Þjóðviljinn - 03.02.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.02.1980, Blaðsíða 9
Sunnudagur 3. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Alþvðuleikhúsid frumsýnir nýtt verk eftir Bödvar Guömundsson: Edda Björgvinsdóttir og Gunnar Rafn Guömundsson fara meö hlutverk barnanna, sem einnig eru sögumenn og fara þá meö bundiö mál Iböðverskum stil. Þröng á þingihjá Alþýöuleikhússfólki: Frá vinstri: Gunnar, Þórhild- ur leikstjóri, Sólveig, Kolbrún og Björn. „Heimilisdr augar eða að hugsa stórt eins og leiðarí í Vísi Alþýðuleikhúsið frum- sýnir í kvöld, sunnudag kl. 20.30 nýtt íslenskt verk eftir Böðvar Guðmunds- son, og nefnist það ,,Heim- ilisdraugar". Blaðamaður Sunnudagsblaðsins lagði leið sina í Lindarbæ fyrr í vikunni til að fræðast um sýninguna og öðlast meiri innsýn í leikritið, sem ber þetta þjóðlega nafn. — Þetta er leikrit um dæmi- gerö baslhjón, segir leikstjórinn Þórhildur Þorleifsdóttir, þegar okkur tókst að fá okkur sæti inn- an um borö, stóla, búninga, leik- tjöld og viðeigandi dót sem myndar heföbundna umgjörð um frumsýningarstreitu Alþýöu- leikhús s ins. Meir a um þaö s iöar. — Þau halda að þau geti lifaö eftir þeim lögmálum sem aörir geta lifaö eftir, en illa fer fyrir þeim, þar eð þau kunna ekki á kerfiö og eiga ekki innangengt i valdastofnanir svo sem banka o.s.frv. Að koma yfir sig þaki — Þetta er eiginlega saga um fólk sem er að koma yfir sig þaki, segir leikstjórinn. Þau ætluöu að byrja stórt, en eru eiginlega komin i lágmark, þegar leikurinn hefst, hafa þurft aö selja ofan af sér hvaö ofan i ann- að til aö bjarga skuldunum. Aö lokum eiga þau fokhelda IbUÖ i blokk, en fjárhags vandræöin steðja sifellt að. Það birtir þó til, maðurinn fær vinnu viö virkjanir fallvatna uppiá öræfum. Hann er ófaglæröur farandverkamaöur og stritar öllum stundum til aö endar nái saman, sem þeir gera ekki. En hin nýja vinna og auknu tekjur kalla á freistingar, og ekki liöur á löngu áöur en allt er komið i fyrra form. Þau skilja ekkert i þessu, þvi eins og þú veist er engin stétta- skipting á tslandi. Þeim finnst þau vera eina fólkiö sem ekki kemur sér áfram i lifinu á eölileg- an hátt. Skotta kemur til sögunnar Aö lokum finnst á þessu skýr- ing. Vinnufélagi Hrafns, eigin- mannsins, Jón fróöi, kemst aö þvi aö Hrafn er af ætt, sem fylgir fræg skotta. Þaö hafi veriö lagt á niðja ættarinnar i9. lið, að hvergi skuli þeir koma dyr i gátt eöa þaki á tóft. Uppfrá þvi beina hjónin kröft- um sinum að losa sig viö skott- una. Ekki er Þórhildur fáanleg til aö útskýra söguþráöinn nánar en býöur blaöamanni aö fylgjast með æfingunni. Börnin sögumenn A sviöinu er napurlegt um aö litast, fokheld ibúö, plast i glugg- um og hvergi hurðir að sjá. Börnin, leikin af Guömundi Rafni Guömunds s y ni og Eddu Björgvinsdóttur, eru sögumenn og fara meö bundið mál i bööverskum stil. Þau hnýta frá- sögnina saman utan leiksins, en taka þátt i atburðarásinni þess á milli. Aörar persónur skjóta upp kollinum: Bessi vinkona eigin- konunnar Svölu, sem leikin er af önnu S. Einarsdóttur, gengur allt