Þjóðviljinn - 20.02.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.02.1980, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 20. febrúar 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 íþróttír m íþróttír (?) íþróttir ™ ™ Umsjón: Ingólfur Hannesson V J “ Vetrarólympíuleikarnir i Lake Placid: Enginn hafði roð við Stenmark og hann sigraði með yfirburðum í stórsviginu í gær Ingemar Stenmark var rúmri sek.á undan næsta manni I stór- sviginu i gær. Hann hefur ekki tapað stórsvigskeppni i rúm 2 ár og líklegt er talið að honum tak- ist að sigra einnig i sviginu á blympiuleikunum. „Ég var mjög tauga- trekktur í upphafi seinni ferðarinnar í dag vegna þess að á harðfenninu hér er útilokað að skiða vel. Það er auðvelt að gera mistök/" sagði Svíinn Ingemar Stenmark i gær eftir að hann hafði sigrað í stórsvigskeppni ölympíuleikanna og þrátt fyrir orð hans hér að framan voru skíðasér- fræðingar á einu máli um að sjaldan hafi sést eins glæsileg ferð hjá stór- svigsmanni á ól og hjá Stenmark í gær. Stenmark var i 3. sæti eftir fyrri umferöina, 32 sekbrotum á eftir 1. manni, Andreas Wenzel, og það er staða sem Sviinn hefur oft lent i. 1 seinni umferöinni setti Stenmark á fulla ferð og náði frábærum tima. ,,Sá besti sigraði.á þvi er eng- inn vafi”, sagði Andreas Wenzel, sem hafnaði i öðru sæti. Rö efstu manna i stórsviginu varð þessi: 1. Stenmark, Sviþ. 2:40.74 min 2. Wenzel Liechtens. 2:42.49 min 3. Enn Austurr. 2.42.51 min 4. Krizaj Júgósl, 2:42.53 min 5. Luethy, Frakkl. 2:42.75 min -IngF Eric Heiden á öngvan sinn líka Sigurður varð 35. Hann var i 44. sæti eftir fyrri ferðina, en I gær gekk honum mun betur og varð 32 i seinni ferðinni á 1:26.46 min eða 6 sek á eftir Stenmark. bessi árangur dugöi honum til 35. sætis i keppninni og samanlagður timi Sigurðar var 2:53.79 min eða 13 sek á eftir sigurvegaranum Stenmark. Þessi árangur Sigurðar Jóns- sonar er nokkurn veginn eins og búist var við fyrirfram, en með meiri æfingu hefði hann óefað getað gert mun betur. —IngH Haukar — HK í kvöld Hann nældi í sín 3. gullverðlaun í gær isfirðingurinn Sigurður Jónsson var 13 sek á eftir Stenmark I stór- sviginu og hafnaði i 35. sæti Nýr ieikmaður í úrvalsdeiidinni, Keith Yow Bandariski skautahlauparinn Eric Heiden gerði sér lftið fyrir i gærdag og sigraði i 1000 m skautahlaupi á Ól. og næidi þar með i sín þriðju guilverðlaun. Heiden heldur ótrauður að þvi marki sem enginn skauta- hlaupari hefur náð, að sigra í öllum þeim 5 hlaupum sem keppt er I á 01. Heiden lenti I mikilli keppni við Kanadamanninn Gaetan Boucher og mátti vart sjá lengi vel hvor myndi hafa betur. Heiden reyndist þó mun sterk- ari og var timi hans hreint út sagt frábær ef tekið er tillit til þess að nokkuð blés þegar hann var i brautinni. Efstu menn i 1000 m skauta- hlaupinu I gær urðu eftirtaldir: min 1. Heiden,USA 1:15,18 2. Boucher, Kanda 1:16,68 3. Rönning, Noregi 1:16.91 3. Lobanov, Sovét 1:16.91 IngH Hlutskipti systkinanna Eric og Beth Heiden hefur verið ólfkt á þess- um ólympiuleikum. Hann sópar aö sér gullpeningunum, en henni hefur engið afleitlega þrátt fyrir að henni hafi verið spáð miklu gengi fyrirfram. Sigurður Jónsson, skiða- kappinn frá ísafirði,hafnaði i 35. sæti i stórsvigi á ólympiu- leikunum i Lake Placid I gær. Enska knatt- - spyrnan L 4 Crslit ieikja i ensku knatt- spyrnunni i gærkvöld urðu þessi: Arsenal-Bolton (bikark.) 3:0 Liverp .-Nott. For. 2:0 Ipswich-C Palace 3:0 Bristol-Everton 2:1 2 m ^kjötfjalT i raoir KR-inganna „Jú, það er rétt að við eigum von á nýjum bandarískum leikmanni og þjálfara innan tíðar," sagði Kristinn Stefáns- son, stjórnarmaður í körf uknattleiksdeild KR aðspurður um það hvort ekki væri von á nýjum Kana til KR eftir að Ijóst var að Marvin Jackson léki ekki meira með lið- inu. Kappinn sem væntanlegur er heitir Keith Yow og er rúmir 2 m á hæð (2.05-2.10). Hann kem- ur hingað á vegum hins þekkta umboðsmanns Denzel, sem islensk félög hafa haft mikil samskipti við. Einar Bollason, landsliðsþjálfari.sá Yow leika i æfingabúðum i Bandarikjunum fyrrá árinu og lýsti honum sem miklum frákastara, dugnaðar- forki og að öllu leyti mjög góð- um framherja. Þá ku kappinn vera nokkuö þéttur á velli, og vegur um 100 kg. Marwin Jackson mun halda af landi brott um næstu mánaða- mót eða um svipað leyti og Yow byrjar að leika með KR. -IngH 1 kvöld verður einn leikur i 1. deild karla á lslandsmótinu i handknattleik. Haukar og HK ieika i iþróttahúsinu I Hafnar- firði og hefst viðureignin kl. 20. Bæði þessi lið eiga i hat- rammri fallbaráttu og verður þvi vafalitið hart barist. rrr f . pi Tekst Fram að sigra? I kvöld leika Valur og Fram i úrvalsdeildinni i körfuknattleik og verður fróðlegt að sjá hvern- ig Frömurunum vegnar 1 baráttu við hina sterku Valsara. Leikurinn hefst kl. 20 i iþróttahúsi Hagaskólans. Konurnar allsráðandi á Ól. í dag Dagur kvennanna verður á ól i Lake Placid i dag. Keppnin hefst með skylduæfingum i list- dansi kvenna á skautum. Fyrri ferðin i stórsviginu hjá konunum verður i dag og þar er islendingurinn Steinunn Sæmundsdóttir meðal kepp- enda. Þá verður keppt i 3000 m skautahlaupi kvenna. Eina greinin sem karlarnir keppa i er boðganga 4x10 km. Jú, einnig verða nokkrir is- knattleikir á dagskránni. A-þjóðverjar sigra enn Austur-Þjóðverjinn Ulrich Wehling sigraði I gær i norrænni tvikeppni i vetraról, en þaö er keppni I stökki og 15 km göngu. Hann hafði nokkra yfirburði I keppninni og næstur honum kom Finninn Karjaiainen. Þetta var 3 öl-gull Wehling i norrænni tv ikeppni. 1 skiðaskotfimi eða tviþraut sigraði landi Wehling, Frank Ullrich,og I næstu 2 sætum þar voru Sovétmenn. A-Þjóðverjar hafa fengið flest verðlaun á ól hingað til eða 6 gull, 4 silfur, og 6 brons. Næstir eru Sovétmenn með 6 gull, 4 silfur og 4 brons. -IngH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.