Þjóðviljinn - 20.02.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.02.1980, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 s Þorvarður Arnason; Menningardagar L.M.F. The Omalenys fluttu Irsk þjóblög og baráttusöngva. Um síðustu helgi gekkst Lands- samband mennta- og fjölbrauta- skóla fyrir svokölluðum menn- ingardögum. Þar var margt menningarlegt á boðstólum m.a. leiksýningar, Ijósmyndasýning- ar, kvikmyndasýning, Ijóðaupp- lestur svo og tónlistarflutningur ýmiskonar, sem nemendur hinna ýmsu aðildarskóia L.M.F. stóðu fyrir. Undirritaður brá sér á einn þessara menningardaga en það var tónlistarkvöld sem haldið var sl. laugardag i M.H. A dagskránni voru: Jazzhljóm- sveit frá M.H., Skólahljómsveit Flensborgarskóla, írsk tónlist frá M.H. og sönghópur frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Arnaldur og kameldýrin Jazzhljómsveitin „Arnaldur og kameldýrin” lék fyrst, en hana skipa þeir Eggert Pálsson, (píanó), Egill Jóhannsson (gít- ar), Guðni Fransson (saxó- fónn, klarinett) Pétur Grétarsson (trommur) og Valur Pálsson (bassi). Sveitin var upphaflega stofnuö til þess aö spila á sýning- um Leikfélags M.H. á „Sköllóttu söngkonunni. (Pétur var aö visu ekki meö þá), og gekk undir nafn- inu „The Cellarband” þar sem leiksýningar voru haldnar I kjall- ara skólans. Undirritaöur heyröi fyrst i hljómsveitinni þegar hún var rétt aö byrja aö spila fyrir rúmum mánuöi og kom þaö mér þvi skemmtilega á óvart hve gíf- urlegum breytingum hún hefur tekið til batnaðar á þessum stutta tima. Það var ekki nóg meö aö hljóöfæraleikurinn allur væri mun betri og fágaöri heldur mun- aöi hér mestu um „SWING”-iö, „SVEIFLUNA” eöa s.s. tilfinn- inguna fyrir tónlistinni sem greinir raunverulegan jazz frá einhverjum „Easy listening” eft- irlikingum. Er óhætt aö segja aö „sveiflan” hafi veriö I góöu lagi hjá strákunum þetta kvöld, en „prógrammið” var a la Sonny Nollins, Duke Ellington, Charlie Parker, Miles Davis o.fl., og var lika auöheyrt aö áheyrendur kunnu vel aö meta þaö. Þaö var geysilega ánægjulegt aö heyra þetta unga menn spila jazz svona vel meö tiltölulega stuttan æfingatima aö baki. Haldi þeir áfram á sömu braut og meö sama árangri er ég þess fullviss aö „unglingalandsliöiö” I jazz er fundiö. Hlakka ég að minnsta kosti til aö heyra i þeim I framtíö- inni. Flensarar Næst á dagskránni var leikur skólahljómsveitar Flensborgar- skóla. en i henni eru Jón Rafn Bjarnason, Hafsteinn Valgarös- son, Pétur Hlööversson og Jakob Már Böövarsson. Þeir fluttu ein- göngu frumsamiö efni. Eftir Jón Rafn Bjarnasonvar m.a.flutt eitt iag tileinkaö barnaárinu sáluga. Varöandi tónlistina veröur aö segjast eins og er aö þar var ekk- ert nýtt eða sérstakt á feröinni, textarnir flestir I anda Þorsteins Eggertssonar (sic) og i heild myndi ég telja tónlistina eiga bet- ur viö á böllum. Hvaö meö þaö, Flensarar skemmtu sér a.m.k. vel. Irsk tónlist Eftir hléið komu þeir Guöni, Eggert, Valur og Egill fram aftur og höföu nú lagt jazzinn á hilluna I bili en hófu I þess staö flutning á Irskum þjóölögum og ádeilu- söngvum. Fluttu þeir m.a. hina góökunnu slagara Irish Washer- room, Wild Rover, og Sailors Hornpipe. Tókst flutningurinn meö ágætum hjá þeim félögum (þótt frekari æfingar myndu aö visu ekki saka) og var þeim vel tekiö. Freðmýrarflokkurinn Slöastur á dagskrá var Freö- mýrarflokkurinn, sönghópur Ur Fjölbrautaskóla Suðurnesja. I sönghópnum eru ólöf Marla Ing- ólfsdóttir, Hallfrlöur Þórarins- dóttir, Atli Ingólfsson, Anna Marla Kristjánsdóttir, Gylfi Garöarssonog Kristján Gislason. Þau fluttu frumsamiö efni um mötuneytismál L.M.F.