Þjóðviljinn - 03.02.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.02.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. febrúar 1980 Árni Bergmann skrifar um bókmenntrir Að skrifa um bók sem er skrifuð um bók l 'jS m tsmm ' ÍsSKti Hugleiðing um safn bókmennta- greina eftir Ólaf Jónsson ólafur Jónsson. Llka llf. Greinar um samtimabókmenntir. Iftunn 1979v'y Aldrei fór þaö svo, aö maöur ekki þyrfti aö setjast f afskekktan krók og skrifa um „bók sem er skrifuö um bók” eins og danskur háöfugl hefur ort um. 1 bdk ólafs Jónssonar eru greinar hans frá sextán ára timabili um helstu bækur flestra islenskra höfunda sem hafa dregiö til sln verulegan áhuga, einnig nokkrar yfirlits- greinar um framvindu og stööu islenskra bókmennta á okkar dögum. Þaö er best aö taka þaö fram strax, aö þaö er góöur feng- ur i slikri bók: Hún veröur áhuga- mönnum til upprifjunar og til samanburöar viö þeirra eigin reynslu, til ábendingar um þaö sem þeir létu fram hjá sér f ara og til ögrunar og kannski dáöa ef i odda skerst milli þeirra viöhorfa og höfundar. Nýungamafíósi? Lengi lágu i loftinu ásakanir i garö einmitt Ólafs Jónssonar um aö hann væri einn skelfilegur maflósi, sem helst ekki vildi öörum höfundum lif gefa en nýjungafólki af ákveöinni tegund. Greinasafn hans er ótviræö sönn- un þessaö slikt tal var bull eitt og vitleysa. Bókin ber einmitt vitni um fjölbreytt bókmenntaleg áhugamál, ,,opna” afstöðu til þess sem gert er á hverjum tima. Auövitaösést þaö vel, aö Ólafur hefur sérstaka ánægju af þvi aö fjalla um verk, þar sem lagt er út á nýjar brautir (Guöbergur Bergsson, Svava Jakobsdóttir, Thor Vilhjálmsson), en þvi fer lika f jarri aö hann falli í stafi yfir hverju þvi sem fram kemur á þeim leiöum. Hann getur átt þaö til aö bera fram kenningu um aö sjálf hin raunsæislega frásagnar- hefö islenskra bókmenntadragi á eftir sér „ihaldssemi i pólitík og samfélagsskoðun, þjóöernis- og siöferöisefnum” (bls. 220) og vist mun þá margan langa til aö and- mæla eöa vilja skoöa málin betur. En þegar ólafur svo stendur and- spænis viöfangsefnunum sjálfum skal ekki standa á þvi aö hann kunni vel aö meta „raunsæislega epíska frásögn” Vésteins Lúövikssonar ellegar þá hefö- bundnar sögur Indriða G. Þorsteinssonar svo dæmi séu nefnd. Greinarnar um Indriöa sýna reyndar mjög skemmtilega hve fáránlegt taliö um mafiuna sænsku i bókmenntaheimi hefur veriö. Hlutföll Yfirleittgætir Ólafur Jónsson vel þeirra hlutfalla sem hollt er aö hafa i huga þegar gagnrýni er skrifuö i blöö. Hann tekur hæfi- legt miö af þvi, aö lesendur blaöanna eru ekki aöeins aö forvitnast um það mat sem lagt er á bók, þeir þurfa lika aö fá ýmsar lágmarksupplýsingar um hana. Hann minnir i hófi á fyrri verk höfundar og þann sess sem hann skipar. Oft er hann vel kjarnsær og gagnorður i aö draga saman lýsingu á helstu einkenn- um höfundar og verka hans — ég nefni dæmi án þess aö leita sér- staklega: „Hversdagsfólk, hversdagslif er löngum viöfangsefni Jóns (úr Vör), heimspeki hversdagsins mætti nefna llfsviöhorf hans, þaö