Þjóðviljinn - 03.02.1980, Page 15
Sunnudagur 3. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15
SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR SKRIFAR
1
I
I
;■ V' :
út er komin á vegum
Rannsóknarstofnunar í
bókmenntafræði lokarit-
gerð Gerðar Steinbórs-
dóttur til kandidatsprófs í
islenskum bókmenntum:
Kvenlýsingar i sex
Rey k javikurská Idsögum
eftir seinni heims-
styrjöld. Þar fjallar hún
um ytri sem innri lýsing-
ar kvenna í sex bókum
eftir jafnmarga höfunda,
Atómstöðinni eftir Hall-
dór Laxness, Dísu Mjöll
eftir Þórunni Elfu, Sól-
eyjarsögu eftir Elías
Mar, 79 af stöðinni eftir
Indriða G., Dyr standa
opnar eftir Jökul Jakobs-
son og Dægurvísu eftir
Jakobinu Sigurðardóttur.
Kvennarannsóknir i bók-
menntum hafa ekki leitt til
fr jórrar umræðu hjá okkur enn
sem komið er, og ekki hefur
frést af þvi að efnið sé tekið
fyrir á námskeiðum við æðri
skóla hér eins og tiðkast ann-
ars staðar á Norðurlöndum.
Einn fræðimaður hefur um-
fram aðra lagt skerf til þess-
arar greinar rannsóknanna.
Það er Helga Kress, en hún
hefur lagt grundvöll að kvenna-
bókmenntafræðum hér á landi
eins og kunnugt er. Athugun
Gerðar er að ýmsu leyti viðbót
við athuganir Helgu þótt sums
staðar, einkum i formála, sé
hún að fjalla um sömu hluti og
Helga fer nánar út i til dæmis i
Skirnisgreinum sinum og for-
mála að Draumi um veruleika.
Aö taka
kvenfólk í arf
I bók Gerðar er vafalaust
mestur fengur að athugunum
hennar á einstökum bókum.
Þær athuganir eru skemmti-
legar aflestrar og koma oft á
óvart. Tildæmis kemur á óvart
að jafnvel i bókum eftir rithöf-
unda sem vilja kalla sig
sósialista skuli konur ekki eiga
sjálfstæða tilveru sem ein-
staklingar og ekki hafa neina
verðleika nema þá sem sam-
band við karla gefur þeim. Þær
eru attaniossar karla og gegna
eingöngu kynhlutverkum, jafn-
vel i sögu Jökuls Jakobssonar,
yngsta skáldsins i hópnum. Og
það er fjarri þvi að
rithöfundarnir fjalli um þessa
stöðu þeirra á gagnrýninn hátt,
þeim finnst hún alveg sjálf-
sögð. Asa, vinnukona og ein-
stæð móðir i Dægurvisu, brýt-
ur ein þá „meginreglu hug-
myndafræðinnar að karlar séu
konum fremri”, segir Gerður
(169).
Geröur færir rök að þvi að
kvenfólk þessara bóka sé
meira og minna tilbúningur
skáldsagnahöfunda, staðlaðar
kvengerðir bókmenntahefðar-
innar, en ekki lifandi fólk, og
mest sláandi dæmin um það
eru allar yfirstéttarfrúrnar,
vinnukonurnar og hórurnar i
bókunum sem erfitt er að finna
á skattskýrslum þessa tima.
Raunar segir Gerður að ekki
þurfi að leita lengra en i elstu
söguna i hópnum til að finna
fyrirmyndir að öllum þessum
megintýpum bókanna! Karl-
höfundarnir nýta sér þær all-
ar, en Þórunn Elfa og Jakobina
sleppa hórunum i sinum bók-
um, þó var kannski meiri
ástæða til að skrifa um þær á
árum 1948-’65 en vinnukonurn-
ar.
Krafan um
jafna stöðu
Athuganir Gerðar á Atóm-
stöð Halldórs Laxness og Disu
Hvað
Mjöll eftir Þórunni Elfu eru
þær sem koma mest á óvart i
bókinni.
Atómstðöin á samkvæmt
hefðinni að vera hafin yf-
ir alian grun um karlrembu,
enda stendur Ugla fyrir sinu
með sina s jálfstæðisþrá og
skilning á kúgun kvenna. En
Gerður bendir á að andóf Uglu
verður aðeins i orði kveðnu, og
auk þess kemur höfundur viða
upp um „karllegt” viðhorf sitt,
eins og Gerður kallar það (74).
