Þjóðviljinn - 20.02.1980, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 20. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Lausn gíslamálsins í aösigi
Banisadr treystir
sig í sessi í íran
Nú virðist loks sjá fyrir endann á hinu langa og
flókna tafli sem fram hefur farið um gisla þá sem
hafa setið i meir en annað hundrað daga i banda-
riska sendiráðinu i Teheran. Bæði Bandarikja-
stjórn og svo irönsk yfirvöld ásamt með
Khomeini erkiklerk hafa skrifað upp á lista yfir
nefndamenn, sem valdir hafa verið til nefndar til
að rannsaka feril og þá ákærur á hendur keisar-
anum fyrrverandi, sem David Frost ræddi við af
ýtrustu kurteisi á sjónvarpsskermi hér á mánu-
dagskvöldið.
Það eru að visu ekki öll kurl
komin til grafar. Enn krefst
forseti trans, Banisadr, þess, að
bandarisk yfirvöld játi ábyrgð
sina á ýmsum skuggalegum tið-
indum i tran á valdadögum
keisarans, stundi m.ö.o. nokkra
sjálfsgagnrýni. Og enn hafa
bandarisk yfirvöld sagt, að það
sem siðast var nefnt sé útilokað.
Það er að sönnu ekki mikill
siður stórvelda að iðrast gerða
sinna með sikum hætti. Þó
kemur það fyrir: eitt frægasta
dæmi er Canossaræða sú sem
Krúsjof flutti i Belgrad þegar
hann kom þangað til að sættast
við Tito árið 1956.
Kosningar í nánd.
Nema hvað: hinn nýkjörni
forseti, Banisadr, sýnist á góðri
leið með að koma þessu erfiða
máli út úr heiminum. Og þetta
er ekki það eina sem ber vitni
um að hann sé sifellt að styrkja
stöðu sina og þá væntanlega á
kostnað klerkaveldisins. Siðast i
Banisadr forseti: hann hefur
náð undir sig yfirstjórn hersins
og dregið tennurnar úr Bylt-
ingarráðinu. Hinir róttæku eru
ekki vel hressir.
gær trúði Ajatolla Khomeini,
sem verður samkvæmt
stjórnarskrá að leggja biessun
sina fyfir flest það sem máli
skiptir, forsetanum fyrir yfir-
stjórn hersins.
Mikilvægum áfanga náði
Banisadr þann sjöundabrúar
þegar honum tókst að fá Bylt-
ingarráðið til að láta af hendi
nokkuð af þvi valdi sem það
hafði tekið sér á ýmsum
sviðum. Banisadr getur nú
þegar vikið ráðherrum úr
embætti að vild og skipað aðra.
Og þótt hann myndi ekki stjórn
strax skiptir það ekki höfuð-
máli, þvi að sjöunda mars
verður efnt til þingkosninga i
landinu og er þá búist við þvi, að
Banisadr geti tryggt sér
stuðning meirihluta hinna nýju
þingamanna.
Uggur í röðum róttækra.
Hitt er svo annað mál, aö þeir
sem hafa tengt vonir við þróun
irönsku byltingarinnar til rót-
tækari uppgjörs við fyrri þjóð-
félagskipan eru siður en svo
hressir yfir auknum völdum
Banisadrs og framgöngu hans i
ýmsum málum. Blaðið
Azadegan.sem kvað vera mál-
gagn „herskárra klerka” (Le
Monde) segir meðal annars á
dögunum: ,,Hr. Banisadr, þér
eruð hræddur. Þér eruð
hræddur við byltingarstarf
stúdentanna, sem njóta stuðn-
ings Khomeinis og fólksins... Af
hverju, spyr blaðið ennfremur,
geta kapitalistar áfram rúið þá
snauðu inn að skinninu? Fyrir
hvaða kraftaverk eru léns-
herfarnir aftur farnir að skjóta
upp kollinum?”
Mardom, málgagn Tudeh,
iranska kommúnistaflokksins,
tekur mjög i sama streng.
Blaðið er mjög óánægt með að
eigu aðeins 270 kapitalista hafa
verið gerðar upptækar af þeim
um 2000 sem voru i nánum
tengslum við fyrri stjórn og
hafa flestir flúið land. Mardom
hefur einnig sakað saksóknara
rikisins um að sýna óvinum
byltingarinnar linkind og spyr:
„Hverskyns er sá tslam, sem
saksóknarinn tekur mið af?
Islam arðræningja eða hinna
snauðu?”
óánægja hinna róttækari afla
er ekki ný bóla i hinni stuttu
sögu irönsku byltingarinnar. Og
hún sýnist duga skammt til að
sameina þau eða styrkja: eins
og er virðist ekkert geta
stöðvað forsetann nýkjörna i
að festa sig i sessi — og þá
væntanlega frysta a.m.k. i bili,
þær þjóðfélagsbreytingar sem
orðnar eru.
áb. (heimild Le Monde).
Allt tilbúið þegar herinn kemur
NATO herðir á upp-
byggingu herstöðva
í Danmörku
Flýta á uppbyggingu
herstöðva Nató í
Danmörku. Þegar hefur
verið samið um að stækka
flugstöðina Karup á Jót-
landi fyrir bandariskar
flugvélar. Ennfremur
standa Danir í samninga-
gerð við Breta og Banda-
ríkjamenn um að koma
upp birgðastöðvum fyrir
um 20 þúsund manna þung-
vopnaðar sveitir sem hægt
væri að flytja flugleiðis til
landsins með litlum fyrir-
vara.
