Þjóðviljinn - 03.02.1980, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. febrúar 1980
Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson
helgarvíðtalíð
— Hér er vinnusalurinn, segir Einar Hákonarson og
burðast við að koma lyklinum í skrána, án þess að
missa fleytifulla kaffikönnuna, bollana og mjólkina
úr fangjnu. Við erum staddir á efstu hæð Myndlistar-
og handiðaskólans og búum okkur undir að ganga inn í
það allra heilagasta skólastjórans, vinnustofu og af-
slöppunarherbergi listmálarans.
„Vinnusalurinn” er tviskipt-
ur, annars vegar spartanskt
herbergi meö fábrotnum hús-
gögnum i anda sjötta áratugs-
ins, hins vegar litil vinnustofa
drekkhlaöin myndarömmum
og striga.
Viö setjumst.
Einar afþakkar vindla en
kveikir sér i sigarettu.
— Hvernig skilgreinir þú
eigin myndlist Einar?
Skólastjórinn hregst prúö-
mannlega viö þessari frekju-
legu opnun. Hann brosir lftil-
lega og minnir einna helst á
skeggjaöan fermingardreng i
kaupstaöarferö. Hann hugsar
sig um smástund og veröur al-
varlegri.
— Ég varákaflega strangur
myndbyggingarmaöur fram-
anaf. Ef þú litur hins vegar á
siöustu sýningu mina (Kjar-
valsstaöir I haust) þá uppgötv-
ar þú sterkan expressfonlskan
þráö, sem hefur ágerst frekar
en hitt. Ég hef veriö undir
miklum áhrifum frá Francis
Bacon framanaf og hef ekkert
veriö aö leyna þvi. Viö getum
sagt, ef viö ræöum um hug-
myndir i verkum minum, aö ég
fjalli um einstaklinginn I dag,
hinn berskjaldaöa mann gagn-
vart eigin umhverfi, hinu dag-
lega lifi sem einkennist af
hraöa, streitu, tækni. betta eru
ekki alúölegar myndir.
— Landslag er fariö aö spila
rækt viö planiö, aö hlutur komi
á móti hlut, aö einingarnar vegi
salt á léreftinu. Þetta veröur
eins og ágætur franskur mál-
ari Soulage sagöi eitt sinn; aö
leggja út ævintýri, sem maöur
ekki veit hvernig endar.
En ég held, aö þessi staöa sé
alhæf nú á timum. 1 bókmennt-
um, málaralist og listum yfir-
leitt er ákveöin kreppa. Þaö
vantar meiri tjáningu, lista-
mennirnir sýna of litiö inn I sig.
Viö getum t.d. tekiö grafíker-
ana, sem hafa veriö i miklum
uppgangi, en þaö er litiö um aö
þeir geti tjáö sig frjálslega, en
kannski eölilegt aö grafikin sé
* stif.
Þetta er þó sennilega spurn-
ing um þjóöareinkenni.
— Þjóöareinkenni?
— Já, þessar lokuöu þjóöir
eiga yfirleitt auöveldara meö
aö tjá sig beint og fást minna
viö formiö sjáöu til dæmis
þýska expressíonismann.
Opnar þjóöir eins og Frakkar
eiga Istökustu vandræöum meö
tjáninguna I málverkinu en eru
snillingar I formi. Þaö hafa
veriö skrifaöar langar langar
ritgeröir um þetta.
Að
Skólinn á aö vera góö blanda af
frjálsræöi og aga.
— Ein vikublaös spurning:
Hvernig fer þaö saman aö vera
myndlistarmaöur og skóla-
stjóri?
— Ég hef ailtaf veriö I
kennslu, eftir ég byrjaöi aö
mála aö marki. Skólastjóra-
starfiö er umfangsmikiö og
veröur alltaf meira og meira.
En þaö er gaman aö takast á
viö þetta. En auövitaö bitnar
þetta á málverkinu. Þaö má
kannski segja, aö flestir Is-
lenskir myndlistamenn séu
kvöld- og helgarmálarar,
hobbýmálarar I annarri vinnu
til aö framfleyta sér og sinum.
Þetta á viö þá, sem eru sannir
sinni list, þaö eru auövitaö til
færir menn, sem eltast viö
markaössjónarmiö, og lifa á
þvi. Stór hluti af menningu okk-
ar er kominn á þaö stig.
