextir og kjöt. Tadsjikistan er eitt auðugas ta r iki innan Sovétríkjanna og er það ekki sist vegna hinnar miklu gróðursældar. Melónur og vin- ber og aftur melónur og vinber var nokkuð sem við fengum að kynnast allrækilega i þá dags sem viö stóðum þar við, enda stóð þá háuppskerutiminn yfir. Það var með ólikindum hvað þeir innfæddu gátu borðað. Við fengum lika fljótlega að heyra hversu litlir matmenn við vor- um, þvi að strax eftir fyrstu máltiðina á hótelinu barst fyrsta og eina kvörtunin til okkar alla ferðina. Hún kom úr eldhúsi hótelsins þar sem kvartað var yfir þvi hve litið við borðuðum. Túlkurinn lét þess og getið að sjálfsagt væri eldhúsfólkið eitt- hvað niöurdregið og héldi að okk- ur þætti maturinn vondur. Við létum ekki segja okkur þetta tvisvar og stóðum þaðan i frá meðan dvalið var á hótelinu aldrei upp fr á borðum án þess að sporðrenna hverjum einasta bita og hjálpuðust þar allir að. Aðalfæðan var kjöt og grænmeti og aftur meiri melón- ur og vinber. Stórmerkilegt bakarí Með öllum máltiðum var borið fram sérstakt kringlótt hleifa- brauð. Brauðið er ljóst en bragð- mikið og er bakað þarna i fjöllun- um, og þekkist hvergi annars- staðar i Sovétrikjunum. Segir sagan að þaö stafi af þvi að fátæktin hafi veriö svo mikil i Tadsjikistan fyrr á öldum að fólk hafi hvorki átt hnifa né gaffla til að matast með og þvi notast við blauöhleifana. Mér sem lærðum bakara lék mikil forvitni á að fá aö sjá hvernig þessi brauð væru gerð Ungur nemur, gamall temur. Listiðnaður margs konar hefur fylgt óbreyttur kynslóð eftir kynslóð um nokkrar aldir sem einn þáttur i margbrotinni fjallamenningunni. Ferðamenn virða fyrir sér þjóðarklæðnað fjallabúa I túristaverslun I Dushanbe. Skrautmiklir silkikjólar og perlusaumaðar kollhúfur og skikkjur er eitt megineinkenni i klæðnaði kvenfólksins. Brúðkaup hjá fjaliabúum. Brúðurin hylur andlitið þvi þaö boöar ekki gæfu i hjónabandi að sýna sig ókunnugum á sjálfan brúðkaupsdaginn. Fjölbýlishúsaþyrpingin I Nurek stingur óneitanlega nokkuð I stúf við umhverfið. LÚÐVÍK GEIRSSON SKRIFAR þvi að bæði voru þau falleg og bragðgóð. Mér varð að ósk minni stuttu siðar þegar ég komst inn i eitt smábakari yst á borgarmörkun- um. Þótt framleiðsluferillinn væri ekki ýkja frábrugðinn þvi sem menn eiga að venjast: blanda, hnoða, lyfta og baka, þá voru að- ferðirnar og aðstaðan hálf- skringileg. Bakariið var smáleirkofi og minnti helst á fjós . í einu horninu lágu nokkrir mélpokar og þar við hliðina eltikarið sem var smiðað úr eik og hnoðarinn handsnúinn. 1 horninu beint á móti lá heilmik- ið deig uppi á borði, eða svo sýndist mér að minnsta kosti. Það var ekki fyrr en einn bakar- inn sló hróðugur i bunkann til að sýna mér, og allár flugurnar flugu upp, að ég sá greinilega að þetta var brauðdeig. A næsta borði þar við hliðina stóð annar bakari og vigtaði deigið niður jafnóðum og hann klappaði það út i hringmót. Þá var það ofnmaðurinn, eða öllu heldur ofninn. Þetta var múrsteinshlaðinn kolaofn með kúptu þaki. Ofnmaðurinn notaði hvorki plötur né stjaka heldur hafði hann vafið handleggina á sér með bómullardúk langt upp yfir olnboga, og notaði þvi handlegginn i stað stjaka. Ofn- plötur þurfti hann heldur engar þvi hann geröi sér litið fyrir og sló brauðdeiginu upp i innan- verðan ofninn þar sem það siðan bakaðist utan i múrsteininum. Einfaldari og jafnframt stór- brotnari aðferðir við bakstur hef ég aldrei áður séð á ævinni, þvi að jafnframt þvi að reka höndina inn og út úr ofninum allan timann sá blessaður maðurinn um brauðsöluna lika út um smálúgu á veggnum sem sneri út að göt- unni. Flokksræði og hernaður Vissulega var farið i.fjöldann allan af skoðunarferðum i verk- smiðjur, skóla og barnaheimili, að ógleymdum heimsóknum á allar flokksskrifstofurnar. Oft á tlðum datt manni i hug að hugmyndin með öllum þessum flokksskrifstofuheimsóknum væri til þess að sýna okkur hve flokksræðið væri fullkomið þarna i landamærahéruðunum. Um margt var spjallað, á- standið heimafyrir og i alþjóða- málum kynnt eins og það lá