felur í sér varfærni, efasemdir, tortryggni á stór orö, tilfinningar og tilburöi, háar hugsjónir. En þaö miöar jafnframt aö þvi aö höndla og færa i orö verömæti hversdagslifs, einfaldra, óbrot- inna tilfinninga, komast aö þeirri kvikusemgefilifi gildi”. (bls. 45) Stillinn er stundum þungur og þá ekki sist ofhlaöinn eignarföll- um, en útkoman er samt hátiö hjá þvi sértæka mandarinamáli sem notað er i bókmenntaskrifum viða i kringum okkur. Skoðanafeimni Þaö sérkenni ólafs Jónssonar sem gagnrýnanda sem skemmti- legast er aö velta fyrir sér er hlédrægni hans i meðferð á skoöunum sem höfundar hafa oröiö sér úti um og setja að sjálf- sögöu svip sinn á verk þeirra, boðskap þeirra, erindrekstri. Stundum er eins og ólafi leiöist allt þaö tal —• um eina sögu Indriöa G. Þorsteinssonar segir hann á þá leið, að þaö sé „einn kostur sögunnar hve frábitin hún sýnistsjálf siöferöislegri eöa ann- arri útleggingu söguefnanna” (bls. 30). Grundvallarviðhorf Ólafs sýnist einatt þaö, aö þaö skipti ekki neinu höfuömáli hvaöa viöhorf og lifsskilning höfundur bir tir I verkum sinum, aö minnsta kosti er þaö léttvægt hjá þvi aö honum takist að „segja bara satt” eins og segir á einum staö um ljóö Þorsteins frá Hamri. Þegar Ólafur fjallar um Snöruna eftir Jakobfnu Siguröardóttur gefur hann upp einskonar formúlu fyrir þvi, hvenær hann vill játast undir þá ádeilu sem höfundur fer meö, hverjir eru skilmálarnir: „Ef hún (lýsingin á sóparanum sem segir söguna) er sönn getur allt hitt fylgt á eftir. Snaran er saga um undirlægjuhátt, mann sem er alltaf fús aö selja og selur aUt fyrir „atvinnu og nógan pen- ing ” og hún er sögö til nógrar hlit- ar aö mynd Sóparans veröur ljós- lifandi fyrir lesanda. Þetta kann aö viröast óhugnanleg mannlýs- ing, og hún er þaö, en aldrei svo óhugnanlegaö hún fæli lesandann frá svo hann neiti aö trúa leng- ur”. „Vondar skoðanir” Þetta er góö og gild afstaöa og kannski sjálfsögö: vitaskuld veröur öll ádeiia ónýt ef hún er ekki byggð á trúveröugum efnis- tökum, á samsvörun lifs i bókmenntum og veruleika sem menn geta tekiö mark á. Hitt er svoliklegtaö þar meö séuekkiöll kurl komin til grafar, mörgu ósvaraö látiö um móttökuskilyröi þau sem lesandanum eru sett þegar hann er i huga sér ymist aö samfagna endurfundum viö eigin viöhorf i bókmenntaverkum eöa glima viö annarlegan boöskap þeirra. Þau mál veröa svo ein- föld, aö einungis sé spurt um bókmenntalega þjálfun lesand- ans og þá velviljuðu forvitni sem oft er kölluö umburö- arlyndi. Ólafur hefur oftast fariö þá leiö, aö leiöa þessi mál hjá sér sem mest, jafnvel þótt hann leyfi sér einu sinni eöa svo aö stökkva upp á nef sér og segja aö eitt skáld ágætt fari í til- teknum kvæöabálki meö „vondar og heimskulegar skoðanir” (bls. 147). Ég segi fyrir mina parta: mér finnst alveg rétt aö leyfa sér slikan munaö þegar tilefni gefst: „skoöanir” i bókmenntaverkum eru ekki heilagri en i öörum text- um — en auövitaö veröur þetta aö gerast meö þeim fyrirvara aö sá sem um fjallar geri sér grein fyr- ir sérstööu bókmennta og snúi