Svo segir i grein i Dagens
Nyheter um enn eina bylgju af
þeim kaldastriðsskjálfta sem yfir
löndin gengur. Socialistisk Dag-
blað, málgagn Sósialiska alþýðu-
flokksins rekur þær spurningar
sem vinstrisinnar á þingi hafa
borið fyrir Kjeld Olesen utan-
rikisráðherra og Poul Sögard
varnarmálaráðherra i tilefni
þessarar þróunar.
Hver er það sem mun ákveða
hvort og hvenær Nató sendir her-
lið til þessara stöðva? Er það
danska stjórnin eða Nató? Stuðla
bandariskar birgðastöðvar i Dan-
mörku að þvi að auka spennu
milli austurs og vesturs? Er það
ekki yfirlýst stefna stjórnarinnar
að halda fast við slökunarstefnu,
hvað sem öðru liður? Eru þessar
byggðastöðvar með nokkrum
hætti tengdar áformun Banda-
rikjamanna um að koma sér upp
um 100 þúsund manna „Ihlut-
unarsveitum” til brúks i Austur-
löndum nær?
Ekki munu hafa fengist greið
svör við þessum spurningum.
Tundurduft og mannvirki
á Jótlandi.
DN segir ennfremur frá þvi, aö
sovésk blöð haldi þvi fram, að
Bandarikin beiti nú Dani veru-
legum þrýstingi til að þeir leggi
stýranleg tundurdufl i Eyrar-
sund, Stórabelti og Litlabelti nú
þegar á friðartimum. Danska
utanrikisráðuneytið segir, að
þetta sé hreinn tilbúningur.
Hitt mun svo ljóst, að samið
hefur verið um að ein 16 birgða-
stöðvamannvirki risi á Karup
fyrir reikning bandariska flug-
hersins. Byrjað verður á fram-
kvæmdum i ár og þeim lokið á
næsta ári.
Verið er að semja um hlið-
stæðar framkvæmdir við flug-
stöðvarnar Tirstrup og
Skrydstrup og ef til vill við Ala-
borg.
Búist er við ákveðnum tillögum
frá Bandarikjamönnum innan
tveggja vikna um mannvirki og
þungavopn fyrir um tuttugu
þúsund manna her, sem komið
verði fyrir á danskri jörð. t
danska hernum eru 85000 menn.
I Noregi líka.
Norðmenn hafa, eins og Danir,
verið andvigir þvi að hafa
erlendar herstöðvar hjá sér. En
nú er um það rætt að einnig i
Noregi verði komið fyrir alvæpni
handa um 100 þúsund manna liði.
Sama hugsun er þar á ferð: allt á
að vera tilbúið, það þarf ekki ann-
að en að flytja hermennina sjálfa
flugleiðis til stöðvanna.
Afleiðingar niðurskurðar.
Hið sænska blað, DN, minnir á,
að Danir hafi fengið orð i eyra frá
öðrum Natórikjum fyrir að þeir
hafa ekki fengist til að auka hern-
aðarútgjöld sin um 3% i raun-
gildi. Reyndar er það svo, að fjár-
hagsáætlanirdanska hersins gera
ráð fyrir nokkrum samdrætti i
herbúnaði. Fastaherinn minnkar
úr 85000 mönnum i 67000 á næstu
fimm árum. Flotinn veröur 38
skip en hefur 50 nú til umráða.
Yfirmaður flughersins telur að
hann verði að fækka við sig um 36
flugvélar og fara niður i 80.
Þaö er helst að heyra á hinum
sænska greinarhöfundi, aö frá
sjónarhóli hans landa sé þetta að
þvi leyti óæskileg þróun, að hún
þýði i reynd, að Danir sjálfir hafi
minna ákvörðunarvald en áður að
þvi er varðar vigbúnað á
dönskum eyjum og sundum og
herflug yfir dönsku landi. Og
itrekar spurningu danskra þing-
amanna: hver mun ráða þegar
hitnar i kolunum, danir eða
Nató?
Pipulagnir
Nylagnir, breyting-
ar, hitaveitutenging- !
ar.
Sími 36929 (milli kl.
12 og 1 og eftir kl. 7 á
kvöldin)
Vaxtabyrdin í Israel fer í 233%
Islendingum finnst meira en nóg um þá
vexti sem hér eru greiddir. En ætli þeim myndi
ekki bregða i brún ef að þeir yrðu að borga allt að
233% i vexti á ári, eins og fyrir kemur nú um
stundir i ísrael, þar sem farin hefur verið
einskonar „leiftursókn” nýfrjálshyggjuleg i pen-
ingamálum.
Upp er gefið að vextir af venjulegum lánum séu
85 á ári eða 21.35% fyrir þriggja mánaða timabil.
En vextir eru i raun ekki reiknaðir á ársgrund-
velli heldur á þriggja mánaða fresti og þar með
klifra vextir i raun úr 85% i 116%.
Auk þess taka bankar 8.6% I
þóknun. Auk þess bæta bankar
við 23% i sambandi við ákveðin
tilfelli i tékkaviðskiptum, sem
of langt mál væri að fara út I
hér. Þar meö eru vextirnir
komnir upp i 47,8%.
Aö því er varðar yfrdrátt, þá
þurfa viöskiptavinir banka að
borga 45% i sekt, og þegar þær
álögur eru reiknaðar út á
þriggja mánaða grundvelli er
hægt að koma vaxtagreiðslum
upp I 208%. Þar á ofan er
hugsanlegt að komi ein 25% i
viðbót vegna tékka sem lenda á
milli stóla — og þar með er
vaxtabyröin komin alla leið i
233%.