I haginn. Hún er gift tollara á vellinum, sem er i „æöislegum samböndum”. Jón fróði, vinnufélagi Hrafns er leikinn af Bjarna Ingvars- syni, og miöli bregður fyrir i gervi Kolbrúnar K. Halldórs- dóttur. Allt kerfiö, sem er framsett á uppblásnum og stækkuðum per- sónum, er leikiö af Gísla Rúnari Jónssyni, sem hylur andlit sitt bak viö hinar forkostulegustu grimur. Og nú var undirritaður nærri búinn aö gleyma aðalleikurun- um, hjónakornunum, Hrafni og Svölu, sem túlkúð eru af þeim Birni Karlssyni og Sólveigu Hauksdóttur. Alls eruhlutverkin 25 og fara 8 leikendur meö þau, þannig aö mikiö er um hraðar skiptingar. En hvernig skyldu æfingar hafa gengiö? Mestur tíminn í burð — Þetta hefur verið teygjan- legur timi, segir Þórhildur i hlé- inu. Við byrjuðum um miöjan september, en geröum hlé um jólin, bæöi voru margir leikar- anna bundnir i Blómarósum, og eins er hér um erfiða tæknilega útfærslu aö ræöa. Og aöaltfminn fer i aö bera. Littu bara i kringum þig, saumaskapurinn fer fram i and- dýrinu, og önnur starfsemi á sér staö i salnum, á sviöinu og i eld- húsi,hver krókur og kimi nýttur til hins ýtrasta. En á helgum og i vikunni þurfum viö að ryöja öllu i burtu, þvi þá eru böll eöa félags- vist hjá verkalýðsfélaginu sem á húsið. Þetta er sárgrætileg sóun á tima og peningum. Það vara um þrir timar á dag i að bera Einn kerfiskallanna. Bak viö grlmuna leynist Gisli Rúnar Jónsson. spýtur fram og til baka. Þetta er alvarlegasta hliðin á okkar hús- næðisvandamálum. Og engin von um Urlausn. Enviöhöldum áfram aö berjast . En nú er hléið búiö og leikend- ur búa sig undir að flytja áfram hið tragikómiska verk innan um afbragös leiktjöld Valgeröar Bergsdóttiír. Og hjónakornin Hrafn og Svala halda áfram baslinu og baráttunni gegn vlsi- tölu og verðbólgu, en „hugsa stórt eins og leiðari i Visi”, á meðan tónlist Askels Mássonar undirstrikar brauðstritiö, sem lýst er á sviðinu. Þaö má segja aö þetta sé leik- rit sem eigi erindi til allrar þjóö- arinnar. ' Tii ,nl öt; 113 mm *. w 1 lill frá HÚSEININGUM hf á Siglufirði! Samanburöur Lauslegir útreikningar og saman- burður á verði og byggingartima, hefur hvað eftir annað leitt í Ijós kosti húsanna frá Siglufirði. 110mJ einbýlishús hefur ekki verið dýrara en 4. herb. ibúð í fjölbýlishúsi. Gæði Húselningar h.f. á Siglufirði hafa umfram allt fengið orð fyrir efnis- gæði og vandaða framleiöslu. Margvíslegar teikningar, sem laga má að hugmyndum hvers og eins, ásamt öllum upplýsingum fást í bókinni „Nýtt hús á nokkrum dögum". SVARSEÐILL Vinsamlega sendið mér eintak af bókinni, mér aö —-—-———----- kostnaðarlausu! Næm Ókeypis byggingabók Ef þú fyilir út svarseöii og sendir okkur, munum við senda þér ókeypis eintak af bókinni um hæl. „Nýtt hús á nokkrum dögum" er rúmlega 50 síður í stóru broti, með 48 tillöguteikningum af einbýiis- húsum, og ýmsum uppiýsingum. Þú getur einnig fengið eintak með því að hafa samband við söluskrif- stofu okkar í síma: 15945. i Rvík HUSEiNINGARHF Heimilisfang: Póstnr.: Sími: /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.