Þjóðviljinn - 09.02.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.02.1980, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. febrúar 1980 Laugardagur 9. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Svavar Gestsson tekur viö völdum af Magnúsi H. Magnússyni I félags- málaráöuneytinu (Ljósm.: eik) Svavar Gestsson um nýju ríkisstjórnina: Rikisstjórnin og forseti islands á Bessastööum I gær. F.v.: Gunnar Thoroddsen forsætisráöherra, Stein grfmur Hermannsson sjávarútvegsráöherra, Svavar Gestsson félagsmálaráðherra, Hjörleifur Guttormsson iönaöarráöherra, Tómas Arnason viöskiptaráöherra, Ragnar Arnalds fjármáiaráöherra, Ingvar Gislasan menntamálaráöherra, Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra Friöjón Þóröarson dómsmáiaráöherra, Pálmi Jónsson landbúnaöarráöherra og forseti islands hr. Kristján Eldjárn. (Ljósm.: eik) hluti Sjálfstæðisflokksins, þeir leiftursóknarmenn, eru nú i and- stöðu við þá rikisstjórn sem mynduð hefur verið. Þessi öfl hafa sett sig i ihaldsstríðsstell- ingar og i þessari niðurstöðu fel- ast þvi mikilvægar pólitiskar staðreyndir sem rétt er að hafa I huga.” Mikilvæg atriði í kjara- og verðlagsmálum Hvaö viit þú segja um mái- efnasamning þessarar rikis- stjórnar ? „I myndun þessarar rikis- stjórnar felast engin ný stéttar- leg stórtiðindi, en hún á að skapa möguleika til nýrrar pólitiskrar sóknar eins og ég sagði áðan. I stefnuyfirlýsingu hennar eru þættir sem verða að teljast ákaf- lega jákvæðir. Sérstaklega vil ég nefna kaflana um kjara- og verð- lagsmál og um atvinnuvegina, einkum þann hluta er snýr aö s jávarútvegi og iðnaöi. Einnig vil ég nefna kaflann um menningar- mál sem við lögðum mikla áherslu á að fengi þokkalega af- greiðslu.” Hækkun tekjutryggingar umfram verðbætur „Varðandi þau ráðuneyti sem ég á að sinna þá held ég að það sé vel við hæfi að Alþýöubandalagið hafi með heilbrigðis-, trygg- ingár- og félagsmál aö gera I þessari rikisstjórn. I gegnum félagsmálaráðuneytið eru megintengsl stjórnkerfisins við verkalýðshreyfinguna og I þvi ráðuneyti eru margir hlutir I vinnslu frá tima vinstri stjórnarinnar og i málefna- samningi þessarar rikisstjórn- ar er ýmsu bætt við á þessu sviði. Hvað varðar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið, þá er það mjög viðamikiö ráðuneyti og rekstur þess tekur um þriðjung rikisútgjalda. I stefnuyfirlýs- ingu rikisstjórnarinnar er gert ráð fyrir hækkun tekjutrygging- ar aldraðra og öryrkja umfram verðbætur. Þessi hækkun á að koma til framkvæmda 1. júni 1980 og 1. janúar 1981. I reynd hefur kaupmáttur tekjutryggingar nær staðið i stað siðan 1971 er Magnús Kjartansson gerði stór- átak i þessum efnum. Það er þvi ánægjulegt að stuöla að þvi að nýtt skref verði stigið fram á við á þessu sviði.” Lögðum áherslu á fár- málaráðuneytið Lagöi Alþýöubandalagiö i s t jór nar my ndunar viör æöunum áherslu á aö fá einhver sérstök ráöuneyti umfram önnur? „Já, við lögðum sérstaka áherslu á að fá i okkar hlut fjár- mála-og iðnaðarráðuneyti, Þetta er I fyrsta skipti sem okkar flokkur fer með fjármálaráðu- neytið. Vegna þeirrar lykilað- stööu sem fjármálaráöuneytiö hefur i stjórnkerfinu lögðum við sérstaka áherslu á að fá þaö I okkar hlut. 1 iðnaðinum felast meginvaxtabroddar islensks at- vinnulifs. Allir sem til þekkja eru sammála um að sá undir- búningur sem hafinn var I iðnaðarráöuneytinu i tfð siðustu rikisstjórnar geti skilað þjóðinni verulegum árangri I bráð og lengd ef fram er haldið á sama hátt. Við