Þjóðviljinn - 03.02.1980, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 03.02.1980, Blaðsíða 24
DMÐVIUm Sunnudagur 3. febrúar 1980 nafn* Gunnar Thoroddsen Nafn vikunnar er óneitan- lega Gunnar Thoroddsen, varaformaOur Sjálfstæois- flokksins. Tilraunir hans til stjórnarmyndunar bak viö tjöldin hafa valdiö algjörri sprengingu i islenska stjórn- málaheiminum. Um nokk- urn tfma hefur hann átt i óformlegum viOræOum við forystumenn Framsóknar- flokksins og sioan Alþýöu- bandalagsins um myndun meirihlutastjórnar þessara flokka undir hans forystu, er jafnframt nyti stuðnings nokkurra þingmanna Sjálf- stæOisflokksins. Þessar viö- ræour Gunnars hafa farið fram án vitundar annarra forystumanna SjálfstæOis- flokksins og komu þeim reyndar mjög á óvart. Sú ákvöröun Gunnars Thoroddsen aö hefja viðræð- ur viö forystumenn Alþýðu- bandalags og Framsóknar- flokks fól ekki i sér mikla pólitiska áhættu fyrir hann persónulega, þvi hann mun hafa ætlaO ao láta af þing- mennsku aö loknu þessu kjörtímabili og þurfti þvi ekki aO hafa áhyggjur af endurkjöri. Þessi leikur Gunnars var hins vegar síö- asti möguleiki hans til ab komast til æöstu metoröa i þjóöfélaginu, en þær tilraun- ir hafa eins og kunnugt er gengiö æriö brösuglega. En þó aö sú stjórnar- kreppa sem ntl er rikjandi hafi skapaO hagstæO skilyrOi fyrir Gunnar til aO taka frumkvæöi innan flokksins ogsýna aO hann geti myndaO stjórn, en Geir ekki, þá hefur staOa hans innan þingflokks- ins í reynd aldrei veriö veik- ari. StuOningsmönnum Gunnars innan þingflokks Sjálfstæöismanna hefur far- iO fækkandi undanfarin ár, og ýmsir áOur heitir stuön- ingsmenn hafa nú sniiiO viO honum bakinu. Þrátt fyrir veika stööu Gunnars innan SjálfstæOis- flokkslns nýtur hann allveru- legs fylgis meöal óflokks- bundinna stuOningsmanna SjálfstæOisflokksins og aO öllum likindum myndi hann njóta (rausts þeirra sem for- sætisraöherra i áOurgreindri samsteypustjórn. Ýmsir stuöningsmenn Geirs Hall- grímssonar telja reyndar þetta upphlaup Gunnars mjög jákvætt og álíta aö flokkurinn muni koma sterk- ari út Ur þessum átökum þegar btiiö sé aö hreinsa GunnarsliOiO úr flokknum. Þegar þetta er skrifaö er ekki hægt aö fullyröa hvort Gunnari Thoroddsen muni takast aö tryggja sér stuön- ing nægilegia margra þing- manna Sjálfstæöisflokksins til þess aö geta boöiö Fram- sóknarflokki og Alþýðu- bandalagi I alvöru upp á stjórnarsamstarf.en fari svo aö hann my ndi meirihluta- stjórn, þá markar sá atburö- ur vissulega ákveðin tlma- mót i islenskri stjórnmála- sögu. Aöalsimi ÞjóOviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga. kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardógum. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum.: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 ög Blaöaprent 81348. C81333 Kvðidsími er 81348 .Kria". Ljósm.: McCurdy John Chang McCurdy viO eina af myndum sinna á Islandi. EldgoBiO I Heimaey, Eldfell f baksýn. — Mynd: eik. Þrjár merkar sýningar að Kjarvalsstöðum: Ást við fyrstu sýn — segir bandaríski Ijósmyndarinn John Chang McCurdy Kjarvalsstaðir opnuðu um helgina þrjár sýningar samtímis: Ljósmynda- sýningu John McCurdys, Kóreumanns, sem nú er bandarískur ríkisborgari, sýningu á eftirprentunum hollenska listamannsins AA.C. Eschers (sjá forsíðu) og sýningu á bandarískum veggspjöldum, „ Poster Art USA". Sunnudagsblaöiö lagöi leiö sina á Kjarvalsstaöi og kynnti sér þessar merku sýningar og spjallaði við John Chang