ekki ræöunni upp i þröngsýnis- þras. Það sem nú siöast var nefnt er einmitt ein helsta ástæöan fyrir þvi, aö þaö sýnist allsendis óþarfi að finna aö þvi við Ólaf Jónsson, aöhann hafi I bókmenntaskrifum sinum sýnt fullmikla hlédrægni i hugmyndalegum efnum. Hér veröa menn og aö minnast þess samhengissem ólafur gengur inn I þegar hann tekur til starfa. Þá haföi þaö lengi veriö mikil tiska aö blessa eöa formæla skoöunum höfunda af þeim þröngsýna fyrirgangi sem gerir alla menn að einskonar alþingiskandldöt- um. Ýmislegt spaugilegt og æsi- legt gat út úr þeirri viöureign komiö, en þó miklu fleira af þvi sem hvimleitt var. Mér sýnist aö Ólafur Jónsson hafi ekki slst verið að bregöast viö þessu ástandi þegar hann byrjaöi aö starfa og hafi viljað breyta þvi og þar af stafi hans fyrirvarar um „hug- myndarýni” a.m.k. framan af. Ólafur hefur án efa haft töluverö áhrif I þessum efnum og þá I þá veru, aö auka vægi sér- bókmenntalegra hugtaka og aö- feröa I hinni bókmenntalegu umfjöllun. Umræöan hefur, meöal annars fyrir hans tilverkn- að, færst nær bókmenntafræöum. Þetta voru spor sem nauösyn var aö stlga, ýmissa hluta vegna. Og þessi þróun átti sér staö, nota bene, án þess aö missa sjónar af þeim tengslum sem menn i raun hafa komiö á milli siöferöilegra og fagurfræöilegra dóma. Harka og mildi Iritgerðsem fyrster höfö i bók- inni ber Ólafur fram nokkur þau viðhorf sem hann vill leggja til grundvallar starfi gagn- rýnandans. Þar er margt vel sagt og skynsamlega. Þar er meðal annars vikiö aö þvi að hér á landi kunni aö vera einna mest þörf á haröri og agasamri gagnrýni. Hann segir: „I litlu hverfi, á útkjálka er jafnan hætt viö nesjamennsku, undanslætti I smekk og viöhorf- um; menn una því sem er ekki nema hálfgilt og hálfvolgt af þvi aö annaö betra er ekki á boðstól- um; miölungsmennskan kemst i fyrirrúm af þvi hún er jafnan fyrirferöarmest. Þessu hlýtur gagnrýnandi að verjast: hann hlýtur aö visa á bug ónýtu hand- verki, upplognum hæfileikum, misskilningi, tilgerö... En jafn- framt hlýtur gagnrýnandi aö foröast aö reisa kröfur sem ekki veröur fullnægt: hann hlýtur að gera sér raunhæfa grein fyrir möguleikum og takmörkunum þess menningarhverfis þar sem hann lifir; hann hlýtur jafnan aö halda augunum opnum fyrir lof- legri viöleitni hversu smáleg sem hún sýnist”. Þetta er góð stefnuskrá og minnir á ýmislegan vanda sem alltof fáir velta fyrir sér: vanda kröfuhörku og umburöarlyndis. Og þessi ummæli geta vel veriö tilefni til að itreka þaö sem fleiri en einn gagnrýnandi hafa látiö uppi: aö ásakanir um ósanngjarna kröfugerö á hendur Islenskum rithöfundum erui stór- um dráttum rangar. Viö leyfum okkur aö halda þvi fram aö vitundin um „takmarkanir” okk- ar menningarumhverfis ræöur miklu, og llklega alltof miklu, einnig um þá gagnrýni sem stunduö er af mestri samvisku- semi hér á landi. Og taka undir meö skáldinu hæöna sem sagöi ekkert jafn háskasamlegt islenskum rithöfundum og sú mildi sem þeir mættu hjá djöfuls krítlkerum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.