Þjóðviljinn - 09.02.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. febrúar 1980
Annar fundur Alþýðubanda-
lagsins um Kvenfrelsi og
sósialisma var haldinn i sal
starfsmannafél. Sóknar að
Freyjugötu 27, sl. þriðjudag.
Fundarefni var: Konur og at-
vinnulif.
Fundinn sóttu eingöngu kon-
ur, og vakti það athygli fundar-
gesta að engan karl bar að
garði. Gæti verið að kvik-
myndahús borgarinnar, þ.e.
Regnboginn, hafi átt þar
einhverja sök, en samt sem
áður var þessu áhugaleysi illa
tekið.
Frummælandi á fundinum
var Bjarnfriður Leósdóttir frá
Akranesi. Nefndi hún erindi
sitt „Fyrirvinna þjóöfélags-
ins”. — Hér á eftir fer úrdrátt-
ur úr erindi hennar.
Bjarnfriður benti á að fisk-
veiöar og fiskvinnsla væru
undirstöðuatvinnugreinar
þjóðarinnar. Veiðar stunda
karlar nær eingöngu, en við
fiskvinnslu, aftur á móti, er
langstærsti hlutinn konur.
Atvinnuöryggi þessarar at-
vinnugreinar er mjög lítið.
Konur eru varavinnuafl, það
má segja þeim upp með viku
fyrirvara, þótt heita eigi að
þær séu fastráðnar. Má þar
nefna sem dæmi, að þegar litill
afli berst að, á atvinnu-
rekandinn það til að senda hann
yfir á annað frystihús — til að
sleppa viö kauplryggingu.
Verkakonur i frystihúsum
eru láglaunakonur. Þær vinna
flestar eftir svokölluðu bónus-
kerfi. 1 bónus er allt mælt i
hraða og nýtingu. Ef unnið er á
hraöa lOOkostar að vinna hvert
kfló kr. 80.- á hraða 250 kostar
það kr. 63.- og á hraða 300 kost-
ar það 58 kr, þ.e.a.s. 38% minna
á hraða 300 en á hraða 100. —
Sjálftbónusdæmiðer i I6liðum,
og reynist þvi margur launa-
miðinn all torskilinn. Við getum
þvi séð aö bónus er rök fyrir
þvi að halda timakaupi verka-
fólks niöri.
Ófaglært verkafólk
Konur eru að verða
stærstihópur ófaglærðs verka-
fólks I landinu. A þingi
Verkmannasamb. Islands voru
i haust skráöar 8.548 konur en
karlar voru 10.298. A þingi
þessu voru 108fulltrúar, þ.a. 39
konur. I stjórn Sambandsins
eru 19 manns, þ.a. 3 konur.
1 slðustu skýrslu frá
Alþýöusamb. Islands voru kon-
ur um 20 þús á skrá; karlar 27
þús. Atta.árum áöur voru kon-
ur helmingi færri en karlar.
Konum hefur s.s. fjölgað um
82% á þessum 8 árum, en körl-
um aöeins um 23%. Þarna sér
maður vel, að konur sitja frek-
ar eftir i ófaglæröu störfunum,
enkarlar fara yfir i betur laun-
uö störf og meiri menntun.
I áframhaldandi upptalningu
á fyrirvinnu þjóðarinnar ber
aö nefna iðnver kafólk,
verslunar- og þjónustustörf. I
öllum þessum starfsgreinum
eru konur i miklum meirihluta.
Konur eru helmingi fleiri en
karlar meðal iðnverkafólks,
enda eitt allra verst launaöa
starfið, þótt starf þeirra sé
gjaldeyrisaflandi (dæmi:
vinnsla úr islenskri ull, niöur-
Guðmundur
Hallvarösson
Katrln
Didriksen
Fyrirvinna
þ j óðf élagsins
lagning á fiski, o.fl.) Konur eru
einnig fjölmennastar I verslun-
ar- og þjónustustörfum ýmis-
konar. En að sjálfsögðu i lægst
launuðu störfunum, og með
minnstu friöindin. A sjúkra-
húsi Akraness eru 200 á launa-
skrá, þar af innan við 15 karl-
ar.
V erkalýðsf élögin
1 Alþýðusambandi Islands
eru 8 landssambönd (lllands
félög, fjögur s væðasambönd). I
þremur af landssamböndunum
eru konur: i Verkamanna-
sambandinu, Landssambandi
iðnverkafólks og Landssam-
bandi verslunarmanna, eða allt
i allt 16.314, konur, en karlar
eru 14.992.