-inga (en þaö er helsta baráttumál þeirra þessa dagana) svo og um hverf- lyndi hjartans. Einnig tóku þau sönginn um Jerikó fyrir á nokkuö nýstárlegan hátt. Mæltist flutn- ingur þeirra alls ekki illa fyrir en æfingaleysi fannst mér hrjá þau nokkuö enda kölluö til á seinustu stundu. 1 heild voru þetta ágætis tón- leikar og eini virkilega svarti punkturinn þótti mér vera áheyr- endafjöldinn en hann var alltof litill. Var vlst sama upp á ten- ingnum varöandi aöra þætti menningardaganna. Hygg ég aö hátt miöaverö, eöa 2000 kr á hvern þátt, hafi ráöiö hér mestu. Er ég hræddur um aö forstöðufólk menningardaganna hafi failiö I þá gryfju aö setja gróöann ofar menningarlegu gildi. Menning er lltilsviröi ef enginn maöur nýtur hennar. Þetta er aöeins vinsam- leg ábending til þeirra sem aö menningardögunum stóöu og sem ég vona aö veröi tekin til athug- unar fyrir næstu menningarhátíö. P.S. Ljósmyndasýningin var göö. þX Arnaldur og kameldýrin Skólahljo'msveit Flensborgar á fullu. Freömýrarflokkurinn festist ekki á mynd og birtist því miður ekki fyrir augum Þjóðviljalesenda að þessu sinni. Ný útflutningsvara: Gœsafiöur selt til Þýskalands / Asgarður í nýjum búningi Asgarður, málgagn Bandalags starfsmanna rikis og bæja, er nýkominn út og hefur allmjög breytt um svip meö fyrsta tölu- blaði þessa árgangs, sem er sá 29. i sögu þess. Blaðið er nú offset- prentað með einum aukalit og skapar það möguleika á Utlits- breytingu og bættri myndaáferð. Teknir verða upp fjölmargir fastaþættir. Reynt veröur aö draga fram i auknum mæli aðal- atriði og fréttnæma punkta og gera blaðiö I alla staði lifandi, skemmtilegt og fjölbreytt. ASGARÐUR hetur á 28 ára ferli slnum stækkaö ört og efniö oröiö sifellt fjölbreyttara. Upplagið er nú 16500 eintök. Asgarður I nýju formi. Forslðan er tileinkuð ári trésins. Viö skipulagningu þessa nýja blaðs vann m.a. Sigurjón Jó- hannsson kennari viö blaöa- mannaháskólann I Osló. Útlits- hönnun blaösins er gerð af prent- stofu G. Benediktssonar. Ritstjóri Asgarðs er Haraldur Steinþórs- son. óhreinsaö gæsafiöur, sem hingað til hefur verið hent á haug- ana þar sem það var talið ónot- hæft til sængurgerðar,er ná oröið Utflutningsvara og voru fyrstu 155 kllóin send til Þýskalands með Dettifossi i sl. viku. Seljandinn er fyrirtækiö XCO I Reykjavlk, sem fyrir tilstuölan tveggja gæsabúa á Austfjöröum hefur tekiö aö sér aö koma fiörinu á framfæri viö æöardúns- kaupendur slna. Kaupendur gæsafiöursins eru þýsk sængur- geröarfyrirtæki, sem aö sögn for- ráöamanna XCO eru áfjáö I aö kaupa allt tilfallandi fiöur frá Islandi og reiöubúin aö kaupa auk æöardúns og gæsafiöurs allt fiöur af kjúklingum ef þaö gæfist. Kjúklinafiöri sem til fellur á kjúklingabúum er hinsvegar hent hér á landi og kemur þaö til af þvi aö slátrun gæsa og kjúk- linga er mismunandi. Gæsimar eru plokkaöar, en notast viö vatn viö slátrun kjúklinganna, sem veldur þvl, aö fiðrið gegnblotnar (og fúnar. Til aö gera fiöriö nýti- legt þyrfti aö reisa öfluga þurrk- ara viö kjúklingasláturhús, sem kjúklingaframleiðendur gætuetv. sameinast um aö reka. Mikil eftirspurn er eftir æöar- dúni um þessar mundir og hvergi nærri unnt aö anna henni, enda hefur veröiö fjórfaldast frá 1977. Þaö á einnig sinn þátt I hækkun- inni, aö gæöaeftirlit meö æöar- dúni er mjög strangt og þess vandlega gætt aö aldrei fari úr landi nema fyrsta flokks dúnn. Hvert klló er nú á CIF veröi til Evrópu uþb. 160 þús. til 170 þúsund krónur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.