Þjóðviljinn - 20.02.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.02.1980, Blaðsíða 9
8 StPA — ÞJ6ÐVILJINN MiOvikudagur 20. febrúar 1980 Miövikudagur 20. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJiNN — SIÐA 9 Að loknum „áratug þróunar Árið 1976 hurfu 125 krónur úr þróunarlöndunum vegna erlendrar fjárfestingar á móti hverjum 100 krónum sem inn komu af hennar völdum. Þetta leiöir hugann aö þeirri spumingu, hverjir hafi skyldur gagnvart hverjum. Hafa þróuöu rlkin skyldum aö gegna gagnvart þróunarlöndunum, eöa öfugt. Arum saman hefur veriö reynt innan alþjóðastofnana svo sem SÞ aö leggja skyldur á heröar iönþróuöu rikjanna, en hver hefur árangurinn oröiö? Aratugurinn 1981—1990 veröur þriöji þróunar- áratugur SÞ og af þvl má sjá aö ekki hefur oröiö nðgu góöur árangur af hinum tveimur. Þegar linurnar voru lagöar fyr- ir annan þróunaráratuginn 1970, voru ákveðin nákvæm töluleg markmiö fyrir þróunina næsta áratuginn. Brúttóþjóöarfram- leiösla skyldi aukast um 6% I heild, innflutningur og útflutning- ur um 7%, aöstoöin frá iðnrlkjun- um átti aö aukast I 0,7% áriö 1975, létta átti hinni miklu skuldabyröi af þróunarlöndunum, tekjurnar af flutningum meöskipum áttu aö aukast, stærri hluti aöstoöarinnai renna I gegnum SÞ en áöur og iönrlkin skyldu skapa skilyröi fyrir aukna einkafjárfestingu I þróunarlöndunum. Háar hagvaxtartölur En hvernig hefur þetta gengiö? Enn eru ekki til tölur fyrir allan þennan tima, en ef litiö er á árin 1970—1978 kemur I ljós, að hag- vöxtur hefur aö meöaltali verið 5,8% á ári. Tvær ástæöur liggja einkum aö baki þessari tiltölulega háu tiflu. Fyrst ber aö nefna veröhækk- anir OPEC-landanna á ollu og I ööru lagi breytingarnar á hinni alþjóölegu verkaskiptingu á átt- unda áratugnum. Tæknilegar framfarlr ásamt lágum tilkostn- aöi I fjölmörgum þróunarlöndum hafa valdiö þvt aö hagkvæmt hef- ur oröiö aöflytja hluta af iðnaðar- framleiöslu rlku landanna tii þróunarlanda. Afleiöingin er sú, aö heildarhlutur þróunarland- anna I iönaðarútflutningi heims- ins hefur aukist úr rúmlega 6% 1970 I 7,8% 1977. Fá lönd En á bak viö þessar miklu breytingar standa afar fá rlki. Ariö 1977 voru t.d. aöeins átta lönd skrifuð fyrir meira en 70% heildarútflutnings þróunarland- anna á iðnaðarvörum. Þetta voru Brasilia, Hongkong, Malasia, Mexlkó, Filippseyjar, Singapore, Suöur-Kórea og Formósa. 1 flestum þróunarlandanna nam vöxtur þjóöarframleiöslunn- ar á tlmabilinu 1970—1978 rfim- lega 3% og er þá miöað viö brúttóframleiöslu. Markmiö þró- unaráætlunarinnar eru langt frá þessari tölu. Jafnvei þótt fyrirfram áætluöu vaxtarmarki hafi næstum veriö náö, nutu aöeins fá löd góös af þvi. Niöurstaöan varö I rauninni sú, aö á áttunda áratugnum breikkaöi biliö milli þróunarrlkj- anna sjálfra innbyröis. Verslunin Takmarkiðf viöskiptum var 7% aukning I innflutningi og útflutn- 'ingi þróunarlandanna. Ef ollu- Aðstoð OECD-ríkja við þróunarlöndin hefur hrapað úr 0,51% þjóðarframleiðslu árið 1960 niður í 0,34% árið 1978. anna 18 miljöröum dollara. En aörar hindranir eru I vegi fyrir virkri