Þjóðviljinn - 20.02.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.02.1980, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 20. febrúar 1980 ARSHATIÐ Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldin i Sigtúni, efri sal, laugar- daginn23. febr. Húsið opnað kl. 19.30. — A boðstólum verða lúffengir réttir á vægu verði úr grillinu. Fjölbreytt skemmtidag- skrá hefst kl. 21.00. Fram koma m.a.: Gestur Þorgrimsson, Guðmundur Magnússon leikari, sönghópur og Þórhall- ur Sigurðsson leikari. Ræða: Helgi Seljan. Kynnir og stjórnandi: Guðrún Helgadóttir Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur fyrir dansi til kl. 02. Félagar! Pantið miða timanlega i sima 17500. Skemmtinefnd ABR Alþýdubandalagið í Reykjavlk: Viðtalstímar þingmanna og borgarfulltrúa falla niður laugardaginn 23. | febr. vegna flokksráðsfundar | Alþýðubandalags félögin í uppsveitum / Arnessýslu Almennur og opinn stjórnmálafundur verður haldinn i Aratungu miðvikudaginn 20. feb. og hefst kl. 21.00. Framsöguræðu flytur Svavar Gestsson ráðherra. Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Stjórn Alþýðubandalagsfélaganna i uppsveitum Árnessýslu. Gottogódýrt Ærhakk kr. 1.970.- pr. kg. mmmm ^ Kjötlðnaðarstöö Sambandslns Kirkjusandi ánú:tS6366 Mynd þessi er tekin viö enda fatahengisins og sýnir hún hvaö þrengslin eru mikil. Óljúst má greina biöröö viö sjoppuopiö, sem er fjærst á myndinni. Mötuneyti í fatahengi Stærsta málefni Landsambands mennta- og fjölbrautaskólanema (LMF) i ár, er aö fá mötuneyti I alla skóla landsins. 1 nokkrum skólum er þó mötuneyti til staöar, en þar þurfa nemendur sjálfir aö greiöa launakostnaö starfsfólks. Veröur þvi maturinn mjög dýr og þess vegna krefst LMF þess aö hiö opinbera greiöi launakostnaö fyrir starfsfólkiö. I Menntaskólanum i Kópavogi þekkjum við ekkert sem heitir mötuneyti nemenda. Þar eru nú um 260 nemendur og er skólinn tvisetinn. Erum viö nemendur ca. 6tima á dag i skólanum, og okkar svo kölluðu löngufriminútur, sem eru tuttugu minútur i hádeginu, duga engum nemanda til að fara heim til sin i mat. Verðum við þvi að gera okkur það að góðu að borða nestið okkar i litlu fata- hengi, sem tilheyrir skólanum (sjá mynd), þvi vegna húsnæðis- skorts ér ekkert pláss afgangs fyrir setustofu. t þessu litla fata- hengi höfum við litla sjoppu, en það sem i henni fæst er aöeins öl, sælgæti, mjólk og samlokur (smurðar af 3. bekkingum). Ekki höfum við kvartað yfir þessu hingað til, þvi við vitum að ekki er hægt að koma fyrir neinu mötuneyti i þvi húsnæði sem við erum I núna. En eftir 1 1/2 ár flytur skólinn i húsnæði Þinghóls- skóla og þá væntum við þess að fá mötuneyti fyrir nemendur, þvi eins og allir vita þurfa nemendur að borða engu siður en kennarar. Björg Eysteinsdóttir nemi i MK Landsliðskeppnir að hefjast Frá Bridgesambandinu Samþykkt hefur verið að ls- land taki þátt i opnum flokki i OL I sveitakeppni i Hollandi 1980, með venjulegum fyrirvara þó. Einnig með sama hætti, þátttaka I NM I opnum og kvennaflokki. Samþykkt hefur verið, að fram fari keppni i opnum flokki um sætin á OL og NM. Valin verða 16 pör, sem spila innbyrö- is og tvö efstu pörin velja meö sér pör, frjálst. Siðan keppa þau og sigurvegarar eru landsliö. Nánar auglýst siðar. Akvörðun um val kvennaliðs og unglingaliðs verður tekin seinna. Sambandið