Þaö er vel hægt aö setja upp
formúlu um hvaö selst. Fólk
sem á aura, er yfirleitt fólk á
miöjum aldri utan af landi, og
hrifst af landslagsmyndum og
kreppuáramyndum. En þeir
iistamenn sem freistast til aö
láta eftir sér aö ná I peninga,
hafa svikiö sjálfan sig. Þetta
veröa svo menn aö gera upp viö
sjálfa sig.
Þaö er þvi sárgrætilegt, aö
þegar talaö er um áhuga Is-
lendinga á myndlist, eru dæmi
nefnd um sölu á sýningum.
Þetta eru fjárfestingarsjónar-
miö, mubblusjónarmiö. Þaö er
kannski ágætt I sjálfu sér, en
hættan er aö kúnstin fari niöur
á lágt plan. Fjölmiölar hafa llka
staöiö sig illa, mér er sérstak-
lega I nöp viö sjónvarpiö.
Frammistaöa þess I myndlist-
armálum er til skammar.
—-Þú minntist á kreppu Ilist-
inni?
— Listinfær ekki svigrúm aö
vaxa fram sjálf, hún er háö þvi
aö hún seljist. Þaö stendur
henni fyrir þrjfum. Sjáöu til
dæmis jólabðíaflóöiö. Lista-
menn hérlendis veröa einnig aö
vinna svo mikiö aö þeir geta
ekki sinnt listinni. Sjálfur er ég
gott dæmi um þetta. Maöur er
hálfvolgur.
Og svo annaö: Þaö er lægö I
hugsunarhætti þjóöarinnar.
Pólitlkin er flöt, hún hefur ekki I
neina menningu aö sækja, þetta
er endalaust þjark um krónur
og veröbólgu, pólitikin er dottin
I mykjuflórinn. Þaö veröur aö
gefa listinni meira svigrúm.
Ég vil minna á ágætt útvarps-
erindi Arna Björnssonar um
daginn og veginn, sem hann
flutti nýlega. Sjáöu til aö mynda
Kvikmyndasjóö, hann skilar
strax ávexti. Rlkiö getur llka
haft beinar tekjur af list, og
aukin list skilar sér margfalt i
betra mannlifi og betri hugsun-
argangi.
— Hvaö meö kreppu I alþjóö-
legri list?
— Ef myndlist er spegill
samtlmans, er mikiö svart-
nætti framundan. En þaö hefur
nú veriö áöur. Þaö er ekki hægt
aö tala um þróun I list, en
kannski er um þróun aö ræöa
hjá manninum.
En s tefnur koma upp og kalla
á andhverfu sina, og þá gerist
mikil sprenging og nýtt blóma-
skeiö upphefst.
Eiginlega erum viö komnir
út I efnafræöi núna.
En I sambandi viö Island, þá
býr svo mikiö hérna sem hægt
væri aö vinna úr.
— Eigum viö aö byggja á
þjóölegri list I framtiöinni?
— Já, þvl ekki! Okkur veitir
ekkert af þvi. betta geröu
Norömenn á sinum tima, og
var mikiö hlegiö aö þeim. Þeir
prýddu opinberar byggingar
meö atriöum úr sögu sinni, en
nú blasir þetta viö fólki i dag og
setur þaö I samband viö fyrri
tima eigin þjóöar. Auövitaö
veröur aö taka þjóölegheit og
þjóöernisstefnu meö fyrir-
vara, en ef þjóöleg list er gerö
af tilfinningu, þá veröur hún al-
þjóöleg.
Meöferöin ákvaröar alltaf
útkomuna. —im.
úr forminu
inn I minar myndir, þaö er þó
symbóliskt,nánast hughrif. Ég
fæst viö séreinkenni I landslagi
en ekki ákveöna staöarhætti.
Ég umbreyti séreinkennum.
Myndir mlnar eru meira og
minna skáldskapur.
— Hvaö meö litaval, innri
sálfræöi verksins? Liggja ein-
hver jar rætur til þln frá öörum
frægum expressiónista Ed-
ward Munch?
— Nei, nei. Þaö liggur allt
annaö aö baki hjá mér. Munch
er mýstiker, ekki ég. Þótt aö-
ferö mln sé expressónisk
sterk, situr þó myndgeröin I
fyrirrúmi. Hugmyndirnar
veröa aö beygja sig fyrir
myndgeröinni. Formiö veröur
ofan á.
— Háir þaö þér?
— Já, þaö gerir þaö. Ég er aö
reyna aö br jótast út úr þessu.