töldum þvi eðlilegt að Alþýðubandalagið færi áfram með iðnaðarráðuneytið.” Sakna viðskiptaráðu- neytisins Saknar þú viöskiptaráöu- neytis ins? ,,Ég get ekki neitaö þvi aö persónulega er mér nokkur eftirsjá I viðskiptaráðuneytinu. Ef ég hefði getað valið s jálfur þá hefði ég viljað halda áfram að vinna þar að þeim verkefnum er ég var að fást við er vinstri stjórnin fór frá völdum. Hins vegar verður ekki á allt kosið þegar ráðuneytum er skipt milli flokka”. Utanríkismálakaf linn ófullnægjandi Telur þú aö ákvæði málefna- samningsins um utanrikismál séu viöunandi fyrir Aiþýöu- bandalagiö viö þessar aö- stæöur? „Það er r étt að hafa það i huga i þessu sambandi að málefna- samningurinn er saminn við sérkennilegar aðstæður. Það var ekki ljóst fyrr en I fyrradag hvort það tækist að mynda meirihlutastjórn og þvi ber samningurinn vitni um þann tak- markaða þingstyrk sem rikis- stjórnin býr við. Kaflinn um utanrikismál er þó langt frá þvi að vera fullnægjandi að minu mati. Ég tel hins vegar að i kaflanum felist viðurkenning þeirra afla er mynda rikis- stjórnina á þeim alvarlegu vandamálum er hersetunni fylgja og að með athöfnum i sam- ræmi við samninginn tel ég að eigi að vera hægt að skapa frek- ari viðspyrnu fyrir sjálfstæöri islenskri utanrikisstefnu.”' „Baráttan fyrir brottför hersins verður hins vegar ekki einvörðungu leidd til lykta á pappirum eins og málefnasamn- ingi. Hún vinns t aldrei nema með viötæku fjöldastarfi og áhugi á þvi fjöldastarfi verður aldrei sem skyldi nema þjóðinni sé ljóst hvað hún er I raun og veru að verja i sjálfstæðisbaráttu sinni. Og hvaö er hún að verja? Jú, islenska tungu og menningu. An þessarar menningarlegu forsendu skipta öll visitölustriö- in næsta litlu máli. Þess vegna er baráttan fyrir varöveislu menn- ingarverömæta ein megin- forsenda þess að sjálfstæðis- baráttan geti borið ávöxt.” Hvaö er þaöþá sem næst fram i samningum um utanrikismál? Sjálfstæö utanríkisstefna „í stjórnarsáttmálanum er lögð á það áhersla að Island eigi aö fylgja sjálfstæðri utanrlkis^ Framhald á bls. 13 Fimm sjálfstæðisþingmenn styðja stjórnina Dr. Gunnar Thoroddsen sem nú tekur viö embætti forsætis- ráöherra var fyrst kosinn á þing 1934, þá aöeins 23 ára aö aldri. Gunnar sat fyrst á þingi til 1937, og svo 1942-1965. Hann var kjörinn á þing á ný 1971 og hefur setiö á Alþingi siöan. Gunnar er lögfræöingur aö mennt. Gunnar Thoroddsen hefur gengt fjölmörgum ábyrgöarstörfum um ævina. Hann hefur veriö prófessor, borgarstjóri, hæstaréttar- dómari, fjármálaráöherra , iönaöar- og félagamálaráö- herra, formaöur þingflokks Sjálfstæöisfiokksins, varafor- maöur Sjálfstæöisflokksins og sendiherra. Dr. Gunnar Thor- oddsen er 69 ára aö aidri. Albert Guömundsson hefur setiö á Aiþingi siöan 1974. Al- bert hefur heitiö rikisstjórn Gunnars Thoroddsen stuöningi veröi borin á hana vantraust- tiiiaga, en er ekki beinn aöili aö rikisstjórninni. Albert iauk Samvinnuskólaprófi 1944 og stundaöi versiunarnám er- iendis í tvo ár. Albert var kos- inn Iborgarstjórn Reykjavikur 1970. Albert Guömundsson er 57 ára aö aldri. Friöjón Þóröarson, sem nú veröur dóms- og kirkjumála- ráöherra var fyrst kosinn á Aiþing 1956 og sat á þingi tii 1959. Friöjón hefur svo setiö á Alþingi síöan 1967 sem þing- maöur Vesturlands. Friöjón er iögfræöingur aö mennt. Hann var sýslumaöur i Dalasýslu 1955-65 og I Snæfellsnes- og Hnappadaissýslu 1965-1975. Friöjón er 57 ára aö aldri. Eggert Haukdal var fyrst kosinn á þing 1978. Hann var endurkosinn 