Þjóðviljinn - 09.02.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.02.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 ÞAU FARA A VETRAR- OLYMPÍULEIKANNA A mánudaginn kemur heldur 10 manna hdpur íslendinga til Lake Placid i Bandarlkjunum þar sem vetrarolympiuleikarnir hefjast 12. þ.m. Keppendurnir 6 komu saman i Laugardalshöll- inni i gær og var þessi mynd þá tekin. Þrfr keppendanna taka þátt i göngu, Haukur Sigurös- son, Þröstur Jóhannsson, og Ingólfur Jónsson. Þrir keppend- ur taka þátt i Alpagreinum — Steinunn Sæmundsdóttir, Sig- tiróur Jónsson og Björn Olgeirs- son. (Ljósm. Sævar) Dýrkeypt skemmdar- starfsemí Eyðilegging á sameignum borgarbúa fyrir meira en 80 milj. á síðasta ári Kampútseu- tónleikar kl. 14 í dag I dag kl. 14 hefjast I Austur- bæjarbiói fjáröflunartónleikar og skemmtun á vegum Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Allur ágóói rennur til KampUtseusöfnunar- innar og gefa allir aöstandendur vinnu sina i þvi skyni. Er áætlaö aö ágóöinn nemi 3 miljónum króna ef fullt verður en miöinn kostar 5000 krónur. A hljómleikunum koma fram félagar úr Alþýöuleikhtisinu, Söngsveitin Kjarabót, Fræbblarnir.Snillingarnir og siö- ast en ekki síst hljómsveft sem aöeins kemur saman viö þetta Framhald á bls. 13 Þessar upplýsingar komu fram f svari Egils Skúla Ingibergsson- ar, borgarstjóra viö fyrlrspurn frá Guörúnu Helgadóttur, borgarfulltrúa á fundi borgar- stjórnar sl. fimmtudag. Guörún spuröi hversu miklu tjóni Reykvikingar heföu oröiö fyrir á árinu 1979 vegna skemmdarstarfsemi og einnig hvaö gert heföi veriö til aö vinna gegn slikri starfsemi t.d. meö fræöslu I grunnskólum og áskorunum á almenning um bætta umgengni i borginni. Borgarstjóri sagöi i svari sínu aö hann heföi leitaö upplýsinga hjá nokkrum þeim stofnunum borgarinnar, sem helst mætti ætla aö skemmdarverk og annaö tjón borgara bitnaöi á. Þar er um aö ræöa hreinsunardeildina, fræösluembættiö, Strætisvagna Reykjavikur, garöyrkjustjórn og Rafmagnsveituna. Allnokkrar umræöur uröu um máliö aö loknu svari borgar- stjóra, og sagöi Guörún Helga- dóttir aö hér væri um djúpstætt vandamál aö ræöa, sem ekki snerti siöur fulloröiö fólk en börn og unglinga. Hér þyrfti aö koma til hugarfarsbreyting þannig aö fólk skáldi aö hiö opinbera er ekki óvinur þess og eigur þess eru sameign borgaranna sjálfra. Olafur B. Thors og Páll Gisla- son tóku báöir undir meö Guörúnu og áréttuöu aö hér væru allir borgarbúar samsekir, ekki sist þeir fullorönu, sem oft létu þaö afskiptalaust þegar þeir sæju til þar sem veriö væri að vinna skemmdir á sameignum borgar- búa. Voru þeir sem til máls tóku sammála um aö taka þyrfti þessi mál fastari tökum og hefja sterk- an áróöur fyrir betri umgengni I borginni, þvl aö i raun værum við öllmeirieöaminni */5vitar”f um- gengni okkar viö umhverfiö. -lg. Sniiiingarnir er e.k. nýbylgju-rokk hijómsveit sem hóf samspil s.i. haust. Þeir flytja eingöngu frumsamin iög á hljómleikunum i dag en i hópi þeirra eru 4 lagasmiöir. Frá vinstri Rikharöur Fransson, Arni isberg, Arnór Snorrason, Steinþór Stefánsson, og Arni Daniel Júliusson. A siðasta árivar tjón þaö sem unniö var á hinum ýmsu mann- virkjum, gróöri og öörum sam- eignum Ibúa Reykjavikur metiö minnst á 80 miljónir króna. Dr. Hákon Aðalsteinsson Nýr doktor í vatna- líffræöi 30. nóvember s.l. varöi dr. Hákon Aðalsteinsson doktorsrit- gerö sina viö háskólann I Uppsöl- um. Heitir ritgeröin „Zoo- plankton and its relation to avail- able food in lake Mývatn” eöa „Dýrasvif og fæöuskilyröi þess i Mývatni”, og var verkiö unniö sem liöur I þeirri heildarrannsókn á vistkerfiMývatns og Laxár sem nýlega er lokið. Andmælandi viö doktorsvörnina var dr. Jan Stens- son frá háskólanum i Gautaborg. Dr. Hákon Aöalsteinsson fædd- ist 1947 I Neskaupstaö og eru foreldrar hans Auöur Bjarna- dóttir og Aöalsteinn Halldórsson, núbænduriSkálateigi I Noröfiröi. Hákon varö stúdent 1967 frá MA og lauk fil. kand. prófi frá Uppsalaháskóla 1973. Hann hefur siöan starfaö á Orkustofnun og stjórnar nú umhverfisrannsðkn- um stofnunarinnar en hefur ^auk þess sinnt sjálfstæöum rannsókn- um. DoktorsritgeröHákonar kom Ut I norrænu riti um vistfræöi „OIKOS”, en auk þess er hana aö finna i bók þeirri sem Hiö tslenska Fræöafélag I Kaup- mannahöfn gaf út nýverið um rannsóknirnar á Mývatni og Laxá. Bókin