Starfsmannafél. Sóknar hef-
ur 2 þús konur á skrá, en er
ekki með i Sambandinu. I þess-
um þremur fél. (Sókn meðtal-
in) eru konur 22% fleiri en
karlar.
En á hvern hátt eru þær með
i ráðum um kaup og kjör? 1
miðstjórn Alþýöusambandsins
er 15 manna stjórn, þ.e. 3 kon-
ur. Forseti og varaforseti
karlar. I sambandsstjórninni
eru 33 meðlimir, en konur
aðeins 5. Af þessu getum við
séð að i stjórnum blönduðu
verkalýösfélaganna eru
einungis örfáar konur, og allt
of fáar miðaö við félagafjölda.
Það er mjög erfitt að fá konu
kosna sem formann i blönduð-
um verkalýðsfélögum, enda á
landinu öllu aðeins ein kona
formaður á Stokkseyri.
Það eru þessir formenn sem
mæta á ráðstefnur þar sem er
fjallað um kjaramál og réttindi
verkafólks.
Konur standi saman
Verkakonur á Akranesi hafa
staðið saman. Þær tóku þátt i
kvennaverkfallinu 1975, og
sögðu um leiö upp hinum svo-
kallaða kauptryggingasamn-
ingi. Þær vildu fá svipaða
tryggingu og sjómenn (engum
dytti i hug aö senda sjómenn I
land kauplausa, dag eftir dag,
t.d. vegna veöurs).
Það tókst ekki betur en svo,
að konum var sagt upp alla
daga vikunnar, i s tað þess, eins
Bónusinn; rök fyrir þvi að halda timakaupi verkafólks niöri
írt m r* 1 w
VI IfF®6® r s'Wk I
r - "• 1
Érl V
U mr æðurnar
Mörg atriöi komu fram i um-
ræðum eftir framsögu Bjarn-
friöar. Nokkrir punktar:
Sýnd var á súluriti skipt-
ing I launaflokka hjá starfs-
mönnum Reykjavikurborgar.
Dæmi: Sjúkraliðar eru i 6.
launaflokki með 268 þús. kr.
I byrjunarlaun, en þeir karlar i
byrjunarlaun, en þeir karlar
sem starfa á þvottastöð SVR
byrja i 7. launaflokki. I 10.
launaflokki eru fóstrur og ljós-
mæður, þær sem taka á móti
börnum i þennan heim og annst
þau á mikilvægsata mótun-
arskeiði. Vaktformenn SVR
byrja launaflokki ofar.
Deildarljósmóðir, sem er yfir-
manneskja á deild, er metin
jafnt til launa og áhaldavöröur
hjá bænum. Þ.e.a.s., þar sem
um kvennastarf og kvenna-
menntun er að ræða, þá er
launum ýtt eins langt niður og
hægt er.
En af hverju beitir verka-
lýðshreyfingin sér ekkert? Er
mis r éttið ekki nógu augljós t? —
Svona var spurt. Og eitt svarið
er, það má ekki raska jafnvæg-
inu i verkalýöshreyfingunni. Ef
einn hópur kvenna skýst fram
úr öðrum hópi karla, finnst
þeim sér misboðiö, enda sjálf-
sagt litils vir ði ef þeir hafa ekki
vinninginn fram yfir konur I
launum. Jafnvæginu má ekki
raska — þvi verða konur á
botninum og lagó meö jafnréttið
— það er vara enn eitt oröið
sem hljómar svo pent.
Verkalýösfélögin eru mót-
uð af karlmönnum. Þeir gina
yfir forystunnbenda eru miklir
peningahagsmunir i veði og
þeir þurfa að gæta sinnar
stööu. Og i blönduðu verkalýös-
félögunum, þó yfir helmingur
félaga séu konur, þá fara ör-
fáir karlar meö völd. Þeir fá
fyrstir allar upplýsingar, lúra
á þeim, taka ákvarðanir fyr-
irfram og matreiða ofan i al-
menna félagsmenn, sem hafa
ekki tækifæri til að skoða málin
sjálfstætt.
