Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 17
Sunnudagur 27. janúar 1980 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 17 Rudi Dui Óskar Guö- mundsson skrifar minn- ingarorð um Þann 24. desember sl. lést í Árósum Ijúflingur róttækra afla i Evrópu undanfarin ár, Rudi Dutschke. Þessi þekkti andófs- og baráttumaður lést af afleiðingum skot- sára, sem hann hlaut i mót- mælaaðgerðum gegn stríðsrekstri Bandarikja- manna i Víetnam 11. april 1968. Það var nýfasisti i Berlín sem sýndi honum banatilræðið i haturs- þrungnu andrúmslofti, sem ekki hvað síst Spring- er-blaðahringurinn magn- aði upp gegn róttæklingum á þeim árum einsog enn þann dag i dag. Rudi Dutschke varð aðeins 39 ára gamall, en var löngu heimsþ ekktur sem stúdentaleiðtogi á árunum kringum 68 og talsmaður framsækinna sósíalískra afla þar til hann lést. Rudi Dutschke á fundi stúdenta viö Freie Universitat, skömmu fyrir moröárásina I apríl 1968. „Hcinn vissi að sósíalisminn var eingöngu til fyrir fólkið” Siöustu misseri helgaði hann hreyfingu umhverfiss inna starfskrafta sina, — en samtök þeirra hafa sótt á i v-þýskri pólitik meö undraskjótum hætti undanfarið. Rudi hafði unnið að stefnuskrárgerð fyrir flokks- stofnun „Grænaflokksins”, sem fram fór 12—13. jan sh.Dutschke var jarðsettur i V-Berlin 3. janúar sl. að viðstöddum 4 þús. manns en um 10 þúsund tóku þátt i minningarfundi við háskólann i V-Berlin, þar sem hann hafði sjálfur stundað nám og pólitiskt starf. Róttæk æska í skugga múrsins Rudi Dutschke fæddist 20. mars 1940 og ólst upp i Schöne- feld i Þýska alþýðulýðveldinu. Hann lifði einsog ungi æsku- blómans þar eystra; gekk i ungherjasamtökin FDJ, Frjáls þýsk æska. og þar fram eftir götunum. En pilturinn óx gæfu- lega úr grasi, og þegar þar að kom að hann skyldi gegna herþjónustu sagöi strákur nei takk. 1 refsingarskyni var hon- um meinað að hefja blaða- mennskunám við háskólann i Leipzig einsog hugur hans stóð til i þá daga. I stað þess að láta framtiðardraumana rætast eystra, hélt hann til náms i Vestur-Berlin við Freie Universitat i félagsfræði. Um sama leyti var Berlinar- múrinn illræmdi reistur áriö 1961. Ariö 1964 gekk Rudi i lið með samtökum vinstri sinnaðra stúdenta i Vestur-Þýskalandi, SDS, sem urðu geysiöflug stjórnarandstaða utan þings undir lok 7. áratugsins. Þá var við völd „þjóðstjórn” ihaldsins (kristilegra demókrata) og sósialdemókrata i Vestur Þýskalandi. Nafn Dutschkes kom fyrst opinber- lega við sögu i mótmælaað- gerðum gegn breiðstjórn þessari, — hann þótti þá þegar sýna einstaka ræðumannshæfi- leika og skarpskyggni. Hann þótti snarorður og skýrmæltur og höfðaði með málsnilld sinni til fólks á einhvern þann hátt aö hitti i hjartastað. Slika málgáfu köll- uðu einhverjir „andræðusnilld” (anti-rhetorisch). En hvort sem það var nú tungulipurð eða and- riki sem mæröu manninn, — þá var hann kallaður leiðtogi i ótal sögulegum mótmælaaðgerðum i V-Berlin, t.d. við heimsókn Iranskeisara til Berlinar þegar lögreglan skaut stúdentinn Benno Ohnesorg, — i aögeröum gegn veldi Springers blaðakóngs o.s .fr v. Það var kraftaverki likast að Rudi hélt lifi eftir banatilræöiö i Berlin, sem áður er sagt frá. Hann þurfi nánast að byrja lifiö upp á nýtt, endurheimta minnið, læra að lesa og skrifa o.s.frv. i endurhæfingu I Sviss. Hann fékk ekki leyfi til að setjast aö i V- Þýskalandi og gjörvöll borgara- pressan á vesturlöndum úthróp- aði hann sem ofstækismann. Hann var nefndur „borgara- skrekkur”, og „frelsisunnandi” þjóðir neituðuhonum unnvörpum um landvistarleyfi (Frakkland, Belgia, Holland, Kanada og Bandarikin). I lok árs 1968 fékk hann timabundið landvistarleyfi i Englandi með þvi skilyrði að hann kæmi ekki nærri pólitisku starfi. Þaðan flúði hann um tima til trlands en fékk að koma aftur til Englands til starfa við Cambridge árið 1970 með leyfi þáverandi innanrikisráöherra