Þjóðviljinn - 20.02.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.02.1980, Blaðsíða 3
MiOvikudagur 20. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Landsvirkjun: Veruleg- ur halli síðustu 2 ár Þarf um 20% hœkk- un gjaldskrár i vor A árunum 1978 og 1979 varö verulegur rekstrar- og greiöslu- halli hjá Landsvirkjun og er meginástæöan sú hversu erfiö- lega hefur gengiö aö fá stjórnvöld til aö heimila i tima nauðsynlegar breytingar á gjaldskrá, sagöi Jóhannes Norödal formaöur stjórnar fyrirtækisins á blaöa- mannafundi i gær. Rekstrarhallinn varð 597 milj. kr . árið 1978 og 966 milj. kr. á siðasta ári eða samtals 1563 milj. kr. Greiðsluhaliinn varð 1018 milj. kr. áriö 1978 en 549 milj. árið 1979 eða samtals 1567 milj. kr. Hinn 1. febrúar s.l. fékk Lands- virkjun 27% hækkun á gjaldskrá en það nægir þó ekki til þess að ná greiösluhallalausum rekstri á þessu ári og skakkar þar um allt að 1500 milj. kr. Telja forráða- menn fyrirtækisins að 20% hækk- un þurfi því 1. maí n.k. -GFr Tap Landsvirkjunar vegna rafmagns- skömmtunar: 145 milj- ónir króna t vetur hefur Landsvirkjun i fyrsta sinn orðið aö gripa til raf- magnsskömmtunar vegna kulda og óvenjuiitillar úrkomu og þar af ieiðandi rennslis á ám. Niöur- skuröur á orkusölu hefur ein- göngu bitnað á Aburöarverk- smiðjunni, Járnbiendiverksmiðj- unni, Alverksmiðjunni og Kefla- vikurfiugvelli og numið alls 49 GWst. Tekjutap Landsvirkjunar af þessum orsökum var 145.5 milj. kr. til áramóta. Rafmagnsskömmtunin hófst i lok september en varð þó töluvert minni heldur en búist var við þá vegna minni ísmyndunar i Tungnaá og Þjórsá heldur en búist var við vegna hagstæörar tiöar i vetur. Nú nemur skömmt- unin 4.6 GWst á viku og er skerð- ingin eins og er 15% af aflbörf- inni. -GFr 28,5 % hækkun á auglýsinga- verði átvarps Auglýsingaverð hljóðvarps hefur verið hækkað og kostar nú hvert orð i dýrasta auglýsinga- timanum, eftir kvöldfréttir, kr. 1400, en á öðrum timun er auglýs- ingaveröið kr. 700 á orðiö. Hækkunin nemur 28.5% en auglýsingaverð útvarpsins hafði verið óbreytt síðan i april 1979. Meistararnir óðum að mætá til leiks Þrir þeirra erlendu meistara sem keppa munu á Reykjavikur- skákmótinu i næstu viku eru þeg- ar komnir til landsins. Auk Brownes frá Bandarikjunum, sem dvalist hefur hér að undan- förnu,eru þeir komnir Sosonko frá Hollandi og bandariski meist- arinn Robert Byrne sem jafn- framt er skákfréttastjóri New York Times. 1 kvöld er væntan- legur til landsins Torre frá Filips- eyjum. Sl. mánudagskvöld voru efnahagstillögur Alþýöubandalagsins i stjórnarmyndunarviöræöunum til umræðu. A innfelldu myndinni eru fundar- stjórinn Guðmundur Magnússon og frummælandinn Hjörleifur Guttormsson. Fundaröð ABR fyrir flokksráðsfundinn Ahrif verkalýðshreyfingariimar Til umræðu á fundi að Freyjugötu 27 i kvöld Alþýöubandalagið i Reykjavik hefur nú haldið þrjá af fjórum undirbúningsfundum sinum undir flokksráðsfundinn sem hefst nk. föstudag. Fyrsti fundurinn fjallaöi um kosningarnar og kosn- ingabaráttu Alþýðubandalagsins. Annar fundurinn i fundaröðinni var haldinn sl. laugardag og þar rætt um utanrikis- og herstöðva- mál og sá þriðji var haldinn sl. mánudagskvöld og rætt um efna- hagsstefnu flokksins. í kvöld kl. 20.30 verður haldinn fjórði og siðasti fundurinn i þess- ari fundaröö i Sóknarsalnum að Freyjugötu 27 sem hentar mjög vel til hringborðsumræðna. Framsögn um fundarefnið sem er verkalýðshreyfingin og áhrif hennar á rikisstjórnir hafa Bene- dikt Daviðsson formaður Sam- bands byggingamanna og Björn Arnórsson hagfræðingur. Flokks- ráðsfulltrúar i Reykjavik og áhugamenn um verkalýðsmál eru sérstaklega hvattir til þess að mæta. Fundarstjóri i kvöld verður Jónas Sigurðsson. A laugardaginn var eins og áður sagði fjallað um utanrikis- og herstöðvamál. Bragi Guö- brandsson þjóðfélagsfræðingur og Stefán Jónsson alþingismaður höfðu framsögu um þessi efni og stóðu umræður á fjóröu klukku- stund. Sl. mánudagskvöld var rætt um efnahagsmálatillögur Alþýðubandalagsins og haföi Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra framsögu