Breytist nokkuö þó konur
komist i stjórnir? Riðlast
nokkuð það kerfi að þaö eru
hvort sem er alltaf bara 2 eða 3
sem fara með öll völd? Þess
vegna getur það veriö misvís-
andi aö leggja bara áherslu á
fjölda kvenna I stjórn, þaö
skipti máli hvernig þær starfa.
Það er gifurlega mikil-
vægt fyrir starfsmenn allra
bæjar- og sveitarstjórna hvað
Reykjavik gerir i samninga-
málum. Bæjar- og sveita-
stjórnir hafa leitast við að
samræma kjarastefnu sina og
lúta yfirleitt þeim linum sem
koma frá Reykjavik. Ákveði
Reykjavik t.d. að fóstrur eða
sjúkraliðar megi ekki hækka
núna vegna slæmrar fjárhags-
stöðu Reykjavikurborgar,
(þær eru svo margar) þá hef-
ur það áhrif út um allt land.
Barnaárskröfur ASl?
Finnst verkalýðsforystunni
(les: körlunum á toppnum) að
þær séu einhver „kvennapakki
með bleiku silkibandi” sem má
detta upp fyrir um leiö og al-
vörumálin koma til umfjöllun-
ar?
Hvað viljum við i staðinn?
Hvertstefnum viö? Við verðum
að skilgreina uppbyggingu
verkalýðsfélaganna og leggja
fræöilegt mat þar á. Við
veröum að s já i gegnum þessar
vinnuaðferðir og finna okkur
nýjar baráttuleiðir!
Við erum of vanmáttugar
ef við skipuleggjum okkur ekki.
Við verðum að sameina krafta
okkar. Hvaö finnst hér?
1 fundarlok sagði Bjarn-
friður Leósdóttir: Við biðjum
að heilsa Verkalýðsmálaráði
Alþýðubandalagsins, sem hér
var illa fjarri góöu gamni!
— hj
Ingibjörg
Haraldsdóttir.
Umsjón
af hálfu
Þjóðviljans:
Ingibjörg
Haralds-
dóttir
Konur eru að verða stærsti hópur
ófaglærös verkafólks i landinu.
og áður var, aðeins i vikulokin.
Úr þessu varð mánaðar verk-
fall.
Þær fengu engan stuðning
frá Alþýðusambandinu, Verka-
mannasamb. né karlanna úr
sama verkalýðsfélagi.
Eftir þriggja vikna verkfall
var bæjarstjórninni nóg boðiö
— ef konurnar færu ekki strax
til vinnu sinnar yrði bærinn
gjaldþrota — bæjarkassinn
galtómur!
Það sem þær höfðu upp úr
krafsinu var, að ekki var hægt
að segja konum upp, nema
aðeins á mánudögum og föstu-
dögum. 1 raun hefur þetta
reynst vel, þvi uppsögnum hef-
ur fækkað frá þvi sem áður
var. A þessu getum við séð að
konur geta staðið saman. Og
ekki veitir af, þvi framundan
verðum við að ber jast fyrir þvi
að barnaárskröfur A.S.I. nái i
höfn.
Konur verða að treysta kon-
um, ekki sist vegna þess að
þær eru konur. Kd
Lýst
eftir yfir-
höfn
A dansleiknum i Fáks-
heimilinu fyrir hálfum mán-
uði varð félagi úr Rauð-
sokkahreyfingunni fyrir
nijög bagalegu tjóni: Pelsinn
hennar hvarf úr fatageymsl-
unni.
Þetta var mjög auð-
þekkjanlegur pels: stór,
svartur og vasalaus, pólskur
að þjóöerni og
gúmmiteygjur saumaöar I
hann að framanveröu 1
hnappagata stað.
Það setur mikinn hroll að
eigandanum nú i vetrar-
kuldunum, og eru þeir sem
hafa orðiö pelsins varir vin-
samlegast beðnir aö hringja
sem allra fyrst i Höllu, simi
27838.
Laugar-
dagskaffi
I dag verður hellt uppá könn-
una I Sokkholti eins og venja er
á laugardagsmorgnum. Aö
þessu sinni fáum við gesti I
heimsókn: tvær konur sem eru
hnútum kunnugar i bandariskri
og kanadiskri kvennabaráttu
ætla aö koma og spjalla við okk-
ur.
Komið I Sokkholt kl. 11.30 i
dag og takiö börnin með — þau
una sér vel I barnahorninu.
Sokkholt er aö Skólavöröustig
12. efstu hæö. Miðstöð