Þjóðviljinn - 03.02.1980, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 03.02.1980, Blaðsíða 23
Sunnudagur 3. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 erlendar bækur Gore Vidal: A Search for the King — Dark Green Bright Red. Heinemann 1979. Þessar skáldsögur eru meBal þeirra fyrstu sem komu frá hendi þessa höfundar, um miðja öldina. A Search for the King, segir frá trúbadvlrnum Blondel de Nesle, sem er annaö nafn Jeans II de Nesle, sem uppi var á llöld. og þjóðsögur segja að hafi veriönáinn vinur Rikarðs Ljóns- hjarta, en staðreyndir eru aörar. Vidal notar þjóðsöguna sem inntak sögu sinnar og rekur leit Blondels aö herra sinum og vini, eftir aö hann var tekinn til fanga. Ferð Blondels um Evrópu 12. aldar, svipmyndir frá ýms- um stööum, viðskipti hans viö galdranornir hefðarfrúr, og aöalsmenn og innlifun i ævin- týraheim þjóösagnanna, gera bókina læsilega. í lokin er nokkuð löng lýsing á áhrifum þeim sem Blondel veröur fyrir i blóöugri orrustu og þeim afleiðingum sem þau hafa á viöhorf hans og mat. Liölega skrifuö skáldsaga. Dark Green, Bright Red gæti gerst nú á dögum. Söguefnið: fyrrverandieinræöisherra i ein- hverju Suöur-Amerlku-riki, gerir tilraun til þess aö ná völd- um aftur meö aðstoö bandarisks auöhrings, sem hyggst nota ein- valdinn til þess aö öölast betri aöstöðu til gróðavænlegra fram- kvæmda og atvinnureksturs I þessu riki. Þetta er sagan bak viö valdabaráttuna I ýmsum suöur-ameriskum rikjum og viöar. Pólitlskum tittum er att fram fjármögnuöum af einhverj- um auöhring, og slðan hefst leikurinn, nokkrir áhrifamenn I fjölmiölum keyptir upp, ruslara- lýöur úr lögfr æöingas tétt settur til þeirra verka, sem þjónar hagsmunum auöhringsins og skrilblöö hefja áróöur, sem kemur hinu erlenda valdi einkar vel. Þetta er saga sem víöa er aö gerast nú á dögum. I fyrstu er leitast viö aö fela tilganginn, en siöar kemur aö þvl, aö þaö er óþarfi, þegar búiö er aö múta nægilega og ljúga þar til þjóöin trúir slendurtekinni lyginni. Þetta er vel skrifuö saga og tlmabær. Code Z Joel Swerdlow. Secker & War- burg 1979. I neyöartilfellum má skipa mann úr þaulþjálfuöum innsta hring CIA sem staögengil banda- rikjaforseta. Eitthvaö á þessa leiö hljóöar litt kunn reglugerö, sem hingaö til hefur aldrei birst nema sem trúnaðarmál ætlaö æöstu embættismönnum banda - riskrar stjórnsýslu, hers, flota og öryggisstofnunar. Sagan gerist viö þær aöstæður, aö skyndilegra ákvaröana er bráö þörf og forsetinn fjarverandi. Dan Horgan er valinn til aö taka aö sér embættiö og veröur aö hafa hraöan á og gera ráöstafan- ir, sem ekki viröast eiga sér skiljanlegar forsendur. Máliö sem upp kemur er svo „viðkvæmt” og krefst svo skyndilegra viöbragöa aö Horgan, sem er þaulvanur njósnari og vel kunnugur laumu- spili hinna ýmsu hagsmunahópa á æöstu stööum, verður gátt- aöur. Hann rekur sig fljótlega á þá staöreynd, aö þaö eru aörir en forsetinn og nánasti hópur hans, sem fara meö völdin og ráöa feröinni. Þessir „aörir” svifast einskis ef hagsmunum þeirra er ógnaö, og I bókarlok veit lesandinn hverjir þeir eru: vopnaframleiöendur og allir þeir sem hagsmuni hafa af styrjöld- um og eyöingu lifs, vissir aöilar i