Það getur leitt fullorðinn
heimsmann i vanda að skrifa út
frá sjónarhóli ungrar alþýðu-
stúlku úr sveit og verður ýmis-
legt til að koma upp um það
hver talar. T.d. er þráfaldlega
stagast á þvi i sögunni hvað
Ugla sé stór og sterkur kven-
maður, „hlussa úr afdölum”,
en organistinn er hins vegar
fingerður maður og veikbyggð-
ur. Þó verður hann miklu
stærri en hún þegar hann lýtur
yfir hana og kyssir hana á
hvirfilinn á kveðjustund i sögu-
lok. „Hver er nú stærð Uglu?”
spyr Geröur (75).
Hiö meðvitaða og hið ómeð-
vitaða berjast lika i sögu
Þórunnar Elfu um Disu Mjöll,
en það er ekki barátta hins
karllega og kvenlega heldur
barátta innrætingar og
innsæis, og þess vegna kemst
Þórunn talsvert nær þvi en
Halldór aö sjá og skilja hvað
það er i karlveldinu sem af-
skræmir vitund kvenna. Höf-
undurinn hefur reynt það á
sjálfri sér. Hún vill halda i
trúna á að það séu fallegar hlið-
er
mannsstarfi sem húsmóður-
starfi. Ekki eru það sist konur
sem reyna að brjóta hana
niður, en þó er i þessari bók
eina dæmið um vináttu milli
kvenna. Disa Mjöll reynir að
drepa sig, en þegar það tekst
ekki snýr hún aftur heim til eig-
inmanns ins.
Ugla og Disa Mjöll gefast upp á
þvi að r júfa vébönd hugmynda-
fræöinnar, kannski af þvi að
þær vita ekki hvað kona er og
kona?
ar á innrætingnni sem konur fá
i kynferðismótuninni en hún
sér þverstæðurnar alls
staöar:
Goðsögnin segir að mæður séu
góöar, Disa Mjöll veit að móöir
hennar er ekki góð; goðsögnin
segir að konan sé til þess að s já
um heimili og börn, það sé
hennar hlutverk, en Disa gerir
uppreisn gegn þvi að láta
þröngva sér i húsmóðurhlut-
verkið. Hún vill móta lif sitt
eins og sjálfstæður einstakl-
ingur og það vill Ugla lika.
Bæði Ugla og Disa Mjöll, einu
baráttukonur þessara bóka,
þrá jafna stöðu við karla. Onn-
ur vill verða maður, hin lista-
maður. Við vitum ekki annað
um árangur Uglu en að hún er á
leið til barnsföður sins i sögu-
lok og lýsir þvi yfir að hann sé
hennar maður. Og eftir að Disa
giftist sameinast allt umhverfi
hennar um að vekja og viðhalda
vanmetakennd hennar og van-
trú á sjálfa sig bæði I lista-
halda þess vegna að þær geti
brotiö allar hefðir einar og
óstuddar.
Enn um
jafnstööu
Athuganir Gerðar á sögun-
um öllum eru mjög merkar,
þótt þröngar séu og takmarkist
við lýsingar kvenna, og það
verður ekki hægt að lita fram-
hjá þeim þegar fjallað verður
um þessi verk i framtiðinni.
En i rauninni er Gerður ekki
fjarri þvi að gera svipaðar
kröfur til kvenfrelsis og Ugla,
hún vill fyrst og fremst að kon-
ur séu menn, þær hljóti mennt-
un og njóti fjárhagslegs sjálf-
stæðis: „Fjárhagslegt sjálf-
stæði er grundvöllur kven-
frelsis” segir Gerður i inn-
gangi, „en kvennastörf eru
lægstlaunuðu störf þjóðfélags-
ins. Menntun kvenna hlýtur að
vera lykilorðið i baráttunni
fyrir jafnrétti kynjanna.” (29)
En hverjir eiga að vinna þessi
„lægstlaunuðu störf” ef allar
konur menntast? Kannski út-
lendir karlar? Ekki er hægt að
leggja þau niður þvi mörg
þeirra standa beinlinis undir
þjóðarbúinu. Það er af þessum
sökum sem byltingarsinnaðir
feministar segja „engin
kvennabarátta án stéttabar-
áttu”: Takmarkið hlýtur að
vera að öll þjóðþrifastörf verði
metin jafnt til launa án tillits til
skólagöngu — og skólagangan
verði þá lika metin til launa
eins og hvert annað starf.
