Þjóðviljinn - 09.02.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.02.1980, Blaðsíða 1
UÚÐVIUINN Laugardagur9. febrúar 1980 — 33. tbl.45. árg. Hlé á þingstörfum? * Sú hugmynd hefur komið upp að gera hálfsmánaðar hlé á störfum alþingis til að gefa nýrri ríkisstjórn svigrúm til að vinna að aðkallandi verkefnum og þá ekki sist fjárlagafrum- varpi. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra minnti i gær á að þetta hefði stundum verið- gert þegar aöstæöur voru svipaðar. En ekki yrði afráðiö um þetta fyrr en á rikisstjórnarfundi sem átti að hefjast nú i morgun. Þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins: Lýsir yfir andstöðu við stjórn Gunnars í gær kom þingflokkur Sjálf- stjaeðismanna saman til fundar að undanskiidum ráðherrum hinnar nýju rikisstjórnar, þar sem fund- urinn var haldinn á sama tima og embættistaka þeirra fór fram. A þessum þingflokksfundi var aösögn Ólafs G. Einarssonar for- manns þingflokksins, farið yfir málefnasamning rikisstjórnar- innar. Aö lokum var eftirfarandi yfirlýsing samþykkt. „Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins hefur kynnt sér mál- efnasamning rikisstjórnarinnar og telur hann þess efnis að flokk- urinn getí ekki veitt rikisstjórn- inni stuðning né hlutleysi, enda gengur hann i veiga miklum atriðum gegn grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins verður þvi i andstöðu við rikisstjórnina og mun gera nánari grein fyrir afstöðu sinni til ein- stakra þátta málefnasamnings- ins”. Ólafur sagði að engin afstaða hefði verið tekin á fundinum um mál Gunnars, Pálma og Friðjóns innan þingflokksins, þaö yrði látið bíða fram yfir flokksráðsfundinn, sem haldinn verður á morgun, sunnudag. S.dór Benedikt Gröndal, fráfarandi forsætisráðherra, sýndi leikræna tilburöi er hann afhenti Gunnari Thoroddsen lyklavöldin I Stjórnarráðinu við Lækjartorg I gær. (Ljósm.: Tone) Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens tekin viö Rikisstjórn Gunnars Thorodd- scns tók viö völdum á rikisráðs- fundi á Bessastöðum kl. 15 i gær en um morguninn var rfkisstjórn Benedikts Gröndals leyst frá störfum. 1 stjórninni sitja eftirtaldir ráb- herrar: Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra Ólafur Jóhannesson utanrikis- ráðherra Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra Friðjón Þórðarson dómsmála- ráðherra Steingrimur Hermannsson sjávarútvegs- og samgönguráð- herra. Svavar Gestsson heilbrigðis, trygginga- og félagsmálaráð- herra. Hjörleifur Guttormsson iön- aðar- og orkumálaráðherra Pálmi Jónsson landbúnaðar- ráðherra Tómas Arnason viðskiptaráð- herra Ingvar Gislason menntamála- ráðherra. Þrir ráöherranna hafa ekki verið ráðherrar áður. Þeir eru Friðjón, Pálmi og Ingvar. -GFr 99 Nú er að láta hendur standa fram úr ermum segir Ragnar Arnalds, fjármálarádherra 99 Ég er sannfærður um að þjóðin er fegin að þessu stjórnleysis- ástandi, sem hófst með þvi að kratar sprengdu vinstri stjórnina I október, er lokið, sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra i sam- tali við Þjóðviljann eftir að stjórn Gunnars Thoroddsens tók viö á Bessastöðum i gær. — Standa Alþýðubandalags- menn einhuga aö þessari stjórn? — Ég hef fundið þaö undan- farna daga að Alþýöubandalags- fólk um allt land ætlast til að við færum út i þetta stjórnarsam- starf. Stjórnaraðildin var sam- þykkt samhljóða i þingflokknum og án mótatkvæða i fram- kvæmdastjórn og miðstjórn. — Hvers vegna hefur Alþýðu- bandalagið lagt áherslu á að fá fjármálaráöuneytið? — Flokknum hefur áður staðið þaö til boða en ekki tekiö þaö fyrr en nú. Auðvitað er það lykilráðu- neyti á mörgum sviöum. Það er ekki aðeins að þar séu undirbúin skattamál og fjárlög heldur tengjast atvinnuvegirnir mjög þvi ráöuneyti I gegnum lánsfjár- öflunina. — — Biður ekki griðarlega mikið starf i fjármálaráðuneyt- inu? — Jú, og nú er bara að láta hendur standa fram úr ermum þvi að það er stjórnleysisástand i fjármálum rikisins og engin fjár- lög fyrir hendi sem er dæmalaust i 2 áratugi. Ný skattalög eiga að taka gildi á þessu ári en vantar i þau ýmis meginatriði sem ekki hafa verið frágengin. Undirbún- ingur að tekjuskattsálagningu er þess vegna alveg i molum. Fram- lengja þarf greiðsluheimildir sem fyrri rikisstjórn var með þó aö engin fjárlög séu fyrir hendi. Eitt aðalverkefnið á næstunni er gerð nýs fjárlagafrumvarps og er vart hægt að reikna með að það verði afgreitt fyrr en i marslok. í framhaldi af fjárlagafrumvarp- inu þarf að ganga frá lánsfjár- áætlun fyrir árið. Allt þetta þarf að vinna með hliðsjón af þvi aö samníngar launamanna standa nú fyrir dyrum og þ.á.m. samn- ingar opinberra starfsmanna. Það er þvi mikið starf fyrir höndum. -GFr Ég afhendi þér hér meö lyklavöldin I fjármáiaráðuneytinu", sagöi Sig- hvatur Björgvinsson við Ragnar Arnalds I gær. Hann gat þess að tveir lyklar væru á kippunni og gengi annar að ölium dyrum en hann vissi ekki að hverju hinn gengi. „Ætli hann gangi ekki að bakdyrunum” sagði Ragnar þá. (Ljósm.: eik) jStödvunarstjórn á i kauplækkunaröflin I ■ I ■ I ■ L „Þau öfl I þjóðfélaginu sem tryggingar- og félagsmála- lakarien súsamstarfsyfirlýsing vilja leysa margumtalaðan efnahagsvanda á kostnað launafólks hafa ekki náö saman og þessi stjórn sem nii er mynduð er þvi stöðvunarstjórn ráðherra f viðtali við blaðið I dag. „Málefnasamningur rikis- stjórnarinnar ber þess vott aö gerð var við myndun vinstri stjórnarinnar siðsumars 1978” segir HjOTleifur Gutt- ormsson iönaöar- og orkumála- ráöherra I viðtali við blaðiö. á kauplækkunaröflin” segir ölikra viðhorfa en ég tel þó aö Svavar Gestsson heilbrigöis-, hann sé I mörgum atriðum ekki Sjá oprtu 1 1 ■ ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.