James Challagans. Sú vera reyndist skammgóður vermir, ihaldsmenn tóku við stjórnar- taumunum og Rudi var visað úr landi 1971. Danir eiga það til að vera um- buröarlyndir og friþenkjandi og Rudi Dutschke fékk starf við háskólann I Arósum, þarsem hann bjó og starfaði i nokkur ár þar til að hann mátti flytjast til V-Þýskalands. Þar vann hann i hreyfingu umhverfisverndunar- manna einsog áður er minnst á. Rudi Dutschke var andvígur hvers konar stjórnræðisöflum, marxisti sem barðist fyrir „grasrótar’Mýðræði, völdunum beint til fólksins. Hann skrifaöi ma. bókina: Tilraun til að koma fótunum undir Lenín (Versuch Lenin auf die Fiisse zu stellen) Hann bjó með ameriskri konu, Gretschen.og átti með henni tvö börn, Polly og Hosea Che (eftir Che Guevara). Lenín á lappirnar t umsögn um bók Dutschkes segir Vibeke Sperling eitthvað á þá leið, að bókin sé ekki Leningagnrýni úr þeirri bóka- hillu, sem telur svo mörg bindi nú um stundir, þ.e. hrein afneit- un. Eins og bókarheitið gefur til kynna, er verkið tilraun til að s já Lenin i samhengi við raunveru- leg söguleg skilyrði i Rússlandi i byrjun þessar aldar. Bókin er drjúgt visindalegt verk. Jafn- framt er hún skerfur til um- ræðu, sem nú er á vinstra vængnum og gengur þvert á iðk- aða pólitik þar. Vinstri hópar berjast um eignarréttinn á Lenin og halda þarmeð áfram að gera svipuð mistök og Lenin og bolsévikar frömdu á sinum tima. Þeir glöggvuðu sig ekki nægilega á séraðstæðum i Rússlandi og hermdu þekkingu óg skýrgrein- ingar sínar frá þróaðri vest- rænum þjóðfélögum uppá rússneska keisaradæmið. Vegna sögulegra skilyrða þar gat þetta ekki leitt til annars en algjörs Flokksræðis. Það eru samskonar mistök sem Dutschke sá i krampa- kenndum tilraunum vinstri hópa til að umsnúa „Leniniskri arf- leifð” til núverandi aöstæðna. Þarmeö hafi margir vinstri hóp- ar lokað augunum fyrir raun- verulegum aðstæðum og neitað sér um að læra. Þeir hafi aöeins viljað vera i kennsluhlutverkinu. „Að læra, nám og aftur nám. Þetta er sameiginleg afstaða Rósu Lúxemborg og Lenins, — þrátt fyrir ólik viðhorf til ann- arra hluta — aö viðleitnin til að læra fyrir og á byltingartimum, sé það sem skipti máli þegar öllu er á botninn hvolft. Ef náminu er haldið við og hinni raunverulegu sannleiksleit er ekki ruglað saman við Flokkssannindi, i þröngri merkingu þess orðs, — þá geta ósigrar snúist upp i sigra. En ef námið er ekki miðdepill starfsins margfaldast ósigrarnir. Það gerist ef tilfinn- ingaleg áhugamál og þarfir verkamanna, iðnaðarmanna og bænda endurspeglast ekki i slag- orðum verklýðsflokka.” (Rudi Dutschke I Tilraun til að koma fótunum undir Lenin) Meðal græningja Einsog áður hefur verið minnst á lagði Dutschke geysi mikla vinnu i hreyfingu umhverfis verndunarfólks i V- Þýskalandi undanfarin misseri. Pólitisk andstaða gegn hefðbundnu flokkunum (Kristi- legum, krötum og frjálsum demókrötum) hefur átt afar erfitt uppdráttar þar i landi, m.a. vegna ólýðræðislegra kosningalaga um að flokkar verði að fá yfir 5% atkvæöa til að fá fulltrúa i borgum og löndum sambandslýðveldisins. Það var þvi mikill sigur þegar umhverfissinnar komustyfir 5% múrinn i kosningum i Bremen 7. okt. sl. Rudi Dutschke var öðrum fremur þakkaður sigurinn, en hann barðist ötullega i kosninga- baráttunni. 1 dagblaöinu Information i Danmörku 3—4. nóv. sl. er viðtal við Rudi Dutschke um hreyfinguna, en flokksstofnun stóð þá fyrir dyr- um. 1 viötalinu vitnar spyrjandi til eldri ummæla Rudis um að baráttan gegn kjarnorku veröi að vera jöfnum höndum barátta fyrir sósialisma, — og spyr Framhald á bls. 21. Rudi Dutschke Vinur minn er allur og ég er of miður mín til að mála fagrar myndir. Hann var ijúfur og blíður dálitið of blíður eins og allir sannir byltingasinnar ( Úr minningarijóði Wolfs Biermanns) ( Þýð. Ó.G.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.