hefur ráöið starfs- mann til starfa á skrifstofu sambandsins. Er þaö Þóra As- mundsdóttir. Gert er ráð fyrir að vinnutiminn veröi 10 timar á viku. Og framvegið verði opið tvisvar I viku, sennilega þriðju- daga og fimmtudaga. Sveit Bjarna Péturssonar sigraði Aöalsveitakeppni Bridgefé- lags Kópavogs lauk meö sigri sveitar Bjarna Péturssonar. Asamt honum eru I sveitinni: Hannes R. Jónsson, Lárus Her- mannsson, Ragnar Björnsson, Rúnar Lárusson og Sævin Bjarnason. Þeir höfðu 3 stiga forskot fyrir síöustu umferðina, en unnu 20-0. og tryggðu urn leið sigurinn í 2. sæti hafnaöi sveit Grims Thor- arensens og i 3. sæti varö svo sveit Armanns J.Lárussonar. A morgun hefst 2 kvölda tvl- menningskeppni hjá félaginu, en síðan Barometerkeppni. Frá Bridgefélagi Vestmannaeyja Lokiö er sveitakeppni félags- ins. Sveit Hauks Guðjónssonar sigraði, eftir mikla og spenn- andi keppni. Asamt Hauki eru i sveitinni: Þorleifur Sigurlás- son, Baldur Sigurlásson, Jóna- tan Aðalsteinsson og Valur Valsson. 1 2. sæti (stigi á eftir) varð sveit Richards Þorgeirssonar, en meö honum eru: Friðþjófur Másson, Jakobina Guðlaugs- dóttir, Hilmar Rósmundsson, Jón Hauksson. Eins og fyrr sagði, skildi að- eins 1 stig efstu sveitirnar, en 3 stig efstu sveitarinnar og þeirri sveit sem kom I 3. sæti.: úrslit urðu þessi: 1. sv. Hauks Guöjónss. 101 st. 2. sv. Rich. Þorgeirss. 100 st. 3. sv. Gunnars Kristinss. 98 st. 4. sv. Guðm. Jenss. 71 st. 5. sv. Jóhannesar Glslas. 69 st. Nú er hálfnuö hraðsveita- keppni félagsins (er þetta er sent) og er staðan þessi: 1. sv. Rich. Þorgeirss. 915 st 2. sv. Helga Bergvinss. 879 st 3. sv. Hauks Guðjónss. 864 st 4. sv. Gunnars Kristinss. 850 st 5. sv. Sveins Magnúss. 812 st Meðalskor er 864 stig. Frá Bridgedeild Breiðfirðinga Þó ólokið sé einni umferð I sveitakeppni félagsins, hefur sveit Hans Nielsens þegar tryggt sér sigurinn. Meö honum eru i sveitinni: Eggert Benónýs- son, Albert Þorsteinsson og Sig- urður Emilsson. Hún hefur leitt keppnina frá upphafi, og er þvl vel að sigri sinum komin. Staða efstu sveita er þessi: 1. Hans Nielsen 251 st. 2. Jón Pálsson 219 st. 3. Ingibjörg Halldórs. 212 st. 4. Olafur Glslas. 195 st. vmsjwiii Ólafur Lárusson 5. Oskar Þráinsson 188 st. 6. Sigriður Pálsd. 188 st. 7. Magnús Björnss. 184 st. 8. Elis Helgason 175 st. Frá Bridgefélagi Selfoss Staðan I Höskuldarmótinu eftir 3. umferð 14/2 sl.: 1. Vilhjálmur Þ. Pálsson- Sigfús Þórðarson 564 stig 2. Hannes Ingvarsson- Gunnar Þórðarson 538 stig 3. Friðrik Larsen- Grimur Sigurösson 513stig 4. Kristmann Guðmundsson- Þórður Sigurösson 510 stig 5. Sigurður Sighvatsson- Orn Vigfússon 473 stig 6. Haukur Baldvinsson- Oddur Einarsson 466 stig 7. Siguröur Þorleifsson- Arni Erlingsson 464 stig Næsta umferð verður spiluð á morgun. Frá TBK Sveit Steingrims eykur enn forskot sitt I sveitakeppni TBK, en lokiö er 12 umferðum af 15. Má telja fullvist, að sigurinn er þeirra. Með Steingrimi I sveit- innieru: OliMár Guömundsson, Gissur Ingólfsson, Sverrir Kristinsson, Þórarinn Sigþórs- son og Egill Guðjohnsen. Staða efstu sveita er annars þessi: 1. sv. Steingr. Steingrs.s. 197 st 2. sv.ÞórhallsÞorsteinss 176 st 3. sv. Try ggva Gislason. 151 st 4. sv. Ingvars Haukss. 150 st 5. sv. Gests Jónss. 146 st 6. sv. Þorst. Kristjánss. 142 st.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.