hernum, sem eru beinlinis á snærum vopnafr amleiöenda, þeir þessir „launuöu mann- dráparar” ásamt „sölumönnum Gore Vidal dauöans” og hagsmunahópar nátengdir þeim berjast gegn þeim ráöstöfunum, sem ætlaö er aö koma I veg fyrir árekstra sem leitt gætu til styrjalda. Sagan er mjög spennandi og haganlega uppbyggö. Höfundur- inn hefur starfaö viö ýmis dag- blöö, svo sem Washington Post, the Guardian og Harper’s. Hann setti saman „Remote Control” um áhrif sjónvarpsins I Banda- rikjunum, ásamt Frank Mankie- wicz, sem hlaut góöa dóma, m.a. i the New York Times. South Wind Norman Douglas. Secker & War- burg 1979. Norman Douglas haföi gaman af þvi aö vera á lifi. Hann var skoskur I aöra ættina og skosk- þýskur I hina. Ólst upp I Þýska- landi, s tundaöi nám I Karlsruhe. Starfaöi I bresku utanrikisþjón- ustunni og var viö sendiráö I Pétursborg, en þaðan varö hann aö hverfa Iflýti, sökum óhæfilegs kvennafars. Sflian settist hann aö á Kapri, eftir aö hafa neyöst til aö flýja England, vegna óheppilegs lifernismáta. Hann var ólatur aö setja saman bækur „Siren Land” kom út 1911, „Old Calabria” 1915, sem er ferðabók, heimspekirit, ævisaga og mannkynssaga, ágæt bók. Hann setti saman fleiri feröabækur. South Wind er skáldsaga og jafn- framt bundin eigin minn- ingabr otum. Hann ætlaði meö bókinni aö seöja markaöinn hneykslanlegum frásögnum, hahn lýsir þeim aögeröum sem þá (bókin kom út fyrst 1917) voru taldar sviviröilegar, aö al- mannadómi, verkum og geröum sem hann haföi sjálfur framiö og einnig þeim sem hann haföi ekki framið. Bókin gefur einnig góöa hugmynd um Kapri, áöur en túrisminn flæddi yfir og eyöi- lagöi staöinn. Þvi aö ef á aö svipta einn staö eöa land sinum sjarma og einkennum, þá er besta ráöiö aö lokka sem mest af túristum á þann staö eöa til þess lands. Þetta túristafargan minn- ir helst upp á engisprettuplágur, eins og lýst er i helgum ritum. Þaö land er fordæmt sem fær yfir sig þýska og amriska túrista I hrönnum. Þannig fór um Kaprl. South Wind hefur þann tilgang aö hvetja menn til llfs- nautnar, hedonisma. Douglas var altekinn áf Itölskum llfsstil, eins og hann kom honum fyrir sjónir og honum fannst hvergi eins skemmtilegt aö vera til eins og meöal ítala á Itallu. Douglas skrifaöi fleiri bækur, en þessi er sú frægasta af skáldsögum hans. Fyrsta útgáfa South Wind kom út hjá Martim Secker 1917 og var oft endurprentuö og er nú gefin út af sama forlagi I ár. r Lesendur eru hvattir að hafa samband við síðuna varðandi hinar grœnu hliðar lífsins! Umsjón: Hafsteinn Haflidason Gulrótin er gersemi Febrúarbyrjun, deyfð og drungi, orkubú líkam- ans komið í þrot. — Og þá — ein rif in gulrót út í súr- mjólkina eða nokkrar gulrótarsneiðar sem lýsa upp saltf isktrosið eins og sólskífur! Súrmjólkin veröur ekki bara súrmjólk lengur, og saltfisk- trosiö hættir aö vera grátt. Hugurinn léttist og brjóstiö belgist út eins og I nýást- föngnum unglingi sem er til I allt undir glóö kvöldroöans á heitu júllkvöldi. Hollt fœði Þaö er ekki aöeins gott aö boröa gulrótina, eins og segir I kvæöinu, heldur er þaö llka hollt. 