1979, en bauö sig þá fram utanflokka. Þó aö framboö Eggerts væri stutt af sjálfstæöismönnum þá var hann ekki tekinn i þingflokk s jálfs tæöis manna. Eggert hefur stundaö búskap á Berg- þórshvoii. Páimi Jónsson, sem nú gegnir embætti iandbúnaöar- ráöherra var fyrst kosinn á þing fyrir Noröurlandskjör- dæmi vestra 1967 og hefur setiö siöan á Alþingi. Pálmi er bú- fræöingur frá Hólum 1948. Páimi hefur stundaö búskap á Akri I Torfulækjarhreppi siöan 1953. Pálmi er formaöur stjórnar Rafmagns veitna rikisins, og hann hefur átt sæti i nýbýlastjórn, i landnýtingar- og landgræöslunefnd og yfir- fas teignamats nefnd. Pálmi Jónsson er 51 árs aö aldri. Stöðvunarstjórn á kauplækkunaröflin Virkara flokksstarf Svavar Gestsson tók I gær viö embætti heilbrigöis-.tryggingar- og félagsmálaráöherra. í þvi til- efni tók Þjóöviljinn Svavar tali og fyrsta spurningin sem lögð var fyrir hann, var hvaö hann vildi segja um aödragandann aö myndun núverandi rikisstjórnar og hvaöa vinningur þaö væri fyrir Alþýöubandalagiö aö fara i þessa stjórn. Stöðvunarstjórnin á kaup- lækkunaröf lin „Til að átta sig á stöðu og myndun þessarar rikisstjórnar er nauðsynlegt að fara allt aftur til ársins 1977 er hér hófust hörð stéttaátök við rikisstjórn sjálf- stæðis- og framsóknarmanna unjdir forsæti Geirs Hallgrims- sonar. Þessi átök hafa I reynd staðið allan timann siðan. Styrk- ur launafólks hefur m.a. komið i ljós með þeim hætti að þrátt fyrir versnandi ytri aðstæður þjóðarbúsins hefur launafólk haldiö sinum hlut að mestu siðustu þrjú misseri. Þau öfl i þjóðfélaginu sem vilja leysa margumtalaðan efnahagsvanda á kostnaö launafólks hafa ekki náð saman á þessum tima og þessi stjórn sem nú er mynduð er þvi stöðvunarstjórn á kaup- lækkunaröflin”. „Aðdragandinn að myndun þessarar rikisstjórnar er sér- kennilegur. Hér stóð yfir stjórnarkreppa i marga mánuði. Vinstri stjórnin var ekki sam- hent og erfið pólitfskt fyrir Alþýðubandalagið. Kosningaúr- slitin gáfu til kynna að stjórnar- myndun hlyti að verða mjög erfið. Við lögðum áherslu á að mynduð yrði vinstri stjórn. Vinstri stjórn veröur ekki mynduð um kauplækkun. Vinstri stjórn á að mynda um að halda i skefjum og helst takmarka vald fjármagnsins I þjóðfélaginu. Alþýðuflokkurinn hélt þvi hins vegar stift fram að efnahags- vandinn yröi ekki leystur nema á kostnað almennra launa. Um það hefur styrinn staðið. Niðurstað- an er sú að kjörin eru varin i þessari lotu.” „Avinningurinn fyrir Alþýðu- bandalagið að taka þátt i þessari rikisstjórnfelstþvi i þeirri stað- reynd að sókn fjármagnsaflanna gegn fólkinu og kjörum þess er stöövuð. Sú stöðvun skapar nýja viðspyrnu og möguleika á nýrri sókn af hálfu alþýðunar ef rétt er á málum haldið af rfkisstjórn- inni, en þó fyrst og fremst Alþýðubandalaginu. 1 Alþýðubandalaginu er vitaskuld mikill vandi á hödnum um þessar mundir. Staðan er flókin pólitiskt og aðild að rikisstjórn má ekki þýða að flokksmenn okkar mæni á ráðuneytin sem við erum að sinna. Aöild að rikisstjórn kallar á meira og virkara flokksstarf en nokkru sinni ella. Leiftursóknarmenn i stjórnarandstöðu „í stjórnarkreppunni hafa margir athyglisverðir hlutir gerst. Einn er sá að aðaltals- menn Sjálfstæðisflokksins skrif- uöu um það i blöð fyrir jól að nú yrði að eiga sér stað „sögulegar sættir” milli Alþýðubandalags- ins og Sjálfstæðisflokks, milli höfuðfulltrúa stéttanna i landinu. Tæplega hafði þó blekið þornað á þessum sérkennilegu bónorðs- bréfum þegar þau tiðindi gerðust i Afganistan