fyrir i þeirra augum. Ekki man ég til að mikið hafi verið rætt um ná- grannana I Afghanistan, nema hvað túlkurinn okkar las einu sinni upp fyrir mig úr heima- blaðinu, að Afghanir væru búnir að fá nýjan og góðan þjóðhöfð- ingja. Þaðer vist sá sami og þeir skutu fyrir nokkrum vikum siö- an. Sist gat okkur þá til hugar komið að þetta kyrrláta um- hverfi landamæranna ætti nokkrum mánuðum siðar eftir að vera helsta fréttaefni heims- pressunnar um blóðugan vigvöll hernaðarkapphlaupsins. „Krafla” Tadsjikistans Nurek er ein af yngstu bor g- um Sovétrikjanna i tvennum skilningi. Bæöi eru það ibúarnir sjálfir7 en meðalaldurinn i borg- inni,þar semeruum 23000 ibúar, er aðeins 35 ár; og eins borg- in, sem varð til þegar hafnar voru framkvæmdir við eitt af stærstu orkuverum heims árið 1961. Þótt ekki séu nema tæplega 70 km frá Dushanbe upp i fjöllin til Nurek, þá tekur bilferð þangaö drjúgan tima. Að minnsta kosti neitaði bil- stjórinn okkar aö aka þangað uppeftir nema i fylgd með Tög- reglunni. Viö áttum erfitt með að skilja þessa ráðstöfun bilstjórans fyrst I stað, en málið skýröist þegar við komumst út úr borg- inni og út á sveitavegina. Uppskerutiminn stóð sem hæst og vegirnir voru sumsstað- ar svo yfirfullir af alls kyns seinfærum landbúnaðartækjum að lögreglan átti fullt i fangi með að ryðja okkur leið i gegnum um- ferðaröngþveitið. Það var meira en litið hláleg sjón að fylgjast með lögregluþjónunum. Sá þeirra sem ók hafði sirenuna á, auk þess sem hann hrópaði þessi lifandis ósköp ihátalara sem var festur á toppgrind bifreiðarinn- ar, meðan félagi hans hékk hálf- ur út um hliðargluggann veifandi kylfu i allar áttir, jafnframt þvi sem hann gaf þeim bilstjórum langt nef sem ekki brygðust við þessum ósköpum i tæka tiö. Að endingu komumst við til Nurek og lögregluþjónarnir gátu varp- að öndinni aðeins léttar. Það var tilkomumikil sjón að lita til orkuversins þar sem það stóð neðst utani 500 m háum stiflugarði sem risastór mynd af félaga Lenin var greypt i. Þegar við höfum ekið efst upp á stiflu- garðinn blasti við uppistöðulónið eins langt og augað eygði um- kringt fjallgörðum. Alls er uppistöðulónið um 70 km langt, og má af þvi marka stærð orkuversins sem fram- leiðir 2.700 þúsund Kw á ári. Það var ekki laust við að maður hugsaði heim til Kröflu þegar augunum var rennt yfir þetta risavaxna orkuver i Pamirfjall- agarðinum. Tehús fjallabúa Það var liöið að lokum dvalar okkar iTadsjikistan. Siðastadag- inn var ákveðið að fara i skemmtiferð upp i fjöllin og skoða sig um i fjallaþorpunum. Hálft i hvoru voru fjallabúarnir hræddir við svo framandi fólk sem viö vorum i þeirra landi. Hitt var lika að þeim fannst virðingu okkar misboðið með nærveru sinni. Þetta hvort tveggja varð til þess að torvelda samskipti við þá. Þó var sá einn staður i hverju þorpi þar sem fjallabúar létu ekkert utanaðkomandi hafa áhrif á sig, ekki einu sinni 4 ferðalanga frá Islandi. Það voru tehúsin, samkomuhús þorpsbúa. Tehúsin eru meira en bara venjuleg veitingahús, heldur hvort tveggja i senn skemmti- staður og taflstaður þorpsins. Þegar fjallabúar tefldu létu þeir okkur utanaðkomandi ekki hafa hin minnstu áhrif á sig. Þeir beinlinis „lágu” yfir skákinni, og það urðu reyndar allir að gera sem komu inn á tehúsin, hvort sem það var til að svala þorstan- um eða taka eina skák. Húsbún- aðurinn bauð ekki upp á annað. t fyrstu hélt ég að þetta væru hjónarúm, þvi að borðin, eða öllu heldur sætin, likjast einna helst rúmi nema hvað þau eru mun hærri. Grindargafl er umhverfis þrjár hliðar, en klifrað upp i sæt- in um þá fjórðu. A miðjuna er sett lágreist borðplata og menn raða sér síðan umhverfis hana annaðhvort með krosslagða fæt- ur eða þá á hnjánum. Aldrei nokkurn tímann um æv- ina hef ég upplifað aðrar eins kvalr æöisstellingar við te- drykkju. Siðar sama kvöld vor- um við aftur á flugvellinum i Dushanbe. Flugvélin klifraði hátt yfir Pamirfjöllunum. Framund- an var nærri fimm tima flug til Moskvu. — lg- mm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.