Þjóðviljinn - 09.02.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.02.1980, Blaðsíða 15
Loksins, loksins! Þar kom að þvi, að islenskir sjónvarps- áhorféndur fengju loksins að heyra eitthvað um veðriö- Veðrið hefur sem kunnugt er verið helsta umræðuefni landsmanna gegnum ald- irnar, og eigum við marga ákafa áhugamenn á þvi sviði. Sjónvarpiö hefur látið gera fjóra fræðsluþætti um veðrið, og verður sá fyrsti sýndur annað kvöld. Umsjónar- maður þáttarins er Markús Sjónvarp kí. 20.40 Sunnudag A. Einarsson veður- fræðingur, en stjórn upptöku annaðist Magnús Bjarnfreðs- son. 1 þessum þætti verða skýrðir frumþættir vinda og veðurs. ih Stjórnmál og glæpir A morgun, sunnudag kl. 14.45 verður fluttur 6. og sföasti þátturinn úr flokknum „Stjórnmál og glæpir”. Hann heitir „Máttur orðsins — eða sprengjunnar”. Höfundur er Hans Magnus Enzensberger, en Viggo Clausen gerði út- varpshandrit. Ævar R. Kvaran annaöist þýöinguna, en stjórnandi er GIsli Alfreösson. Meðal flytjenda má nefna Sigrúnu Björns- dóttur, Róbert Arnfinnsson, Jón Sigurbjörnsson, Krist- björgu Kjeld og Benedikt áxnason. Þátturinn er um fimm stundarfjórðunga langur. A síöari hluta 19. aldar fara anarkistar eða stjórn- leysingjar I Rússlandi að verða athafnasamir. Þeir J’ . Utvarp kl. 14.45 Sunnudag skipuleggja tilræði við hátt- setta embættismenn, jafnvel keisarann sjálfan. Aldrei voru þeir fjölmennir, en þvl fúsari aö leggja llfið I söl- urnar fyrir málstaðinn. Hundurinn Lassie Hundurinn Lassie er vin- sæl skepna hjá þeim i sjón- varpinu. Um jólin fengum við að sjá heila kvikmynd um þessa bráðgáfuðu tik, og nú er farinn af stað framhalds- myndaflokkur i 13 þáttum um sömu tlk. Annar þáttur er sýndur I kvöld. Þetta er efni I Sjónvarp kl. 18.30 svipuðum gæðaflokki c Grenjaö á sléttunni, og æt þvi að verða vinsælt meðj áhorfenda. _ Laugardagur 9. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Hringið í síma 8 13 33 kl 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviíjanum Síðumúla 6, 105 Reykjavík frá lesendum Góð kvikmyndahátíð Af þvi að stundum viröist lit- ið fara fyrir öðru en eilifri gagnrýni og skömmum á þess- ari lesendasiöu Þjóðviljans likt og I öðrum blööum, finnst mér alveg sjálfsagt að geta þess sem gott er. Eg dreif mig nefnilega núna i vikunni á þessa margumtöluðu kvikmyndahátið Listahátiöar i kvikmyndahúsinu Regnboginn. Sjálfur hef ég hingað til ekki talið mig einhvern kvikmynda- spekúlant ef svo má að oröi komast, enda litlu öðru vanur en amerlskum og engilsax- neskum bófahösurum i bless- uöu sjónvarpinu okkar. Sumir kunningjar minir hafa verið að halda þvi fram, að þesskonar kvikmyndahátiðir eins og nú standa yfir, séu ekki ijema fyrir einhvern þröngan hóp kvikmyndaáhugafólks. Eg var ekki tilbúinn til að'játa þvi, vegna þess að ég taldi þá aöila sem þannig töluðu, ekki geta dæmt um þessi mál, þar sem þeir höföu aldrei sótt slikar kvikmyndahátiðir. Hvað með það, ég vildi semsagt fá að kynnast af eigin raun hvaða úr- val almenningi væri boðið uppá á slikum kvikmyndahátiöum sem þeirri sem nú stendur yfir. Að lokinni þeirri kynningu minni get ég ekki annað en ver- ið ánægður með þaö sem á boö- stólum er. Efni til hátíðarinnar er sótt viða að, og það gefur þeim sem áhuga hafa á, tækifæri til að kynna sér þá þróun sem á sér stað I kvikmyndaiðnaðinum, annaö en það sem almenningi