þátttöku þróunar- landanna I alþjóöaviðskiptum á nlunda áratugnum. Hin ört vax- andi iönaðarframleiösla ákveö- inna þróunarlanda hefur leitt til þess, aö fjölmörg iönrlki hafa tekið upp ýmiskonar tak- markanir til aö hægja á út- flutningi þeirra. Aðstoðin minnkar — skuldirnar aukast Framlag aöildarrlkja Efna- hags- og framfararstofnunar Evrópu (OPEC) til þróunaraö- stoöar var 0,51 af hundraði þjóö- arframleiöslu áriö 1960, en 1978 haföi framlagiö staöiö nokkurn- veginn I staö og alls engin til- hneiging er I þá átt aö þokast nær markmiöi þróunaráætlunarinnar sem nemur 0,7%. Þaö er þvl skiljanlegt, aö skuld- ir þróunarlandanna fari ekki minnkandi, eins og takmarkiö var 1970. Þvert á móti hafa þær aukist hrööum skrefum. Ariö 1970 voru skuldir þróunarlandanna samtals 74 miljaröar dollara, en 1977 voru þær orönar 244 miljarö- ar dollara. Hér ber þess að gæta, aö á áttunda áratugnum tvöföld- uöust lánveitingar banka I eink- aeign til þessara landa. Þar sem þessi lán bera háa vexti, skapa þau alls ekki grundvöll fyrir þróun I rikjum þriöja heimsins. Vörflutningar á sjó A þingi Sameinuðu þjóöanna 1974 var samþykkt, aö gera átak til aö auka tekjur þróunarland- anna af vöruflutningum á sjó. Þá var samþykkt aö I framtlö- inni skyldi sá hluti alþjóölegra fragtflutninga sem skipulagöir eru á vegum skipallnusamsteypa, skiptast þannig aö 40% renni til innflutningslandsins, 40% til út- flutningslandsins og 20% til ann- arra landa. Meö þessari auknu þátttSiu I alþjóölegum vöruflutn- ingum ættu þróunarlöndin einnig aö hafa meiri áhrif á farmgjöldin. Vegna andstööu öflugra sigl- ingaþjóöa svo sem Danmerkur og næsta áratug aö hve miklu leyti þróunarlöndin eru I stakk búin til aö notfæra sér áætlunina. Astæðumar fyrir þvl, aö þessi áætlun fékkst samþykkt, eru I- hugunar veröar, þvl þetta leiöir I ljós aö ef þróunarlöndin leggja fram tillögu, ,«em spilar á hags- munaandstæöur iönrlkjanna, þá er hugsanlegt aö fá hana sam- þykkta aö einhverju leyti. Eink- um þegar þau rlki sem hafa nokkra hagsmuni af smáskipu- lagningu á hinum alþjóölega kaupskiptaflota eru m.a. Vestur - Þyskaland, Frakkland og Japan. Fleiri lán og meiri fjárfesting Einn þáttur þróunaráætlunar- innar var aukning á þeim hluta hins sameiginlega framlags, sem dreift er gegnum alþjóöasamtök. A áttunda áratugnum hefur reyndar þokast nokkuö I áttina hvaö þetta varöar. Hlutur al- Noregs liöu fimm ár, þangaö til reynt var aö fá þennan kvóta samþykktan I hinum ýmsu þjóö- þingum. Meö tilkynningu Efnahags- bandalagsins um aö kvótinn yröi viöurkenndur ef millirlkjaverslun iðnrlkjanna innbyröist kæmi ekki inn I dæmiö, var þaö tryggt aö nógu mörg ríki styöja þessa áætl- un. Þaö mun svo koma I ljós á skera niöur þau framlög sem fara um hendur alþjóöastofnana. Þróunarrikjunum var þaö fullljóst þegar áriö 1970 aö sú aö- stoö sem raunhæft var aö búast viö af hálfu iönrlkjanna og al- þjóöastofnana var miklum tak- mörkunum háö. Mörg ríki tóku þvi þann kostinn aö skapa eins hagstæö skilyröi og mögulegt var til aö laöa til sin erlenda fjárfest- þjóöastofnana