Þjóðviljinn - 09.02.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.02.1980, Blaðsíða 16
DIOÐVIUINN Laugardagur 9. febrúar 1980 A&alsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81257 og 81285, afgreiösla 81527 og Blaöaprent 81348. ^ 81333 Kvöldslmi er 81348 Fiskiðjan í Keflavík tekur til starfa á ný: Ný aðferð við lyktareyðingu — hefur í för með sér olíusparnað og betri orkunýtingu Starfsemi Fiskiðjunnar h.f. i Keflavik er nú aö hefjast að nýju, en Fiskiöjan hefur verið lokuð siðan i júni i fyrra vegna þess aö ioforð um mengunarvarnir höföu veriö svikin aftur og aftur. Eigendur Fiskiðjunnar hafa nú selt nýjum hluthafa, Hilmari Haraldssyni, 16% eignarhluta i fiskimjölsverksmiðjunni. Aðskil- inn verður rekstur verksmiðju og Stórmeistarinn Browne kominn til landsins: Teflirjjöl- tefli á hverjum degi A fimmtudag kom hingað til lands stórmeistarinn Walter Browne, en hann mun tefla á Reykjavikurmótinu sem hefst 23. febrúar n.k. Browne mun þangað til nýta tima sinn til aö tefla fjöl- teffi bæði i Reykjavik og úti um land. 1 gærkvöldi tefldi hann á vegum Taflfélags Reykjavikur I húsnæði þess við Grensásveg en á sunnu dag fer hann til Vestmannaeyja. A mánudag teflir hann við Skák- klúbb Flugleiða, á þriöjudag við bankamenn i Útvegsbankanum en á miðvikudeginum teflir hann við starfsfiö Landspitalans og á föstudag við rútu- og strætis- vagnastjóra. Siöan liggur leiö hans til Vektfjaröa þar sem hann teffir um næstu helgi. —AI Nýtt loönu- verö til beitu og flystingar A fundi Verölagsráðs sjávarút- vegsins i fyrradag varö sam- komulag um eftirfarandi lág- marksverö á loönu á vetrarloönu- vertið 1980: Fersk loðna til frystingar, hvert kg, — kr. 83.00. Fersk loðna til beitu og fryst- ingar sem b'eita og fersk loöna til skepnufóöurs, hvert kg. — kr. 35,00. bátaútgerðar Fiskiðjunnar h.f. og stofnað sérstakt félag um rekstur bátanna, þar sem eignarhlutföll verða óbreytt frá þvi sem nú er. Hilmar verður tæknilegur fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Verksmiðjan hefur nú fengið starfsleyfi á ný með þeim skil- yrðum, að hún verði útbúin hið fyrsta með lykteyðandi aðferðum við vinnsluna. Reynd verður ný aðferð við reyk- og lyktareyðingu. Hún er fólgin i þvi að reykurinn frá þurrkurunum er þveginn og siðan kældur niður. Þá er hann mældur og afgangsgasinu brennt i katli og þurrkara. Hægt er að kæla reykinn niður i 10 gráður, en þó mun alltaf verða einhver reykur eftir og einhver lykt. Þegar þessar ráðstafanir eru komnar i gagnið á ekkert reyk- loft að fara út úr verksmiðjunni nema það sem fer út um ketil- bkorsteininn. Þessi aðferð hefur verið reynd i a.m.k. tveimur verk- smiðjum I Noregi og gefist þar vel. Hún hefur i för með sér betri orkunýtingu og oliusparnað. A s iðas ta heila s tar fs ár i Fisk- iðjunnar h.f., 1978, greiddi hún langhæstu meðallaun allra fyrir- tækja á landinu, 6.7 miljónir króna. Geysileg aðsókn hefur verið á Kvikmyndahátiðina og eru um 25 sýningar á degi hverjum. Þessa mynd tók ljósmyndari Þjóðviljans i anddyri Regnbogans i gær þegar sýningar voru að hefjast kl. 17. Kvikmyndahátiðinni lýkur á þriðjudag. Kyikmyndahátíöin: Verðlaun afhent í dag 1 dag kl. 14.00 verða sýndar I Regnboganum íslensku mynd- irnar fjórar sem keppa til verð- launa i samkeppni Kvikmynda- hátiðár 1980, og fer verðlauna- afhendingin fram strax að sýn- ingu lokinni. Myndirnar eru: Bildór, eftir Þránd Thoroddsen, Humar- veiðar.eftir Heiðar Marteins- son, Eldgosið i Heimaey og upp- bygging, einnig eftir Heiðar Marteinsson, og Litil þúfa, eftir Agúst Guðmundsson. Dómnefndina skipa Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður, Óskar Gislason og Arni Þórarinsson. A fyrstu Kvikmyndahátlð I Reykjavik, sem haldin var 1978, var einnig keppt til verðlauna, og hlaut þau Þorsteinn Jónsson, fyrir myndina Bóndi. N ámskynníngar falla niður Stjórn Lands s ambands mennta- og fjölbrautaskólanema og Nemendaféiag Flensborgar- skóla hafa mótmælt þvi