Þjóðviljinn - 09.02.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.02.1980, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. febrúar 1980. AF IMMITT Að undanförnu hafa þeir Geir og Gunnar verið aðalleikendur Sjónvarpsins í þáttunum „Þjóðskörungar tuttugustu aldarinnar," „Gæfa og gjörvileiki", „Hefndin gleymir eng- um", og „Valdataf li." Þessir þættir eru orðnir svo vinsælir meðal alþýðu, að götur höf uðborgarinnar haf a tæmst þegar þjóðskörungarnir eru á skjánum, og frést hef ur að bændur felli frekar niður mjalt- ir en að missa af þeim félögum, og má því bæta því á sakaskrá þeirra tvímenninganna að kýr dreifbýlinga missi nytina fyrir þeirra til- verknað. Nú hefur Sjónvarpið hafið undirbúning að næsta þætti, sem ku eiga að heita „Út í óviss- una". Immitt Og dr því farið er að tala um Sjónvarpið er vissulega ástæða til að endurtaka gömul en fleyg orð Kristjáns Albertssonar: LOKSINS! LOKSINS!, og við þau mætti bæta: „eftir langa mæðu", svo lengi var þjóðin búin að bíða eftir því, að forgangsmáli samtíðarinnar yrði gerð verðug skii á skjánum. Síðastliðinn þriðjudag var loksins sjónvarp- að langþráðum þætti sem lengi hefur verið beðið eftir og af mikill óþreyju. Hér var f jall- að um efni, sem aldrei virðist vera hægt að gera tæmandi skil; þáttur sem almenningur hef ur þráð að fá á skjáinn, þáttur um það efni, sem verður að fara að taka til nánari umf jöll- unar í f jölmiðlum, taka föstum tökum, reifa og rannsaka, fyrirbrigði, sem Sjónvarpinu ber að gefa meiri gaum og allt of sjaldan er f itjað uppá og alltof lengi hef ur legið í láginni, hið ó- umdeilanlega vandamál líðandi stundar, það fyrirbrigði sem brennur á okkur vakandi og sofandi, sjálft samfélagsfyrirbærið: KONAN. Þessi þáttur vakti slika athygli, að ég var beðinn um að skrifa fræðilega og dæmigerða sjónvarpsgaggrýni um hann, og er mér það bæði Ijúft og skylt. Sjónvarpsgaggrýni Þátturinn „Þátttaka kvenna í opinberu líf i" var i alla staði frábær. Óvenjuvel tókst til um leikendaval , en í þættinum kom fram fólk á öllum aldursskeiðum mannlegrar tilvistar í táradalnum hérna megin landamæra lífs og dauða. Ekkert veitir oss mönnum meiri unað en að haf a fyrir augunum fagrar konur, og má þá einu gilda hvað þær tala og tíunda. Oft hef- ur í hópi fagurra kvenna gefist vel að hafa meðslangur af greppitrýnum, og fá þá andlit hinna fegurri notið sín betur, likt og perlur á haugi. Stjórnandi þáttarins var vel vaxinn ungur hönnuður, Friður ólafsdóttir, gullfalleg stúlka og eiguleg í alla staði. Ljóst hárið er þykkt og gróskumikið, augun tindrandi blá og njóta sín enn betur undir sérhönnuðum gullspangar- gleraugum, sem gefa hinni fögru konu nokkuð vitsmunalegt yfirbragð. Hún er hýrleg og ó- venjulega vel tennt. Hálsinn er fallega settur uppaf bringunni, sem virðist í lagi. Axlir eru ágætar. Hér verður að segjast eins og er, að erf itt er fyrir gaggrýnanda að gera þátttakendum þáttarins verðug skil, þar sem aldrei er gef inn kostur á að sjá nema niður að mitti. Allt þar fyrir neðan hlýtur því að verða fyrir manni það sem kallað er á slæmu máli „algert gess- vörk". Björg Einarsdóttir ber þess enn vott, að hún