var um 19% áriö 1970 en 1978 var hann kominn upp 128%. En hér veröur aö setja stórt spurningarmerki, því fyrst og fremst speglar þessi hækkun auknar lánveitingar til þróunar- landanna — þaö undarlega form á aöstoö — sem aö sjálfsögöu þarf aö greiöa, og samtimis kemur I ljós, aö mörg þeirra rlkja, sem leggja fram tiltölulega mikla þróunaraöstoö, eru nú byrjuö aö .n ingu. Heitiö var ódýru og þægu vinnuafli, fullum réttindum til aö Auðhringarnir hafa flutt hluta af verk- smiðjum sínum til þróunarlandanna. Gróðahagsmunir þeirra eru þar í fyrir- rúmi, en ekki hags- munir aiþýðu í þess- um fátæku löndum. fly tja allar tegundir af gróöa út úr landinu og ódýrri fjármögnun. Arangurinn hefur heldur ekki lát- iö á sér standa; Fjárfestingar einkaaöila I þróunarlöndunum hafa þrefaldast á þessu tímabili og námu 1978 um 9 miljöröum dollara. En aukin einkafjárfesting viö þessar aöstæöur þjónar ekki hagsmunum almennings I þróun- arlöndunum. Oft eru þarna fram- leiddar vörur, sem aöeins er hægt að selja til útflutnings, og af „samkeppnisástæöum” er fariö meö verkamennina eins og þræla. Jafnvel frá þjóöhagslegu sjónar- miöi er vart um ávinning aö ræöa nema fyrir hina ráöandi valda- kllku, yfirstéttina, sem hefur beinan hag af þessum nýju tekju- uppsprettum. Reiknaö hefur ver- iö út á vegum UNCTAD, Þróun- arhjálpar SÞ, hve margar krónur af hverjum hundraö I erlendri fjárfestingu hverfa aftur úr landi. Tölurnar sveiflast frá ári til árs, frá 202 krónum og niður I 92 krónur. Ariö 1976hurfu 125 krónur úr landi um leiö og hverjar 100 krónur komu inni I landiö. — Þvl- likri þróunarstefnu er aöeins hægt aö mæla meö viö hluthafa sem hafa fjármagn aflögu. Hvert hefur miðað? Það er þvl ljóst aö liðinn ára- tugur var heldur gæöarýr fyrir þróunarlöndin. Hagvöxtur hefur orðiö, en aöeins I fáum löndum og hann hefur ekki komiö þorra al- mennings til góöa. Viöskipti auk- ast, en aöeins I þeim rikjum, sem eru fús. til aö láta innlimast I al- þjóölegt verslunarkerfi þar sem vinningum og tapi er mjög mis- skipt. Þróunaraöstoö heldur áfram, en hún er oft af hendi látin fyrst og fremst meö tilliti til pólitlskra markmiöa iönrlkjanna eöa vegna þeirra eigin iönaöarstefnu. Tregöan til aö veita sllka aöstoö er svo mikil, aö heldur vilja iön- rikin missa af um 20 miljaröa dollara viröi I útflutningi en aö sýna af sér rausn I þessum efn- um. Niðurstaðan er sú, aö þróunar- rlkin eru einatt I svipaöri aöstööu og evrópskir bændur voru fyrst eftir aö þeir voru leystir úr átt- hagaf jötrum. Þvl meir sem menn berjast fyrir þvl aö bæta kjör sln, þeim mun meira skulda þeir þeim, sem völdin höföu fyrir. (eösbyggði á Information). Vl£) yv'i&D °<Sr ÞEk<\k1<su. Vú. u£tu/Z ofeKtue HfifA SKATTPCíOtMOl LfeyPl TIU AÐ f/bCA fytED &1zÓ€>Ar*N úe. A<SA VtNUU- FR\Í>, ÓÞÝRT yiw«U«Ft. Od U?PTTÆrvu0 't PERUVA — 0 K£ i ? framieiöslurlkin eru undanskilin, jókst innflutningurinn um 5,7%, en útflutningur um 7,1%. Meöal verst stöddu þróunarlandanna jókst innflutningur um 3,4% á meöan útflutningur minnkaöi um 1,4%. Skýringin er aö hluta til sú, aö vöruskiptajöfnuöur þróunar- landanna varö óhagstæöari sem nam u.