að Fiskur; kjöt og fargjöld hækka: 20% munur á fari með SVK og Landleiðum Eitt siðasta verk kratastjórn- arinnar sálugu var að staðfesta hækkanir á neyslufiski (10%), unnum kjötvörum (12,6%) og far- gjöldum Landleiða (13%) á milli Hafnarfjarðar og Reykjavikur. Kostar fariö nú 450 krdnur fyrir fullorðna aðra leiðina. Það vekur óneitanlega athygli að á meðan stór bæjarfélög eins og Kópavogur og Reykjavik halda uppi þjónustu á sviöi sam- gangna og fá aldrei nema brot af hækkunarbeiðnum sinum sam- þykkt, þá hafa Landleiðir, sem er einkafyrirtæki jafnvel fengiö meiri hækkanir en þeir hafa sótt um. Þjóðviljinn hefur fyrir þvi áreiðanlegar heimildir aö Land- leiðir hafi að þessu sinni sótt um 9% hækkun, en fengiö 13% og skýtur það skökku við meðan SVK þurfa aö greiöa 260 miljón króna halla og SVR margfalda þá upphæð vegna tregðu sömu stjórnvalda viö aö veita umbeðnar hækkanir. NU er svo komið að far frá Reykjavik á Kópavogsháls kostar 210 krónur með Landleiðum en 170 krónur meö Strætisvögnum Kópavogs og er munurinn nær Framhald á bls. 13 Vilmundur Gylfason fráfarandi menntamálaráðherra skyldi ekki vilja greiða að fullu kostnað við árlega námskynningu háskólastúdenta. Kostnaðurinn var áætlaður 3.1 miljón króna en Vilmundur bauð i staðinn 500 þúsund kr. styrk. Menntamála- nefnd Stúdentaráðs sér sér því ekki fært að halda þessa kynningu i ár. í bréfi Flensborgara til menntamálaráðherra vegna þessa máls segir m.a.: „Vist er að aðhald og sparnaður er nauð- synlegur i rikisrekstrinum, en hinsvegar teljum við þennan niðurskurð vera fremur hæpinn sparnað.” Þá segir i bréfinu, að SHt hafi gengist fyrir námskynningu fyrir menntamálaráðuneytið i mennta- og fjölbrautaskólum landsins. Hafi þessar kynningar verið mjög vel sóttar og allir sem notið hafa séu sammála um nauðsyn þeirra. Hinn óbeini sparnaður sem hlytist af slikri kynningu ætti að vera ljós. Stjórnarfundur Landssam- bands mennta- og fjölbrautar- Framhald á bls. 13 Ár trésins í Reykjavík: Skógræktarvika í Reykjavíkívor Leitað samráðs við öll féagasamtök í borginni um ffamkvœmd vikunnar Þetta tré er hið næst elsta I Reykjavik og stendur við Aðal- stræti f gamla kirkjúgarðinum. Areiöanlega munu nær hundrað ár liða þar til trén sem plantaö verður f vor ná þessari hæð. Ljdsm. — Leifur. 1 ráði er aö halda sérstaka skdgræktarviku i Reykjavik um mánaöamótin mai-júnf í tilefni Ars trésins. Það er Skógræktarfélag Reykjavikur i samráði við um- hverfismálaráð borgarinnar sem vinnur nú að undirbúningi þessarar skógræktarviku, og hafa I þessu sambandi verið rituð bréf til 160 félagasamtaka i Reykjavlk, þar sem leitað er eftir samvinnu þeirra við framkvæmd fyr ir hugaðr ar s kógr æktar viku. t bréfi undirbúningsnefndar- innar til félagasamtaka borgar- innar segir m.a. að hugmyndin með þessari sérstöku skóg- ræktarviku sé, að gert veröi átak I gróöursetningu trjá- plantna I borgarlandinu. Valin verða i samráði við hin ýmsu félagasamtök borgarbúa svæöi til gróðursetningar i hverfum borgarinnar og Ibúum þeirra gefinn kostur á að kynnast trjá- rækt og fegra umhverfi sitt með gróöursetningu i sjálfboða- vinnu. Þá kemur einnig fram i bréfi undirbúningsnefndarinnar, aö undirbúningur samstarfsnefnd- ar um Ar trésins sé nú i fullum gangi og er langt komiö með gerð 6-8 sjónvarpsþátta, sem sýndir verða á árinu, gefinn verður Ut bæklingur fyrir al- menning um gildi trjá-og skóg- ræktar með leiðbeiningum, og fyrirhuguð er ritgerðasam- keppni i skólum landsins. í undirbUningsnefnd um skóg- ræktarviku I Reykjavik eiga sæti þeir Vilhjálmur Sig- tryggsson og Kjartan Thors, frá Skógr æktar félagi Reykjavikur, Alfheiður Inga- dóttir og Sverrir Sch. Thor- steinsson frá umhverfismála- ráði borgarinnar, Þórður Þor- bjarnarson borgarverk- fræðingur, Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri og Omar Einarsson framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs. -lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.