hefur verið óvenjuleg fríðleikskona, og sama má raunar segja um aðra konu á svipuðu reki sem fram kom í þættinum og gaf þá yfirlýs- ingu að hún væri það skammt komin á frama- brautinni, að hún væri hætt við að verða for- seti. Um brjóst- og beinabyggingu þessara kvenna er erf itt að dæma nema niður að mitti af framangreindum ástæðum, sem og þeirri staðreynd, að sumum konum hættir til að klæðaaf sér fagran kvenlegan Ifkamsvöxt. Margrét Sölvadóttir formaður Samtaka kvenna á framabraut er vægast sagt fönguleg kona og þóekki hrikaleg. Hárprýðin er óvenju- leg, en ijósir sveipirnir liðast um fagurlega formað, klassískt andlit prýtt augum sem hafa óræðan lit og gefa til kynna að undir leynist kvenleg hugsun og jafnvel vitsmunir, einkum með tilliti til þess að hér er kona á ferð. Margrét er gædd meiri kvenlegum yndisþokka en sumir aðrir þátttakendur þátt- arins. Hún á sjálfsagt eftir að komast langt á framabrautinni. Axlir virðast góðar, sömu- leiðisháls og bringa. Sem sagt: mjög eiguleg kona. Gunnlaugur Snædal nemi er enn óráðin gáta bæði í orði, æði og útliti. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur var og kvaddur til leiksins. Leiddi Árni hina fræðilegu og sögulegu hlið dispútasjónarinnar af mikilli festu og fræði- legri innsýn. Athyglisverð var kenning sem hann varpaði þarna fram og ekki er vitað til að áður hafi verið hampað, s.s. að þegar frummaðurinn, „hómó sapiens", hafi verið á veiðimannastig- inu haf i það leitt af sjálf u sér að konur urðu að vera vanfærar heima og sjá um uppvaskið. Þá kom fram, að tregðulögmálið hefði mjög sett svip sinn á sambúð karla og kvenna á allra síð- ustu ármiljónunum, og að á síðustu og verstu tímum væri jafnvel farið að gæta miðflótta- af Is. Þessi f rábæri þáttur varð umf ram allt til að vekja oss menn til umhugsunar um það, hvort Árni og þá jafnvel við hinir séum enn á veiði- mannastiginu. — Ekki yrði ég hissa. — Og þá, með hvaða hætti hægt sé að upphef ja tregðu- lögmálið og forðast miðflóttaaflið. Eða eins og stjórnandi þáttarins komst of t svo f rábær- lega að orði: „IMMtTT" Eitt getum við Arni áreiðanlega orðið sam- mála um/að: Kát og fullnægð konan er, í kastarholum eldar graut, hún á ekki að hætta sér hála útá framabraut. Flosi. é ó & Sýningar um helgina Síöasti syningardagur. Sýnd kl. 21.05 og 23.05. Krabat: Skemmtileg tékknesk teiknimynd eftir Karel Zeman. Byggð á ævintýri frá Lausitz. Krabat er fátækur drengur sem flakkar um héraðið og kemur að dularfullri myllu. Þar lærir hann galdra og lendir i ýmsum ævintýrum. Sýnd kl. 15.10 og 17.10. Skákmennirnir. Nýjasta mynd indverska snillingsins Satiyajit Ray, sem frægastur er fyrir þrileikinn um drenginn Apu. Skákmennirnir gerist á nitjándu öld og fjallar um tvo indverska aðalsmenn, sem eyða tima sin- um við skákborðið meöan breska nýlenduveldið er að seil- ast inn i riki þeirra og kóngurinn neyðist til að segja af sér. Ray hefur einkum fengiö lof fyrir að sýna m argbrey tileika mannlegra samskipta, og I þessari mynd nýtur kimnigáfa hans sin mjög vel. Sýnd kl. 19.00, 21.10 og 23.15. Laugardagur | Kvikmyndasamkeppnin: Kl. I 14.00 verða sýndar fjórar I islenskar