McCurdy. — Ég kom fyrst til Islands 1972 I sambandi við skákeinvigi Fischers og Spasskýs. Ég verð að segja að ég várð fyrir undar- legri Hfsreynslu. Ég hef oft orðið ástfanginn i stúlkum og lista- verkum en aldrei af landi. En ég bókstaflega féll fyrir Islandi. Það var ást við fyrstu sýn. Bók um island McCurdy hagnýtti ástarsam- bandið. Hann hófst þegar handa við að ljósmynda islenska náttúru og mannlif og árang- urinn er nú kominn I glæsilega bók, sem ber einfaldlega nafnið „Iceland" og Almenna bóka- félagiö gaf út 1979. McCurdy hefur áöur gefiö út myndabækur. Hann hefur löngum unnið við útgáfubækur Time-Life útgáfunnar, en þekkt- astur fyrir bók sina „Of all things most yielding" sem út kom hjá McGraw — Hill I sam- vinnu við hin þekktustu alþjóð- legasamtök Friends of the Earth. McCurdy á sér forvitnilega æsku. Hann var eitt af fórnar- lömbum Kóreustyrjaldarinnar, var bjargað 10 ára gömlum úr brennandi húsarústum eftir sprengjuárás. Bandariskur hermaður tók hann að sér og ætt- leiddi hann og þannig komst Chang litli til Bandarikjanna, og tók sér eftirnafnið McCurdy. Hann lærði siöar listræna hönnun og ljósmyndun og lauk BA-prófi i þeirri grein en hélt siöan til Uppsala I SviþjóO I framhaldsnám I fagurfræði og listasögu. Hann kenndi einnig ljósmyndun viö eina af deildum Uppsalaháskóla. Býr í New York McCurdy hefur siöan unniö mikiö upp á eigin spýtur en rekur nú eigin ljósmyndastofu I New York. — Samkeppnin er óskapleg i þeirri borg, segir hann. Aöur fyrr tók ég aö mér hvaöa vinnu sem er til að geta framfleytt mér, og til að skapa mér nafn. Ég hef verið heppinn, og vegnað vel.Núhef égstóra vinnustofu og hef efni á aö hafna verkefnum sem mér fellur ekki við. New York er einkennileg borg en heillandi að mörgu leyti. En manntegundin sem býr I borg- innier af alltöðrubergibrotin en íiokast annars staðar. Að. koma frá New York og til Islands er eins og að ferðast milli pláneta. Kann vel við sig á Norðurjöndum John Chang Mc Curdy er ekki aðeins ástfanginn af tslandi, hann kann vel við sig á hinum Norðurlöndunum einnig. — Konan mln er sænsk, og ég er fyrst og fremst ástfanginn af henni, segir hann og hlær. En ég er sérstaklega hrifinn af Noregi, bætir hann viö. Þar er náttúru- feguröin alveg einstök, sérstak- lega noröarlega, eins pg viö Lófóten. Norömenn eru lika ein- stakir eins og allar þjóöir sem stunda fiskveiOar og siglingar. Sjdmenn hafa meiri og dýpri skilning á Hfinu en fólk flest. Framhald á bls. 21. I upphafi nýs áratugs orkukreppu DAIHATSU CHARAD Þeir munu fáir eftir sem gaela enn við þá von i brjostí aö aftur komi timar ódýrs eldsneytis. A Islandi hækkaði benzinlitrinn á sl. ári úr 131 kr. i 370 og ekki mun f jarrilagi miðað við rikjandi verðbólgu sve ékki sé annaö tekið með i reikninginn/ að i lok þessa árs veröi hann kominn 5 i S5OÓO0 kr. DAIHATSU CHARADE er svarið við þessum vanda. Bifreið 9. ára- tugsins er til sölu i dag. Margfaldur sigur i sparaksturskeppnum hér- lendis og á alþjóðavettvangi staðfestir mikiivægi CHARADE i barátt- unni gegn orkukreppunni. DAIHATSU CHARADE er 5 manna framhjóladrifínn, með 52 ha þriggja strokka fjórgengisvél, vegur 460 kg og vinnur léttilega flest þao verk. sem miklu stærri bifreiðar gera. óírúiega afímikill. rúm- goður, lipur ogsparneytnin slik að best er að spyria næsta mann, sem á CHARADE til að sannfærast. #> 'jlr-^; Kxti,4^ ÍTBU. DA1HATSUUMB00ID ARMÚLA23, SÍMi 85870 Charad

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.