þ.b. 2% á ári hverju og fjármagnsflutningur frá iðnrlkj- unum jókst ekki nægilega aö sama skapi. Ef auöugu rlkin heföu staöiö viö þær áætlanir aö veita 0,7% þjóöarframleiöslu sinnar til þróunarrlkjanna, heföu hin sföarnefndu getaö flutt in 12% meira en þau geröu I raun og veru 1978. Eins mótsagnakennt og þaö viröist, heföi þessi aukni innflutn- ingur upp á 22,7 miljaröa banda- rlkjadollara einkum komiö frá auöugu rlkjunum. Vegna áhrifa þröngsýnna hagsmuna á stefnu iönrikjanna hafa þau þvl orðið af 20 miljarða dollara útflutnings- tekjum áriö 1978. Þaö sama ár nam heildaraöstoö OPEC-rlkj- Þegar Bretar fóru fráTansaniu,kröfðustþeirþess að hið nýja riki tæki á sig þær skyldur að greiða eft- irlaun þeirra embættismanna breskra* sem starf- að höfðu i landinu. Július Nyerere forseti Tansaniu hafnaði þessu algjörlega, enda þótt hann hlyti fyrir ámæli margra rikisstjórna annarra Afrikúrikja. Það er ekki réttlátt, sagði hann, að skattleggja landsmenn svo við getum greitt Bretum eftirlaun fyrir þau forréttindi að fá að vera nýlenda þeirra. Framfarirnar í þróunarlöndum fremur blekking en veruleiki Einar Benediktsson ambassador tslands f Frakklandi opnaöi tslandskynning- ar i Strassborg, París og Lyon og hvatti Frakka til islandsferöa. — Ljósm.: Sv. Sæm. Þessa dagana stendur yfir viötæk tslandskynning I Frakklandi. Aö kynningunni standa Flugleiöir, Feröamálaráö, Sendiráö tslands i Paris, (Jtflutningsmiöstöö iönaöar- ins, Alafoss, Hilda og Samband islenskra samvinnufélaga. Enn- fremur tekur Sölustofnun lagmetis þátt i kynningunni. íslandskynningin hófst I Strass- burg hinn 12. febrúar, I Parls 14. febr. og 18. febrúar i Lyon. Hér er um alhliöa kynningu að ræða á tslandi sem feröamannalandi og kynntar eru ýmsar útflutnings- vörur svo sem islenska lamba- kjötiö, vörur framleiddar úr ull og matvæli af ýmsu tagi frá islenskum verksmiöjum. Sendiráð tslands I Paris hefur, ásamt aöilum hér heima, undirbúið þessar kynningar og Einar Benediktsson ambassa- dor opnaöi kynningarnar á hverjum staö. tslenskur matur er framreiddur á Hotel Concorde LaFayette I París meöan á kynningunni stendur og hefur Hilmar Jónsson veitinga- stjóri á Hótel Loftleiöum veg og vanda af þeirri matargerð ásamt matsveinum hótelsins. Fjórar Islenskar sýningarstúlkur starfa aö tslandskynningunni og sýna ís- lenskan fatnaö. Þessar sýningar eru á vegum Útflutningsmiö- stöðvar iönaðarins, Hildu h.f. og Alafoss. Stúlkurnar sýna allt aö þrisvar á dag og vakti mikla athygli er þær gengu, klæddar Islenskum tlsku- fatnaöi, niöur Champs Elysees í Paris I besta veöri. Fjöldi fólks var á þessari götu aö vanda, og margir klöppuðu er stúlkurnar gengu hjá. Hluti af tslandskynningunni er sýning tveggja íslenskra málara á Hótel Concorde LaFayette, þeirra Valtýs Péturssonar og Jónasar Guðmundssonar. Þeir sýna vatns- lita- og oliumálverk sem vöktu verðskuldaöa athygli. Opnun tslandskynningarinnar I Paris þann 14. var miðuö viö aö daginn eftir, 15. febrúar, hófst I Paris alþjóöleg ferðakaupstefna. Hún er haldin I stórri sýningarhöll sem er sambyggö Hotel Concorde LaFayette og allmargir þeir sem koma til að sjá sýninguna búa þar I hótelinu, sem rúmar 2000 gesti. 