Myndir minar á siöustu sýn-
ingu held ég aö beri þessari
þróun vitni. Gagnrýnendur,
sem skrifuöu um þá sýningu,
sögöu hins vegar margir
hver jir, aö ég heföi nóg aö gera
sem húsbyggjandi og skóla-
stjóri, og þess vegna væru
myndir minar svona losara-
lega geröar.
Sannleikur inn er hins vegar
aö mig langar til aö br jótast út.
Draumur minn var eiginlega
aö vera action-painter, þaö er
aö segja hughrifamálari, sem
skellti tilfinningum sinum og
hugsveiflum umsvifalaust á
léreftiö. baö er hins vegar erf-
itt nú. Fyrir mann, sem er bú-
inn aö mála lengi, togar formiö
I.
— Er þetta spurning um
samvisku?
— Já.
— Hvaö tekur viö I myndum
þfnum ef þú sleppur tökunum á
forminu?
— Ég býst ekki viö aö geta
sleppt myndgeröinni alveg. En
myndir mínar eiga eftir aö
veröa ofsafengnari, þaö munu
meiri átök eiga sér staö I
sjálfri athöfninni viö aö mála.
Ég mim ekki leggja eins mikla
— Og islendingar?
— Ég veit ekki, en ég held aö
þeir þori ekki aö sýna, hvaö
þeim býr i brjósti. Þó eru til
undantekningar, eins og Kjar-
val, jú og svo Kristján Daviös-
son.
— Er hægt aö draga lista-
menn svona I dilka eftir þjóö-
erni?
— Þaö er náttúrulega til al-
þjóöleg list, svokölluö galleri-
kúnst. Þau áhrif má lika
merkja á íslenskum myndlist-
armönnum. En engu aö slöur,
svo viö höldum áfram meö Is-
lendinga, þá má merkja einn fs-
lenskan tón I þeirri litameö-
ferö.
Þeir skera sig úr á öllum al-
þjóölegum samsýningum hvaö
þetta varöar. Svavar Guönason
er talandi dæmi um þessa lita-
meöferö, og reyndar sá málari
sem lengst hefur komist I
beinni tjáningu. Nei, þaö eru
þessir sterku hreinu litir i Is-
lensku málverki. Þetta er and-
rúmsloftiö, — þaö er sérkenni-
legur litur á íslensku and-
rúmslofti. Þaö er rokiö og rign-
ingin, sem maöur er farinn aö
Spjallað
við Einar
Hákonarson,
myndlistar-
mann og
skólastjóra
þrá, þegar maöur hefur veriö
lengi i útlöndum.
Einu sinni var ég I Kali-
forniu. Þegar ég vaknaöi á
morgnana vissi ég alveg ná-
kvæmlega hvernig veöriö yröi
allan daginn. Alveg hroöaleg
tilfinning.
Einar hlær.
— Hefur veöráttan og um-
hverfiö mikiláhrif á málaralist
þlna?
— Umhverfiö hefur gifurleg
áhrif. Þaö væri dauöur maöur
sem ekki skynjaöi þaö.
En áhrifin koma ómeövitaö.
— Breytast myndir þinar
mikiö I vinnslu?
— Ég mála málverk allt frá
nokkrum klukkutimum upp i
margar vikur. Mynd sem er
máluö snöggt, er hugsuö fyrir.
En eins og ég sagöi áöan, er ég
aö brjótast út úr þessu, vinn
meö meiri hraöa meö meiri
bægslum og látum til aö breyta
ekki myndinni um of frá upp-
haflegri hugsun, til aö láta ekki
formiö ná of sterkum tökum á
mér. Og samtimis tek ég meir i
áhættu.
— O -
— Er skólun hættuleg skap-
andi listamanni?
— Já, hún getur veriö þaö.
Hún getur eyöilagt einstakling
gjörsamlega. En allir hafa gott
af þvi aö vera brotnir niöur i
hófi. Skólinn á aö skerpa dóm-
greind þina, hann á aö kenna
þér viömiöun.
Ég man, þegar ég kom út úr
þessum skóla og fór i fr jálsan
skóla, lenti ég i sálarkreppu.
Hvaöa stefnu átti ég aö taka?
Ég tel aö siöasta ár iö á þes sum
skóla eigi aö vera akademlskt,
menn eigi aö vinna sjálfstætt.
En svona skóli á lfka aö vera
tilraunastofnun og fyrst og
fremst aö hafa stabllitet . Þaö
þarfstabilitet tilaö ná árangri.
brj ótast