Þjóðviljinn - 09.02.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.02.1980, Blaðsíða 11
Laugardagur ». febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Þátttakendur i námskeióinu 22-24. janúar voru 16, allt afgreiöslufólk kaupfélaga. Námskeiö á vegum Samvinnuskólans: Meöferö kjöts og kjötvara Samvinnuskólinn hélt nám- skeið i meðferð kjöts og kjötvara i Reykjavik dagana 22.-24. janúar i samvinnu við Kjötiðnaðarstöð Sambandsins. Komust færri að en vildu og verður næsta námskeið 12.-14. febrúar og er einnig fuil- skipað I það og er þvi hafin skrán- ing þátttakenda i hið þriðja. Þátttakendur I þessum námskeiðum er afgreiðslufólk i matvöruverslunum kaupfélaga viðs vegar af landinu. Markmiðið er að veita afgreiðslufólki i mat- vöruverslunum fræðslu um sundurtekningu og meðferð kjöts og kjötvara. Einnig að leiðbeina við útstillingar i kjötafgreiðslu- borð og veita tilsögn i sölu- mennsku. Námskeiðið var allt sérstætt að þvi leyti hversu mikið var verk legt, þvi til skýringar má nefna aö námskeiðinu lauk með vörukynn- ingu i verslun KRON i Breiðholti, sem þátttakendur sáu að mestu um sjálfir. Bókmenntakynning BSRB: Þriðjudagskvöldið 12. febrúar verður önnur bókmenntakynning BSRB og verður þá Guðmundur G. Ilagalin rithöfundur gestur opinberra starfsmanna ásamt Sigriði Hagalin leikkonu og Baldvin Halldórssyni leikara. Baldvin Halldórsson segir frá kynnum sinum af skáldinu, Sigriður Hagalin les sögu Guð- mundar „Móðir barnanna”, og Guðmundur G. Hagalin spjallar um rithöfundarstarf sitt og svarar fyrirspurnum áheyrenda. Þessi bókmenntakynning er liður i starfi fræðslunefndar BSRB. Aður hefur Halldór Laxness komið i heimsókn, og framhald verður á. Félagar I BSRB eru eindregið hvattir til þess að koma og þeim er velkomið að taka með sér gesti. Ekki sakar að geta þess að boðið verður upp á nýlagaö, rjúkandi kaffi, og ætti það að verka vel á skilningarvit viö- staddra. Bókmenntakvöldið verður að Grettisgötu 89 kl. 20.30. -GFr. Hagalín í heimsókn Guðmundur G. Hagalin spjallar um rithöfundarstarf sitt og svarar fyrirspurnum. Kampútseu- hljómleikar í Austurbæjarbíói 9. febrúar kl.14 Forsala aögöngumiða í Fálkanum Verð aðgöngumiða kr. 5000. Hjálparstoóiun kirkjunnar Kjarabót Snillingarnir Fiæbbbiarnir Gestir hljomleikanna: félagar úr Alþýðuleikhúsinu. Tómas Tómasson Egill Olafsson Asgeir Oskarsson Björgvin Gíslason Karl Sighvatsson og ? leika af fingrum fram. Kynnir: Guðmundur Einarsson tf.imhv.'vmdaitiori H|Hlp.irstOtnundf hi«h-unra' LAUS STAÐA. Hlutastaða dósents (37%) I handlæknisfræði I læknadeild Háskóla islands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unniö, rit- smiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar manntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 10. mars nk. Menntamálaráðuneytið, 8. febrúar 1980 Sverrir Hólmarsson skrrfar um HOPP OGHI Þjóðleikhúsið sýnir Nakin á vappi eftir Georges Feydeau Leikstjóri: Benedikt Arnason. Betri er þjófur i húsi en snurða á þræði eftir Dario Fo Leikstjóri: Brynja Benedikts- dóttir. Sigriöur Þorvaldsdóttir og Gisli Alfreðsson. að á nákvæmlega réttum stöðum. Mér fannst töluvert vanta bæði á tempó og stil i báöum þessum sýningum, einkum fyrri þættinum. Þáttur Feydeaus er að visu aðeins rýrari I roöinu, en þaö sem meira máli skiptir er að sýninguna vantar þann upphafna elegansa sem nauðsynlegur er, bæði vegna slapprar leikstjórn- ar og vegna þess að Gisli Al- freðsson megnar ekki aö gefa hlutverki hins belgingslega og pempiulega stjórnmálamanns nægilegt lif til að veita Sigriði Þorvaldsdóttur veröugt mótspil, en hún er iðandi af lifi og fjöri að vanda i hlutverki glaðværrar eiginkonu sem skilur ekki af hver ju hún má ekki ganga um i- búð sina á náttslopp. Leikrit Darios Fos er miklum mun samslungnara og þéttar skrifað en hitt, einn af þessum á- gætu misskilningsleikjum þar sem einn misskilningur inn hleðst á annan ofan þar til allt er komið i hnút og bendu. Svonalag- að getur verið ansi skemmtilegt, og var það reyndar á köflum, en sýningin varð nokkuð ruglings- leg þegar frá leið og var hér á feröinni nokkur stilskortur, sýn- ingin vafraði nokkuö milli tiltölu- lega náttúrulegs leikmáta (t.d. hjá Helga Skúlasyni og Bessa) yfir i töluvert ýkt látbragð Þór- unnar Magneu, sem reyndar geröi sinn hlut mjög skemmti- lega.