kvikmyndir, sem ' keppa til verölauna, og fer J verölaunaafhendingin fram I I lok sýningar. Myndirnar eru: I Bfldór.eftir Þránd Thoroddsen, ' Humarveiöar eftir Heiöar J Marteinsson, Eldgosiö á I Heimaey og uppbygging, eftir I Heiðar Marteinsson, og Litil 1 þúfa.eftir Agúst Guömundsson. J Hrafninn. Siðasti sýningardag- I ur. Missið ekki af þessari I frábæru mynd Spánverjans J Carlos Saura. Sýnd kl. 17.00, , 19.00, 21.00 og 23.00. I Stúlkurnar frá Wilko. Nýjasta I mynd Andrzej Wajda. Róman- J tisk mynd um „veröld sem Ivar”. Sýnd kl. 15.05, 17.05 og 19.05. An deyfingar. Wajda-myndin sem sumir segja að sé jafnvel J betri en Marmaramaðurinn. Skákmennirnir, nýjasta mynd indverska snillingsins Satiyajit Ray, verður sýnd um helgina. Albert? — Hversvegna? Vestur- þýsk nýbylgjumynd eftir Josef Rödl, gerð 1978. Myndin fékk silfurbjörninn á kvikmynda- hátiöinni i Berlín 1978. Ungur maður snýr aftur á sveitabýli sitt eftir stutta dvöl á geðveikrahæli. Eftir heimkom- una lendir hann I útistööum viö þorpsbúa vegna fordóma þeirra i hans garö. Sýnd kl. 15.10, 17.10 og 19.10. Woyzeck. Nýjasta mynd Werners Herzog, gerð 1979. Byggð á samnefndu leikriti Buchners, sem sýnt hefur verið I Þjóðleikhúsinu. Aðalleikendur Klaus Kinski og Eva Mattes, sem fékk verðlaun fyrir leik sinn i þessari mynd I Cannes 1979. Sýnd kl. 21.10 og 23.10. Bönnuð fólki innan 16 ára. Jeanne Dielman.Belgisk mynd frá 1975, leikstjóri Chantal Akerman. Mishermt var I Þjóöviljanum I gær að Akerman kæmi til landsins, en hún forfallaðist á siöustu stundu og gat ekki komið. Jeanne Dielman er framúrstefnumynd, afar löng og hæg, en sögö mjög krassandi fyrir forfallna kvik- myndadýrkendur. Hún fjallar um húsmóður I hlekkjum vanans, og þeir hlekkir bresta ekki einu sinni meöan konan stundar heimilisvændi. Sýnd kl. 17.00 og 21.00. Aöeins þennan eina dag. ----------------1 Sunnudagur Stuttar barnamyndir verða sýndar kl. 15.00 og 17.00. Sýndar I verða myndirnar 1 hverju heyr- I ist?, Dórótea og drekinn, Klifur- | tréð hans Kalla, Þrir félagar, Ogg finnur upp tónlistina og Hestarnir á Miklaengi. Með bundið fyrir augun. Hin ^hrifamikla mynd Saura um ástandiö á Spáni eftir dauða Frankós. Bönnuö innan 16 ára. Siðasti sýningardagur. Sýnd kl. 19.00, 21.00 og 23.00. Woyzeck. Næstsiðasti sýningar- dagur. Sýnd kl. 15.05, 17.05, 19.05,21.05 og 23.05. Bönnuð inn- an 16 ára. Krabat.Tékkneska teiknimynd- in. Sýnd kl. 15.10 og 17.10. Skákmennirnir. Siðasti sýn- ingardagur. Sýndkl. 19.00, 21.10 og 23.15. J.A. Martin, ljósmyndari. Kanadisk mynd frá 1977. Sjá umsögn 1 blaðinu á morgun. Sýnd kl. 15.05 og 17.05. Siöasti sýningardagur. Stefnumót önnu. Belgisk- frönsk-þýsk framúrstefnumynd eftir Chantal Akerman, um kvikmyndaleikstjórann önnu, sem ferðast um Evrópu og sýnir myndir sinar. Sýnd kl. 19.05, 21.05 og 23.05. Siöasti sýningar- dagur. Dækja. Frönsk mynd um I kynlegt samband tveggja utan- I garðsbarna þjóöfélagsins, gerð I af Jacques Doillon, sem er tal- ■ inn efnilegastur ungra kvik- I myndastjóra I Frakklandi nú. Siðasti sýningardagur. Sýnd kl. | 15.00, 17.00, 19.00, 21.00 Og 23.00. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.