1 næringarefnafræðinni minni stendur svohljóöandi: Gulrót pr. 100 grömm inni- Af gördum og gróðri heldur 88g vatn, 32 hitaein- ingar, 0,8g prótein, 0,lg fitu, kalk, 30mg fosfor, og af vita- mlnum 0.30mg A-vItamln (þ.e. um 1200 alþjóöaeiningar), 0,6mg tlamln, 0.06mg ribófla- vln, 0.4mg níasin og 6mg askor- blnsyru eöa C-vItamln. Auk þessa alls er I gulrótinni urm- ull af snefilefnum, sem of fyrir- feröarmikiö er aötelja upphér. Hinum gullna lit gulrótanna veldur efni, sem nefnt er karótín. Þaö er þetta karótln sem likaminn tekur upp og breytir I A-vitamin. Nýtingin veröur betri boröi menn ein- hvern fituvott meö, til dæmis súrmjölk eöa smjör. A-vítamlniö hefur miklu hlut- verki aö gegna I skrokknum. Þaö dregur úr þvagsýru- myndun (þreytu), styrkir sllmvefi og húö og ver gegn sýkingarhættu. A-vItamlnið hefur jafnandi áhrif á alla kirtlastarfsemi og hindrar offitu. Það er llka meöal viö náttblindu. Mótefni gegn krabbameini En þaö er ekki bara kartótlniö sem gerir gulrótina gulls Igildi. Hún er nefnilega llka auöug af svokölluöum flavóniöum sem hafa afar mikla þýöingu fyrir starfsemi hjartans og sogæöakerfisins. Ekki alls fyrir löngu kom 1 ljós aö flavónlöið myndar efnakljúf (enzym), svokallaö hydroxylas, sem taliö er mót- efni gegn krabbameinsvald- inum benzpýren. Ef viö snúum okkur aö hinni eölisfræöilegu hliö málanna, þá má halda þvi fram aö gulrótin sé I alla staöi góö fyrir melt- inguna. Trefjarnar draga I sig á leiöinni út illa vessa og úrgangsefni, sem annars vilja hrannast upp og halda sig I þeim brautum.Leysandier hún hrá og rifin, stemmandi sé hún soöin og stöppuö I mauk. Hvorugt er hún þó um of svo aö engin hætta er á feröum, þótt menn skammti sér riflega af henni viö allar aöalmáltlöir. Varla er heldur aö óttast A- vltamíneitrun af þvi gulróta- magni sem venjuleg manneskja getur torgaö á einum degi, svo þess vegna er allt I lagi aö narta I eina og eina á milli mála. Þetta siðasta var sagt til hughreystingar þeim mörgu barnshafandi konum, sem eru oft meö eindæmum flknar I gul- rætur. Mótefni gegn bólum Nú eru ætlö einhverjir á meðal okkar sem berjast gegn bólum, hrukkum og öörum ákomum i sinum annars friöu ásjónum. Ég heyröi einhvern- tima útundan mér eftirfarandi ráö sem vel átti aö gagnastl þvíllkum bardögum: Rlfiö niöur nokkrar þvegnar gul- rætur meö hýöinu og blandiö safanum úr einni sltrónu samanvið. Makiö þessu I andlitiö og látiö vera á I hálfa klukkustund. Endurtakist eftir þörfum. — Ekki hef ég prófaö þetta sjálfur og sel þvl ekki dýrara en ég keypti. Sjálfur myndi ég heldur éta blönduna I samræmi viö sannfæringuna um aö feguröin byr ji innanfrá. Nóg um gulrætur aö sinni. j Skrifið Næstu þættir munu fjalla um pottaplöntur. AAig langar til að vita, hvaða stofuplöntur þið hafið heima eða á vinnu- stað og eins hvort þið notið einhver „f iff" til að fá þau til að þrífast og dafna. Alltaf er gaman að gefa öðrum hlutdeild í gleði sinni og öllum góðum ráðum mun vera gefið rúm í þessum þáttum. Sendið gjarnan lauf eða kvist ef þið eruð ekki viss á nöfnunum eða kunnið ekki. Bréfum má skila á afgr. Þjv. Síðu- múla 6 eða beint til mín í Ásgarð 15. Gott væri að símanúmerið ykkar væri með í bréf inu svo hægt sé að hafa samband ef þurfa þykir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.