Það gerði Bessi reyndar lika og fleiri stóðu sig með prýði, en það skorti einhvern herslu- mun til að það yrði alveg nógu gaman. Góöur farsi vel uppfærður getur verið með þvi ánægjuleg- asta sem fyrir mann ber i leik- húsi. Hinsvegar er farsinn með þvi vandasamasta sem hægt er að leika. Fáar greinar leikbók- mennta gera jafn skilyrðislausa kröfu um gegnumfæröan stil og farsinn. Einnig er nauðsynlegt að halda uppi linnulausu tempiói. sem reyndar þýðir ekki það að allir þurfi endilega að tala og hreyfa sig á miklum hraða, held- ur þaö að tilsvör og athafnir þurfa að smella hvort ofan i ann- *um helgrina Bflasýning um helgina Bifreiðar & Landbúnaðarvél- ar h.f. halda bilasýningu að Suðurlandsbraut 14, laugar- daginn 9. og sunnudaginn 10. febrúar n.k. frá kl. 2-6 e.h. Fyrsta Lada-bifreiðin kom til íslands áriö 1972. Siðan hafa þær haslað sér völl á tslandi og hafa undanfarin tvö ár verið mest seldu bifreiöarnar. Lada hentar vel við islenskar aðstæður, enda sparneytinn, sterkbyggður og auöveldur i akstri. Lada Sport sem nefndur var „bill ársins” 1978 er kjörinn bill fyrir fólk, sem vill stunda útilif og ferðalög um landið. Fyrir bóndann er hann þarfasti þjóninn, enda eru Lada*bifreiðar vinsælar jafnt I dreifbýli sem þéttbýli. A bilasýningunni I dag og á morgun, sunnudag, veröa sýndar nýjustu árgerðirnar af Lada. A meðan menn spjalla viö sölumenn er þeim boðið upp á kaffisopa i vistlegum húsakynn- um. Lada Sport er meðal þeirra bila sem Bifreiðar & Landbúnaðar- véiar h.f. sýoa nú um helgina. Dóra M. Reyndal. Háskóla- tónleikar I dag kl. 17 verða fjórðu há- skólatónleikar vetrarins i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Dóra M. Reyndal söngkona og úrsúla Ingólfsson- Fassbind pianóleikari flytja lög eftir Hugo Wolf við ljóö Paul Heyse úr Itölsku ljóðabókinni og nokkur iög eftir Richard Strauss. Jurtamyndír og plattar Ingibjörg Sigurðardóttir sýn- ir um þessar mundir á Mokka myndir sem hún hefur gert úr isienskum jurtum, annarsvegar I ramma á flaueli og svo á kera- mikplöttum. Batíksýning A næstunni verða til sýnis i anddyri Norræna hússins batik- verk, gerð af Hrefnu Magnús- dóttur. Hrefna er Reykvikingur, f. 1934; hún byrjaöi mjög ung aö teikna, en hóf að fást við batik upp úr 1965. Hún var við nám i Myndlistaskóla Reykjavikur 1972-75. A sýningunni i anddyri Norræna hússins verða batik- myndir frá árunum 1975-80, kjól- ar, pils, lampar o.fl. en Hrefna hefur undanfarin 8 ár selt batik- lampa á vegum Islensks heimilis iðnaðar. Gallerfid Suöurgötu Fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20.00 opnaðiAsgeir Lárusson sýningu á um 30 vatnslitamynd- um i Galleri Suðurgötu 7 Reykja- vik. Þetta er þriðja einkasýning Asgeirs, en hann hefur einnig tekið þátt i einni FIM-sýningu. Opnunartimi sýningarinnar er virka daga frá kl. 18-22 og um helgar frá kl. 14-20. Sýningunni lýkur sunnudaginn 17. febrúar. Bókauppboð á Akureyri Fjórða bókauppboö Jóhannes- ar Ola Sæmundssonar verður á Hótel Varðborg á Akureyri i dag, laugardaginn 9. febrúar og hefst það kl. 15.30. A boðstólum verða ýmsar merkar bækur m.a. Ferðabækur Vilhjálms Stefánssonar, hand- skrifuð Annálsbók 100 - 200 ára gömui, Þorlákskver 1836, Sálm- ar og kvæði Hallgrims Péturs- sonar 1852, Þjóðsögur ólafs Daviðssonar I-III, Landnám Ingólfs I-III, Hauksbók 1892-96, Fagurt er i fjöröum, Einokunar- verslun Dana á Islandi, Grim- bergs Verdenshistorie I 16 bind- um Kvennafræðarinn 1891, Sagan af Heljarslóöarorrustu 1893, Kvæði Bjarna Thorarensen 1884, Ljóð Einars H. Kvaran 1893 og Gisla Brynjólfssonar 1891, Sálma- og bænakver 1824, Mynsters hug- leiöingar, Heima og erlendis (ljóð Guðmundar Magnússonar), Horfnir góðhestar, Islendinga- þættir Timans og Sunnudagsblað Timans, Grafir og grónar rústir. Alis verða 160 númer á upp- boðinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.