að Sovétrikin sendu þangað her. Við það færðust kaldastriösöflin i aukana á ný og bónorðsbréfin voru dregin til baka og lögð á það áhersla I greinum og fundarsamþykktum að nú væri rétti tíminn fyrir lýð- ræðisöflin að einangra kommúnista, eins og þaö ér kall- að. Það vill nú svo til að undir þessu lýðræðisnafni leynast þau sömu öfl er vilja leysa efnahags- vandann með kauplækkunarað- gerðum. Margt virtist þvi benda til þess um tima að þessi öfl myndu ná s aman. Þeim tóks t það þó ekki og það var fyrst og fremst Alþýöubandalagið sem kom i veg fyrir það. 1 staðinn gerðist það að ofstækisfyllsti Hjörleifur Guttormsson aftur kominn i iðnaöarráðuneytið I gær. Hér ræðir hann viö Kristmund Hall- dórsson og Jafet Ólafsson, starfsmenn þess. —Ljósm.: —eik. 4-4,5 km kjarnahola Á Akranesi eöa í Skorradal? Á fundi I London i desember sl. um næstu borverkefni hins alþjóðlega hóps, sem stóð að ÍRDP boruninni á Reyðarfirði 1978, var ákveöið að stefna að tveimur borverkefnum á ára- tugnum 1880-1889. Annað verkefnið er borun <4-4,5 km kjarnahol”. á tslandi og er hugsanlegt að sú borun hefjist sumarið 1982. Hafa tveir staðir einkum verið nefndir fyrir þá holu: Akranes og Skorradalur. Reiknað er með að borunin kosti 600-800 milj. kr. Hitt vcrkefni, sem um var rætt er borun 2 km og einnar km holu á Kýpur. Enn hefur ekki verið sett viðmiðunardagsetning fyrir þá borun. Væntanlega verður ákveðið hvort borverkefnið kemur á undan, á fundi I tengslum við ráð- stefnu IRDP I Reykjavik 13.-15. mai n.k. —mhg Mikið veltur á samstarfsanda Vidtal viö Hjörleif Guttormsson, idnadarráöherra Þessi stjórn er vissulega til orðin við óvenjulegar aðstæður og ekki liðinn sólarhringur frá því áð Ijóst varð að hún hefði hreinan meiri hluta að baki sér. óvissan um stuðning við stjórnina og sá hraði sem þurft hefur að hafa á undirbúningi veldur því að málefnasamningurinn er ekki eins ítarlegur eins og ef lagt hefði verið í þessa ferð skömmu fyrir kosningar, sagði Hjör- leifur Guttormsson iðn- aðar- og orkuráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær. Ekki lakari en málefna- samningurinn frá 1978 Segja má að náð sé nokkrum, áfanga i þeirri deilu sem staðið hefur i nokkur ár um skiptingu þjóðartekna ogkjör almennings I landinu og hefur Alþýðubanda- laginu tekist I meginatriðum aö ná þeim árangri að þessu leyti sem það hefur barist fyrir. Málefnasamningur rikis- stjórnarinnar ber þess vott að hann er málamiðlun milli býsna ólikra viðhorfa en ég tel þó að hann sé i mörgum atriðum ekki lakari en sú samstarfsyfir- lýsing sem gerð var við myndun vinstri stjórnarinnar siðsum- ars 1978. Þessi stjórn ætlar sér eins og vinstri stjórnin að vinna gegn -verðbólgu með margháttuðum aðhaldsaðgerðum á sviði fjár- mála og verðlagsmála en einnig og ekki siður með þvi að auka framleiðni og framleiðsluverð- mæti islenskra atvinnuvega. Rannsóknir og áætlanagerð Kaflinn um atvinnumál og einnig orkumál er nokkuð itar- legur I stefnuyfirlýsingunni og þar eru að finna ýmis nýmæli og nýjar áherslur. Þar er m.a. fjallaðum auðlindagrunninn sem atvinnulifið er reist á og nauðsyn þess að efla rannsóknir á þess- um auðlindum okkar og þróunar- starfsemi á sviði atvinnulifsins. A sama hátt er lögð mikil áhersla á áætlanagerð varðandi atvinnuvegina og að steypa saman slikum áætlunum i eina heild þannig aö dregið verði úr óvissu og togstreitu milli ein- stakra atvinnuvega en að þeim hlúð með heildarhagsmuni i huga. Aukið lýðræði á efnahagssviðinu Þá er vert