er boöiö uppá hvert einasta kvöld heima I stofunni. Meðal góðra mynda á Kvikmyndahátíö er sovéska myndin ófullgert tónverk fyrir sjálfspilandi pianó. Stybba frá strœtó Haraldur Halldórsson, Rauðárárstig 7, hringdi: — Við ibúar Rauðarárstigs 7erum heldur óhressir með aö hafa aukavagna SVR alltaf fyrir utan gluggana hjá okkur. Þeir standa þarna með vél- arnar i gangi og gefa frá sér mengað loft, bókstaflega spúa yfir okkur eitrinu, svo að maður getur helst ekki opnað glugga. Við skrifuðum bréf fyrir svosem ári, og núna fyrir mánuöi voru vagnarnir færöi til, en aðeins 20-30 metra, og það finnst okkur engin lausn. Ég nota strætis vagnana mikið og er yfirleitt mjög ánægður með þjónustu þeirra, og einmitt þessvegna vil ég að þeir fái þá aðstööu sem þeir þurfa. Gátu þeir ekki fengið aðstöðu á planinu við lögreglu- stöðina, eða jafnvel á efri hluta Hlemmtorgsins, þar sem leigu- bilarnir eru núna? Einhversstaöar þurfa þeir aö vera, en núverandi aðstaða er ekki nógu góö. Strætó er þarfaþing, en andfúll. Hvernig er med rádn- inganefnd ríkisins? Hafd þeir þökk sem að þess- ari hátlð stóðu, og vonandi mega sem flestir hafa ánægju af. Gamalis jónvarpsáhor fandi. Þjóðsagan Einu sinni voru tvær kerl- ingar á ferð þar nálægt sem hestamenn áöu hestum sinum. Svo stóð á aö þeir höföu I lest- inni meri álægja og graðhest. En þegar kerlingarnar fóru framhjá hestunum og tjaldinu stóðu lestamennirnir úti og graðolinn var einmitt aö fylja merina. Heyra mennirnir þá að önnur kerlingin segir: „Alútur rlður hann núna i söðlinum, blessaöur.” Þá svarar hin: ,,- Ég held það sé ekki tiltökumál um jafnháaldraðan mann sem blessaður biskupinn okkar er orðinn,” þvi þær imynduðu sér aö biskupinn væri þar á fer ð, en vissu aö hann var orðinn gam- all maður. Einu sinni kom biskupinn með lókát sinn á bæ til kerl- ingar einn góðan sólskinsdag. Kerlingin setti þá biskup út i skemmu og bar fyrir þá trog fullt af skyri og rjóma. En meðan biskup var að boröa dró yfir skúr, en taöan lá flöt á túninu. Þá fer kerlingu að verð órótt og þótti hinir vera lengi að signa matinn og sagði þá þaö sem slðan er haft að máltæki: „Oghólkiðþér iyður, herra minn, og flýttur þér, lókur! ” Margt er skritið I kýrhausn- um, sagbi kerlingin forðum, og svo má enn segja. 1 málgagninu hnýtur maður stundum um furður. Föstudaginn 16. þ.m. fjallar baksiðan m.a. um orðaskak á þingi um lögleysi Vimma við ráöningi hæfasta mannsins I embætti, sem I lögum er ekki til. Haft er eftir O.R.G. aö „ráön- inganefnd rlkisins hefði neyðst til að samþykkja ráðningúna 3. janúar, eða viku eftir að ráð- herra heföi sjálfur veriö búinn að ganga frá ráðningunni.” Undur og býsn. Er starfandi nefnd á rlkisins snærum og kostnaöi til að leggja blessun slna yfir allar ráöningar rlkis bubba, bæöi löglegar og ólögleg- ar, án undantekningar? Getur þaö verið að nefndin hafi engan sjálfstæöan ákvöröunarrétt? Getur þaö veriö aö nefndin hafi ekki einu sinni rétt til að neita um samþykki sitt? Eða er Ú.R.G. bara að hag- ræða orbalagi til að móðga ekki nefndarbrúðurnar? Þótt ekki sé hægt að krefjastj svars væri skolli fróðlegt að fá stutta greinargerö, helst undan- bragðalausa, um réttindi og skyldur þessarar ráöningar- nefndar, ef sjá mætti svart á hvitu, hvort nefnd sú er viðund- ur eöur ei. Arni Halldórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.