1 þessari alþjóölegu feröakaupstefnu, þeirri 5. I rööinni I París, taka þátt flugfélög, feröaskrifstofur og ferðamálaráð hvaöanæva úr heim- inum. Island er þarna þátttakandi þar sem Flugleiðir hafa góöan sýningarbás. Parisarskrifstofa Flugleiöa hefur veg og vanda af þessari kynningu og starfsfólk hennar mun veita þar upplýsingar um Island, land og þjóð, svo og feröamöguleika hér á landi. Enn- fremur eru rækilega kynntar feröir Flugleiöa frá Luxemborg til Bandarikjanna og frá Luxemborg til Bahama. Aö lokinni Islandskynningunni I Frakklandi veröur hún flutt til London. Þar veröa islenskar vörur, svo og Island sem ferðamanna- land og feröamöguleikar meö Flugleiöum kynntir á hóteli I þrjá daga. Undirbúning aö þeim þætti Islandskynningarinnar hefur svæöisstjóri Flugleiöa I Englandi, Jóhann Sigurösson,annast. Bresk- um ferðamönnum sem komu til Islands fjölgaöi verulega á s.l. ári og ef ekkert óvænt kemur upp á er búist viö all álitlegum hópi breskra ferðamanna til Islands næsta sumar. Kristján Jóhannsson i Kaupmannahöfn: ,,Tenor med det store smeld” Um síðustu mánaðamót hélt Kristján Jóhannsson, söngvari frá Akureyri, tón- leika í Oddfellow-Palæet í Kaupmannahöf n. Kaup- mannahaf narblöðin Poli- tiken og Berlingske Tidende sögðu frá þessum tón- leikum, og voru tónlistar- gagnrýnendur þeirra sam- mála um að Kristján hefði mikla sönghæfileika, en hefði ekki enn fengið nægi- lega skólun. „Tenórsöngvari, sem getur látiö háu tónana dynja sterkt, er nokkuö sjaldgæft fyrirbæri. Og þaö er ein- mitt þaö, sem Kristján Jóhannsson getur” — segir gagnrýnandi BT. Umsögn sina nefnir gagnrýnandinn „Flott hráefni” og klykkir út með þvi að segja, að frekari söngferill Kristjáns sé undir þvi kominn, hvort hann finni kennara, sem geti kennt honum allt þaö sem hægt er að veröa sér úti um á tónlistarskóla af rytmísku öryggi og stiltilfinn- ingu. Gagnrýnandi Politiken segir, aö Kristján sé „en tenor med det store smeld”, og aö rödd hans búi yfir ótakmörkuðum möguleikum. Best hafi Kristjáni gengið að túlka verk eftir Bizet, Puccini og Verdi, en siöur Schubert eða Beethoven. Kristján Jóhannsson hefur stundað söngnám á ttaliu undan- farin fjögur ár, og haldiö þar 26 tónleika, auk þess sem hann hefur sungiö I óperum. — ih Týnda teskeiðin á sæluviku Leikfélag Sauöárkróks æfir nú af kappi leikritiö „Týnda teskeiöin” eftir Kjartan Ragnarsson, sem frumsýnt veröur á sæluvikunni þar nyröra 16. mars n.k. Leikstjóri er Asdls Skúladóttir, og leikmyndina geröi Jón Þórisson. Æft er I „Leikborg”, en svo nefnist hús sem LS á og notar til æfinga og leiktjaldasmíða. Leikfélag Sauöár- króks er eitt elsta og grónasta leik- félag landsins, og hefur á aö skipa mörgum úrvalsleikurum. Er ekki aö efa aö „Týnda tekskeiöin” veröur einn af hápunktunum á sæluvikunni, sem nálgast nú óö- fluga. — ih

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.