Gerður segir að uppreisn
Uglu og Disu Mjallar sé ein-
staklingsbundin en ekki árás á
hugmyndakerfið sem heldur
konum niðri. Sömuleiðis mætti
segja aö bók Gerðar sé gagn-
rýni á hugmyndakerfið án þess
að vera árás á það þjóðskipu-
lag sem elur það af sér og hef-
ur ólæknandi þörf fyrir að kon-
um sé haldið niöri þvi þannig
nýtist þær best.
Hver skapar
konuna?
Það er ekki körlum almennt i
hag að konur séu ósjálfstæðar,
láti til skiptis kalla sig út á
vinnumarkað og senda sig
heim og ævinlega nota sig til að
ala ókeypis og bera einar
ábyrgð á vinnuafli framtiðar-
innar, börnunum. Það er fyrst
og fremst auðvaldinu i hag, iðn-
jöfrum, fjölþjóðafyrirtækjum,
peningamönnum. Þeir búa tií
og viðhalda mynd hinnar æski-
legu konu i auglýsingum, af-
þreyingariönaði, strumpabók-
um, klámritum og með þvi aö
stjórna þvi hvernig hún klæðir
sig og snyrtir. 1 þessu sam-
bandi hefði mátt eyða talsverðu
púðri á kynferðismótun Sigur-
linu, unglingsins i Dægurvisu,
þar sem má sjá falska imynd
verða til i hörðum slag við
veruleikann. Og veruleikinn
verður undir, hann er ekki
„réttur”.
Spjótum sinum beina gróða-
hyggjumennirnir auövitað lika
að karlinum til að eignast
bandamenn, segja honum að
hann sé harður naggur og banna
honum að tala um tilfinningar
sinar og láta uppi veikleika
sinn. Það er alið á muninum á
körlum og konum til þess að etja
kynjunum saman — annars er
hætta á þvi aö þau komist að þvi
að þau hafa sameiginlegra
hagsmuna að gæta.
„t raun eru konur sagnanna
allar rigbundnar af rikjandi
hugmyndafræði” segir Gerð-
ur, og hvernig ætti öðruvisi að
vera? Þaö verður að horfast i
augu við það að bækurnar sex
segja i meginatriöum satt og
rétt fr á vitund kvenna um s jálf-
ar sig og viðhorfi karla til
þeirra. Vitundin er fölsk og við-
horfið rangt, en hvort tveggja
er býsna lifseigt. Þvi verður
ekki breytt með þvi einu að búa
til afburðakonur i bókmennt-
um. Rithöfundar geta gert mik-
ið gagn með þvi að fjalla um
stöðu kvenna og vitund á gagn-
rýninn hátt, lýsa baráttu
þeirra af skilningi og láta vera
að taka á konum eins og
óbreytanlegri og staðlaðri bók-
menntaver ks miðjufr amleiðs lu
og herma þar hver eftir öðrum.
Einkum ber þeim að leggja
áherslu á gildi vináttu og sam-
stöðu milli kvenna eins og ann-
arra kúgaðra samfélagshópa.
Best væri þó að kippa undir-
stöðunni undan falskri imynd
kvenna, auðvaldsskipulaginu
sjálfu.
Lokaorö
Að þessari grundvallar-
gagnrýni slepptri fannst mér
aðferðarfræði ritgerðarinnar
leiða til svo athyglisverðra
niðurstaöna að hún hlyti að
vera mjög nýtileg. Hins vegar
var mér ekki ljóst úr hvaða
bókum var að velja á þessu
timabili (og hvers vegna ein-
mitt þetta timabil?) og hvers
vegna þessar bækur voru vald-
ar ef til eru fleiri samtimasög-
ur úr Reykjavik á þessum
tima. Niðurstöður þóttu mér
lika settar upp of tölfræðilega
miðaö við hvað bækurnar eru
fáar.
Still verksins ber nokkur
merki þess að þetta er prófrit-
gerð, hann er stundum flókinn.
einkum i formála, og jafnvel
þvælinná stökustað. Um annan
frágang er það að segja að
bandið er mjög þétt og vont að
opna bókina, letur er gott á
meginmáli en óþægilega stórt á
millifyrirsögnum. Prófarkir
eru vel lesnar.
Og eftir þennan smásálar-
lega samtining ber að itreka
það að það er mikill fengur að
fá þessa ritgerð útgefna.
Silja Aðalsteinsdóttir