aö vekja athygli á ákvæðum um aukinnþátt starfs- manna varðandi málefni vinnu- staða og þær framleiðni- og hag- ræðingaraðgerðir sem ráð- gerðar eru. Þetta eru að minu mati forsendur fyrir þvi að árangur náist á þessu sviði og jafnframt er með þessu stefnt i átt til aukins lýðræðis á efna- hagssviðinu. Bættur aöbúnaður starfsfólks og aðstaða til starfs- menntunar og fulloröinsfræðslu erueinnig atriöi sem visa i sömu átt. Sjávarútvegur og landbúnaður Það er of langt mál að rekja hér einstaka þætti varðandi at- vinnuvegina en þar eru nánar útfærðir þeir meginþræðir sem ég gat um áðan. I sjávarútvegi er lögð áhersla á að samræma betur en nú er fiskveiðar og fisk- vinnslu, aúka nýtingu hráefnis og draga jafnframt úr kostnaði eftir þvi sem frekast er unnt. A þessu sviði er vissulega þörf frekari stefnumótunar með tilliti til langtimasjónarmiða og af- raksturs fiskistofnanna. 1 landbúnaði eru ekki siður stór verkefni sem biða úr- lausnar og þá ekki sist að stilla saman á skynsamlegan hátt framleiðslu landbúnaðarafurða og markaðinn og tryggja um leið afkomu bænda ekki siöur en ann- arra vinnustétta. Langtímastefnu- mótun í iðnaði A sviði iðnaðar er mikið af ýmsum verkefnum sem fram höfðu komið og byrjað var að undirbúa meðan ég starfaði þar að málum en á sviði þessarar at- vinnugreinar eru um s vo fjölþætt verkefni að ræða aö ég legg ekki út I það aö rekja þau i stuttu við- tali. Þaö getur nægt að benda á ákvæöi um langtimastefnu- mörkun um iðnþróun og ein- stakar iðngreinar og nýiðnað af ýmsu tagi þ.á.m. iðnað sem byggi á innlendum hráefnum og orku. t stefnulýsingunni eru tekin af tvimæli um að slikur nýiðnaður og frekari stóriðja verði á vegum landsmanna sjálfra. Stórbrotin verkefni í orkumálum Um orkumáler alllangur kafli I eðlilegu hlutfalli við vaxandi þýðingu þeirra. Þar biða stór- brotin verkefni, bæði varðandi hagnýtingu innlendra orkulinda jafnframt þvi sem dregið verði úr þörfum fyrir innflutning á orku, varðandi skipulagsmál á sviði orkumála og verðjöfnun á orku, ekki slst á sviði húshit- unar. Hér er það málasvið sem kalla mun á næstu árúm á veru- legt fjármagn og ég held að full samstaða sé um að áherslu veröiað leggja á framkvæmdir i orkumálum umfram margt annað sem þó verður að teljast æskilegt. Það er ákveðið i þessum mál- efnasamningi að reyna að brúa það bil sem gæti orðið varðandi raforkuframleiðslu á næsta vetri meö afli frá gufuvirkj- unum, bæði frá Kröflu og með byggingu gufuver ksmiðju i Svartsengi. Landgræðsla og landvernd 1 kaflanum um umhverfismál og auðlindir kemur fram sú hugsun að vinna að skipulagi varðandi nýtingu á landi og helstu auðlindum okkar með til- liti til verndarstefnu. Einnig er gert ráð fyrir að ný landgræðslu- og landverndaráætlun verði gerð og komið á breyttri skipan i stjórnsýslu umhverfismála þannig aö helstu málaflokkar á þvi sviði falli undir eitt ráðu- neyti. Mikið undir góðum samstarfsanda komið Sústjórnsem nú býr sigundir störf á við margháttuö vandamál að fást sem hafa vaxið vegna þeirra stjórnarslita sem Alþýðuflokkurinn beitti sér fyrir á s.l. hausti. Það er mikið undir þvi komið að góður samstarfs- andi takist innan stjórnarinnar og ekki siður milli stjórnar og þeirra fjölmörgu hagsmunaaðila i þjóðfélaginu sem áhrif hafa á framvindu mála. Ég hygg að þessi stjórn hafi þokkalegan byr nú i upphafi og vænti þess að hún geti skilað nokkru til hagsbóta fyrir alþýðu og treyst sjálfstæði okkar. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.