um þau mál, en auk þess mætti Ragnar Arnalds fjármálaráðherra á fundinum. Urðu miklar og góðar umræður um efnahagsmála- stefnu flokksins. Fundarstjóri var formaður Alþýðubandalagsins I Reykjavik Guömundur Magnús- son. Fundaröð þessi til undirbúnings flokksráðsfundi hefur mælst vel fyrir og mun útdráttur úr þeim umræðum sem fram fóru á þess- um fundum verða lagður fram af hálfu Reykjavikurfélagsins með gögnum flokksráðsfundar. --ekh Samninganefnd BSRB skipar viðrœðunefnd: Hvetur til samstöðu um fjögur meginatriöi A fundi samninganefndar BSRB i gær var kosin 8 manna viöræðunefnd tilþess að taka þátt I viðræðum við fulltrúa rikis- stjórnarinnar áður en samninga- viðræður á vegum sáttasemjara hefjast. 1 viðræöunefndina voru kjörin Kristján Thorlacius, Haraldur Steinþórsson, Þórhallur Halldórsson, Agúst Geirsson, Einar Olafsson, Svanlaug Arna- dóttir, Valgeir Gestsson og örlygur Geirsson. Samninga- nefndin fól einnig formanni og varaformanni viöræðunefndar- innar aö óska eftir þvl við rikis- sáttasemjara aö fundir á vegum sáttanefndar með deiluaðilum hefjist sem allra fyrst eftir næstu helgi. Samninganefnd BSRB beinir þvi einnig til allra rikis- og bæjar- starfsmannafélaga, aö þau gangist á næstunni fyrir almennum fundum félagsmanna um væntanlega kjarasamninga, þar sem staðan I samninga- málum og hugsanleg verkfalls- boöun verði rædd og hvatt til samstöðu um eftirfarandi megin- atriöi: a. verndun visitölukerfis á laun allra opinberra starfsmanna. b. aukinn rétt til samninga og verði gildistimi samnings um- saminn hverju sinni. c. félagsleg réttindi starfsmanna og samtakanna. d. náð verði þeim kaupmætti, sem um var samið I siðustu samn- ingum, og aukiö jafnrétti i launa- málum. Dagblaðið kannar fylgi flokkanna Sárabót fyrir íhaldið? I skoðanakönnun sem Dag- blaðiö gerði um siðustu heigi meðal 600'manns á höfuðborgar- svæðinu og á landsbyggðinni reyndust um 22% óákveðnir i af- stöðu til flokka, 5,5% neituðu að svara og rúm 2% kváðust engan flokk kjósa ef kosningar yrðu nú. Samkvæmt könnuninni eykur Sjálfstæöisflokkurinn mest við sig frá siðustu þingkosningum eöa um 8% ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem afstöðu tóku. Fram- sóknarflokkur hefur enn byr I seglin, Alþýðubandalagið fær tæplega 2% minna en Alþýðu- flokkur hrapar niður um 4,2%. Onákvæmnin I þessari könnun er mjög mikil og gæti skakkaö 3-5% hjá hverjum flokki þannig að erfitt er að spá um þingsætatölu ef kosið yrði nú. Margir stjórnmálamenn eru þeirrar skoðunar að fylgis- aukning Sjálfstæðisflokksins samkvæmt þessari könnun sé fremur komin til af stundarvin- heldur en sterkri stöðu flokksins i sældum Gunnars Thoroddsen almenningsálitinu. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu veröa niðurstöðurnar þessar (til samanburöar eru úrslit þingkosninganna I desember): Nú Þingkosn. Alþýðuflokkur 12,8% 17,4% Framsóknarflokkur 26,3% 24,9% Sjálfstæöisflokkur 43,4% 35,4% Óháðir sjálfstæðismenn 1,9% Alþýöubandalag 16,8% 19,7% Fylkingin . 0,2% 0,4% Samtökin . .0,5% Framkvœmdastjórn gefur út efnahagstillögur Alþýöubandalagsins ítarleg flokksumræöa fram að landsfundi Þær tillögur i efnahagsmálum sem Alþýðubandalagið lagði fram I stjórnarmyndunarvið- ræðum undir forystu Svavars Gestssonar I janúar verða til umræðu á flokksráösfundi Alþýðubandalagsins sem hefst n.k. föstudag. Tillögugeröin hefur nú verið gefin út I sérstökum bæklingi sem liggur nú fyrir á flokksskrifstofunni að Grettisgötu 3. Simi: 17500. 1 formála að bæklingnum er getið um aðdragandann að þessari tillögugerð sem nær yfir svið efnahags- og atvinnumála. Þær voru ræddar almennt i miöstjórn Alþýðubandalagsins 12. og 13. janúar en siöan visað til frekari úrvinnslu i þingflokknum. 1 þeim búningi sem tillögurnar eru nú eru þær formlega afgreiddar af þingflokknum. A flokksráösfundinum verður ákveöiö um frekari meðferð þeirra, en gera má ráð fyrir að um þær geti farið fram itarleg umræða innan flokksins áfram og allt fram að landsfundi flokksins. I formála bæklingsins segir enn- fremur: Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.