fæst hjá Sögufélag- inu i Reykjavik. Leiftursókn Gunnars innan Sjálfstœðisfl. Um fátt er nú meira rætt manna á meðal en hvernig tafl- staöa komi upp innan Sjálf- stæöisflokksins, eftir aö dr. Gunnar Thoroddsen hefur myndaö rikisstjórn meö þátt- töku alls 5 þingmanna flokksins. Geir Hallgrimsson formaöur flokksins segir hann kiofinn vegna aögeröa dr. Gunnars. Og hann segir enn- fremur aö minnihluti neiti aö hlýöa meirihluta. Einmitt þar kemur upp sú stóra spurning hvernig vaidahlutföllin skiptast I flokknum. Vissulega er dr. Gunnar enn sem komiö er i minnihluta innan þingfiokksins, en menn gæti aö þvi aö jafnvel i Sjáifs tæöis flokknum er þaö hinn almenni flokksfélagi, sem úrsiitum ræöur þegar upp vcröur staöiö. Allt slöan dr. Gunnar Thoroddsen hóf stjórnarmynd- unartilraun slna, hefur hann oröiö var viö mikinn stuðning flokksfélaga sinna. Og eftir þvi sem á leiö og ljóst varö aö honum myndi takast stjórnar- myndunin þyngdist straumur stuðningsmanna og ekki bara hinna almennu flokksfélaga, heldur einnig þungavigtar- manna innan flokksins. Þetta hefur orðið til þess, að þvi er fróöustu menn segja, að dr. Gunnar Thoroddsen hyggur á stórsókn, leiftursókn, innan flokksins. Þessir sömu menn telja að honum gæti tekist aö ná þar yfirhöndinni eins og staön er. Einn af framámönnum Sjálf- stæöisflokksins sagði við undirritaöann s.l. fimmtudag — aö þvi miöur væri þaö svo aö meirihluti flokksmanna Sjálf- stæöisflokksins stæöi meö dr. Gunnari. Þessi 'maöur er tryggur Geirsmaöur. Hann sagöi ennfremur aö ljóst væri aö ef haldinn yrði landsfundur nú myndi dr. Gunnar glansa þar I gegn. Þá er staöa dr. Gunnars ekki hvaö sist svona sterk nú, aö staöa Geirs Hallgrimssonar hefur aldrei verið veikari. Jafnvel hans tryggustu stuön- ingsmenn eru mjög óánægöir með hvað Geir hefur spilað illa úr þeim spilum, sem hann hefur fengiö uppi hendurnar alla siöustu viku. 1 öllum tilfellum hefur hann sett sina eigin persónu ofar flokkshags- munum. Geir hefur veriö rekinn áfram I geröum sinum af særðu stolti. Stóryrði hans I garð dr. Gunnars i fjölmiölum, skrif Morgunblaösins sem hann hefur stjórnað og fákunn- átta hans I öllu þvi sem stjórn- listheitir, hafa orðiö til þess aö flokksmenn i Sjálfstæöisflokk- num hafa flykkst yfir til dr. Gunnars. Allt eins má vist telja aö margir fleiri úr þingflokki Sjálfstæöisflokksins komi til stuönings viö rlkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsen á næstu mánuöum. Vitaö er um eina 5 þingmenn til viöbótar, sem vilja styöja dr. Gunnar en þeir bíða aöeins meöan þeir eru að kanna stööuna. Geir Hall- grimsson segir litinn minni- hluta vera að kljúfa flokkinn. Spurningin er hinsvegar hve stór sá minnihluti verður og hverjum minnihlutinn tilheyri þegar dæmiö veröur gert upp. Menn ættu einnig aö minnast þess, þegar dr. Gunnar geröi uppreisngegn flokksforystunni 1952, þá gekk hann sem sigur- vegari frá þeim leik. Sá fram- bjóöandinn sem dr. Gunnar studdi vann yfirburöa sigur, gegn frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, sem var opinber frambjóöandi flokks- ins. Þá gerðist þaö einmitt aö hinn almenni félagi innan Sjálf- stæöisflokksins fylgdi dr. Gunnari aö málum, nákvæm- lega eins og nú viröist ætla aö eiga sér staö. Þrátt fyrir þaö aö flokksforysta Sjálfstæðis- flokksins hafi alla tiö siðan 1952 gert allt sem i hennar valdi hefur staöiö til aö klekkja á dr. Gunnari hefur þaö aldrei tekist. 1 pólitlkinni hefur hann alltaf átt þann stuöning innan Sjálfstæðisflokksfélaganna, sem hefur dugaö honum hver ju sinni. Þeir sem gerst þekkja þessi mál telja aö vegur dr. Gunnars hafi ef til vill aldrei verið meiri en nú innan flokks- sins, allt siöan 1952. -S.dór. Friðjón fær stuðning flokksmanna í kjördæminu Stjórn fulltrúaráös Sjálfstæðis- félaganna d Snæfellsnesi kom saman til fundar i gær og geröi samþykkt þar sem lýst er ein- dregnum stuöningi viö Friöjón Þóröarson, þingmann kjör- dæmisins og aöild hans aö rikis- stjórn Gunnars Thoroddsens. Segir I samþykktinni, aö þeir Snæfellingar ætlist til þess aö forystumenn Sjálfstæöisflokksins sýni vlösýni og beiti sér af alefli fyrir sem mestri einingu innan flokksins, eins og þaö er oröaö. Svipuð samþykkt var og gerö I gær á fundi fulltrúaráös Sjálf- stæöismanna I Dalasýslu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.